Alþýðublaðið - 17.07.1996, Side 2

Alþýðublaðið - 17.07.1996, Side 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ1996 MMDimiíÐIU 21143. tölublað Hverfísgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Fréttastjóri Jakob Bjarnar Grétarsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Á villigötum Ef.Reykjavíkurlistinn knýr í gegn byggingarleyfi fyrir þrjú stórhýsi við Kirkjusand, skammt frá Sæbraut, er það alvarlegt teikn um að meirihluti borgarstjómar sé ekki í tengslum við fólk- ið í borginni. Áformaðar byggingar hafa vakið hörð viðbrögð íbúa í grenndinni. Samt gáfu borgaryfirvöld Ármannsfelli hf. leyfi til að hefja jarðvegsframkvæmdir áðuren frestur til að skila inn athugasemdum var liðinn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt leyfi er veitt, en vinnubrögð af þessu tagi em vitanlega í hrópandi mótsögn við kosningaloforð R-listafólks um grasrótarlýðræði og meiri áhrif borgarbúa á einstakar ákvarðanir. Fleiri rök mæla gegn stórbyggingunum við Sæbraut. Einsog fram kemur í frétt Alþýðublaðsins í dag benda allir útreikningar verkfræðinga til þess, að hávaðamengun verði langt fyrir ofan leyfileg mörk. Steindór Guðmundsson verkfræðingur hjá Rann- sóknarstofnun byggingariðnaðarins gerði úttekt á þessu í vor. Þar kemur meðal annars fram, að í húsinu sem á að reisa næst Sæ- braut mælist hávaði við húsvegg á fjórðu til sjöundu hæð um 66 desibil (dB). Nokkumveginn sama máli gegnir um hinar bygg- ingamar tvær. Samkvæmt byggingareglugerð má hávaði við hús- vegg í nýbyggingum ekki fara upp fyrir 55 dB. í úttekt Morgun- blaðsins í gær á hávaðamengun kom meðal annars fram, að við hávaða yfir 55 dB er erfitt að halda uppi samræðum með eðlileg- um raddstyrk, við 70 dB verða menn að kallast á og við 75 dB heyrist talað mál ekki úr eins metra fjarlægð. Hækkun um aðeins þijú dB þýðir tvöfalt meiri hávaða, og því munar miklu hvort rætt er um 55 dB eða 58 dB, svo dæmi sé tekið. Hávaðamengun í íbúðarhúsnæði hefur verið mjög til umræðu að undanfömu, vegna athugana umferðardeildar borgarverkfiræð- ings á umferðarhávaða í Reykjavík. Yfírlit yfír götur þarsem há- vaði er yfir 65 dB við húsvegg leiðir í ljós vandamál við Hring- braut, Laugaveg, Hverfisgötu, Miklubraut og Kleppsveg. Þá er umferðin þung og hávær við Skólavörðustíg, Stórholt, Snorra- braut, Hofsvallagötu, Skipholt og Tryggvagötu. Stefán Her- mannsson borgarverkfræðingur segir að áætlaður fjöldi íbúða þarsem hávaði við húsvegg er 65 dB eða meiri sé eittþúsund og sjöhundmð. IHilmar er einn af þessum tónlistarmönnum sem lifir sig augljóslega inní tónlistina og er þá á svipinn eins og fólk almennt er þegar það situr á klósettinu - get ég ímyndað mér. cc < O Framúrstefnuspunanútímajass með eskatologísku ívafi Búmm, búbúbúmm, kling, klang, durudururu, duvuuuííííí, bing. ... Tikkitikkitikki tikk tatikk. Brúrúrúúúúú! Bing... bong. Orðin tóm | Ismail Wadada Leo Smith trompetleikari var ásamt meðspilurum og ljóðskáldum með tónleika á efri hæð Sólon Islandus á sunnudags- kvöldið. Að sjálfsögðu var tónlistar- gagnrýnandi Alþýðublaðsins mættur á staðinn. Á efnisskránna er rituð eftir- farandi orðsending frá Leo Smith: ,,A piece of improvisation is done, and after it's done, there's nothing to be said about it because it affects your life whether you like it or not.” (Spunaverk hefur verið flutt og að því loknu er ekkert um það að segja því það hefur haft áhrif á líf þitt hvort sem þér líkar betur eða verr.) Ég hlýt að mótmæla þessu fyrir mína hönd og kollega minna. Ef það er ekkert um tónleika að segja væri stéttin atvinnu- laus. Og það gengur náttúrlega ekki. Auðvitað er ýmislegt um þetta að segja. Byrjunin lofaði sannarlega góðu. I miðasölunni var enginn annar en Ámi Óskarsson bókmenntaífæðingur - ein- hver sá allra menningarlegasti í Reykjavík og þó víðar væri leitað. Ef ég stend einhvern tíma fyrir menn- ingarviðburði þá ætla ég að fá hann til að rífa af miðunum. Einkar góður upptaktur. Það var rólegt hjá Áma að þessu sinni. Fremur fámennt var á tón- leikunum - en góðmennt. Vemharður Linnet var að sjálfsögðu mættur sem og Guðmundur Emilsson tónlistargúrú á Ríkisútvarpinu; pattaralegur, brúnn og sællegur með sólskyggni á gleraug- unum sínum. Ég neyðist þó til að vekja athygli á því að báðir fóm þeir í hléi. Ég veit svo sem ekki hvað er hægt lesa út úr því. Sjálfsagt eitthvert barnapíuvesen. Ási f Gramminu sat hins vegar allt til loka. Því miður var ekki eins fámennt niðri á Sólon. Þar vantaði ekki ölþyrstan og háværan kaupstaða- lýðinn. Ekki er hægt að segja að þetta sé ákjósanlegur tónleikastaður. Húsakynni em eins og hönnuð til þess að magna upp hlátrasköll og glasaglaum sem berst milli hæða eins og ekkert sé. Það fór í fínustu taugar þegar einn rallhálfur hrópaði upp stig- ann: Hættiði þessum látum! Miðað við glauminn var eins og hver kjaftur á neðri hæðinni sæti að sumbli en það passar ekki þvf kaffimaskínan var í önnum við að framleiða cappucino. Enn og aftur vek ég athygli á þörfmni fyrir tónlistarhús. Það er ekki hægt að bjóða virtum tónlistarmanni eins og Leo Smith uppá annað eins. Já, vel á minnst. Leo og hljóm- sveitin. Ef ég á að vera alveg hrein- skilinn þá er erfitt að skilgreina þessa tóna sem vom í boði. Engin rythmi. Engar laglínur. Og það var eins og tónlistarmennimir spiluðu ekki saman heldur hver fyrir sig. Eitt bong á bassatrommuna, bíbb á gítarinn og svo framvegis. Mér fannst eins og ég gæti spilað þetta sjálfur. En var það ekki Órganistinn hans Laxness sem skilgreindi sanna list á þann hátt að hún væri sú sem allir héldu að þeir gætu framkallað sjálfir? Frammúrstefnuspunanútímajass með eskatologísku ívafi. Samt er kannski ekki alveg rétt að tala um nútímaeitthvað bæði vegna þess að Leo Smith, sem er 55 ára gamall, er búinn að spila þessa sömu tónlist í 30 ár og eins vegna þess að tónlistin minnti mig á músík sem hljómsveit sem ég var í á mennta- skólaárunum spilaði. Hún hét Danshljómsveit Lárusar Húnfjörð og var uppá sitt besta á pönktímabilinu. Við vorum þá allan tímann að spila frammúrstefnuspunanútímajass með eskatologísku ívafi án þess að vita það. En þetta var útúrdúr sem segir ekki mikið. DLH átti harðan að- dáendahóp en seint verður hægt að segja að hann haft verið stór. Tónlistarmennimir sem vom með Leo Smith voru þeir Matthias Helmstock á trommur, Pétur Grétarsson á slagverk og Hilmar Jensson á gítar. Þeir FÍH strákar, Matthías og Hilmar, eru ekki mjög listamannalegir útlits, en ágætir hljóðfæraleikarar. Hilmar er einn af þessum tónlistarmönnum sem lifir sig augljóslega inní tónlistina og er þá á svipinn eins og fólk almennt er þegar það situr á klósettinu - get ég ímyndað mér. Og þó þeir virtust ekki alltaf vera að spila sama lagið þeir félagar þá var þessi svipur í sama dúr og remb- ingslegur tónninn í trompetinu. Einar Már Guðmundsson las nokkur ljóða sinna við undirleik tón- listarmannanna. Fyrst fór hann með þau á íslensku og síðan á ensku. Einar Már er frábært skáld og auk þess hástemmdur og skemmtilegur upp- lesari. Hann er engin tildurrófa og það er sko enginn amerískur tónn í enskunni hans Einars Más. Ramm- fslenskur framburður: Mæ sikk sakk fúttstepps in ðe snó... Konan hans Leo Smiths, Harumi Makino Smith, varð til þess að ljá gerningnum öllum einkar fjölþjóðlegt yfirbragð. Hún las líka ljóð eftir sjálfa sig, fyrst ensku og svo á japönsku. Sessunautur minn og félagi varð til þess að vekja athygli mína á því að konan er með afbrigðum mittismjó. Tónleikamir urðu kannski ekki til að hafa grundvallaráhrif á líf mitt. En óneitanlega voru þeir sérstakir. ■ Borgarverkfræðingur hefur beðið um aukafjárveitingu til að ljúka gerð tillagna um hvemig eigi að bregðast við hljóðmengun. Það skýtur því skökku við, svo ekki sé meira sagt, ef borgaryfir- völd ætla á sama tíma að leyfa byggingar húsa þarsem hljóð- mengun er langt ofar leyfilegum mörkum. Vonandi ber R-lista- fólk gæfu til að koma í veg fyrir hinar áformuðu byggingar. Verði byggingaleyfi hinsvegar veitt er það til marks um að Reykja- víkin-listinn er á villigötum. Og þá getur R-listafólk tæpast vænst þess að rétta úr kútnum í skoðanakönnunum á næstunni. Ef vinnubrögð af þessu tagi eru viðhöfð munu sjálfstæðismenn fá Reykjavíkurborg á silfurfati eftir tæp tvö ár. Og það eiga þeir enganveginn skilið. ■ Atburðir dagsins 1212 Her kristinna manna sigr- ar múslima í orustu við Toledo á Spáni. 1453 „Hundrað ára stríðinu" lýkur með ósigri Breta fyrir Frökkum í orustunni við Castillon. 1793 Charlotte Corday, sem fjórum dögum áð- ur stakk byltingarleiðtogann Jean-Paul Marat til bana með brauðhníf, hálshöggvin í París. 1815 Napóleon gefst upp fyrir Bretum við Rochefort. 1930 Þýska loftskipið Graf Zeppelin kom til íslands. 1946 fslend- ingar háðu fyrsta landsleik sinn í knattspymu, við Dani, og töp- uðu 0-3. 1959 Billie Holiday deyr; hún var ein dáðasta jazz- söngkona allra tíma. 1968 Teiknimynd Bítlanna, The Yellow Suhmarine, frumsýnd í Lundúnum. 1991 Arnór Guð- johnsen skorar fjögur mörk í landsleik gegn Tyrkjum. Afmælisbörn dagsins Maksim Litvinov 1876, sov- éskur stjómmálamaður. James Cagney 1899, bandarískur leikari. Wayne Sleep 1948, breskur ballettdansari og leik- ari. Annálsbrot dagsins Alþing fjölmennt. Þar háls- höggvinn Árni Björnsson, Grímssonar smiðs, úr Reykja- dal norðan, er átt hafði barn við konusystur sinni, er Kristín hét Halldórsdóttir; henni drekkt í Laxá í Reykjadal, skömmu ept- ir þingið. Vallaannéll 1705. Tilboð dagsins Meðaumkvun kostar ekkert - enda einskis virði. Josh Billings. Málsháttur dagsins Það kvelur ei auga sem ei kem- ur í það. Orð dagsins Ég vildi égfengi að vera strá og visna ískónum þínum, því léttast gengirðu eflaust á yfirsjónum mínum. Páll Ólafsson. Skák dagsins Popova hefur hvítt í skák dags- ins og á leik gegn Kasinova. Hvftur hefur byggt stöðu sín upp samkvæmt kúnstarinnar reglum og lýkur nú taflinu með glæsibrag. Hvítur mátar í fjórum leikj- um. 1. Dxh7+H Kxh7 2. Hhl+ Kg8 3. Hh8+ Kf7 4. Rg5 Skák og mát!

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.