Alþýðublaðið - 27.06.1996, Page 2

Alþýðublaðið - 27.06.1996, Page 2
2 ALÞÝÐU BLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNl' 1996 s k o ð a n i r MÍYBVBUIBIB 21133. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Símboði auglýsinga 846 3332 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Fleipur Ólafs Einstök háttprýði hefur einkennt framgöngu Ólafs Ragnars Grímssonar í kosningabaráttunni. Reyndar finnst mörgum að for- setaframbjóðandinn Ólafur Ragnar eigi lítið sameiginlegt með þeim Ólafi Ragnari sem til skamms tíma var einn umdeildasti stjómmálamaður landsins, orðlagður fyrir dómhörku og óbilgimi. Batnandi manni er best að lifa, og ánægjulegt er að fylgjast með vaxandi fæmi Ólafs í umgengni við fólk, hófstillingu hans og yfirvegun. En þótt Ólafur hafi tekið undraverðum framfömm á skömmum tíma skortir ennþá eilítið uppá að hann hafi tileinkað sér hin fínni blæbrigði mannlegra samskipta. Þannig skrikaði honum illa fótur í fyrradag og hafði uppi innistæðulaus stóryrði og dylgjur í út- varpsviðtali um Alþýðublaðið. Tilefnið var ansi kyndugt: Al- þýðublaðið birti langt og ítarlegt viðtal við Ólaf - sem hann las vandlega yfir fýrir birtingu. í viðtalinu var Ólafur meðal annars spurður um afstöðu sína til aðildar íslands að Evrópusamband- • inu. Hann sagði: „Kalt efnahagslegt mat segir að við höfum ekki hagsmuni af því að ganga í Evrópusambandið og ég er þeirrar skoðunar að við getum náð meiri pólitískum áhrifum á alþjóða- vettvangi utan þess.“ Lummubakstur r Olafs Ragnars Ólafur Ragnar Grímsson forseta- frambjóðandi hefur í gegnum tíðina ekki leynt skoðunum sínum á Evrópu- sambandinu; hann er á móti því. Það hefur þó ekki alltaf verið ljóst hvers vegna. Ólafur - og Alþýðubandalagið í heild sinni - voru á móti Evrópska efnahagssvæðinu, en fylgjandi fjór- frelsinu (í orði kveðnu í það minnsta). Undir forystu Ólafs Ragnars vildi Al- þýðubandalagið því breyta EES í tví- hliða samning. Sem sagt: EES án þeirra stofnana sem samningnum fylgja. Þetta var ekki sérstaklega raun- sæ hugmynd og átti rætur sínar að rekja til þarfar Alþýðubandalagsins til einingar í þessu stóra máli. Þessi ein- ing var þó yfirborðsleg og alls ekki líkleg til að halda þegar á reyndi, enda ristir andstaða fólks á borð við Hjör- leif Guttormsson gegn Evrópusam- bandinu dýpra en þetta. Ólafur Ragnar hafði sitt fram innan Alþýðubanda- lagsins varðandi EES, en sá sigur var Pyrrhosarsigiu- til lengri tíma litið. Þetta veit Ólafur Ragnar jafn vel og ég. Og þetta veit Mörður Ámason líka og skrifaði um það fræga blaðagrein. Ég er viss um að Mörður er meira en til í að rifja þetta allt saman upp í síðar í góðu tórm út á nesi, hvort sem það verður nú Álftanes eða Seltjamames. Umræðan um Evrópumálin hér á landi er satt best að segja á lágu plani. Það má spyrja sig hvernig hún geti verið annað meðan forsætisráðherra þjóðarinnar endurtekur delluhug- myndir lítils hóps breskra íhalds- manna um ESB í hverri ræðunni og viðtalinu á eftir öðm. Þessi sérvisku- hópur - sem félagi þeirra í íhalds- flokknum kallaði „bunch og political have beens and political never will be- es“ - hefur vakið athygli á málstað sínum vegna stöðu sinnar í breskum stjómmálum og er nú á góðri leið með að gera íhaldsflokkinn óhæfan til stjórnarsetu. Málflutningur þessara sérvitringa - hvort sem er í breskum stjómmálum almenn - þykir hins veg- ar góð latína uppi á íslandi og í sér- stöku uppáhaldi illa lesinna ungtyrkja í Heimdalli. Og hjá Davíð Oddssyni auðvitað. Öll umræða um Evrópumálin verð- ur að byija á einni einfaldri staðreynd. Island er aðili að Evrópska efnahags- svæðinu og sem slíkt hefur það tekið upp lungann af tilskipunum ESB í ís- lenska löggjöf. Á þessar tilskipanir hafði ísland auðvitað enginn áhrif. Og það sem meira er: ísland hefur skuld- bundið sig til að gera slfkt hið sama í framtíðinni án þess að hafa nein áhrif á innihald þeirra tilskipanna sem í framtíðinni munu berast frá Bmssel. Páll Pétursson er því í hlutverki pósts- ins frá Bmssel að flytja tillögur á Al- þingi sem hann er í aðalatriðum ósam- mála. Þetta ástand ætti auðvitað að vera tilefni alvarlegrar umræðu um sam- skipti íslands og Evrópu. Engin slík umræða á sér þó stað. Álþýðuflokkur- inn heldur uppi samræðum við sjálfan sig um málið og einstaka hagsmuna- samtök í atvinnulífinu hafa unnið skipulega að málinu. Eins og fyrri daginn bregðast stjómmálaflokkamir; ESB er of eldfimt mál til að höndla og því er best að þegja. Framlag Ólafs Ragnars forsetafram- bjóðanda til þessarar umræðu í Al- þýðublaðinu síðasta þriðjudag felst í því að hræra upp gamalt deig og hefja lummubakstur af kappi. Þar er talað um „gömlu nýlenduveldin" sem kom- in séu að fótum ffam í samanburði við Asíu; þröngsýni Evrópusinna og að Evrópa sé andstæð efnahagslegum hagsmunum Islands. Allt eru þetta gamlar lummur. Viðbrenndasta lumman er líklega sú að ísland hafi meiri áhrif á alþjóðavettvangi utan ESB en innan. Þessi hæpna fullyrðing hefur aldrei verið rökstudd af neinu viti. Áhrif á hvaða mál? Hvernig? Misskilningurinn í þessari fullyrðingu er sá að líta á samrunaþróunina í Evr- ópu sem ufipríkismál í hefðbundnum skilningi, þegar ljóst er að hér hverfur að mestu hefðbundinn greinarmunur á utanríkismálum og innanríkismálum. Spumingin um aðild fslands að ESB er því ekki síður spuming um þróun íslensks samfélags og áhrif okkar á eigin mál eins og tengsl okkar við er- lend ríki. Líklegast þurfum við nýja kynslóð stjórnmálamanna til að takast á við Evrópumálin og hræra deigið upp á nýtt. Enn um sinn verðum við að gera okkur lummurnar að góðu. Þegar kemur að embætti forseta íslands er það líklega óumflýjanlegt, í það minnsta hefur ekki komið ffam fram- bjóðandi sem lýsir yfir stuðningi við sameinaða Evrópu og náin tengsl okk- ar við hana. Þetta þarf ekki að koma á óvart. I engum málaflokki er skýrari fylgni á milli aldurs og skoðana en í Évrópumálum. Þessi staðfeynd segir sína sögu. ■ Þessi afdráttarlausu ummæli voru tilefni eftirfarandi fyrirsagnar Alþýðublaðsins: „Ólafur Ragnar útilokar aðild íslands að ESB“. Ekkert er við þau vinnubrögð að athuga; ekki er um að ræða túlk- un blaðsins heldur endursögn á orðum Ólafs. En því miður varð þessi fyrirsögn til að setja taugakerfi frambjóðandans algjörlega úr skorðum. Hann réðst á Alþýðublaðið með gífuryrðum um óvönduð vinnubrögð, og lagðist jafnvel svo lágt að gefa í skyn að ritstjóri blaðsins væri í vinnu hjá öðrum frambjóðanda. Nú er ekki óeðlilegt þótt taugakerfi frambjóðandans sé þanið til hins ítrasta, eins þótt hann sigli hraðan byr til Bessastaða sam- kvæmt skoðanakönnunum. En yfirlýsingar Ólafs eru enganveg- inn samboðnar verðandi forseta lýðveldisins. Alþýðublaðið óskar Ólafi Ragnari velfamaðar, og lætur í ljós þá einlægu von að hon- um takist að hemja skap sitt, og halda áfram námi í háttprýði og kurteisi. Útspil Ólafs Ólafur Skúlason biskup hefur nú tilkynnt að hann ætli að láta af embætti eftir eitt og hálft ár. Með þessu reynir biskup að lægja öldur innan Þjóðkirkjunnar, en þar hefur ríkt sannkallað umsát- ursástand síðustu misseri. Ólafur hefur jafnframt sagt að ásakanir í hans garð um kynferðislega áreitni og umfjöllun fjölmiðla um þau mál eigi mikinn þátt í ákvörðun hans. Biskup gagnrýndi reyndar fjölmiðla mjög harkalega í ræðu sinni á prestastefnu, og sagði meðal annars: „Það skal líka viðurkennt að ásakanir á hendur mér, og ótrúlega neikvæð umijöllun í sumum íjölmiðlum, hefur haft sín áhrif. Þótti mér það sláandi dæmi um ástandið og stöðu mína að ekki virðist einu sinni hægt að undirbúa forseta- kosningar án þess að nafn mitt sé dregið inn í umræðuna með óþægilegum hætti.“ í Morgunblaðsviðtali í gær segir Ólafur að hann sé ekki samur maður eftir þá umfjöllun sem verið hefur síðustu mánuði um per- sónu hans og meintar ávirðingar. Þá ítrekar hann gagnrýni sína á fjölmiðla og segir: „Ég hef lent í því að þurfa að kvíða fyrir hverjum fréttatíma útvarps og sjónvarps og ég hef staðið mig að því að bíða eftir blöðum með skelfingu, ekki bara DV heldur Morgunblaðinu stundum líka.“ Vitanlega hefur Ólafur biskup gengið í gegnum mikla þolraun, en það sama á við um íslensku þjóðkirkjuna. Það er fráleitt að skella skuldinni á fjölmiðla, en svosem ekki nýtt að vegið sé að sendiboðanum. Þá vekur nokkra furðu að Ólafur skuli tilkynna afsögn sína með átján mánaða fyr- irvara: Telji biskup á annað borð að tilefni sé til afsagnar á hann auðvitað að hætta strax, en sitja áfram ella. ■ Eins og fyrri daglnn bregdast stjórnmáia- flokkarnir; ESB er of eldfimt mál til að höndla og því er best að þegja. Framlag Ólafs Ragnars for- setaframbjóðanda til þessarar umræðu í Alþýðublaðinu síðasta þriðjudag felst í því að hræra upp gamalt deig og hefja lummubakstur af kappi. Atburðir dagsins 1648 Amgrímur Jónsson lærði lést, um 80 ára. Hann samdi vamarrit gegn lastskrifum um ísland. 1693 Fyrsta kvenna- blaðið í heiminum lítur dagsins ljós. Það hét Lady Mercury. 1921 Staðfest lög um að veita útlendingum ríkisborgararétt á íslandi. 1925 Lög um manna- nöfn staðfest. Samkvæmt þeim var bannað að taka sér ættar- nafn. 1954 Fyrsta kjarnorku- verið er opnað í Obninsk í Sov- étríkjunum. 1957 Enski rithöf- undurinn Malcolm Lowry deyr, 48 ára. Þekktastur fyrir skáldsöguna Under the Volc- ano. 1976 Sex Palestínumenn ræna franskri farþegaþotu og neyða flugstjórann til að fljúga til Entebbe í Úganda. 1990 Bob Dylan hélt tónleika n Laugardalshöll. Afmælisbörn dagsins Lúðvík XII 1462, franskur konungur. Karl IX 1550, franskur konungur. Helen Keller 1880, bandarískur kennari blindra og heyrnar- lausra; rithöfundur. Aldur dagsins Menn verða ekki gamalmenni fyrr en þeir sakna í stað þess að þrá. J. Barrymore. Spjarir dagsins Spakur er spjaralaus maður, sé hann spurður úr þeim, en heimskur er hinn, sem fer óum- beðinn úröllu. Guðbergur Bergsson; Flateyjar- Freyr. Annáisbrot dagsins Vinnumaður á Tjöm í Svarfað- ardal fannst dauður í fjárhúsi með snæri um hálsinn; voru menn í efa, hvort sjálfur hefði farið sér eður einhver annar, því snærið var reyrt inn í háls- inn og hnýtt að, en þó eigi iengra en sem naumast næði um háls honum. Mælifellsannáll 1680. Máisháttur dagsins Kotra og kanna gera margan fátækan manna. Orð dagsins Karlamagnús keisari dýr kenndi trúna hreina, aldrei liann fyrir aftan kýr orustu hdði neina. Þórður á Strjúgi Magnússon; úr Fjósarímu. Skák dagsins Svarta drottningin er í uppnámi í skák dagsins, en örlög hvíts em ráðin. Maric hefur svart og á leik, en Nikollc nokkur stýrði hvítu mönnunum: skákin var tefld í Júgóslavíu sálugu árið 1965. Svartur leikur og vinnur. 1. ... Bg3! 2. Hxf6 Hel Skák og mát!

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.