Alþýðublaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 1
■ Fangelsismálastofnun Fangelsismálastofnun krefst ákæru á hendur Alþýðublaðinu fangelsismálastjóra. Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður Fangels- ismálastofnunar staðfesti í samtali við blaðið í gær, að hann hefði sent Ríkissaksóknara erindi þess efnis, að opinber ákæra yrði gefin út, en neitaði að öðru leyti að tjá sig um málið. Hall- varður Einvarðsson ríkissaksóknari staðfesti að kæran hefði borist, og sagði að hún hefði verið send til rannsóknar hjá RLR. Málið barst Rann- sóknarlögreglunni í vikunni og sagði Sigurbjöm Eggertsson rannsóknarlögregluþjónn að áhersla væri lögð á að hraða málinu. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Fangelsismálastofnunar, krefst opinberrar ákæru á hendur Alþýðublaðinu og ritstjóra þess, vegna skrifa um málefni fanga og Fangelsismálastofnunar. Ríkissak- sóknari búinn að senda máliðtil Rannsóknarlögreglu ríkisins. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Fangels- ismálastofnunar ríkisins, hefur sent embætti Rik- issaksóknari erindi þar sem þess er krafist að gefm verði út opinber ákæra á hendur Alþýðu- blaðinu og ritstjóra þess, Hrafni Jökulssyni, vegna skrifa blaðsins um málefni fanga og Fang- elsismálastofnunar. Ríkissaksóknari hefur sent málið til Rannsóknarlögreglu ríkisins og verður það tekið til meðferðar þar í næstu viku. Samkvæmt upplýsingum frá Sigurbimi Egg- ertssyni, hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins, er óskað eftir opinberri ákæm vegna tveggja greina í Alþýðublaðinu. Annarsvegar er um að ræða grein sem birtist 6. mars, merkt ritstjóra blaðsins, þarsem meðal annars er fjaliað um þá ákvörðun Fangelsismálastofnunar að skerða heimsóknar- tíma til fanga úr sjö og hálffi klukkustund niður í tvær. Opinber stefna í fangelsismálum er gagn- rýnd harðlega í greininni, og sagt að hún miði fremur að því að framleiða glæpamenn en draga úr glæpum. Hinsvegar krefst Jón Steinar Gunn- laugsson ákæm, fyrir hönd Fangelsismálastofn- unar, vegna viðtals Alþýðublaðsins við Ólaf Gunnarsson fanga í blaðinu 20. júní síðastliðinn. Þar segir Ólafur meðal annars að ef almenningur vilji harðari og verri afbrotamenn þá séu fangels- in rétt rekin. Hann segir að Litla-Flraun sé upp- eldisstöð fyrir glæpamenn og að fangar geti nálgast eiturlyf af öllu tagi. Jafnframt fer hann hörðum orðum um störf Haraldar Johannessens ■ Stjórn Alþýðuflokksfélagsins í Hafnarfirði héltfund í gærkvöldi. Þegar blaðið fór í prentun var búist við að samþykkt yrði ályktun um að leitað verði eftir samstarfi vinstrimanna Við erum búin'að fá nóg - segir Sverrir Ólafsson stjórnarmaður í flokksfélaginu. Val- gerður Guðmundsdóttir bæjarráðsmaður telur rétt að kalla saman félagsfund áður en talað er um vilja flokksmanna. „Við látum ekki troða uppí okkur lengur. Við erum alveg búin að fá nóg,“ segir Sverrir Ólafsson stjómar- maður í Alþýðuflokksfélagi Hafnar- fjarðar í samtali við AlþýðublaðiQ. „Bæjarfulltrúamir em alltaf að biðja um meiri tíma og meiri tíma, svo gera þeir ekki rassgat við þennan tíma. Málið er einfalt: Allir Hafnfirðingar em orðnir brjálaðir. Og ef þessu verð- ur ekki vísað til föðurhúsanna er flokkurinn búinn í næstu kosningum. Við ættum að vera búin að slíta þessu samstaríi fyrir löngu,“ segir Sverrir. í gærkvöldi var haldinn stjórnar- fundur Alþýðuflokksfélagsins í Hafn- arfirði og samkvæmt heimildum blaðsins, rétt áður en það fór í prentun, var nánast öruggt að samþykkt verði ályktun þess efnis að leitað verði til Alþýðubandalagsins varðandi bæjar- stjórnarsamstarf í Hafnarfirði. Þar með er lagt til að meirihlutasamstarfi við Jóhann Bergþórsson og Ellert Borgar Þorvaldsson verði slitið. Óvíst er til hvers sú ályktun leiðir. Valgerður Guðmundsdóttir benti á það í samtali við blaðið að innan Al- þýðuflokksins í Hafnarfirði em þrjú félög: Alþýðuflokksfélagið, Kvenfé- lag Alþýðuflokksins og Ungliðahreyf- ingin. Yfir því er fulltrúaráð þar sem formaður er Jóna Ósk Guðjónsdóttir. „Þeir eru svoldið skondnir og taka stórt uppí sig,“ segir Valgerður um stjómarmenn í Alþýðuflokksfélaginu. „Til dæmis hefur þetta ekki verið bor- ið undir bæjarfullrúa, ekkert komið fram í bæjarmálaráði flokksins þar sem mál bæjarins em reifuð hálfsmán- aðarlega og svo framvegis. Það er ekki þeirra að vera í viðræðum við Al- þýðubandalagið um þetta stjómarsam- starf.“ Valgerður segir lágmark að bæjar- arfulltrúar komi saman og ræði málin og í framhaldi af því fulltúaráðið. „Við emm ekki í neinum viðræðum," segir hún. „Þeir hafa að sjálfsögðu rétt til að hafa sínar skoðanir, stjómin að halda fund og álykta sem slfk. En hún er ekki að álykta sem heilt félag án þess að halda félagafund. Fyrr er ekki hægt að tala um vilja flokksmanna.“ Sverrir Ólafsson segir vissulega rétt að það sé ekki þeirra í stjóm Alþýðu- flokksfélaginu að mynda nýjan meiri- hluta. „En við ætlum svo sannarlega að undirbúa jarðveginn." Samkvæmt heimildum blaðsins er mikill vilji meðal Alþýðubandalags- manna að ganga til samstarfs við Al- þýðuflokkinn í Hafnarfirði. I stjóm Alþýðuflokksfélagsins em: Magnús Hafsteinsson formaður, Haf- rún Dóra Júlísdóttir, Sigurgeir Ólafs- son, Jón Kr. Óskarsson, Erlingur Kristensson, Sverrir Ólafsson, Garðar Smári Gunnarsson og Ingi H. Guð- jónsson. Sjá forystugrein á blaðsíðu 2 „Kunningi Vikupilts dagsins kom að máli við hann um daginn og hafði ófagra sögu að segja ..." segir Guðmund- ur Andri Thorsson á blaðsíðu 2 Ragnar Þorsteinsson kennari segir sitthvað af æskudögum, kynnum sínun af skáldunum Jóhannesi úr Kötlum og Jóni frá Ljárskóg um í bráðskemmtilegu viðtc við Harald Jóhannsson hagfræðing. Blaðsíða 4 Eleanore Marx bjó yfir miklum pólitískum hæfileik- um enda dóttir föður síns. Um hana sagði Karl gamli: „Hún er ég... “ En hún varð ekki hann - óhamingjusamt einkalíf lagði hana í gröfina fyrir aldur fram. Blaðsfða 5 Prófaðu hann til dæmis með: bökuðum baunum, brúnuðum lauk og spældu eggi, kartöflusalati og fersku grænmeti eða skerðu hann í lida bita og útbúðu spennandi sumarsalat. Notaðu i piparköku- ? mótið og buðu til fiskönd, fisksvín, fiskblóm eða annað sem börnin vilja helst. TAKTU EFTIR NYJA UTLITINU

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.