Alþýðublaðið - 26.07.1996, Side 3

Alþýðublaðið - 26.07.1996, Side 3
FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 skodanír Þótt ég glaður vildi koma þá kemst ég ekki til að hylla nýjan forseta en ég bið að heilsa honum. Kristján Jóhannsson söngvari í Morgunblaðinu í gær. Afraksturinn var sex þorskar og þrjár ýsur. Kristján Elíasson stýrimaður á Sigli að segja frá aflabrögðum í Smugunni. Mogginn. Hægt verður að ættleiða brasilísk börn í gegnum Inter- netið frá og með næstu viku. Frétt í DV. Ég hefði viljað fá léttari andstæðing sem hefði verið raunhæft að ég ynni. Enn rignir guilkornum frá íslenskum Ólymp- íuförum. Þetta var Elsa Nielsen sem var bökuð í badminton strax í fyrstu umferð. Viðureignin tók aðeins 12 mínútur. DV. Ef að sé og af að mundi átján höfuð af einum hundi. Ef að mundi og ef að sé átján höfuð af einu fé? Svar Magnúsar Jóns Árnasonar foringja allaballa í Hafnarfirði, þegar blaðamaður Tímans spurði hvort Alþýðu- bandalagið væri reiðubúið í meirihluta með Alþýðuflokknum. Búið er að birta gestalista og nú eru margir að búa til annan lista yfir þær forstandspersónur sem ekki eru boðnar. Þær kváðu vera þónokkrar og sumar í vondu skapi. Oddur Ólafsson að velta fyrir sér boðsgest- um við embættistöku herra Ólafs Ragnars Grímssonar. Tíminn í gær. Sá furðulegi misskilningur hefur komið fram að kirkjan eigi að koma þolendum kynferð- islegs ofbeldis tii hjálpar. En til þess hefur hún hvorki fræðilega þekkingu né með- ferðalega tækni. Starf hennar er á öðru sviði. Annað vegur þó miklu þyngra á metunum. Sjálfsbjörg og spennufall Ritstjóri Skutuls á ísafirði, Gfsli Hjartarson, var farstjóri með hafnfirska hestamenn í júlí. Leiðin lá yf- ir Glámuheiði frá Botni í Dýrafirði, að Gjörvudal í ísa- firði í Djúpi í vitlausu veðri og þoku, um 50 kílómetra leið yfir fjöll og firnindi. Skömmu seinna sagði Gísli frá ferðinni í Svæðisútvarpi Vestfjarða, og kvaðst hafa verið þrettán tíma á hestþaki og hefðu bæði menn og hestar verið úrvinda þegar í Gjörvudal í ísafirði var kom- ið. Aðspurður kvaðst Gísli ekki hafa komið á hestbak í heilt ár fyrir ferðina, og væri alltof langt að sitja á hest- baki í þrettán tíma eftir slíka hvíld. Ferðin hefði verið farin á mánudegi og nú væri föstudagur, og væri hann enn með hestinn í klofinu. H.K. á Flateyri orti í tilefni af þessum orðum ritstjórans: Finnst mér von að varist þú, og viljir gjarnan bíða - en þrettán tíma þarftu nú þrotalaust að riða. Við höfum þegar sagt frá því að Vigdís Gríms- dóttir gefur út skáldsögu hjá Iðunni í haust. En hún lætur þar ekki staðar numið, því við heyrum að ennfrem- ur sé von á barnabók frá hennar hendi. Vigdís hefur sent frá sér skáldsögur, smá- sögur og Ijóð en þetta verð- urfyrsta barnabókin hennar. Ekki þarf að fjölyrða um met- sölu á bókum Vigdísartil þessa og því verður fróðlegt að sjá hvort hún slær líka í gegn á barnabókamarkaðin- um... r Ahugamenn um útgáfu- mál á íslandi ræða nú hvaða áhrif samruni Dags og Tímas muni hafa á fjöl- miðlamarkaðinn. Sagt er að með þessu sé verið að „- kítta" upp í öll hugsanl’eg göt í markaðinum án þess að fara út í alvöru sam- keppni við Morgunblaðið. Tilgangurinn sé meðal ann- ars sá að aftra möguleikum „alvöru" blaðs á því að hasla sér völl, án þess þó að nokkuð bendi til að slík út- gáfa standi fyrir dyrum. Hlut- hafar nýja fyrirtækisins eru ákaflega bjartsýnir eins og fram hefur komið og sam- kvæmt heimildum Alþýðu- bladsins áætla þeir ekki minna en 50 milljón króna hagnað af blaðinu fyrsta ár- ið... Töfrasýning Skara skrípó hefur gengið verulega vel og farið fram úr björtustu vonum Loftkastalamanna, þeirra ingvars Þórðarson- ar, Halls Helgasonar og Baltasar Kormáks. Þá hef- ur leiksýningin Að sama tíma að ári gengið vel. Á næstu dögum munu æfing- ar hefjast á nýju verki eftir Þorvald Þorsteinsson sem heitir Bein útsending. Baltas- ar leikstýrir en með helstu hlutverk fara Ingvar E. Sig- urðsson, Benedikt Erlings- son, Margrét Vilhjálmsdóttir, Edda Arnljótsdóttir... Ný úrræði í atvinnumálum Jónas Haraldsson talar í leið- ara DV um batnandi atvinnu- ástand og Vinnuklúbba fyrir fólk í atvinnuleit: Atvinnuástand á landinu batnaði verulega milli mánaðanna maí og júní eins og fram kom í yfirliti frá félagsmálaráðuneytinu. Hið sama á einnig við ef miðað er við júní í fyrra. Atvinnulausum í heild fækk- aði að meðaltali um tæplega 21 prósent frá maímánuði en hefur fækkað um nær 30 prósent frá því í júní í fyrra. Önnur sjónarmiö | Þessi þróun er mjög ánægjuleg. Atvinnulausum fækkar meðal karla og kvenna og í öllum lands- fjórðungum. Hlutfallslegt atvinnu- leysi er nú 3,6 prósent en var 5,1 prósent á sama tíma í fyrra. Aukn- ar framkvæmdir í þjóðfélaginu og aukin eftirspurn ráða mestu um þessa þróun. Því er spáð að enn dragi heldur úr atvinnuleysi í júlí og það verði á bilinu 3,1 til 3,5 prósent. Nú er lag að koma þeim til vinnu sem geta unnið. Því hefur verið haldið fram að eins og ástatt er í þjóðfélaginu nú sé atvinna fyr- ir alla sem vilja vinnu. Vandinn er hins vegar sá að þeir sem lengi hafa verið atvinnulausir geta átt erfitt með að rífa sig upp úr sínu fari. Þessa aðila verður að aðstoða til sjálfsbjargar. Því ber að fagna nýjum úrræðum í atvinnumálum, tilraunaverkefni félagsmálaráðu- neytisins og Reykjavíkurborgar um svonefndan Vinnuklúbb fyrir fólk í atvinnuleit. Vinnuklúbburinn er ætlaður þeim sem eru að leita sér að vinnu, einkum þeim sem lengi hafa verið atvinnulausir. í skýrslu vinnuhóps ráðuneytisins og borgarinnar kem- ur fram að almennt er viðurkennt að kjarkur og frumkvæði atvinnu- lausra minnkar eftir því sem lengra líður á atvinnuleysið. Tölur sýna að ný störf sem skapast á vinnu- markaði virðast ekki koma í hlut þeirra sem lengst hafa verið at- vinnulausir. Verkefni þetta hefst um næstu mánaðamót og stendur í eitt ár. Að loknum þriggja mánaða undirbún- ingstíma verður Vinnuklúbbnum komið á laggirnar. Tilraunaverk- efni þetta miðast við að á þriggja vikna fresti verði myndaður 15 manna hópur atvinnulausra sem síðan leitar sér að vinnu með að- ferðum Vinnuklúbbsins. Vinnu- klúbburinn er byggður á erlendri fyrirmynd. Hann starfar þannig að þeir sem eru að leita sér að vinnu hittast undir stjórn sérhæfs ráð- gjafa og starfa í hópi að vinnuleit. Hópurinn hittist daglega í þrjár vikur. Að þeim tíma liðnum er gert ráð fyrir því að flestir hafi fundið starf. Reynsla ytra sýnir 62-95 pró- senta árangur. Eftir þrjár vikur er stofnaður nýr klúbbur og þeir sem ekki hafa fengið vinnu fara þá sjálfkrafa í nýja hópinn. Enginn fær þó að vera í Vinnuklúbbi leng- ur en í 13 vikur. Spennufall í fjölmiðlaheimi Tryggvi V. Líndal fjallar í DV um afdrif ísienskra fjölmiðla eft- ir að kalda stríðinu lauk: Fróðlegt er að skoða afdrif vinstrimanna á íslandi eftir að kalda stríðinu lauk. Vil ég nefna hér nokkur dæmi úr fjölmiðla- heiminum. Fyrsta stórmerkið varð er dag- blaðið Þjóðviljinn; málgagn Al- þýðubandalagsins, hætti að koma út: Væntanlega vegna þess að áskrifendum þess þótti vinstri- stefnan minna spennandi eftir fall Sovétríkjanna, með tilheyrandi spennufalli í íslenskum stjórnmál- "FarSide” eftir Gary Larson „Hey! Þú þarnal... Já, það er rétt! Ég er að tala við ÞIG!" Áhugi almennings á pólitískum skrifum minnkaði, og hefur það trúlega stuðlað að uppgjöf sumra vinstrisinnaðra rithöfunda. Einnig minnkaði áhugi dagblaða á að birta greinar um heimspólitíkina. um. Enda gátu þeir nú ekki lengur tekið þátt í að upphefja sína menn, á kostnað hægri manna, með sama hætti og tíðkaðist fyrir fall járn- tjaldsins. Um svipað leyti var Almenna bókafélagið að missa flugið, enda samsvarandi minnkun á þörf fyrir hetjusköpun á hægri vængnum. Dagblaðið Tíminn fór nú endan- lega á hausinn, sem og tímaritið Þjóðlíf. Áhugi almennings á pólitískum skrifum minnkaði, og hefur það trúlega stuðlað að uppgjöf sumra vinstrisinnaðra rithöfunda. Einnig minnkaði áhugi dagblaða á að birta greinar um heimspólitíkina. ■ Sveinbjörn Sveinsson borgarstarfsmaður: Nei, ég nenni því ekki. Ólöf Guðfinnsdóttir ferða- fræðingur: Nei, ég verð ekki íbænum. Oddný Þóra Sigurðardótt- ir húsmóðir: Nei, ætli ég verði ekki á fæðingadeildinni. Hafþór Sigþórsson vél- stjóri: Nei, ég hef ekki ráðgert það. Sæmundur Norðfjörð kvikmyndagerðarmaður: Nei, ég ætla að vera með Mar- íu á Þingvöllum og flagga í hálfa stöng. Henni er því ekki treystandi í þessum efnum. Sigurður Þór Guðjónsson í Morgunblaðinu í gær. fréttaskot úr fortíð Sérstæð sakamál Rannsóknum er nú lokið í smyglunarmáli „skófdtnaðar- skipsins", og mun bráðlega verða kveðinn upp dómur í því. Alþýðublaðið, 13. nóvember 1924.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.