Alþýðublaðið - 26.06.1996, Page 8

Alþýðublaðið - 26.06.1996, Page 8
mtfpi # Jl Alla daga Frá Stykkishólmi kl. 10.00 og 16.30 Frá Brjánslæk kl. 13.00 og 19.30 Bókiö bíla meö fyrirvara í síma 438 1120 og MHÐUBLMÐ Alla daga Frá Stykkishólmi kl. 10.00 og 16.30 Frá Brjánslæk kl. 13.00 og 19.30 Miðvikudagur 26. júní 1996 92. tölublað - 77. árgangur Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk ■ Jakob Bjarnar Grétarsson varð vitni að því í gær þegar Ólafur Skúlason biskup tilkynnti afsögn sína í opnunarræðu á prestastefnu 1996. Afsögnin tekur þó ekki gildi fyrr en eftir eitt og hálft ár Kynferðisleg áreitni ógeðsleg - sagði Ólafur Skúlasonog gagnrýndi framgöngu fjöl- miðla harkalega vegna ásakana á hendur sér. „Ég hef ákveðið að sækja um lausn frá embætti mínu áður en aldursmörk gera skylt. Ég hyggst gegna embætti í hálft annað ár enn,“ sagði Ólafur Skúla- son biskup íslands í setningarræðu sinni á Prestastefnu 1996 í gær. Ótrúlega neikvæð umfjöllun fjölmiðla Ræðu Ólafs var beðið með mikilli eftirvæntingu í Digraneskirkju í gær og menn urðu ekki fyrir vonbrigðum. Bisk- upinn boðaði tíðindi í ræðu í ræðu sinni. Hann benti á að árið 2000 væri á næsta leyti og hefði mikinn viðmiðunarþunga fyrir kirkjuna sem og áhrif í lífi einstak- linga. æðingarár mitt til dæmis veldur því að ég gæti ekki verið í þjónustu kirkjunnar þetta stóra ár. Að öðru jöfnu myndi ég láta af embætti ári fyrr. Það sjá allir að ekki verður gott fyrir nýjan biskup að koma að hátíðahöldunum án þess að hafa haft hönd í bagga með und- irbúningi og nokkurs aðdraganda,“ sagði Ólafur Skúlason þegar hann út- skýrði tildrög og ástæður afsagnar sinn- ar. Það vekur nokkra athygli að afsögn- in tekur ekki gildi fyrr en eftir eitt og hálft ár. Ólafur segir að á borði sínu séu stór verkefni, svo sem ábyrgð sem hon- um hafi verið falin á vegum Lúterska heimssambandsins sem á fimmtíu ára afmæli næsta sumar. Þá telur Ólafur ekki farsælt að efna til biskupskosninga núna ofan í þá umræðu sem verið hefur undanfarið. „Það skal líka viðurkennt að ásakanimar á hendur mér og ótrúlega neikvæð umfjöllun í sumum fjölmiðlum hefur haft sín áhrif. Þótti mér það slá- andi dæmi um ástandið og stöðu mína að ekki virðist einu sinni hægt að undir- búa forsetakosningar án þess að nafn rnitt sé dregið inní umræðuna með lítt þægilegum hætti. Ég vona að þessi ákvörðun mín um starfslok stuðli að friði innan vébanda kirkjunnar og utan hennar einnig.“ Biskupstárin beisku Heimildarmenn Alþýðublaðsins í prestastétt áttu von á nokkmm átökum á prestastefnunni en sögðu síðar í samtali við blaðið að með þessu útspili hafi Ól- afúr „borið ohú á úfið hafið", svo vitnað sé í einn prest sem ekki vildi láta nafns síns getið. Ólafi gæti því orðið að ósk sinni þar sem hann segir í ræðu sinni: „Það fer ekki svo mörgum sögum af Kópavogi, hvorki hvað kirkju áhrærir né þjóðmál önnur í sögu lands og lýðs. Þó er bömum enn kennt um Kópavogs- fundinn og tárum vökvaða kinn bisk- upsins. Býður mér þó í grun ekki sé vandlega skyggnst undir yfirborð þeirrar frásögu. Vitanlega vona ég að sagan endurtaki sig ekki á þessum fundi okkar í Kópavogi hvað biskupstár áhrærir." Ólafi Skúlasyni varð tíðrætt um óvægna umfjöllun á hendur sér og ann- arra í ræðunni. Hann segir það hafa ver- ið sér „þyngri raun en orð fá túlkað að vegna ásakana á mig hafa sóknarböm horfið frá söfnuði sínum með því að segja skilið við Þjóðkirkjuna. Að vísu eru aðrar ástæður líka tilgreindar. Það fer ekki á milli mála að ásakanir á hend- ur biskupi og óvægin umfjöllun, svo meira hkist árásum en hugaðri skoðun, er skýring á því hvers vegna fólk hefur snúið baki við kirkjunni og söfnuði sín- um.“ Ólafur fjallaði um safnaðarstarf og starf presta og tók dæmi af finnskum prestum. Hann sagði vægi safnaða hafa aukist en nauðsynlegt sé að benda á að „þótt kjömefnd velji prest ræður hún ekki yfir honum - hvað þá að sóknar- nefndir ákvarði starfslok." Stjórnarráðshúsið brúnt og grænt „Fjölmiðlaöld setur mikinn svip á samfélagið og mótar það jafnvel meira en við kærum okkur um að viðurkenna oft og tíðum. Hinn gagnrýni fjölmiðill er auðvitað nauðsynlegur en á honum hvílir mikil ábyrgð,“ sagði Ólafur Skúlason ennffemur um íjölmiðla. „Mér þótti Ásmundur Stefánsson, fyrrverandi ffamkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, benda á viðkvæma staðreynd á þessu sviði í ræðu sinni á þingi frjálsra félaga- samtaka um daginn. Hann sagði fjöl- miðla hafa meiri áhuga á því að aía á spennu og benda á átök heldur en að upplýsa. Sem dæmi tók hann til, ef hann héldi því fram að Stjómarráðshúsið væri grænt og annar að það væri brúnt, myndu fjölmiðlar hefja upp umræðu um átök þessara einstaklinga og skoðana- ágreining í stað þess einfaldlega að gera mann út af örkinni og ganga sjálfir úr skugga um það hvemig Stjómarráðs- húsið er á htinn. Kirkjan og kirkjunnar þjónar höfum orðið fyrir barðinu á þessari tilhneig- ingu. Ég er ekki að afsaka hvorki mig né aðra. Við eigum oft sök á því vindar hefjast og blása næstum því allt um koll. En vegna þessa ættum við að sýna meiri varkámi en tíðkast. Annað atriði sem einnig gjörbreytir stöðu prestsins er auk- in umfjöllun um kynferðislega áreitni og skýrari meðvitund um það í hveiju Ólafur biskup Skúlason og séra Flóki Kristinsson heilsast stuttlega í upp- hafi Prestastefnu. Þjónar kirkjunnar ganga frá Menntaskólanum til messu í Dómkirkjunni. Ólafur Skúlason biskup gengur síðastur sem hefur táknræna merkingu: Hann er þar í hlutverki góða hirðisins. Það vakti athygli að nokkrir prestar vildu ekki taka þátt í göngunni. hún felst. Það hefur lengi þekkst í henni Ameríku, þar sem svo margt á upptök sín, og hefur meðal annars leitt til þess að kennarar og prestar ræða ekki við nemanda eða skjólstæðing af gagnstæðu kyni nema gæta þess að hurð sé opin og einhver í kallfæri. Það sjá vitanlega allir hversu erfitt þetta getur verið þegar um trúnaðarmál er að ræða. En það gagnar ekki lengur að segja að þetta sé svona í henni Ameríku. Þetta hefur einnig áhrif á störf presta á íslandi. Gæta þeir sín nú á vanda mistúlkunnar. Margir hafa sagt mér að þeir séu hættir að fara efitir því sem kennt hefur verið í fræðum sálgæsl- unnar, að tjá ekki aðeins samúð og skilning með orðum heldur einnig snert- ingu. Þeir séu hættir því af því að slíkt getur misskilist." Tortímingin virðist æðsta keppikefli Sjálfsagt hefur kynferðisleg áreitni ekki oft borið á góma í setningarræðum á Prestastefnu enda fór kliður um presta og aðra viðstadda, en þama voru meðal annaiTa Vigdís Finnbogadóttir forseti og Þorsteinn Pálsson kirkjumálaráðherra, þegar Ólafur sagði:,J>að fer ekki á milli mála að kynferðisleg valdbeiting eða áreitni er eitthvað það ógeðfelldasta og ógeðslegasta sem þjakar mannlegt sam- félag. Kynferðisleg misnotkun barna veldur líka öllu heilbrigðu fólki miklum áhyggjum enda vitum við það að mis- notkun bams, sérstaklega af nánum ætt- ingja eða þeim sem það hefur borið traust til, hefur áhrif allt lífið. Það mótar afstöðu til fólks af gagnstæðu kyni auk þess sem það mótar veruleika alla ævi. Kirkjunni ber að koma slíku fólki til að- stoðar. Kirkjunni ber að sinna því ekki síður en þeim öðrum sem eiga við vandamál stríða. Og vitanlega eru þjón- ar kirkjunnar ekki undanskildir ábyrgð, misstigi þeir sig á þessu vandrataða ein- stigi. Þessi mál eiga að hljóta umijöllun án þess að vera borin á torg allt frá fyrstu stundu enda er vonlaust að unnt sé að ræða, græða, bæta, hvað þá sætta, eftir að fjölmiðlar koma þar til vansa og fara hamförum. Því má kirkjan heldur ekki gleyma, því mega prestar ekki gleyma, að sá sem ásakaður kann að vera þjáist líka og getur liðið svo fyrir að líf verður aldrei samt aftur. Ekki að- eins af viðkomandi heldur líka fjöl- skyldunni allri og vinahópi enda hefúr yfirleitt verið gætt nafnleyndar. Það hef- ur fram til þessa verið forðast að búta myndir þegar svona mál koma upp af tillitssemi við ijölskylduna. Jafnvel þó sekt sé sönnuð og viðurkennd. Vitan- lega eru til undantekningar á slfkri var- fæmi eins og við ættum að hafa orðið vör við þessa síðustu mánuði. Á þessu sviði er kirkjunni mikill vandi á höndum en henni ber að sinna kærleikshlutverki sínu og auðvitað að forðast manngrein- arálit. Hún verður líka að vera skjól þeg- ar gerð er aðför að fólki, þar sem toitím- ingin virðist æðsta keppikefli, sé ekki látið af umfjöllunum og árásum þar sá sakbomi liggur óvígur eftir." Athugasemd við fyrirsögn í uppsláttarfyrirsögn á forsíðu Al- þýðublaðsins í gær, þar sem vísað er í viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson inni í blaðinu, eru ummæli hans um hugsan- lega aðild íslands að Evrópusamband- inu offtúlkuð- Fyrirsögnin hljóðar svo: „Ólafur Ragnar útilokar aðild Islands að ESB“. Það gerir Ólafur hins vegar ekki í viðtalinu þar sem stendur orð- rétt: „Eins og grundvallarskipulag EvrópuSambandsins er nú þá samrým- ist aðild ekki efnahagslegum hags- munum okkar. Hins vegar eigum við nána menningarlega, stjórnmálalega og viðskiptalega samleið með löndum Evrópusambandsins. Kalt efnahags- legt mat segir að við höfum ekki hags- muni af því að ganga í Evrópusam- bandið." Forsíðufrétt Alþýðublaðsins hefur þar að auki vafasamt fréttagildi, þar sem Ólafur Ragnar hefur látið þessa skoðun í ljós í ræðu og riti í fimm ár og ítrekað hana aðspurður í kosningabaráttunni. Kosningamiðstöð Ólafs Ragnars Grímssonar. Athugasemd ritstj. Ekki er ljóst hvaða tilgangi athuga- semd Kosningamiðstöðvar Ólafs Ragnars Grímssonar þjónar, enda þarf tæpast að útskýra fyrir lesendum að einungis er um að ræða orðhengilshátt og útúrsnúninga. Ef Ólafur Ragnar Grímsson segir að kalt mat sitt sé að það samrýmist ekki hagsmunum ís- lendinga að ganga í Evrópusambandið - þá er hann væntanlega, sem þjóð- hollur maður, andvígur aðild. Ef Ólaf- ur Ragnar telur að fslendingar eigi íremur að beina sjónum til Asíu en til „gömlu nýlenduveldanna" í Evrópu - þá er hann væntanlega andvígur aðild að Evrópusambandinu. Ef Ólafur Ragnar Grímsson er samkvæmur sjálfum sér - og hann greiddi mena að segja atkvæði gegn samningi um Evr- ópskt efnahagssvæði - þá er hann væntanlega andvígur aðild að Evrópu- sambandinu. Ekki er ljóst afhverju viðhorf Ólafs Ragnars til ESB eru skyndilega svona viðkvæmt mál - líti hann svo á, einsog sumir menn aðrir, að málið sé ekki á dagskrá væri mun heiðarlegra að segja það beint út.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.