Alþýðublaðið - 26.06.1996, Side 5

Alþýðublaðið - 26.06.1996, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐHD 5 bessastaðabardaginn ■ Mamma Gunnars Smára Egilssonar sagði að maður gæti verið vondur við fólk með því að vera góður við það. Þessi orð rifjuðust upp fyrir honum þegar hann tók sér fyrir hendur að skrifa um forsetafram- bjóðandann Guðrúnu Agnarsdóttur Eg þarfnast ekki Guðrúnar Ég er það sem í daglegu tali er kall- að mislukkaður. Það sem mér var vel gefið hef ég misnotað og það sem mig skorti hef ég ekki hirt um að afla mér. Lífsveginn hef ég gengið öruggum skrefum niður á við. Og eins og öðr- um sem líkt hefur famast á ég erfitt með að horfast í augu við sjálfan mig. Mér þykir sárt að sjá mig svona á mig kominn. í þessum vanda hef ég helst hallað mér að þeim kenningum sem ganga meira og minna út á að ekki sé allt sem sýnist. Ég hef reynt að trúa því að í uppgjöfinni sé maðurinn stærstur, að auðmýktin geri manninn sterkan, að annað sé gæfa en gjörvi- leiki. Ast mín á Jesú bróður dafnar fyrst og ffemst vegna þess að hann var meistari svona öfugmæla. Einu sinni stóð hann heilan dag upp á fjalli og rumsaði þeim út úr sér. Mamma var líka góð í öfugmælun- um enda stækkaði hún í sínu and- streymi. Eitt af því sem hún trúði mér fyrir ungum var að maður gæti verið vondur við fólk með því að vera góður við það. Þessi speki hafði ekki teljandi áhrif á mig fyrr en ég var kominn á fertugsaldur. Þá dustaði ég rykið af henni í þeirri von að ég hafi í raun og sannleik vérið góður við fólk með því að vera svona vondur við það. Það undrar sjálfsagt engan að mér tókst ekki að sannfæra nokkum mann um að svona hefði verið í pottinn búið. Síðan hef ég ekki velt mikið fyrir mér þessari speki sem móðir mín hafði fyrir mér. Ekki fyrr en Guðrún Agnarsdóttir bauð sig frant til forseta. í hvert sinn sem ég verð vitni að því er hún talar til þjóðar sinnar ómar rödd móður minnar í höfðinu á mér: Maður getur verið vondur við fólk með því að vera góður við það. Og músarhjart- að í mér sem alltaf finnst það hafa brugðist vonum móður minanr slær: Já, mamma, ég veit, mamma. Þess vegan er ég sestur hér niður til að skrifa grein um að hið annálaða góðmenni Guðrún Agnarsdóttir sé - kannski ekki illmenni - en það sent hét á tímum svart hvítrar heimsmynd- ar, nytsamur sakleysingi í þjónustu illskunar. Hjálpi okkur allir heilagir. Ef konurnar fengju að ráða Fyrst vil ég segja ykkur frá því þeg- ar ég var ennþá ungur og ennþá efni- legur og vann á Kleppi. Þetta var eftir að mannúðin kom til Vesturlanda og geðlæknamir höfðu lagt spennitreyj- umar á hilluna. Starf okkar strákanna fólst því aðallega í því að halda sjúk- lingunum niðri í rúmunum - stundum vikum saman. Arrnað sumarið mitt var óvenjumik- il geðsveifla yfir landinu. Á B-gangin- um á deild 11 vom fimm sjúklingar í sérstakri gæslu. Inn á herbergi 1 vom þrír gæslumenn sem héldu miðaldra manni í rúminu þegar hann var æstur en tefldu við hann þess á milli. Á her- bergi 2 var einn gæslumaður sem hélt konúvaustan af landi í rúminu og mátti aldrei hafa af henni hendur því þá fleygði hún sænginni sinni út um gluggann og sjálfri sér á eftir. Tveir gæslumenn voru stðan fram á gangi og áttu að hafa augu með þremur sjúk- lingum sem hver um sig átti skilið að fá sitt settið af gæslumönnum að halda sér í rúminu en vom sviptir þeim rétt- indum vegna blankheita í heilbrigðis- kerfinu. Einn þessara lausagöngusjúklinga var bóndi austan úr sveitum, saman- rekinn andskoti og fílsterkur. Hann var í maníu. Þegar hann kom inn tugði hann látlaust á sörnu sjö setningunum og unni sér engrar hvíldar. Þegar hann var að þrotum kominn greip hann til þess ráðs að fækka setningunum niður í sex í stað þess að gefast upp. Og svo koll af kolli. Eftir einn og hálfan mán- uð var tungan í honum orðin stokk- bólgin og líkaminn máttfarinn enda undi hann sér hvorki sveíhs né matar. Með tímanum hafði hann þurft að horfa á bak hverri ástfólgnu setning- unni á fætur annarri en hélt dauðahaldi í þá síðustu sem ómaði látlaust í höfð- inu á honum og hann varð að koma út fyrir varir sínar þótt tungan væri að bregðast honum. Þegar læknunum varð loks ljóst að maðurinn ætlaði ekki að þagna og var þess albúinn að tala sig út yfir gröf og dauða var pant- aður sjúkrabíll og ég sendur með hann á Borgarspítalann. Þar tók hjúkrunar- lið við okkur, ólaði manninn niður á bedda og dældi í hann einum og hálf- um líta af valíum. Ég sat við rúm- stokkinn sem sérstakur fulltrúi af Kleppi og horfði á manninn berjast gegn svefninum. Hann var ekki alveg búinn að koma sínum sjónarmiðum að. Ég heyrði hvemig síðasta uppá- halds setning hans hljómaði veikar og veikar. Undir lokin var hún aðeins rámt hvísl: „Pabbi sagði alltaf að ef konumar fengju að ráða væri heimur- inn betri.“ Mér fannst rétt að koma þessari sögu að hér þótt hún sé útúrdúr. En eftir að hafa hlustað á þessa setningu í sextán tíma á dag í sex vikur komst ég að þeirri niðurstöðu að hún er röng. Og ég veit hvernig getur farið fyrir fólki sem leggur of mikinn trúnað á hana. Góða fólkið Það er kunnara en frá þurfi að segja að góðmennska getur verið allavega. Góðsemi sumra gusast yfir allt og alla og það er ef til vill vegna þess að lítið var til af henni upphaflega að hún virðist hálf þunn og bragðdauf þegar maður verður iyrir henni. Þannig er til dæmis góðsemi íslensku þjóðkirkunn- ar. Hún boðar einhvers konar sóda stream-Jesú sem dæmir ekki aðra eins og hann dæmir sjálfan sig heldur dæmir barasta ekki neitt. Aðrir eru bara góðir við vini sína og er það ís- lenskast allrar góðsemi. Þannig vora fomkappamir og þannig era Davíð og Ólafur Ragnar. Þeir síðasttöldu hafa reyndar komið sér upp landsföðurlegri- góðsemi og era því góðir við vini sína og fórnarlömb náttúrahamfara. Enn aðrir eru góðir við þá sem allir eru hvort eð er góðir við. Þannig beinist góðsemi Moggans og annarra fjöl- miðla fyrst og fremst að þeim sem lenda í veikindum og slysum. Hilrnar Örn Hilmarsson galdramaður benti mér á þegar ég leitaði til hans í nauð- um að auðveldasta ráðið til að eignast sál þess sem maður gimist sé að gera honurn, eða öllu heldur henni, greiða. Það fólk sem er fyrirferðamest í góðmennsku sinni er góða fólkið. Það má ekkert aumt sjá án þess að gráta yfir því. Það vorkennir öllum minni máttar: Einstæðum mæðrum, ein- hverfum bömum, einfættu fólki. Fóm- arlömbum umferðarslysa, náttúraham- fara, nauðgara og rakkara. Fólki með lág laun, lágt sjálfsmat, lága greindar- vísitölu. Fólki sem er atvinnulaust, bamlaust, allslaust, vitlaust. Fólki sem hefur orðið fyrir einhverju og fólki sem hefur orðið undir einhverju og fólki sem hefur rekið sig á. Nánast öll- um nema þeim sem hafa tekið sig á. Einkenni góða fólksins er að það leggur mikið til málefna allra þessara fómarlamba lífsins en leggur fáunt lið. Það býðst til að hafa áhyggjur fyrir hönd þeirra sem minna mega sín. Það er ekki svo vitlaust, þar sem venjulegt fólk fær magasár af áhyggjum. Góða fólkið er hins vegar svo heilsteypt og vandað að jafnvel áhyggjur bíta ekki á magaveggjum þess. Áhyggjurnar ná ekki að éta sig í gegnum vissu góða fólksins um eigin góðsemi og ágæti. Góðsemi Guðrúnar Agnarsdóttur er af þessum toga. Hún er góð við alla sína smæstu bræður og systur. Og hún er sæl af þessarri góðsemi. Eins og sjá má af framboðsmyndum af henni. Af öndunum á Tjörninni Ef greina ætti góðsemi Guðrúnar nánar þá flokkast hún undir femímska góðsemi. Einkenni hennar er upphafn- ing fómarlambsins. Þegar Þjóðviljinn var og hét birtist þar frétt um rannsóknir móðurlífs- fræðings á öndunum á Tjöminni. Líf- fræðingurinn hafði legið á gæjum í sefinu og fylgst með ástarlífi stokk- andarinnar. Og það var ekki fallegt. Á hveijum degi horfði hann upp á stegg- ina synda skriðsund á eftir öndunum, bíta þær í hálsinn, snúa þær niður og nauðga þeim. Við nánari athugun komst líffræðingurinn að því að hver önd mátti þola svona nauðgunarárásir frá 60 og upp í 210 sinnum á dag. Stundum var nauðgarinn einn en stundum voru þeir margir saman. Nauðgunarhugsunargangurinn virtist liggja í eðli karlfuglsins því ungir steggir sem ekki var farið að standa reyndu að taka þátt í þessum leik meira af vilja en mætti. Líffræðingurinn átti í erfiðleikum með að skýra þessa hegðun. Hún, líf- fræðingurinn var kona, gat ekki fallist á að þetta væri náttúraleg hegðun. Það hefði jafngilt guðlegu samþykki við nauðgunum. Hún taldi því hugsanlegt að steggirnir hefðu sótt kynferðis- brenglun sína í brauðið frá Bjömsbak- aríi eða að bygging Ráðhússins hefði einhvem veginn svipt þá öllu siðferð- isjafnvægi. En hver svo sem skýringin á því hversu ýkt þetta ástand á Tjöm- inni var þá fannst líffræðingnum það fyrst og fremst enn ein sönnunin á óeðli karleðlisins. Ég ætla ekki að klína þessari skoð- un upp á Guðrúnu Agnarsdóttur. Mér sýnist góðsemi hennar ekki vera harðrar femínískrar ættar, til þess er hún of móðurleg. En hún deilir upp- hafningu fómarlambsins engu að síður með líffræðingnum sem lá á gæjum á Tjöminni. Glerbrot í vetur sem leið sá ég Glerbrot eftir Arthur Miller í Þjóðleikhúsinu. Það merkilegasta sem ég heyrði þar, var að það er nóg af masókistum í heiminum en enginn sadisti. Leikstjóranum, sem var kona, fannst þetta ekki eins merki- legt og mér og lét aðalkvenpersónuna læknast af lömun sinni, standa upp úr hjólastólnum og ganga í átt til betra lífs þegar eiginmaður hennar loksins dó. Hún sætti sig ekki við að bæði karlinn og konan höfðu rnengað sitt eigið líf og hvort annars með því að fóstra og gæla við fómarlambið í sér. Þau vora bæði masókistar en hvoragt sadistar. Þau vora bæði fómarlömb án níðings. Ég hef rekist á helling af fólki sem líkt er komið á með og persónun- um hans Millers. Það hefur lent í ein- hveiju eða misst af einhveiju. Það hef- ur ekki fengið það sem það átti skilið eða akkúrat það sem síst skyldi. Og auðvitað þreytist það ekki á að benda á hveijum um er að kenna. Og það er aldrei það sjálft. Vilja konur láta nauðga sér? Og nú er ég kominn út á hættulegar brautir. Ég hef dregið fram fórnar- lömb nauðgana á Tjörninni, ég hef haldið því fram að fómarlömbin séu fórnarlömbunum verst og ég er að skrifa grein um forstöðumann bráða- móttöku fórnarlamba kynferðislegs ofbeldis. Næsta skref hlýtur að vera að halda því fram að konur vilji láta nauðga sér. En ég ætla ekki að stíga það skref. Ég trúi því ekki að það sé almennt að fólk vilji láta nauðga sér ffekar en ég trúi því að fólk sækist eftir að verða fyrir snjóflóðum eða missa bömin sín ung. Fólk sækist ekki eftir áföllum í lífinu. En ég trúi því jafnframt að fólk geti aldrei komið sér svo vel fyrir að áföllin sæki það ekki heim. Málið er ekki að koma sér hjá hrösun heldur að ná því að standa upp. Það sem drepiir niann ekki gerir mann sterkan, eins og Nietzsche sagði. Guð er að reyna þig, eins og amma mín sagði. Ef maður trúir Nietzsche og ömmu minni getur maður ekki haldið því fram að það séu mannréttindi að geta lifað af launum sínum. Maður trúir ekki að sjálfsvirðing þjóðar aukist með átaki í iðnmenntun. Maður trúir því ekki að allir menn eigi rétt á að vera hamingjusamir. Maður veit að engum manni er annað sæmandi en vera hamingjusamur en jafnframt að hver og einn verður að hafa hugrekki til að teygja sig eftir gleðinni. Sá sem upphefur fórnarlambið krefst réttlætis, bóta fyrir tjónið og tryggingu fyrir að ekkert illt muni aft- ur henda. Sá kýs Guðrúnu Agnarsdótt- ur. Ég, Nietzsche og amma kjósum eitthvað annað. ■

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.