Alþýðublaðið - 09.07.1996, Page 2

Alþýðublaðið - 09.07.1996, Page 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ PRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ1996 s k o ð a n i r unmun 21138. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Hinir raunverulegu böðlar Síðla sumars í fyrra náðu serbneskar hersveitir í Bosníu borginni Sre- brenica á sitt vald eftir langt umsátur. í kjölfarið fylgdu einhver mestu og ægilegustu fjöldamorð seinni ára; þúsundir manna voru brytjaðar niður. Morðin voru þaulskipulögð og þeim var stjómað af æðstu mönn- um Bosníu- Serba. Að undanfömu hafa vitni sagt stríðsglæpadómstóln- um í Haag hryllingssöguna frá Srebrenica, og þessvegna verða þær raddir æ kröftugri sem krefjast þess að Ratko Mladic hershöfðingi og Radovan Karadzic leiðtogi Bosníu-Serba verði handteknir og dregnir fyrir dómstólinn í Haag. Klaus Kinkel utanríkisráðherra Þýskalands hef- ur nú sagt afdráttarlaust, að ekki komi annað til greina en Mladic og Karadzic verði látnir svara til saka. Karadzic og Mladic em vitaskuld glæpamenn sem bera ábyrgð á óteljandi maimslífum. Þeir em böðlar og eiga ekki að ganga lausir. En kröfúr ráðamanna heimsins nú um handtöku morðhundanna tveggja fela í sér mikla hræsni og tvískinnung. Srebrenica var eitt af yfirlýstum „griðasvæðum" Sameinuðu þjóðanna, sem með því ábyrgðust að Serbar yrðu ekki Iátnir komast upp með að hemema borgina. Þessu trúðu íbúar Srebrenica, og eftir að borgin var lýst „griðasvæði“ dró mjög úr tilraun- um þeirra til að komast burt úr borginni. Þegar Serbar létu til skarar skríða galt fólkið í Srebrenica með lífi sínu fyrir að hafa treyst yfirlýs- ingum Sameinuðu þjóðanna og valdamanna heimsins. Allir vissu hvað myndi gerast ef Serbar næðu borginni - en alþjóðasamfélagið gerði ekkert. Friðargæsluliðar í Srebrenica vom vitni að morðum og fjöldaaf- tökum, einsog kom fram í fréttum strax í haust, þótt reynt væri að þagga málið niður. Nú er verið að opna fjöldagrafimar í Srebrenica. Það vom liðsmenn Mladic og Karadzic sem önnuðust morðin - en sökin er ekki minni hjá þeim ráðamönnum heimsins sem fyrst sögðu fólkinu í Srebrenica að þeir myndu ábyrgjast öryggi þess, en tóku svo pólitíska ákvörðun um gera ekkert til að hindra blóðbaðið. Það er því auvirðilegt að heyra sömu menn krefjast réttarhalda yfir Mladic og Karadzic: þeir ættu að réttu lagi að sitja með þeim á bekk sakbominga. „Samstarf4 og sviðsljós í nýju tölublaði Þjóðvakablaðsins er fjallað um bréfið sem Margrét Frímannsdóttir formaður Alþýðubandalagsins sendi forystumönnum hinna stjómarandstöðuflokkanna, þar sem boðið var uppá viðræður um samstarf. I fréttaskýringu blaðsins segir meðal annars: „Stjómmálaskýr- endur sem Þjóðvakablaðið hafði samband við töldu útspil Margrétar dá- h'tið sérstætt, meðal annars vegna þess að það hefði getað haft truflandi áhrif á kosningabaráttu í forsetaslagnum. Ennfremur væri engu líkara en hér væri um að ræða tilraun Alþýðubandalagsins til að koma inn í opin- bera umræðu um sameiningarmál Alþýðuflokks, Þjóðvaka og fleiri hópa. í þriðja lagi töldu viðmælendur blaðsins útspilið sérstætt vegna þess að þar væri einungis boðið uppá „samstarf ‘ í ljósi þess að viðkom- andi flokkar hefðu hvort eð er samstarf sín á milli. Hinsvegar hefðu aðr- ir, svosem Alþýðuflokkur og Þjóðvaki, haft meiri hug á að ræða „sam- einingu“ og „uppstokkun“ flokkakerfisins.“ Þessi skilgreining Þjóðvakablaðsins er athyglisverð um margt. Því er ekki að leyna, að ýmsum kom bréf Margrétar spánskt fyrir sjónir, ekki síst vegna þess að það var ekki rætt innan stofnana flokksins. Þannig virtist formaður Alþýðubandalagsins fremur vera að reyna að ná frum- kvæði á opinberum vettvangi og koma sér í fféttir, en að stíga úthugsað pólitískt skref í þágu sameiningar. Það er líka rétt athugað hjá Þjóðvaka- blaðinu, að fæstum fannst mikið til koma að bjóða uppá viðræður um „samstarf" stjómarandstöðuflokkanna. Þeir náðu mæta vel saman á þingi í vetur, sérstaklega Alþýðuflokkurinn og Þjóðvaki sem eru sam- stiga í nánast hverju einasta máli. Alþýðuflokkurinn og Þjóðvaki hafa enn ekki svarað beiðni formanns Alþýðubandalagsins um „viðræður um samstarf‘, en Kvennalistinn hefur vísað málinu til framkvæmdaráðs flokksins. Þessi viðbrögð eru líklega fyrst og ffemst til marks um, að forystumönnum flokkanna þykir ástæðu- laust að ijúka upp til handa og fóta yfir bréfi sem virðist einkum skrifað til að baða formann Alþýðubandalagsins í langþráðu sviðsljósi. ■ Vigdís lýkur farsælum ferli Alþýðublaðið talar ekki fyrir mig. Af einhveijum óskiljanlegum hvöt- um hefur málgagn míns flokks, Al- þýðublaðið, haft að þvf frumkvæði á Íiðnum misserum að vera með að- finnslur, ómálefnalega gagnrýni og allt að því niðrandi skrif um Vigdísi Finnbogadóttur forseta. Mér hafa fundist þær greinar og „fréttir" meið- andi fyrir allt það ágæta fólk í Al- þýðuflokknum sem deilir þeirri skoð- un minni að slík skrif séu ekki við hæfi. Ég leyft mér að fullyrða að hinn almenni alþýðuflokksmaður vill að forseta sé sýnd tilhlýðileg virðing í allri umfjöllun og ég er sannfærð um að sá stóri hópur liðsmanna sem telur sig standa að baki útgáfu blaðsins er jafn ósáttur og ég. Við erum æði mörg sem skiljum ekki hvað liggur að baki svo óviðurkvæmilegum skrifum. Ég ber þá ósk í bijósti til handa ný- kjörnum forseta að umfjöllun um embættið í forsetatíð hans verði með virðingu og sóma. Heilbrigð umfjöll- un um embættið og þann sem gegnir því á rétt á sér en sú umfjöllun á að vera á sæmilega háu plani. Háborðið Rannveig Guðmundsdóttir skrifar Við starfslok vil ég færa Vigdísi innilegar þakkir fyrir 16 farsæl ár. Ég er sannfærð um að alþýðuflokksfólk um allt land tekur undir þær þakkir sem og óskir um að henni megi vel farnast á nýjum vettvangi. Hún hefur reynst vel Það var gæfuspor fyrir íslensku þjóðina þegar Vigdís var kjörin forseti Islands. Enn eru mér í fersku minni væntingamar og gleðin varðandi kjör hennar, það ótrúlega hafi gerst að í fyrsta skipti í heiminum var kona lýð- ræðislega kjörin þjóðhöfðingi og með því brotið blað hér á Islandi. Það þótti tíðindum sæta að þessi fámenna þjóð skyldi hafa þor til að setja konu í önd- vegi, hún varð sem slík frumkvöðull en reynslan af veru hennar í forseta- stóli hefur að mínu mati verið framar öllum væntingum. Vigdís hefur verið aufúsugestur hjá öðrum þjóðum og hvar sem hún hefur komið hefur hún unnið hug og hjörtu ungra sem aldina og vakið með þeim áhuga á landi okk- ar og þjóð. Það hefur verið gaman að vera íslendingur í landi þar sem Vig- dís Finnbogadóttir hefur verið gest- komandi því hrifning og hlýhugur í hennar garð mætti löndum hennar hvarvema. Það var reyndar ekki langt liðið á fyrsta kjörtímabil hennar þegar maður heyrði fólk sem ekki hafði kosið Vig- dísi lýsa því yfir að: „Ég kaus hana ekki en ég myndi gera það núna.“ Það leyndi sér ekki að Vigdís hafði unnið sér sess og orðin „forsetinn minn“ og „forsetinn okkar“ urðu sjálfsögð um- mæli um ástsælan forseta. Boðberi jafnréttis Kjör Vigdísar ásamt því að konur lögðu niður störf tugþúsundum saman og flykktust til fundar í miðborg Reykjavíkur á kvennaffídeginum árið 1975 skapaði þau viðhorf erlendis að hér hjá okkur ríkti meira jafnrétti en í öðrum vestrænum löndum. Að á Is- landi væru konur kraftmiklar og að kvennabarátta væri búin að skila þeim fullri viðurkenningu á jafnstöðu þeirra. Því miður höfðu jafnréttismál ekki náð slíkum þroska hjá okkur en hins vegar er það óumdeilt að kjör Vigdísar var gífurleg lyftistöng og hvati til handa öðrum konum. Kjör hennar brýndi konur til dáða og hún hreyfði við réttlætis- og jafnréttissinn- uðum einstaklingum hvar sem þeir skipuðu sér í sveitir á vinnumarkaði og í stjómmálum. En þó Vigdís yrði konum þannig afar mikilvæg voru það giftusamleg störf hennar heima fyrir og athygli verð framkoma erlendis sem gerði það að verkum að þjóðinni fór að þykja vænt um forseta sinn. Hún hefur verið sameiningartákn Það er afa dýrmætt og ómetanlegt þegar þjóðhöfðingi verður sameining- artákn í augum fólksins síns. Eg kynntist því ung þegar ég bjó í Noregi hve ástsæll þjóðhöfðingi þeirra Norð- manna var og hvem sess hann átti í hjörtum þegna sinna. Mér lærðist þá hvaða þýðingu það hefur fyrir fólk sem karpar um dægurmál, deilir um stjómmál og hefur mismunandi mein- ingar um menn og málefni almennt, að eiga þjóðhöfðingja sem er þeirra allra og nýtur ástar og virðingar hvers og eins. Hann er haftnn yfir almennt dægurþras og smásmugulegar að- fmnslur og hann er sá sem deilir sorg og gleði með þjóð sinni í fyllstu ein- lægni. Ég tek það ffam að með þess- um orðum er ég á engan hátt að líkja forsetaembættinu við konungdóm né hampa slíku. Við Islendingar höfum verið lán- söm hingað til er við höfum valið okk- ur forseta því störf þeirra allra fjögurra hafa reynst þjóðinni gæfurík. Áð öðr- um forsetum ólöstuðum vil ég sérstak- lega geta mannkosta Vigdísar sem svo skýrt komu fram er hún .sýndi fjöl- skyldum og öðmm íbúum byggðalag- anna fyrir vestan samhug og einstaka ástúð eftir náttúmhamfarimar. Það er mitt mat að þrátt fyrir hve stolt við höfum verið af forseta okkar er jafnan hefur verið okkur til sóma á erlendri gmnd þá hafi hún risið hæst þegar hún hefur deilt gleði og sorg með þegnum sínum. Vigdís hefur náð að vera sam- einingartákn. í virðingu og þökk Það verða þáttaskil hjá þjóðinni um næstu mánaðamót er Vigdís Finn- bogadóttir lýkur 16 ára ferli sem for- seti lýðveldisins hverfur til nýrra við- fangsefna. Það er sannfæring mín að óháð því hvað hún muni fást við mun hún áfram vera stór og hvar sem hún fer mun hún leggja áherslu á hag okk- ar. Slík tækifæri sem kunna að bjóðast á þjóðin afdráttarlaust að styðja. Við starfslok vil ég færa Vigdísi innilegar þakkir fyrir 16 farsæl ár. Ég er sannfærð um að alþýðuflokksfólk um allt land tekur undir þær þakkir sem og óskir um að henni megi vel famast á nýjum vettvangi. Höfundur er formaöur þingflokks Alþýöuflokksins. a 9 a t a 1 9 . j ú 1 í Atburðir dagsins 1810 Argentína lýsir yfir sjálf- stæði frá Spáni. 1938 35 millj- ón gasgrímum dreift í verslun- um á Bretlandi til að undirbúa yfirvofandi stríð. 1946 Tívolí, nýtt skemmtisvæði, var opnað í Reykjavík. Þar var meðal ann- ars bílabraut, hringekja, París- arhjól og danspallur. 1951 Bandaríski glæpasagnahöfund- urinn Dashiell Hammett settur í fangelsi fyrir að óvirða dóm- stól. Hann neitaði að bera vitni fyrir „Óamerísku" nefndinni, sem fjallaði um mál þeirra sem grunaðir voru um vera hallir undir kommúnisma. 1979 Borgarastríði í Nikaragúa lýkur með sigri Sandinista. Afmælisbörn dagsins Elias Howe 1819, bandarískur uppfmningamaður sem hann- aði saumavélina. Barbara Cartland 1901, bresk skáld- kona sem skrifað hefur meira en fimmhundruð bækur um ástir. Edward Heath 1916, breskur íhaldsmaður, forsætis- ráðherra 1970-74. Vandlæting dagsins Siðferðileg vandlæting er öf- und með geislabaug. H.G. Wells. Annáisbrot dagsins Um sumarið kom Þórarinn prestur úr Grímsey með konu sína og börn, þóttist eigi geta þar verið með barnahóp sinn vegna atvinnuleysis til mjólk- ur; tók sér jörð í landi með ylir- valdsleyfi. Þangað var aptur vígður jón Halldórsson, Þor- bergssonar. Mælifellsannáll 1718. Hræsni dagsins Hræsnari er maður, sem helur myrt báða foreldra sína, og bið- ur sér miskunnar af því hann sé munaðarlaus. Abraham Lincoln. Málsháttur dagsins Loftð laðar brosið. Orð dagsins Hirði ég lítt um gœði gulls, gleði og kraftar dvína. Eg lief lifað út tilfulh œfidaga mi'na. Jón Pétursson. Skák dagsins Hvítur er manni undir í skák dagsins en hefur sigur eigi að síður: h-peðið ræður úrslitum einsog glöggir lesendur sjá í hendi sér. Boey hafði hvítt og átti leik gegn Filip, skákin var tefld árið 1972. Hvítur leikur og vinnur. 1. Hd8! Kxd8 2. h7 og peðið rennur upp í borð.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.