Alþýðublaðið - 26.07.1996, Page 2

Alþýðublaðið - 26.07.1996, Page 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ1996 s k o d a n MIYBUBUBIB 21149. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Fréttastjóri Jakob Bjarnar Grétarsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Fangelsismálastofnun, mannréttindi og Alþýðublaðið Alþýðublaðið hefur síðustu misseri ítrekað fjallað um málefni fanga á íslandi. Að gefnu tilefni: þótt nýtt fangelsi hafi verið tekið í notkun á Litla-Hrauni er ekki hægt að tala um opinbera stefnu í fangelsismálum og réttindi fanga hafa verið þrengd til mikilla muna. Búið er að skerða heimsóknartíma til fanga, minnka útivistartíma þeirra og banna þeim að hafa ýmsa persónulega muni í klefum sínum. Fáir hafa orðið til að blanda sér í opinbera umræðu um þessi mál, og engu líkara en fólk vilji ekki „óhreinka sig“ með því að hafa afskipti af þeim sem er gert að búa bakvið lás og slá. En skrif Alþýðublaðsins um þessi mál eru greinilega ekki vel séð. Nú á að reyna að þagga niður umræðuna. Fangelsismála- stofnun hefúr krafist þess að Ríkissaksóknari gefi út ákæru á hendur Al- þýðublaðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarlögreglu ríkisins hefur Fang- elsismálastofnun ákært vegna tveggja greina. Önnur birtist í blaðinu 6. mars síðastliðinn og er merkt ritstjóra blaðsins. Þar er fjallað um þá staðreynd, að heimsóknartími til fanga var skorinn niður úr sjö og hálfri klultkustundu í tvær á viku. Engar skýringar voru gefnar, engin rök færð fyrir þessari ákvörðun sem vitanlega hefur mikil áhrif á samskipti frels- issviptra manna við ástvini sína. Jafnframt var vakin athygli á þeirri staðreynd að fangar fá nú ekki lengur að taka við heimsóknum í klefa sína. Gömlu klefunum, sem teknir voru úr notkun í fyrra, var breytt í heimsóknarherbergi - fangamir kalla þessi herbergi „hrútastíur“. Fang- elsismálastofnun sá heldur ekki ástæðu til að útskýra afhverju fangar mega ekki lengur fá heimsóknir í klefa sína. í þessari opinberu stofnun telja menn sig greinilega yfir það hafna að svara spumingum sem varða starfsemi og stefnumörkun. Þá hefur Fangelsismálastofnun líka kært vegna viðtals í Alþýðublað- inu við Ólaf Gunnarsson fanga. Hann hefur staðið í eldlínunni allar göt- ur síðan hann var dæmdur í fangelsi, og gagnrýnir Fangelsismálastofn- un harkalega. í viðtalinu við Alþýðublaðið, 20. júm' síðastliðinn, sagði Ólafur meðal annars: „Ef fólkið vill fá harðari og verri afbrotamenn út í samfélagið, þá em fangelsin rétt rekin. Engin fjölmiðill, nema Alþýðu- blaðið, þorir að birta þetta. Ég gerði könnun sjálfur á Litla-Hrauni og þeir sem em í afplánun í annað uppí fjórtánda skipti em um sjötíu pró- sent. Þessi svokallaða meðferð hjá Fangelsismálastofnun skilar verri einstaklingum. Við emm að sóa geigvænlegu fjármagni cif almannafé í tóma vitleysu. Fangar nenna ekki né þora að berjast fyrir umbótum því þeir sjá hvaða útreið ég hef fengið.“ Ólafur hefúr Iíka sagt opinberlega það sem allir vita: Að stórfelld eit- urlyfjaneysla viðgengst í fangelsum. Fangar virðast geta orðið sér úti um hvaða eiturlyf sem er, - meðan engin markviss meðferð eða upp- bygging fer fram. Sálfræðiaðstoð og hjálp við að losna úr vítahring eit- urlyfja er í algem lágmarki. í raun ber allt að sama bmnni: Hin opinbera stefna í fangelsismálum gengur útá að refsa mönnum harkalega fyrir brot sín - en ekki fá þá til að snúa af villu síns vegar. Alþýðublaðið hef- ur gagnrýnt þessa stefnu, enda er hún í eðli sínu heimskuleg, kosmaðar- söm og mannskemmandi. Fangelsi eiga að vera betranarstofnanir, þar á að fara fram uppbyggingarstarf á fólki sem lent hefur utan alfaraleiðar. Af því yrði stórfelldur hagnaður og með því væri fyrst hægt að stemma stigu við afbrotum. Fangelsismálastofnun og starfsmenn hennar hafa ekki verið áberandi í opinbeni umræðu um málefni fanga. Hvorki forstjóri Fangelsismála- stofnunar né nokkur annar á þeim bæ hefur óskað eftir því að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í Alþýðublaðinu. Engar athugasemdir hafa borist frá stofnuninni vegna skrifa blaðsins - en fangelsismálastjóri hefúr á hinn bóginn margoft neitað að ræða við blaðið. Fangelsismálastjóri vill ekki ræða málefni stofnunar sinnar eða fanga opinberlega. Hann kýs að óska eftir því að Ríkissaksóknari annist málið fyrir sig. Skilaboðin em skýr: Það á að þagga niður umræðuna - annars- staðar en í viðhafnarviðtölum blaðs allra landsmanna. En ekki kæmi á óvart þótt vopnin snerast í höndum fangelsismála- stjóra. Nú verður ekki hjá því komist að ræða störf hans, stofnunarinnar og málefni fanga á Islandi. Þessvegna snýst málið um annað og meira en æm fangelsismálastjóra. ■ Issland Kunningi Vikupilts dagsins kom að máli við hann um daginn og hafði ófagra sögu að segja af viðskiptum sínum við Póst og síma en ég sagðist því miður ekki mega að því að vera að tala við hann því ég væri á leiðinni út úr bænum. Þetta var fyrir viku... ... og ég búinn að vera á Flúðum síðan og mér þykir vænt um allt þegar ég ek aleinn um suðurlandsundirlend- ið í þokusuddanum með Einar Krist- jánsson kyrjandi í segulbandinu, þennan drengilega og óaðfinnanlega tenór sem bæði kunni að syngja veikt og sterkt, sannur íslenskur karlmaður: Því þar er allt sem ann ég - þar er mitt drau-aumaland, raula ég angurvær með og hljóma furðu mikið eins og hann þar sem ég bruna eftir átóbana- beinum veginum... Vikupiltar ... því hér er allt sem ann ég. Tveir dagar í viðbót og ég verð farinn að bera það fram eins og sannur ættjarð- arvinur með stuttu i-i og tveimur es- sum: íssland. Ég hef grillað með fjöl- skyldunni eins og sannur íslenskur karlmaður. Ég hef hoppað með böm- unum og kysst á öll meiddin. Ég hef lesið ritsafn Hilmars Jónssonar. Hilm- ars Jónssonar? Já drengur minn: nú er maður á suðurlandsundirlendinu og eingöngu verk borgaralegra höfunda höfð í sumarhúsunum. Ég hef líka les- ið bók efitir Gunnar Dal og aðra eftir Snjólaugu Bragadóttur. Snjólaug var best... ... og ég ek alls ekki mjög hratt og þegar ég fer um Selfoss þar sem blasir við manni stoltleg fánaborg með nöfn- um alls konar nýrra mjólkurafurða reyni ég að bjóða af mér góðan þokka með aksturslaginu án þess þó að vekja of mikla eftirtekt. Ég er vargur í vé- um. Því að suðurlandsundirlendið er ekki bara helsta mjólkurframleiðslu- hérað landsins heldur líka goðorð þeirra borgaralegu rithöfunda sem flestir eru komnir langt fram yfir síð- asta söludag og þóttust sviknir um umbun fyrir að standa drengilega á verðinum gagnvart heimskommún- ismanum. Hér líður mér eins og ég hafði villst yfir víglínuna sem dregin var í árdaga. Mér líður eins og litlum kisa í Öskjuhlíð. Verð hálf. smeykur og fæ ávæning af því sem sjónvarps- þýðendur kalla alltaf 'vænisýki*. Imynda mér æstar en lágróma raddir í síma: Heyrðu ég sá að strákurinn hans Thors var að flækjast héma! - Neii!! Ætla þeir þokkapiltar nú að fara að stunda iðju sína hérH - Á ég að gera eitthvað? - Nei bíddu átekta og gerðu ekki neitt fyrr en ég er búinn að hringja í strákana ... ... en ég hef enga iðju stundað hér heldur bara setið á Flúðum í sæmd minni: Ég hef gengið upp á hól, ég hef farið út á róló, ég hef legið í potti í kvöldgolunni og lapið bjór og horft á íjöllin. Fjöllin: Einu sinni kom kunn- ingi Vikupilts dagsins að máli við hann og hafði ófagra sögu að segja af viðskiptum sínum við æsku landsins. Hann var í Þórsmörk með fjölskyldu sinni og í næsta tjaldi voru unglingar á fylleríi alla nóttina. Síðla næsta dag sást grett og þrútið andlit gægjast út um skörina á fyllibyttutjaldinu. Ungi maðurinn horfði fýlulega í kringum sig á stórbrotna náttúruna í sólskininu, svo tautaði hann: Fjalladrasl... ... eitt af þessum fjöllum sem við blasir ffá Flúðum er Ésjan. Það veitir visst öryggi hér í villta hægrinu að sjá svo vinstri sinnað fjall. f gær flaug hjá mér hrossagaukur. Ég sá steindepil í fyrradag, tsjikk tsjikk; ég sá hvít- möðm og jakobsfífil. íssland. Ég ek aleinn um suðurlandsundirlendið í rigningunni og mér þykir vænt um þann mikla hlýhug sem ég hef hvar- vetna fundið í grillskálum. Mér þykir vænt um bílinn minn og ætti kannski að líta á hann sem meðlim í fjölskyld- unni eins og þeir í auglýsingunum vilja að maður geri - gefa honum jóla- gjafir og sækja hann til Keflavíkur þegar hann kemur frá útlöndum. Mér þykir vænt um Póst og síma. Mér þyk- ir vænt um þjóðina sem kaus enn einu sinni forsetann sinn af djúpsæi og visku þótt þau sögulegu tíðindi gerð- ust að Sigmund og reykvíska intellíg- ensían snem bökum saman gegn hon- um og Sigmund enn ekki búinn að fatta að snúa sér við. Þjóðin: að þessu sinni var hún eins og skynugur skóla- stjóri sem lengi hefur fylgst með efni- legum nemanda í tossabekk, séð hvernig þessi kynlega setti nemandi hefur lengi reynt að tosa tossana áffam og breyta tossabekknum í eitthvað annað en nú kemst hann ekki lengra og þá er hann tekinn og honum vippað efst í besta bekk. Og tossamir geta aft- ur farið að tossast, rífa kjaft við kenn- arann, skrópa í nútímum... ... en Snjólaug var best. Hilmar er dálítið einhæfur höfundur. Hann skrif- ar aldrei um neitt annað en úthlutanir úr sjóðum til rithöfunda. Meira að segja ljóðin hans em um það. Fyrstu greinar hans frá því í byijun sjötta ára- tugarins em að vísu líflegar og sýna sjálfstæði í hugsun og ástríðu. Svo fylgist maður með sjálfstæðinu verða að þvergirðingshætti, ástríðunni verða að þráhyggju. íslenskur menntamaður. Snjólaug er líka það sem kallað er íhaldssöm í hugmyndafræði en ólíkt honum er hún ekkert að stressa sig á hugmyndum sínum heldur skrifar bara sögur viss í sinni sök um að staður konunnar sé á heimilinu og að afköst við heimilisstörf sýni manngildi kon- unnar öðm fremur. Þetta olli því að róttækt fólk brást harkalega við bók- um hennar á áttunda áratugnum, enda ofmat það háskaleg áhrif bóka með íhaldssama hugmyndafræði - hér fá almennilegar afþreyingarbókmenntir aldrei að þrífast þvi' allt verður að vera það sem kallað er afhjúpandi, það er að segja staðfestandi fyrir ríkjandi hugmyndafræði vinstri sinnaðra há- skólaborgara. Og nú þegar manni finnst að 1980 hafi verið á síðustu öld virðist manni augljóst að bók eins og Dægurlagasöngkona dregur sig í hlé ffá því ári hefur staðist mun betur tífn- ans tönn heldur en bæði nýraunsæjar afhjúpunarskáldsögur áranna á undan og orðmargar en hixtandi kvenna- skáldsögur áranna á eftir. Plottið er að vísu algerlega fyrirsegjanlegt en jafn- vel það veitir manni vissa þæginda- kennd, nokkurs konar deja vu - það veitir manni öryggistilfinningu. Og hún er ekki að reyna að breyta sögu- sviðinu, hún gengur að því sem vísu. Fyrir vikið fær hún ráðrúm til að draga fram eitthvað sem kalla má and- rúmsloft tímans. Það er alls staðar. f mannlýsingum og lýsingum á klæðn- aði fólks, hvort heldur sparifötum eða hversdagsflíkum, í bókbandi, í letur- gerð, í prentvillunum. Hún ver miklu plássi í að lýsa herbergjaskipan og innréttingum í húsum, hún lýsir hús- gögnum af nákvæmni, hárgreiðslu fólks, mat og - auðvitað kaffidrykkju og með því. Það er ekki til betri lesn- ing í íslensku sumarhúsi. Rammís- lenskur vemleiki með lykt, mold, poll- um og fjöllum stígur fram úr bókinni Dægurlagasöngkona dregur sig í hlé án þess að maður taki beinlínis eftir því, enda Snjólaug umfram allt yfir- lætislaus höfundur. Persónur em ein- faldar að gerð og í sniðum: sá karlmannlegasti maður sem hún hafði augum litið..en um leið vaxnar úr íslenskum þokusudda. Glæsimennið er síbjástrandi durtur sem lætur ekki uppi hug sinn en er þess í stað á þön- um um alla sveit að gera við bfla og mykjudreifara - íslenskar konur eiga að láta sig dreyma um slíka menn og það er skylda íslenskra kvenrithöf- unda að næra slíka óra. Það er mikil synd að Snjólaug skyldi draga sig í hlé því að hún skrifaði í merkri íslenskri kvennabókmenntahefð, komin í bein- an kvenlegg frá Guðrúnu frá Lundi, bara ekki jafn orðmörg. í bókum Snjó- laugar Bragadóttur finn ég íssland... Ú I í Atburðir dagsins 1936 Pétur Eiríksson synti Grettissund, frá Drangey til lands. Hann var aðeins 19 ára. 1952 Eva Peron, forsetafrú í Argentínu, deyr. Hún var 33 ára. 1952 Farúk konungur Eg- yptalands afsalar sér krúnunni eftir valdarán herforingja. 1956 Nasser forseti Egyptalands þjóðnýtir Súez-skurðinn, að- eins mánuði eftir að hann komst til valda. 1959 Til mik- illa átaka kom á dansleik á Siglufirði, þar sem á annað hundrað skip voru í höfn. 1978 Fyrsta glasabamið í heiminum fæðist. Afmæiisbörn dagsins George Bemard Shaw 1856, írskur rithöfundur. Carl Jung 1875, svissneskur brautryðj- andi á sviði sálgreiningar. Stanley Kubrick 1928, banda- rískur kvikmyndaleikstjóri, gerði meðal annars Dr. Strang- elove, 2001: A Space Odyssey og A Clockwork. Orange. Annálsbrot dagsins Voru réttuð maður og kona frá einum bæ við Elliðaár syðra; hafði hann verið húsmaður hjá henni og bónda hennar og myrti hann, því vingott var með þeim í meira lagi; þau líf- látin í Kópavogi. Mælifellsannáll 1704. Lán dagsins Giftu þig ekki til fjár. Það er ódýrara að taka lán. Skoskt máltæki. Málsháttur dagsins Mý flutti kvis í rófunni yfir Rín. Ást dagsins Sá sem elskar sjálfan sig, á sjaldnast keppinaut. Benjamin Franklin. Orð dagsins Fölnar rós og bliknar blað á birkigreinum, húmar eins og haustar að í hjartans leynum. Kristján Jónsson Fjallaskáld. Skák dagsins Hvítur var að bjóða uppá drottningakaup í skák dagsins. Trifunovic hefur svart og á Ieik gegn Subaric, og hann finnur íeiftrandi snjalla vinningsleið. Svartur leikur og vinnur. 1. ... Dxd4!! 2. Bxd4 R13+ 3. Kfl Bb5 og mát verður ekki flúið.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.