Alþýðublaðið - 17.07.1996, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 17.07.1996, Qupperneq 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ1996 ástarsaga ■ Seint á 18. öld hlupust Sara Ponsonby og Eleanor Butler að heiman og settust að í litlu þorpi í Wales. Þar bjuggu þær saman í rúm fimmtíu ár og urðu að goðsögn í lifanda lífi Ástfangnar iómfrúr Heimili Söru og Eleanor. Þangað lagði margur andans jöfurinn leið sína til að líta augum konurnar sem höfðu orðið að goðsögn í lifanda lífi. Asínum tíma voru þær kallaðar frægustu jóm- frúr Evrópu. Wordsworth, Byron og Walter Scott vom með- al þeirra fjölmörgu sem leituðu eftir vinfengi þeirra. Konumar sem vöktu heimsathygli fyrir lifnaðarhætti sína og ástarsamband vora Eleanor Butler og Sara Ponsonby sem í rúm fimmtíu ár deildu saman sæng. Þær ólust upp á Irlandi og voru af vel metnum aðalsættum. Hvorag naut hamingju í æsku. Sara var barn að aldri þegar hún missti foreldra sína og var tekin í fóstur af frænku sinni, Lafði Betty Fownes og Sir William, eiginmanni hennar. Eleanor Butler var þriðja dóttir for- eldra sinna og fæðing hennar hafði vakið litla gleði því foreldramir von- uðust eftir syni. Hann fæddist örfáum árum síðar og naut ólíkt meiri ástríkis foreldra sinna en systir hans. Líklega var það vegna alls sem honum hlotn- aðist en henni ekki, sem Eleanor lagði mikla fæð á bróður sinn. Hin kaldlynda og metnaðargjama móðir Eleanor hafði lítið fyrir því að koma tveimur elstu dætrunum í ör- ugga höfn hjónabandsins. Hún átti erf- iðara verk fyrir höndum með Eleanor sem þótti snemma karlmannleg í útliti og lítið augnayndi. Þegar við bættist sérviska, kaldhæðni og erfið skapgerð virtist vart vinnandi vegur að koma stúlkunni undir karlmann. Sú hugsun varð æ ágengari í huga móðurinnar hvort ekki mætti losna við stúlkuna í klaustur. Þegar Eleanor var tæplega þrítug hafði Lafði Fownes samband við fjöl- skyldu hennar og spurðist fyrir um það hvort Eleanor væri reiðubúin að hafa auga með Söra sem þá var í skóla í nágrenninu. Þegar Eleanor kynntist hinni þrettán ára gömlu hlédrægu og viðkvæmu Söru þá mættust tvær ein- mana sálir sem fundu að þær áttu sam- leið. Eleanor, sem var mjög vel menntuð, kenndi Söru frönsku og las með henni skáldsögur og heimspeki- rit. Þær heilluðust sérstaklega af ritum franskra heimspekinga um hið fá- brotna líf í skauti náttúrannar, líf sem átti að ganga fullkomnun næst. Út í óvissuna Þegar skólagöngu Söra lauk héldu vinkonurnar hvor til síns heima en sælli en áður. Arin liðu. Móðir Elea- nor var enn að velta fyrir sér hug- myndinni um að koma dóttur sinni í klaustur og með hverju árinu þótti henni sá kostur fysilegri. Sara var orð- in aðlaðandi ung kona og William fóstri hennar tók að h'ta hana gimdar- auga. Kona hans var farin að heilsu og honum þótti Sara henta vel í hlutverk seinni eiginkonu. Hann gerðist nú æ áleitnari við hana. Sara var seinþreytt til vandræða en gláp hans og káf var henni til ákafs ama. Vinkonurnar höfðu lengi átt sér þann draum að búa saman í litlu húsi úti í sveit. Nú ákváðu þær að láta drauminn rætast. Þær struku saman um nótt, ætluðu að taka bát til Eng- lands, leigja sér þar hús og búa saman. Flóttinn uppgötvaðist fljótlega og ætt- ingjar þeirra hófu leit að þeim og þurftu ekki að leita lengi. Sara, sem hafði ofkælst á flóttanum, lagðist nú í rúmið. Eleanor beið þess að vera send til Frakklands í klaustur. Hún bað um að fá að kveðja Söru áður en hún legði í þá ferð en þeirri bón var neitað. Hún sagðist þá skyldu samþykkja hvað sem væri ef hún einungis fengi að hitta vinkonu sína í hálftíma. Eftir nokkurt þref fékk hún leyfið. A fúndi sínum lögðu Eleanor og Sara á ráðin um aðra flóttatilraun. Stuttu síðar strauk Eleanor frá heimili sínu og komst óséð inn á heimili Söra, dvaldi í herbergi hennar og faldi sig inni í klæðaskápnum við minnsta hættumerki. Þjónustufólk kom loks upp um dvalarstað hennar. Vinkonumar tilkynntu þá að þær ætl- uðu sér ekki að skilja og vildu fara saman til Englands. Sir William sendi nú bréf til föður Eleanor þar sem hann skýrðu honum frá áætlun vinkvenn- anna og bað hann að sækja dóttur sína. Sir William reyndi síðan að telja uppeldisdóttur sinni hughvarf og í til- raun til þess kraup hann að fótum hennar. Hún svaraði því til að þótt all- ur heimurinn krypi að fótum sér myndi hún ekki breyta áformum sín- um sem væru að lifa og deyja með fröken Butler. Hún sagði að ef lagst yrði gegn þessum áformum myndi hún verða til meiri vandræða en nokkra sinni áður. Sir William var ráðþrota en fjöl- skylda Eleanor hafði fengið meira en nóg af dóttur sem virtist eingöngu vera til vandræða. Faðir hennar sendi Sir William bréf þar sem hann sagðist samþykkja ráðagerðir vinkvennanna. Vorið 1778 héldu þær á brott saman, Sara um tvítugsaldur. Eleanor Butler sem þá var þijátíu og níu ára og Sara Ponsonby sem var tuttugu og þriggja ára. Með þeim fór þjónustustúlka Söra. Þær snera aldrei aftur til frlands. Frægðin ber að dyrum Þær settust að í Wales, í Llangollen, litlu og fremur drangalegu þorpi sem átti eftir að vera heimili þeirra í rúma hálfa öld. Þær leigðu sér hús, innrétt- uðu það eftir eigin höfði og gerðu að fallegri og hlýlegri vistarvera. Garðyrkja var eitt helsta áhugamál þeirra. í garðinum ræktuðu þær græn- meti og ávexti. Garðurinn þótti snemma svo eftirtektarverður og fal- legur að menn gerðu sér sérstakar ferðir til þess eins að skoða hann. Þær skoðunarferðir voru Eleanor og Söru fremur til ama en þær hleyptu ferða- mönnum þó inn í helgidóminn. Með- an áhugamenn rýndu í plöntur og blóm leituðu sambýliskonumar skjóls í svefnherbergi sínu og hættu sér ekki utan dyra fyrr en gestagangurinn var afstaðinn. Þær lifðu einangruðu lífi fyrstu árin, brugðu sér vart af bæ nema þá í stuttar gönguferðir. Þegar þær voru ekki að dytta að garðinum sátu þær inni og lásu eða máluðu. Friðurinn var að mestu úti árið -1790 þegar dagblaðið General Even- ing Post gerði sögu þeirra heyrin- kunna, vinkonunum til mikillar ar- mæðu. Frásögn blaðsins var tæpi- tungulaus. Þar var reyndar farið rangt með ýmsar staðreyndir en aðalatriðin héldu sér óbrengluð. Blaðið gaf ber- lega í skyn að vinkonumar væra lesbí- ur. Þeirri staðhæfingu tóku þær þung- lega. Þær litu á samband sitt sem heil- agt, nokkuð sem enginn fengi skilið nema þær einar. Þær íhuguðu meið- yrðamál en skorti fjárhagslega burði til að fylgja þeirri áætlun eftir. Forvitni umheimsins var vakin á konunum tveim. A Irlandi gengu sög- ur þess efnis að sambúðin væri mis- heppnuð og þær væra um það bil að snúa aftur heim. Ekkert var þeim þó eins fjarlægt og slíkar áætlanir. Þær undu sér einstaklega vel saman. Einu áhyggjur þeirra snera að íjárhagslegri afkomu sem var ekki sérlega traust. Þær áttu eitthvert sparifé en með árun- um gekk á það. Helsta vonin lá í arfi og einn af öðrum féllu ættingjar þeirra frá en fæstir þeirra sáu ástæðu til að minnast þeirra kvenna sem þóttu hafa saurgað nafn ætta sinna. Þeir sem þó mundu eftir þeim ánöfnuðu þeim ein- ungis lítilfjörlegar upphæðir. Árin færðu þeim sífellt meiri frægð. Lesbíur eða ekki, kynferðislegi Mynd sem sögð er vera af Eleanor. þátturinn var ekki áberandi í hugleið- ingum manna um konurnar tvær. Flestir kusu að líta á samband þeirra sem dæmi um fullkomin andlegan samruna tveggja einstaklinga. Rétt eins og konurnar tvær gylltu menn fyrir sér sambandið, hófu það í eins konar æðra veldi. Þeir vora fjölmargir sem sáu í lífsháttum þeirra eins konar uppfyllingu hins fullkomna lífs; líf í nánu sambandi við náttúru og víðs ljarri heimsins glaumi. Vinkonumar höfðu vart frið fyrir gestakomum. Rómantísku skáldin vora meðal þeirra sem lögðu lykkju á leið sína til að heilsa upp á konumar tvær. Walter Scott varð góður kunn- ingi þeirra. Það sama átti við um Wordsworth sem orti til þeirra Ijóð, sem var reyndar ekki með hans betri smíðum. Byron sendi þeim áritað ein- tak af Ijóðabók sinni. Amelía, dóttir Georgs III sendi þeim ætumynd eftir Elísabetu systur sína. Hertoginn af Wellington reyndist þeim þó einna best. Hann var mikill aðdáandi þeirra og það var ekki einna síst fyrir hans tilstilli að breska krúnan sá sambýlis- konunum fyrir lífeyri. Ekki er fjarri sanni að segja að El- eanor og Sara hafi orðið eins konar tískufyrirbæri, eins og þeir einstaka sinnum verða sem lifa mjög óhefð- bundnu lífi. Litli drungalegi bærinn Llangollen var skyndilega orðinn eft- irsóknarverður ferðamannastaður vegna tveggja kvenna sem þangað höfðu sótt til þess eins að fá að búa saman í friði. fbúar Llangollen voru stoltir af þeim eins og væra þær veg- legur minnisvarði um reisn þorpsins. Tengdasonur Walter Scott, sem var annars lítið hrifinn af þeim, sagði: „Þær hafa lengi verið verndarenglar þessa þorps og era tilbeðnar af öllum þeim sem þekkja þær.“ Það voru ekki allir gestkomandi sem deildu aðdáun íbúanna. Ópíu- mætan og skáldið De Quincey heim- sótti sambýliskonurnar og hlaut svo kuldalegar móttökur að hann sá ástæðu til að rægja þær linnulaust. Óbeit hans deildi hefðarkona nokkur sem frussaði „sveiattan" í hvert sinn sem nöfn kvennanna bar á góma. „Þær eru meira blátt áfram en ég hafði haldið en ekki eins greindar," sagði aðalskona sem hafði heimsótt þær. „Mér finnst Eleanor mjög greind og mjög einkennileg,“ sagði önnur. Það fór ekki framhjá þeim sem heimsótti þær að Eleanor var sterki aðilinn í sambandinu. Hún tók allar meiriháttar ákvarðanir og hafði ætíð orð fyrir þeim. Hún var skapmikil og gat reiðst illileg eins og óboðnir gestir urðu margoft varir við. Sara talaði venjulega lítið en tók undir allt sem Eleanor sagði og beygði sig jafnan undir vilja sambýliskonu sinnar. Þeir sem best þekktu til sögðu að Eleanor hefði aldrei séð eftir flóttanum frá fr- landi en það hefði Sara hins vegar ein- staka sinnum gert. Sara var í eðli sínu full sektarkenndar og haldin höfnunar- tilfinningu og henni fannst líkt og hún hefði brotið af sér með því að hverfa burt frá fjölskyldu og vinum. Síðustu árin sem Eleanor lifði var hún blind og algjörlega háð Söru. Um leið urðu eins konar hlutverkaskipti þeirra á milli. Nú var það Eleanor sem varð þögul og undirgeftn meðan Sara stjómaði af hógværð.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.