Alþýðublaðið - 05.06.1996, Qupperneq 8
► *
WfflE 'SW
4 - 8 farþega og hjólastólabílar
5 88 55 22
Miðvikudagur 5. júní 1996
nMiiiiRiimn
81. tölublað - 77. árgangur
Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk
„íslandsklukkan á jafnmikið erindi
nú og fyrir fimmtíu árum," sagði
gagnrýnandi eins virtasta blaðs
Þýskalands um stórvirki Halldórs
Laxness.
■ Laxness vinsæll
í Þýskalandi
íslands-
klukkan
meðal
mestu
skáldverka
aldarinnar
Fjórar útgáfur á þremur
árum í Þýskalandi.
Vaka-Helgafell hefur á síðustu
þremur árum gengið frá samningum
um fjórar mismunandi útgáfur á ís-
landsklukkunni eftir Halldór Laxness í
Þýskalandi. Nú síðast gaf hið virta
forlag, Deutscher Taschenbuch, út
þetta mikla stórvirki Nóbelsskáldsins.
Fyrst kom íslandsklukkan út innbund-
in á almennum markaði, þá í tveimur
af virtustu og stærstu bókaklúbbum
þar í landi og loks er hún nýlega kom-
in út í kilju. Þegar Steidl Verlag gaf
íslandsklukkuna út fyrir almennan
markað árið 1993 í þýðingu Huberts
Seelows, sagði stórblaðið Frankfurter
Allgemeine meðal annars í umsögn
sinni: „íslandsklukkan á jafnmikið er-
indi við samtíma sinn nú og fyrir
hálífi öld.“ Haustið eftir kom Islands-
klukkan út í ritröð hjá Bertelsmann
forlaginu sem er eitt stærsta útgáfufyr-
irtæld Þýskalands. í ritröð þessari eru
bækur sem þykja mestu bókmennta-
verk 20. aldar og nefnist hún
.Jahrhundert Edition“. Þar er íslands-
klukkan í mjög vönduðum búningi í
öskju og fylgir henni myndskreyttur
bæklingur um Laxness, líf hans og
feril. Aðeins verða eitthundrað bækur,
eftir jafnmarga höfunda, valdar í þetta
safn.
■ Færeyska landsstjórnin missir meirihluta sinn
Joensen hlýtur að boða til kosninga
- segir Eðvarð T. Jónsson
og telur að sjálfstæðis-
kröfur Færeyinga muni
setja mark á kosningabar-
áttuna.
Jafnaðarmannaflokkurinn í Færeyj-
um er genginn úr landsstjórn Ed-
munds Joensens lögmanns. Stjómin,
sem mynduð var í september 1994,
nýtur nú aðeins stuðnings ellefu þing-
manna af þrjátíu og tveimur. Alþýðu-
blaðið hafði samband við Eðvarð T.
Jónsson, fyrrum fréttaritara Ríkisút-
varpsins í Færeyjum, og bað hann að
segja frá aðdraganda þessa brotthlaups
jafnaðarmanna og hugsanlegum af-
leiðingum.
Edmund Joansen í heimsókn til íslands á dögunum. Naut ekki trausts samstarfsmanna, skortir forystuhæfileika
og þykir lifa í liðnum tíma.
Eðvarð segir Edmund Joensen
hvorki hafa notið trausts meðal sam-
starfsflokkanna né í eigin flokki. Hann
sé talinn óákveðinn, skorta forystu-
hæfileika og þyki lifa um of í gamla
tímanum.
Þegar Joensen myndaði stjórnina
voru fjórir flokkar í landsstjórninni,
Sambandsflokkurinn, undir stjóm Jo-
ensens, Jafnaðarmannaflokkurinn,
Verkamannaflokkurinn, sem splundr-
aðist á kjörtímabilinu og er nú í sár-
um, og Sjálfstýrisflokkurinn, sem Eð-
varð segir vera lítinn Framsóknar-
flokk. Samstarfið byrjaði vel, en síðan
tók að gæta óánægju með störf Joan-
sens.
Tveir þingmenn Sambandsflokksins
létu af stuðningi við Joensen. Eðvarð
segir þá hafa verið fylgjandi því að
gagngerar breytingar í sjálfstæðisátt
yrðu gerðar á sambandi Færeyja og
Danmerkur. Þeim breytingum er Joen-
sen algjörlega andvígur og hefur
meirihluta Sambandsflokksins á bak
við sig.
„Umræðan um að breyta heima-
stjómarlögunum og gera Færeyjar að
frjálsu og fullvalda ríki verður æ
meira áberandi í Færeyjum. Færeying-
ar eru reiðir Dönum og finnst þeir
hafa niðurlægt sig á allan hátt. Jafnað-
armenn vilja breytingar á sambandinu
og það vilja einnig Þjóðveldismenn
sem staðið hafa utan stjómar. Það er
að myndast samstaða á lögþingi um
að endurskoða heimastjómarlögin. Öll
endurskoðun á heimastjómarlögunum
þýðir aukið sjálfstæði Færeyja," segir
Eðvarð.
Eðvarð telur að Edmund Joansen
hljóti að boða til kosnirtga. „Verði
gengið til kosninga má búast við að
þeir flokkar sem hafa setið utan stjóm-
ar muni bæta við sig fylgi. Um leið
mun kosningabaráttan snúast að miklu
leyti um vilja Færeyinga til aukins
sjálfstæðis frá Dönum."
Eðvarð T. Jónsson telur að Ed-
mund Joansen hljóti að boða til
kosninga og segir að kosningabar-
áttan muni að miklu leyti snúast
um vilja Færeyinga til aukins sjálf-
stæðis.
E n g i n n
h e i m a ?
Kínverjar eru orðlagðir fyrir kurteisi
en í gær kom enginn til dyra þegar
fulltrúar íslandsdeildar Amnesty
International ætluðu að færa
starfsmönnum kínverska sendi-
ráðsins nýja skýrslu um mannrétt-
indamál í Kína. í gær voru einmitt
liðin rétt sjö ár frá blóðbaðinu á
Torgi hins himneska friðar, en þá
murkuðu hermenn lífið úr meira en
tvöþúsund vopnlausum andófs-
mönnum. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir
formaður íslandsdeildar Amnesty
sagði fréttamönnum í gær að við-
brögð sendiráðsmanna hér væru
hin sömu og hvarvetna í heimin-
um: Kínverjar þverneituöu alstaðar
að taka á móti fulltrúum Amnesty.
Siðdegis i gær safnaðist fólk við
Tjörnina, þar sem hvítum blómum
var dreift - en hvítt er litur sorgar-
innar í Kína.
■ ísland í Indlandi
Islenskt skjól fyrir indversk götubörn
I suðausturhluta Indlands er að
finna Litlu ljósin (Little Lights Orp-
hanage) sem er heimili fyrir munaðar-
laus og yfirgefm börn á Indlandi og
hefur það verið starfrækt í fjögur ár.
Sífellt fleiri böm leita þangað og hafa
nú um 370 böm eignast þar heimili.
Öll eiga þau íslenska stuðningsfor-
eldra í gegnum ABC hjálparstarf.
Stuðningsforeldramir greiða einungis
1450 krónur á mánuði til félagsins og
rennur sú fjárhæð óskert til hjálpar-
starfsins. Fyrir þessa ljárhæð er mögu-
legt að veita indversku götubami fæði,
klæði, menntun, læknishjálp og heim-
ili. ABC hjálparstarfið var stofnað ár-
ið 1988 og er íslenskt samkirkjulegt
hjálparstarf sem hefur að markmiði að
veita bágstöddum börnum þriðja
heims hjálp sem kemur að varanlegu
gagni. Fyrir 500 krónur á mánuði er
hægt að styrkja bam til náms í Uganda
og fyrir 1100 krónur á mánuði er hægt
að styrkja barn á Filippseyjum til
náms. Stuðningsforeldrar fá myndir af
bömum sínum ásamt upplýsingum um
hagi þeirra og geta skrifast á við þau.
Aðeins einn stuðningsaðili stendur að
baki hveiju styrktarbami. Um fjórtán
hundmð Islendingar em nú stuðnings-
foreldrar um tvö þúsund bama í þriðja
heiminum. En neyðin er mikil og
Qöldi bama þarfnast enn aðstoðar.
ABC hjálparstarfið hefur nýlega
fest kaup á litlu landsvæði í Indlandi
sem hlotið hefur nafnið Island. Síðar í
þessum mánuði verður tekin þar í
notkun bygging sem verður heimili
150 munaðarlausra bama.
Guðrún Margrét Pálsdóttir er fram-
kvæmdastjóri félagsins. Það er til húsa
að Sóltúni 3 og síminn er 5616117.
Gjöfum til hjálparstarfsins er veitt
móttaka á tékkareikningi 151 í Is-
landsbanka (537).
Þessi munaðarlausa indverska stúlka er ein fjölmargra barna sem loks
hefur eignast heimili vegna stuðnings íslenskra stuðningsforeldra.