Alþýðublaðið - 26.07.1996, Síða 6
6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ1996
BORGARSKIPULAG
REYKJAVÍKUR
BORGARTÚN 3 105 REYKJAVÍK
SÍMI 563 2340 MYNDSENDIR 562 3219
Útvarpshúslóð við Efstaleiti 1.
Auglýst er kynning á breyttri afmörkun lóðarinnar ásamt
lóðarafmörkunum og skilmálum fyrir lóðirnar Efstaleiti 3,
5,7 og 9.
Staðahverfi, deiluskipulag og skilmálar.
Auglýst er kynning á skipulagi Staðahverfis sem sam-
þykkt var í skipulagsnefnd 10. júní 1996 og borgarráði 25.
júní 1996. Kynning á teikningum og líkani ásamt skilmál-
um.
Skógarhlíð, umhverfi og skipulag.
Auglýst er kynning á skipulagi umhverfis Skógarhlíðar -
afmörkun lóða.
Egilsgata 5.
Auglýst er tillaga að skipulagi lóðarinnar nr. 5 við Egils-
götu þar sem gert er ráð fyrir sjálfsala á bensíni, bílastæð-
um og grænu svæði.
Ábendingum og athugasemdum vegna Skógarhlíðar og
Egilsgötu 5 skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykja-
víkur eigi síðar en 27. ágúst 1996.
Kynningarnar fara fram í sal Borgarskipulags Reykjavíkur
og byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð kl. 9 - 16 virka
daga og stendurtil 27. ágúst 1996.
SUMARFERÐ
VERKAKVENIMAFÉLAGS
INS FRAMSÓKNAR
verðurfarin laugardaginn 10. ágúst n.k.
Farið verður dagsferð um Mýrdalinn og kvöldverður
snæddurá Skógum (hlaðborð).
Allar nánari upplýsingar á skrifstofu í síma 568-8930.
Verkakvennafélagið Framsókn.
TRYGGINGASTOFNUN
RÍKISINS
Vegna breytinga sem ganga í gildi 1. október 1996 á fyrir-
komulagi á þjónustu við þá skjólstæðinga Trygginga-
stofnunar ríkisins sem fá neyðarhnappa tengda símkerfi
auglýsirTryggingastofnunin eftir aðilum, sem áhuga hafa
á að taka að sér slíka þjónustu. Gert er ráð fyrir að samið
verði við þá aðila sem uppfylla kröfur Tryggingastofnun-
ar. Þjónustan felst í rekstri og eignarhaldi nauðsynlegs
búnaðar (neyðarhnappa, upphringi- og móttökubúnaði),
svarþjónustu allan sólarhringinn og viðbrögðum við
neyðarköllum, t.d. að heimsækja þá sem neyðarboð
senda og kalla til nauðsynlega hjálp.
Upplýsingar um verkefnið verða afhentar hjá verkfræði-
stofunni Rafteikningu hf. Borgartúni 17, 105 Reykjavík frá
þriðjudegi 23. júlí 1996.
Fyrirspurnum og athugasemdum um þjónustuna skal
skila skriflega til sama staðar merkt „TR - Viðvörunar-
kerfi/neyðarhnappar" í síðasta lagi 7. ágúst 1996. Öllum
fyrirspurnum verður svarað skriflega innan viku þaðan í
frá.
Væntanlegir þjónustuaðilar skulu skila inn útfylltu þar til
gerðu eyðublaði ásamt umbeðnum upplýsingum og öðru
sem þeir vilja koma á framfæri eigi síðar en kl. 16 mánu-
daginn 26. ágúst 1996 til verkfræðistofunnar Rafteikning-
ar hf. Borgartúni 17, 105 Reykjavík merktu „TR - Viðvör-
unarkerfi/neyðarhnappar - Þjónusta".
■ Samkvæmt úttekt í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins eru engin
tengsl á milli auglýsinga forsetaframbjóðenda og árangurs í kosning-
um. Ástþór Magnússon auglýsti langmest og fékk langfæst atkvæði,
en sigurvegarinn Ólafur Ragnar auglýsti einna minnst
Skipta auglýsin
ar engu máli
Indriði G. Þorsteinsson
rithöfundur:
Þorpsidjótar á aug-
lýsingastofum
„Auðvitað þarf eitthvað að auglýsa,
því menn þurfa að minna á sig, en
auglýsingar lyfta engum Grettistök-
um. Frambjóðandi verður fyrst og
fremst að sýna sig og vera á meðal
fólks. Fréttir af ferðum hans og gjörð-
um í blöðunum hafa mikið meira að
segja helduren auglýsingar. Menn em
hættir að trúa á ógurlegar yfirlýsingar
um ágæti einhvers - allar auglýsingar
verka á mig einsog Hunt’s tómatsósu-
auglýsingar. Menn geta ekki blandað
saman forsetaffambjóðanda og tómat-
sósu. Það hefur komið á daginn að
auglýsingar hafa andskotann ekkert að
segja, nema til að minna á. Mál verða
ekki sótt með auglýsingum.
I gamla daga þegar maður kom út á
land spurði maður eftir þorpsidjótinu,
en það voru menn sem sátu á háum
tröppum við húsgafla og göptu uppí
umferðina, vom eitthvað vangefnir og
sérkennilegir. Þorpsidjótarnir eru
horfnir úr þorpinu - en komnir á aug-
lýsingastofurnar. Það er ekki mjög
merkilegt lið sem er fengið til að fjalla
um viðkvæm mál einsog persónu
manna í framboði til forseta. I mínum
augum er þetta allt tómatsósa."
Atli Rúnar Halldórsson
fréttamaður:
Brosti til Péturs
utaná strætó
„Það er hreint og klárt að ekki er
hægt að auglýsa sig inná Bessastaði.
Kjósendur kærðu sig hreinlega ekki
um að fá Astþór fyrir forseta. Pétur
Hafstein styrkti sig í sessi með auglýs-
ingum, og hann þurfti sannarlega á
kynningu að halda. Auglýsingaherferð
hans var vel heppnuð, þar var hamrað
á skýmm atriðum, og maður varð fyrir
áreiti af framboðinu hvar sem maður
kom. Ég var nánast farinn að nikka til
hans þar sem hann brosti til mín utaná
strætó.
Menn geta velt því fyrir sér hvort
Olafur Ragnar hefði orðið forseti
hefði hann ekki auglýst neitt. Ég held
það. Þó auglýsingamar hafi ekki haft
áhrif á úrslitin, urðu þær til þess að
styrkja ímynd hans. Kosningaherferð-
in var sérstök; Ólafur Ragnar var allt-
af kynntur sem forseti en ekki fram-
bjóðandi. Imynd þeirra hjóna var
ímynd parsins á Bessastöðum. Það er
varla hægt að færa rök fyrir því að
auglýsingar í þessari kosningabaráttu
hafi breytt einhvetju til eða frá. Aftur
á móti er ég hræddur um að hinar aug-
lýsingamar, þessar ljótu um Ólaf, séu
komnar til að vera. Næst fara menn
líklega fyrr af stað.
Það sem stendur uppúr er sú taktík
Alþýðublaðið
Aðeins 950 krónur á mánuðiHringdu eða sendu okkur línu eða símbréf
Ég óska eftir að gerast áskrifandi að Alþýðublaðinu
Nafn
Heimilisfang
Bæjarfélag
Kennitala
Ég óska eftir að greiða með
greiðslukorti númer:
gíróseðli
Gildir til:
að hafa kynnt Ólaf sem forseta allan
tímann. Það var eitursnjallt."
Hallur Hallsson
kynningarfulltrúi:
Auðvitað skipta
auglýsingar máli
„Menn verða að gera sér grein fyrir
hvaðan lagt er upp í kosningabaráttu.
Hvar í samfélaginu menn hafa áður
haslað sér völl, og hvort þeir þurfi al-
mennt kynningar við. Ólafur Ragnar
Grímsson bauð sig fram til embættis
forseta fslands, með aldafjórðungs
stjómmálaferil að baki. Pétur Hafstein
var algerlega óþekktur. Skömmu áður
en Pétur fór fram hafði verið gerð
skoðanakönnun, þar sem hann var vart
mælanlegur. Ég man að 8. maí fékk
hann 9% en Ólafur Ragnar 75% en
endanleg niðurstaðan varð 30 á móti
40. Auðvitað þurfti Pétur mikla kynn-
ingu og í þessu tilviki vom auglýsing-
ar nauðsynlegar. Það var sagt um
kosningabarátta Ólafs Ragnars hún
væri barátta þagnarinnar. Þjóðin
þekkti Ólaf Ragnar fyrir, því þurfti
hann að halda sér ífá sviðsljósinu. Þeir
sem stóðu á bak við hans framboð
töldu að þannig gæti hann haldið sér
frá umræðum um umdeildan stjórn-
málaferil. Það verður að hafa í huga
hvaðan farið er af stað, Pétur Hafstein
þurfti að nota öll tækifæri til þess að
kynna sig. En auðvitað skipta auglýs-
ingar máli.“
Vilhjálmur Þorsteinsson
kerfisfræðingur:
Auglýsingar kynna
ekki persónur
„Kosningabarátta fyrir forsetakjör
er þess eðlis að ég held ekki að aug-
lýsingar komi að miklu gagni. Aug-
lýsingar eru aldrei markmið í sjálfu
sér, heldur gegna þær því hlutverki að
koma einhveiju til skila. Við forseta-
kjör er fólk að velja sér persónu, og
auglýsingar eru varla til þess fallnar
að kynna persónu almennilega. Fólk
vill sjá meira af frambjóðandanum,
hitta hann í eigin persónu eða fylgjast
með honum í sjónvarpi.
Ég held þó ekki að af þessu megi
álykta að auglýsingar gagnist aldrei í
kosningabaráttu, því almennum upp-
lýsingum er upplagt að koma á fram-
færi með auglýsingum.“
Karl Th. Birgisson
ritstjóri:
Auglýsingar vinna
ekki kosningar
„Það veit enginn hvernig þessi
kosningabarátta hefði þróast hefðu
ekki verið auglýsingar. Menn vita
jafnframt að auglýsingar vinna ekki
kosningar. Skýrasta dæmið er Ástþór
Magnússon. Annað dæmi er kosn-
ingabarátta Péturs Hafstein. Hann var
með góðar auglýsingar, sem hjálpuðu
honum, en voru á endanum á skjön
við þá ímynd sem fólk fékk af honum,
meðal annars í sjónvarpi. Auglýsingar
Guðrúnar Agnarsdóttur og Ólafs
Ragnars styrktu þá ímynd sem fólk
hafði af þeim fyrir. Og hjálpuðu til.
En á endanum var það auðvitað fram-
bjóðandinn, sem þjóðin valdi.“
Rósa Ingólfsdóttir
auglýsingateiknari:
Dáðist að herferð
Ástþórs
„Þessar auglýsingaherferðir eru
óþarfar, vegna þess að þær eru steríl.
Auglýsingar hafa verið staðnaðar í
þijú eða fjögur ár og eru hættar að ná
til fólks. Heilsíðuauglýsingar eru til
dæmis útí hött, það verður að gera
eitthvað sérstakt, eitthvað óvenjulegt.
Almenningur er upplýstur og lætur
ekki plata sig, svo auglýsingateiknarar
verða að fara að vanda sig, nú duga
engin ódýr trikk. Frambjóðandi verður
auðvitað að standa undir þeirri mynd
sem af honum er gefin, það þýðir ekk-
ert að dressa Jón Jónsson uppí súp-
ermanbúning. fslendingar eru orðnir
svo sigldir; hafa gert víðreist um
heiminn og hafa aðgang að fjölda-
inörgum fjölmiðlum, og þeir vita hvað
þeir vilja.
Ég dáðist að auglýsingaherferð Ást-
þórs Magnússonar, þó ég hafi auðvit-
að kosið Ólaf Ragnar. Mér fannst and-
legur þróttur þar á bak við, og auglýs-
ingamar voru fallegar." ■