Alþýðublaðið - 26.06.1996, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 26.06.1996, Qupperneq 1
f r ■ Olafur Skúlason biskup tilkynnti afsögn á prestastefnu 1996 Afsögnin tekur þó ekki gildi fyrr en eftir eitt og hálft ár Biskup gagnrýnirfjölmiðla harkalega - í opnunarræðu sinni í Digraneskirkju í gær. „Ég hef ákveðið að sækja um lausn frá embætti nunu áður en aldursmörk gera skylt. Ég hyggst gegna embætti í hálft annað ár enn,“ sagði Ólafur Skúlason biskup Islands í setningar- ræðu sinni á Prestastefnu 1996 í gær. Ræðu Ólafs var beðið með mikilli eft- irvæntingu í Digraneskirkju í gær og menn urðu ekki fyrir vonbrigðum. Biskupinn boðaði tíðindi í ræðu sinni. Hann segir fæðingarár sitt valda því að hann geti ekki verið í þjónustu kirkjunnar árið 2000. „Að öðru jöfnu myndi ég láta af embætti ári fyrr. Það sjá allir að ekki verður gott fyrir nýjan biskup að koma að hátíðahöldunum án þess að hafa haft hönd í bagga með undirbúningi og nokkurs aðdraganda," sagði Ólafur Skúlason þegar hann út- skýrði tildrög og ástæður afsagnar sinnar. Það vekur nokkra athygli að afsögnin tekur ekki gildi fyrr en eftir eitt og hálft ár. Ólafur telur ekki far- sælt að eíha til biskupskosninga núna ofan í þá umræðu sem verið hefur undanfarið. „Það skal líka viðurkennt að ásakanimar á hendur mér og ótrú- lega neikvæð umijöllun í sumum íjöl- miðlum hefur haft sín áhrif. Þótti mér það sláandi dæmi um ástandið og stöðu mína að ekki virðist einu sinni hægt að undirbúa forsetakosningar án þess að nafn mitt sé dregið inní um- ræðuna með lítt þægilegum hætti,“ sagði Ólafur og vandar fjölmiðlum ekki kveðjumar. Hann segir það hafa verið sér „þyngri raun en orð fá túlkað að vegna ásakana á mig hafa sóknar- böm horfið frá söfnuði sínum með því að segja skilið við Þjóðkirkjuna." Ólafur segir ijölmiðlaöld setja mik- inn svip á samfélagið og móti það jafnvel meira en við kæmm okkur um að viðurkenna oft og tíðum. „Hinn gagnrýni ijölmiðill er auðvitað nauð- synlegur en á honum hvílir mikil ábyrgð," sagði Ólafur Skúlason enn- fremur um fjölmiðla. Sjálfsagt hefur kynferðisleg áreitni ekki oft borið á góma í setningarræðum á Prestasteíhu enda fór kliður um presta og aðra við- stadda, en þama vom meðal annarra Vigdís Finnbogadóttir forseti og Þor- steinn Pálsson kirkjumálaráðherra, þegar Ólafur sagði: „Það fer ekki á milli mála að kynferðisleg valdbeiting eða áreitni er eitthvað það ógeðfelld- asta og ógeðslegasta sem þjakar mannlegt samfélag." Sjá baksíðu. ■ Gísli S. Einarsson alþingismaður Styð þann sem getur sigrað Ólaf „Eitthvað nýtt ef alþýðubanda- lagsmenn eru orðnir málsvarar víðsýni í utanríkismálum." „Ég treysti mér alls ekki til að styðja mann sem tekur svo harða af- stöðu gegn Evrópusambandinu og hugsanlegri aðild Islands. Ég hlýt því að greiða þeim manni atkvæði sem helst getur sigrað Ólaf,“ sagði Gísli S. Einarsson þingmaður Alþýðuflokksins á Vesturlandi um ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar í Alþýðublaðinu í gær. Gísli kvaðst furða sig á þeirri yfirlýsingu Ólafs að það lýsti „ein- stakri þröngsýni að ræða alþjóðamál eingöngu út frá hinu evrópska sjónar- homi.“ Um þetta sagði Gísli: „Það er eitthvað alveg nýtt ef alþýðubanda- lagsmenn eru orðnir málsvarar víðsýni í utanríkismálum." ■ Forsetakosningar 400 á fundi Ólafs í Hafnarfirði í fyrrakvöld héldu Ólafur Ragn- ar Grímsson og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir framboðsfund í Hafnarfirði. Þangað komu um fjög- urhundruð manns og var fullt útúr dyrum. Á morgun er síðan ráðgerð flugferð um landið, og verða sóttir heim að minnsta kosti sex staðir um allt land. Biskuparnir Sigurbjörn Einarsson, Pétur Sigurgeirsson og Ólafur Skúla- son við upphaf Prestastefnu en Ólafur vandaði fjölmiðlum ekki kveðjurn- ar í upphafsræðu sinni. ■ Vinnustaðakannanir í Sementinu og hjá VSK Ólafurog Pétur á toppnum Ólafur Ragnar Grímsson hafði yfir- burða fylgi í vinnustaðakönnun í Se- mentsverksmiðjunni sem gerð var í síðustu viku. Könnunin var gerð um það leyti sem Guðrún Pétursdóttir dró framboð sitt til baka. Sextíu starfs- menn tóku þátt og var skiptingin sem hér segir: Olafur Ragnar 50 prósent, Pétur Kr. Hafstein 22,6, Guðrún Agn- arsdóttir 12,9, Guðrún Pétursdóttir 8,1 og Ástþór Magnússon 4,8. Pétur Kr. Hafstein reyndist hinsveg- ar hafa yfirburði meðal þeirra 50 sem tóku þátt í könnun á Verkfræðiskrif- stofu Sigurðar Thoroddsen. Þar var skiptingin þessi: Pétur 42 prósent, Guðrún Agnarsdóttir 18, Ólaftu-Ragn- ar 16, Guðrún Pétursdóttir 14 og Ást- þór4. ■ Össur Skarphéðinsson um orð Ólafs Ragnars Skipta engu máli til eða frá - segir Össur. „Fordómalausir menn kjósa ekki forseta út frá stjórnmálaskoðunum." „Þessi orð Ólafs Rangnars um ESB —r finnst mér ekki skipta nokkru máli til eða frá í kosningabaráttunni enda fæ ég ekki betur séð en þau tvö sem næst honum koma í skoðanakönnunum hafi sömu afstöðu og hann til ESB,“ sagði Össur Skarphéðinsson þegar Alþýðu- blaðið leitaði álits hans á orðum Ólafs Ragnars Grímssonar um íslands og Evrópusambandið. „Eg held að fordómalausir menn kjósi ekki forseta út frá stjómmála- skoðunum, heldur út frá hæfni við- komandi til að gegna embætti þjóð- höfðingjans," segir ÖSsur. „Hvaða skoðanir frambjóðendur hafa á ein- stökum átakamálum líðandi stundar skiptir ekki höfuðmáli, enda man ég ekki betur en núverandi forseti hafi ljáð stuðning sinn við baráttu gegn Nató og her, og þótt frábær forseti. Eg held líka að skoðanir Ólafs Ragnars á þessu tiltekna máli hafi legið Ijósar fyrir áður en til baráttunnar kom, eins og raunar flestra deilumála, og ég man ekki til þess að hann hafi gefið neitt tilefni til að menn teldu hann hafa breytt þeim. Þeir sem verða því undr- andi á orðum hans hafa því haft hug- ann við eitthvað annað síðustu misseri en íslensk stjómmál." Að vera vond- ur með því að vera góður ■ Ummæli Olafs Ragnars Grímssonar um Island og Evrópusambandið Skilaboð til jafnaðarmanna? -spyr Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins. Gunnar Smári skrifar um Guð- rúnu Agnarsdóttur I hvert sinn sem ég verð vitni að því að Guðrún Agnarsdóttir talar til þjóðar sinnar ómar rödd móður minnar í höfðinu á mér: Maður getur verið vondur við fólk með því að vera góður við það. Og músarhjartað í mér sem alltaf fmnst það hafa bmgðist vonum móður minanr slær: Já, mamma, ég veit, mamma. Þess vegan er ég sestur hér niður til að skrifa grein um að hið annálaða góðmenni Guðrún Agnarsdóttir sé - kannski ekki illmenni - en það sem hét á tímum svart hvítrar heimsmynd- ar, nytsamur sakleysingi í þjónustu illskunar. Sjá blaðsíðu 5 „Þau ummæli forsetaframbjóðand- ans, Ólafs Ragnars Grímssonar, í við- tali við Alþýðublaðið að stefna okkar jafnaðarmanna í Evrópumálum sam- rýmist ekki efnahagslegum hagsmun- um okkar koma eins og blaut tuska framan í andlitið á íslenskum jafnað- armönnum. Reyndar hlýtur sama máli að gegna um fjölmarga kjósendur annarra flokka sem hafa svipaða sýn og afstöðu og við,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson. „Að velja bandalagsþjóðum okkar í Evrópu heitið „gömlu nýlenduveldin“ minnir óþægilega á málflutning al- þýðubandalagsmanna fýrr á tíð þegar þeir beittu sér hvað hatrammlegast gegn þeirri stefnu, sem notið hefur stuðnings mikils meirihluta þjóðarinn- ar, að Island haslaði sér völl innan varnarsamtaka vestrænna lýðræðis- ríkja og í viðskiptasamstarfi Evrópu- þjóðanna,“ segir Jón Baldvin. Jón Baldvin segir Alþýðubandalag- ið hafa verið fulltrúa einangrunar- stefnu og verndarstefnu í íslenskum stjómmálum. „Það kemur því vægast sagt úr hörðustu átt þegar þeim sem einarðlegast hafa beitt sér fyrir fijáls- lyndi og stuðningi við frjáls viðskipti á undanförnum áratugum er brugðið um „einstaka þröngsýni" í viðhorfum sínum til samstarfs grannþjóða," segir Jón Baldvin. Jón Baldvin telur það lýsa glám- skyggni að mæna á hagvaxtarríkin í Asíu sem fyrirmynd fyrir íslendinga. „Að nefna Suður Ameríku, ég tala nú ekki um Afríku, sem dæmi um hvar framtíðin liggi í markaðsmálum okk- ar, skilur mann eftir nánast orðlausan. Dæmið urn að Björk njóti mestra vin- sælda í Asíu og þar með séu rökin komin fyrir þessum undarlegu sjónar- miðum gerir mann aftur orðlausan.“ „Ég viðurkenni að þessi sjónarmið eru ekki ný frá Ólafi Ragnari,“ segir Jón Baldvin. „Hann talaði fyrir þeim sem formaður Alþýðubandalagsins á sinni tíð og staðfesti á Alþingi, til dæmis með atkvæði sínu gegn aðild okkar að Evrópska efnahagssvæðinu. Ég hafði satt að segja gert mér vonir um að þar hefði hugur ekki fylgt máli, allavega að Ólafur Ragnar væri vax- inn frá þeirri afstöðu sinni nú þegar hann heíur boðið sig ífam til embættis forseta Islands, þar sem hann þarf mjög á því að halda að sameina þjóð- ina að baki sér. Ég velti því íyrir mér hvort þessi orð hafi verið sögð í ógáti eða hugsunarleysi, en standi þau, og því verður Ólafur Ragnar að svara, þá hlýtur hann að stilla okkur jafnaðar- mönnum og skoðanabræðrum okkar frammi fyrir þeirri spurningu hvort við getum greitt forsetaframbjóðanda atkvæði sem lýsir sjónarmiðum okkar sem þröngsýni og stefnu okkar í stór- máli eins og Evrópumálunum sem ósamrýmanlegri hagsmunum þjóðar- innar,“ segir Jón Baldvin.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.