Alþýðublaðið - 01.08.1996, Qupperneq 1
Fimmtudagur 1. ágúst 1996 Stofnað 1919 113. tölublað - 77. árgangur
„Þakka ykkur
fyrir að vera
þjóðin mín"
■ Mikil óánægja meðal starfsmanna Dags hvernig staðið hefur verið sameiningu
Dags og Tímans og að ráðningu nýs ritstjóra
Fylgjiim Degi til grafar
- segir Óskar Þór Halldórsson sem seinnipartinn í gær
vissi ekki hvertæki við starfi sínu.
Vigdís Finnbogadóttir var
hyllt af þúsundum manna
fyrir framan Stjórnarrádið,
síðdegis í gær, þegar hún
lauk síðasta starfsdegi sín-
um sem forseti íslands. Vig-
dís var kjörin fyrir 16 árum
en í dag tekur Ólafur Ragnar
Grímsson við embætti sem
fimmti forseti lýðveldisins.
A-mynd: E.ÓI.
„Við munum fylgja Degi til grafar
eða þar til hann hættir að koma út í
núverandi mynd. Nýr ritstjóri er nátt-
úrlega ráðinn á nýtt blað en ekki á
Dag,“ segir Óskar Þór Halldórsson rit-
stjóri Dúgs í samtali við Alþýðublaðið
í gær.
Eins og ffam hefur komið í fréttum
hafa bræðumir Óskar Þór og Jóhann
Ólafur Halldórsson sagt upp störfum
hjá Dagsprenti hf. I Degi í gær er upp-
sagnarbréf þeirra birt og þar kemur
fram að ástæða uppsagnarinnar er ekki
hvað sfst vegna skorts á upplýsinga-
streymi ffá eigendum til starfsmanna.
í bréfinu segir meðal annars: „Þessi
aðgerð hefur að hálfu meirihlutaeig-
endanna aldrei verið borin undir okkur
sem ritstjóra blaðsins og aðila sem
starfað hafa inni í fyrirtækinu og verið
í beinum tengslum við lesendur sjálfa.
Sá trúnaður sem fram til þessa hefur
ríkt milli okkar sem ritstjóra blaðsins
og eigenda, og verið hefur einn lykill-
inn að mjög bættum hag Dagsprents
hf., er þar með brostinn."
Þetta er ekki orðum aukið ef marka
má orð Óskars en Alþýðublaðið talaði
við hann seinni part dags í gær og þá
vissi Óskar ekki enn hver yrði ritstjóri:
,,Ég get guðsvarið það að ég veit það
ekki. Það hefur okkur ekki verið til-
kynnt. Við höfum aldrei verið upp-
lýstir um hver tekur við en okkur er
tjáð að hann komi hér síðdegis. Jújú,
auðvitað bíða menn spenntir að sjá
nýjan ritstjóra. Það er nú annað
hvort.“
Óskar segist ekki vera kominn svo
langt að huga að öðrum verkefnum.
„Það verður næsta verkefni," sagði
hann. Óskar gerði jafnframt ráð fyrir
þvr að það gæti tekið lengri tíma en
menn hugðu að undirbúa útgáfu nýs
blaðs.
Stefán Jón Hafstein boðar nýtt og
öflugt landsmálablað.
■ Nýjasti ritstjórinn
Stefán Jón
Hafstein ráð-
inn ritstjóri
Dags-Tímans
Loksins hefur verið tilkynnt um
nýjan ritstjóra Dags- Tímans. Stefán
Jón Hafstein er þegar kominn norður
til að taka við starfmu. Stefán Jón er
menntaður ijölmiðlafræðingur og á að
baki áralanga reynslu bæði sem út-
varps- og sjónvarpsmaður. Stefán læt-
ur þegar af störfum hjá Stöð 2 þar sem
hann hefur starfað að undanförnu.
Stefán Jón boðar nýtt og öflugt lands-
málablað sem á að höfða til allra
landsmanna, jafnt Reykvíkinga sem
landsbyggðafólks.
■ Niðurskurður
í heilbrigðismálum
Aldrað fólk
ósjálfbjarga í
heimahúsum
-segir í ályktun
Öryrkjabandalagsins
Geðsjúkir einstaklingar eiga ekki í
nein hús að venda og lokun deilda
kemur einnig niður á öldruðu fólki
sem er ósjálfbjarga í heimahúsum.
Þetta kemur fram í harðorðri ályktun
sem stjóm Öryrkjabandalags Islands
sendi frá sér í gær. „Niðurskurður í
heilbrigðismálum er orðinn slíkur að
ekki verður við það búið lengur,“ seg-
ir Ólöf Ríkarsdóttir formaður.
Öryrkjabandalagið krefst þess að
stjómvöld tryggi aðhlynningu sjúkra
og endurhæfingu fatlaðra verði sinnt.
Grensásdeild er rekin með minna en
háifum afköstum en hún er ómissandi
hlekkur í endurhæfmgu fatlaðs fólks.
Öryrkjabandalagið leggur þunga
áherslu á að su endurhæfingaraðstaða
sem fyrir hendi er verði nýtt og Grens-
ásdeild tekin í fulla notkun.
r
■ Olafur Ragnar Grímsson tekur við embætti sem fimmti forseti lýðveldisins
Þjóðin sameinast
um Ólaf Ragnar
- segir Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðu-
flokksins. „Efasemdir um að þjóðin sé sundruð eftir
kosningarnar eru með öllu tilefnislausar."
„Menntun Ólafs Ragnars, starfs- gegni starfi forsetans af þeim mynd-
reynsla hans innan lands og utan, er ugleik sem til þarf,“ segir Jón Bald-
hvort tveggja til þess fallið að vera vin Hannibalsson, formaður Alþýðu-
góður undirbúningur í starf forseta flokksins. Jón Baldvin segir enn-
Islands. Það er þyí engin ástæða til fremur um Ólaf Ragnar: „Hann hefur
að ætla annað en Ólafur Ragnar í veganesti mikið fylgi meðal al-
mennings á Islandi, eins og kosn-
ingaúrslitin leiddu í ljós. Þjóðin mun
sameinast um forsetann. Efasemdir
um að þjóðin sé sundruð eftir kosn-
ingamar og nái ekki að sameinast að
baki forseta sínum eru því að mínu
mati með öllu tilefnislausar. Ég óska
þeim hjónum velfarnaðar í starfi á
Bessastöðum."
Ragnar Arnalds, þingmaður Al-
þýðubandalagsins, segir: „Ég held að
Ólafur Ragnar verði ágætur forseti.
Ég kaus hann með góðri samvisku.
Hann er margreyndur stjórnmála-
maður, hefur mikla reynslu í erlend-
um samskiptum og þau hjónin munu
sóma sér afar vel á Bessastöðum."
Jón Baldvin og Ragnar Arnalds
eru í hópi þeirra einstaklinga sem
Alþýðublaðið bað um að svara
spumingunni hvernig forseti Ólafur
Ragnar verði. Sjá baksíðu.