Alþýðublaðið - 26.06.1996, Side 3

Alþýðublaðið - 26.06.1996, Side 3
MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n i r Pétur er kletturinn Ií mínum huga er valið einfalt og í raun þykir mér lítt skiljanlegt hversu mjög það vefst fyrir mörgum að gera upp hug sinn. Senn líður að þeim degi er íslenska þjóðin kýs sér forseta, þann fimmta í röðinni frá stofnun lýðveldisins. Við Islendingar erum lánsöm að búa við þau mannréttindi að hafa for- seta sem kjörinn er af þjóðinni, okkur fólkinu í landinu. Þannig séð fellum við að vissú leyti dóm yfir sjálfum okkur eftir því hvem við veljum. Því miður hefur það oft átt sér stað í veraldarsögunni að þjóðir, og það stórþjóðir, hafa valið svo sorglega rangt þegar þær völdu sér stefnu eða leiðtoga. Oft er eins og örlög verði ekki umflúin ög stundum hefur það tekið marga mannsaldra að græða sár og reyna að bæta, fyrirgefa og laga, ef ranglega var valið. Pallborð í mínum huga er valið einfalt og í raun þykir mér lítt skiljanlegt hversu mjög það vefst fyrir mörgum að gera upp hug sinn. Þegar frambjóðendur komu fram hver af öðmm með mismunandi stæl varð ég ráðvilltari með hveijum deg- inum sem leið. En loks heyrðist rödd sem var í senn látlaus, virðuleg og traust. Þetta var rödd Péturs Kr. Haf- stein. Þama var hann kominn forseti íslands, hugsaði ég. Sannfæring mín styrktist því meir sem Pétur kynnti hugmyndir sínar um hvemig forseti íslands ætti að vera. Það em einkum eftirfarandi sjö þættir sem þurfa að fyrirfmnast í forsetanum að mati Péturs. Forseti fslands skal: - vera trúvérðugt sameiningartákn íslensku þjóðarinnar, - rækja hlutverk sitt í stjómskipun- inni með öruggum og ótvíræðum hætti og djúptækri virðingu fyrir þing- ræðinu, - meta vald sitt til synjunar laga- fmmvarpa sem neyðarúrræði við sér- stakar og ófyrirsjáanlegar aðstæður, - leggja höfuðáherslu á skyldur sín- ar innanlands og koma jafnífamt fram af myndugleika fyrir hönd tslensku þjóðarinnar á erlendri gmnd, - skerpa vitund Islendinga um sjálfa sig sem fijálsa og fullvalda þjóð í samfélagi þjóðanna, - reka embætti sitt með hófsemd, látleysi og ráðdeild og alltaf innan fjárheimilda frá Alþingi, - vera traustsins verður. Helsti munurinn á Pétri og hinum frambjóðendunum er sá að það er óhætt að treysta orðum hans. Hann er ekki eins og stjómmálamaður sem tal- ar alltaf eins og vindurinn blæs hverju sinni og sem telur fólki jafnvel trú um að hvítt sé svart. Pétur er eins og kletturinn í haftnu, fastur fyrir og trúr sannfæringu sinni. Hann er orðheldinn og réttsýnn dreng- skaparmaður. Ymsar fáránlegar spumingar hafa verið lagðar fyrir forsetafrmbjóðend- ur. Sumum þeirra er vart hægt að svara. Pétur hefur staðið sig afburða vel og svarað í stuttu, kjamyrtu máli. Inn- antómt orðagjálíúr er ekki hans aðferð til svars, hann kemur beint að efninu og heldur rökfestu sinni út í gegn. Hjá sumum hinna ffambjóðendanna var orðskrúðið svo mikið að ég hafði gleymt spurningunni þegar orða- flaumnum lauk. Pétur er sá sem segir mest í sem fæstum orðum. Hann mun alltaf verða sá sem stendur og fellur með sannfæringu sinni. Daginn sem Pétur tilkynnti framboð sitt var hann spurður hvort hann teldi að hann yrði næsti forseti lýðveldisins. Þá svaraði hann því til að það væri bara einn sem réði því, guð allra stétta. Ég veit að Pétur gæti tekið undir með skáldinu Valdimar Briem er hann orti: Égfel mig þinni föðumáð, minnfaðir elskulegi, mitt lífog eign og allt mitt ráð og alla mína vegi. Þú rœður öllu og rœður vel afríkdóm gcesku þinnar. Þín stjóm ncer jafnt um himins hvel og hjólið auðnu minnar. Ég hef sagt það við vini mína og ættingja að það sé í fínu lagi að hugsa málið fram að kjördegi, en þegar í kjörklefann er komið, kjósið þá Pétur Kr. Hafstein. Höfundur er kennari og sjúkraþjálfari JÓN ÓSKAR m e n n Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, gaf út yfirlýs- ingu í gær þarsem hún viður- kenndi að hafa átt samræður við löngu látna forsetafrú, en sagði að um vitsmunalegar æf- ingar hefði verið að ræða en ekki neinn miðilsfund. Frétt í DV í gær. Raup forsetaefna um hlutverk þeirra og væntanlega fram- göngu meðal þjóðanna minna ekki lítið á hlutverk nafn- kenndra íslendinga í storma- sömum stríðum Heljarslóðar- orustu, en þar voru þeir alls staðar nærri þar sem mikil tíðindi urðu. Oddur Ólafsson í Tlmanum í gær. Komið hefur í ljós í ýmsum málum, að Clinton Banda- ríkjaforseti er nánast alveg stefnulaus í utanríkismálum og skiptir um skoðun á ýmsa vegu eftir því, hvernig vindur- inn blæs í innanríkismálum. Hann rambar fram og til baka eftir gagnrýni repúblíkana hverju sinni. Jónas Kristjánsson í forystugrein DV í gær. Með kynskiptum er verið að gagnrýna verk guðs. Gunnar Þorsteinsson í Krossinum. DV í gær. Það sem eftir stendur er, einsog dagskrárgerðarmenn á Bylgjunni orðuðu það í gærmorgun: Grís, Skvís, Pís og Frýs. Garri Tímans aö fjalla um forsetaframbjóðendur. Ólafur er maður unga fólksins. Hákon S. Sverrisson í Mogganum í gær. Sameinumst um Pétur Kr. Hafstein. Ásdís Lúðvíksdóttir í Mogganum i gær. Ég treysti Guðrúnu Agnarsdóttur til að... sameina þjóðina á bakvið sig. Páll Skúlason í Mogganum í gær. fréttaskot úr fortíð Aldraður auðjarl Jón gamli Rockefeller, hinn þekkti milljónamæringur, varð 97 ára 8. júh' síðast liðinn. Sagði hann við það tækifæri, að þegar hann væri orðinn hundrað ára ætlaði hann að byija að lifa. A yngri árum sínum strengdi hann þess heit, að lifa í hundrað ár eða liggja dauður ella. Afmælisveizl- an var haldin á óðali hans, „Golf House“, í Lakewood í New Jersey. Sænski matsveinninn hans hafði bak- að heljarmikla afmæliskringlu, og át Jón gamli hana upp til agna, án þess að kenna sér nokkurs meins. Sunnudagsblaö Alþýöublaösins, 9. ágúst 1936. h i n u m e g i n Olympíuskákmótið fer fram í Yerevan í Ar- meníu í haust, og binda margir vonir við að sterk íslensk sveit nái að blanda sér í toppbaráttuna. ís- lenska liðið verður skipað Hannesi Hlífari Stef- ánssyni, Helga Áss Grétarssyni, Helga Ól- afssyni, Jóhanni Hjart- arsyni, Margeiri Péturs- syni og Þresti Pórhalls- syni. Liðsstjóri verður Ágúst S. Karlsson og þjálfari, einsog áður, sjálf- ur Gunnar Eyjólfsson leikari og yfirskáti... Könnun Félagsvísinda- stofnunár leiddi í Ijós að mjög hátt hlutfall kjós- enda Alþýðuflokksins ætl- ar að greiða Guðrúnu Agnarsdóttur atkvæði sitt, og nýtur hún einungis meiri vinsælda hjá kvenn- alistakonum. Samkvæmt könnuninni hefur Ólafur Ragnar Grímsson 44,1 prósent fylgi hjá alþýðu- flokksmönnum, Guðrún Agnarsdóttir hefur 28,8, Pétur Kr. Hafstein 22 og Ástþór Magnússon 5,1. Fylgi Péturs hefur nokkuð aukist í Framsókn en Ólaf- ur hefur sem fyrr yfir- burðastöðu á þeim bæ: 60,3 prósent framsóknar- manna fylgja honum nú en 19,2 prósent styðja Pétur. Þá er ekki að sjá að Ólafur hafi verið umdeild- ur í Alþýðubandalaginu, alltjent hefur hann stuðn- ing 76,7 prósenta af fylg- ismönnum flokksins en Pétur aðeins 4,7. Meðal sjálfstæðismanna er Pétur kominn með 60,5 prósent, Ólafur hefur tæp 22 og Guðrún 13,6... F Igær sendi aðalbækistöð Ólafs Ragnars Gríms- sonar frá sér símbréf þar- sem fjármál framboðs Péturs Kr. Hafstein voru gerð að umtalsefni. Vitnað var i sjónvarpsvið- tal við Pétur, þar sem hann neitaði staðhæfing- um um að fólk á hans vegum byði fyrirtækjum kvittanir fyrir fjárframlög- um sem gerðu fyrirtækj- unum kleift að draga framlögin frá skatti. Hann kvað þetta tilhæfulausar aðdróttanir, en Ólafsmenn spyrja í símbréfinu hvern- ig hann geti fullyrt nokkuð í þá veru, með hliðsjón af því að hann hafi áður sagt að hann komi sjálfur ekk- ert nálægt fjármálum framboðsins. Þá segja Ól- afsmenn tvískinnung að Pétur hafi sagt í upphafi baráttunnar að hann vildi ekki vita hverjir legðu fram fé til baráttunnar, en hafi síðan efnt til fjáröfl- unarkvöldverðar á föstu- daginn þarsem hann hitti þá sem styðja hann fjár- hagslega... FarSido" oftir Gary Larson Og þú þykist vera indíáni! f i m m f ö r n u v e g Q| Hvaða lið leika til úrslita í Evrópukeppninni í knattspyrnu? Sigrún Margrét skrifstofu- maður: Englendingar vinna Frakka 2-1. Pétur Pétursson Ijós- myndari: Ég held að það verði Þjóðvetjar og Frakkar, en ég vona þó að Englendingar komist í úrslit. Guðni Elísson bók- Walter Reataza tónlistar- menntafræðingur: Ég vona maður: Frakkar vinna Þjóð- að Frakkar vinni Englendinga í verja í vítaspymukeppni. úrslitaleiknum. Birgir Björgvinsson skrif- stofumaður: Frakkar og Englendingar, og vona að Tjallinn hafi þetta loksins með marki frá Alan Shearer.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.