Alþýðublaðið - 27.06.1996, Page 7

Alþýðublaðið - 27.06.1996, Page 7
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 FIMMTUDAGUR 27. JUNI 1996 „Ég held einfaldlega að það sé ekki hægt að sameina vinstri menn. Ég sagði það við Vilmund á sínum tíma og hef sagt það við Jón Baldvin. Ég get nefnt ákveðið fólk sem er reiðubúið að ganga inn í sameinaðan flokk en það er fólk sem ég vildi aldrei vera í flokki með." sameina vinstri menn. Það er hið arg- asta kjaftæði vegna þess að miklu nær væri að taka ftjáslyndari arm Alþýðu- flokksins og stækka hann með því að fá til liðs ftjálslynt fólk af miðju stjóm- málanna. Ég held einfaldlega að það sé ekki hægt að sameina vinstri menn. Ég sagði það við Vilmund á sínum tíma og hef sagt það við Jón Baldvin. Ég get nefht ákveðið fólk sem er reiðubú- ið að ganga inn í sameinaðan flokk en það er fólk sem ég vildi aldrei vera í flokki með. Það er margt fólk sem gæti hugsað sér að kjósa Alþýðuflokkinn, að minnsta kosti stundum, því hann hefur góða stefnu. Ég held að Evrópustefha flokksins hafi fleytt honum mjög í síð- ustu kosningum, en þeir sem kusu hann þá eru margir þeirra sem gætu ekki hugsað sér að vera í vinstra flokki.“ Kaiistu Alþýðuflokkinn í síðustu kosningum? „Þér kemur það ekkert við.“ Það var mjög kalt á milli ykkar Jóns Baldvins á tímabili. „Það em hlutir sem ég vil ekki rifja upp og ætla ekki að gera, enda skiptir þeir engu í dag. Ég sagði einhverju sinni í viðtaii miður falleg orð um Jón Baldvin. En mér hefur alltaf fundist hann vera mikill stjómmálamaður - og ég segi það enn. Svo er hann náttúr- lega bráðskemmtilegur og mikill sjar- mör.“ Þannig að það er sátt á milli ykkar núna? , Já, við emm góðir vinir.“ Hvemig finnst þér hann hafa staðið sig sem formaður Alþýðuflokksins? „Ég hef ekki fylgst með því og veit því ekkert um það. En sem utanrfkis- ráðherra og pólitfkus, sem maður horf- ir á utanfrá, þá hefur hann staðið sig mjög vel. Ég fylgdist með frammi- stöðu hans í EES-viðræðunum og þar vann hann gífurlega gott verk. Hann er einnig óhræddur við að reka kröftuga Evrópustefnu og hefur þar staðið sig mjög vel.“ Evrópusambandið - flott samtök I viðtali í Alþýðublaðinu við Ólaf Ragnar kemur fram að hann er ekki ýkja hrifinn af hugmyndum um að Is- lendingar gangi í Evrópusambandið. „Nú, ég hélt að hann hefði sagt að aðrir frambjóðendur væm einangrun- arsinnar. Það kemur svosem engum á óvart að Ólafúr Ragnar skuh hafna að- ild að Evrópusambandinu, en það sem kemur fólki kannski á óvart er að hann skuli segja það vegna þess að hann hefur sagt svo fátt undanfama mánuði. En Ólafúr Ragnar hefúr náttúrlega allt- af verið einangrunarsinni. Hann var á móti EES-samningnum. Hann var á móti þátttöku í starfi vestrænna ríkja. Ég hef ekki getað séð að þar fari mað- ur sem vilji að Island eigi mikið sam- starf við erlend ríki.“ En nú vill hann að íslendingar efli samskipti við aðrar heimsálfur, eins og til dœmis Ast'u. , Ja, hvernig ætlar hann að gera það? Það er staðreynd að öll ríki heims em að efla viðskipti við Asíu, þar er hag- vöxturinn mestur. Það væri eitthvað einkennilegt ef við ætluðum ekki að gera það líka. Ég skil ekki hvað það er sem Ólafur Ragnar heldur að sé nýtt í því sem hann er að segja Þú ert mikill Evrópusinni. „Já, mér finnst Évrópusambandið afskaplega flott samtök. Menn mega ekki gleyma megin markmiði sam- bandsins er að halda of efla frið í álf- unni. Sambandið setur sér sameigin- legar reglur og hvort sem mönnum lfk- ar betur eða verr þá munu þetta verða þær leikreglur sem íslendingar verða að leika eftir. Þá er það skoðun mín að það sé betra að eiga þátt í að móta þessar reglur. Ef þú vilt láta í þér heyra og hafa áhrif þá verður þú að vera með. Smáþjóðimar í Evrópusamband- inu telja það mikilvægara fyrir sig að vera þátttakendur í Evrópusambandinu en stórþjóðimar telja það vera fyrir sig. Það er vegna þess að smáþjóðirnar telja sig þar með geta haft áhrif, geta komið málum til leiðar sem þær ella gætu ekki. Þetta finnst mér mjög um- hugsunarvert fyrir þjóð eins og okkur sem er ekki smáþjóð heldur örþjóð." Já, en við búum við þannig ríkis- stjóm að hún virðist ekki líkleg til að taka þessi rök góð og gild. „Ég veit það. Þannig að fólk er nokkuð ráðalaust. En að lokum verða stjórnmálamennirnir að beygja sig undir vilja fólksins hvort sem þeim lík- ar betur eða verr. Stundum tekur það langan tíma en vilji fólksins sigrar að lokum.“ Heldurðu sem sagt að þrýstingur al- mennings verði til þess að málið verði tekið á dagskrá. „Ég er að segja að það gæti farið þannig. Stjómmálamenn hafa sagt að þeir vilji ekki taka máhð á dagskrá fyrr en eftir ríkjaráðstefnuna eða eftir þetta og eftir hitt. Ég held að það sé fyrir- sláttur. Ég held að sumir áhrifamiklir menn vilji ekki segja eins og Ólafur Ragnar að þeir séu á móti aðild að Evrópusambandinu. ‘ ‘ Ég er ennþá BJ-ari í útvarpsþœtti fyrir einhverjum vik- um varstu spurð um afstöðu þína til Davíðs Oddssonar og þú komst þér undan að svara. En það litla sem þú sagðir benti til þess að þér vœri ekki sérstaklega mikið um manninn. „Ég sé enga ástæðu til að tjá mig um Davíð Oddssson." En hann er forsœtisráðherra lands- ins og ætti að vera þess virði að um hann féllu nokkur orð í viðtali eins og þessu. „Það er mjög ljóst að í þeim málum sem ég tel skipta mestu máli fyrir þjóðina þá er ég eindreginn andstæð- ingur Davíðs Oddssonar.“ Þér finnst hann þá varla góður stjómmálaður, eða hvað? „Ég er enginn sérstakur aðdáandi Davíðs Oddssonar, ef það er það sem þú vilt endilega heyra.“ Mér er sagt að í pólitík hafi bœði íhald og kratar biðlað til þín. „Ég held að þetta sé nú nokkuð orð- um aukið. Gamlir samherjar föður míns ganga að því sem vísu að ég sé sjálfstæðismanneskja og alþýðuflokks- menn ganga að því vísu að ég fylgi Al- þýðuflokknum. Ég hef einu sinni verið í stjómmálaflokki sem ég var ánægð með og hann hét Bandalag jafnaðar- manna. Og ég er ennþá BJ-ari.“ Gœtirðu hugsað þér að snúa þér al- farið að stjómmálaafskiptum? „Það er ekki á dagskrá.“ Nú talarðu eins og Davíð Oddsson um Evrópusambandið. „Maður lærir nú ýmislegt." Þú hefur búið erlendis í tíu ár. Segðu mérfrá starfi þínu. „Núna vinn ég fyrir EFTA sem er forstöðumaður í einni af þremur deild- um í Brussel. Starfið í Brussel snýst um að aðstoða ríkisstjórnir Islands, Noregs og Lichtenstein við að við- halda EES-samningnum sem er ein- stakur að því leyti að hann er síbreyti- legur. Deildin sem ég veit forstöðu sér um samgöngumál, fjármálastarfsemi og fyrirtækjarétt. Mitt starf er í því fólgið að hafa yfirumsjón með sér- fræðingum sem starfa hver í sínum málaflokki. Þetta er mjög skemmtilegt starf og gott í alla staði.“ Ertu á leiðinni heim? , Já, ég fer heim 2. júlí.“ Að fara til Brussel er aðfara heim? , Já, þá fer ég heim, að svo stöddu.“ Stendur til að koma alkomin til ís- lands f nánustuframtíð? „Nei, það er ekki á dagskrá frekar en Evrópusambandið og stjómmálaaf- skipti mín.“ ■

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.