Alþýðublaðið - 01.08.1996, Page 2

Alþýðublaðið - 01.08.1996, Page 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1996 MÞYBUBUOID 21152. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Fréttastjóri Jakob Bjarnar Grétarsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín hf. Prentun Isafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Þjóðareining um Olaf Ragnar(!) Það er til marks um þá áherslu sem íslendingar leggja á að for- seti lýðveldisins sé fyrst og fremst sameiningartákn þjóðarinnar að 75 prósent kjósenda segjast nú vera sáttir við Olaf Ragnar Grímsson sem forseta. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að einung- is eru örfáar vikur síðan harðvítugri kosningabaráttu lauk með því að Olafur fékk ríflega 40 prósent fylgi. Því var mjög á loft haldið í kosningabaráttunni af andstæðingum Ólafs að honum tækist aldrei að sameina þjóðina að baki sér. Nú er staðreyndin sú, samkvæmt skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar, að aðeins tíu prósent kjósenda segjast ósátt við hinn nýja forseta. Breiður stuðningur þjóðarinnar er gott veganesti fyrir Ólaf Ragnar, sem tekur við embætti í dag. Alþýðublaðið hefur áður sagt að kjör Ólafs Ragnars er einhver stærst( persónulegi sigur sem unnist hefúr í almennum kosning- um á Islandi. Hann náði kjöri þrátt fyrir að hafa verið einn um- deildasti og óvinsælasti stjómmálamaður þjóðarinnar. Þegar úrslit lágu fyrir reyndu ýmsir pólitískir lukkuriddarar, raunar einkum andstæðingar Ólafs úr Alþýðubandalaginu, að túlka sigur Ólafs sem skilaboð frá þjóðinni um áherslur í landsmálum eða jafnvel flokkapólitík. Vitanlega var það hin argasta firra. Þetta kom glöggt í ljós í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar, þarsem að- eins tvö prósent kjósenda Ólafs kváðust hafa stutt hann vegna pólitískrar afstöðu hans og reynslu. Flestir stuðningsmenn Ólafs sögðu í könnuninni að þeir hefðu kosið hann einfaldlega vegna þess að þeim leist best á hann í embættið. Á fundi Félags stjómmálafræðinga strax eftir kosningar vakti Össur Skarphéðinsson athygli á þeirri staðreynd að Ólafur Ragn- ar náði kjöri þrátt fyrir að flokkseigendafélög flestra stjómmála- flokkanna hefðu beitt sér beint eða óbeint gegn honum. Ólafur er þessvegna í sömu stöðu og Ásgeir Ásgeirsson 1952: hann er stjómmálamaður sem þjóðin kaus til að gegna æðsta embætti landsins í trássi við valdaklíkur öflugustu flokkanna. Ólafur Ragnar Grímsson mun vonandi bera með sér ferska vinda til Bessastaða, enda veitir ekki af. Þjóðin þarf vart að kvíða því að embættið verði umlukið holtaþoku mærðar og tildurs, þar- sem Ólafur heíúr lagt mikla áherslu á að forseti eigi að vera al- þýðlegur í hvívetna og deila kjömm með öðmm íslendingum. Alþýðublaðið óskar Ólafi Ragnari Grímssyni og fjölskyldu hans allra heilla á þessum merku tímamótum. Aðskilnaðarstefna við Austurvöll í 65. grein stjómarskrár íslands er skýrt kveðið á um, að ekki megi mismuna fólki vegna kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóð- emisuppmna, kynþáttar, litarháttar eða efnahags. DV upplýsir í gær að eigandi Óðals við Austurvöll þverbrýtur þetta ákvæði með því að banna fólki af asískum uppmna aðgang að staðnum. Veitingamaðurinn, Garðar nokkur Kjartansson, staðfestir þetta í viðtali við DV: „Mér bámst ábendingar frá viðskiptavinum þess efnis að tvær stúlkur úr þessum hópi byðu mönnum blíðu sína gegn borgun og á þeim forsendum lét ég vísa fólkinu út og hef meinað því aðgang síðan. Ég líð ekki vændi á staðnum.“ Nú er það ömurleg staðreynd að kynþáttafordómar em útbreiddari á ís- landi en flestir vilja viðurkenna, en hinsvegar er sjaldgæft að ís- lenskir rasistar viðri skoðanir sínar með svo blygðunarlausum hætti. Vitanlega er það ekkert annað en fráleitur fyrirsláttur að banna fólki af asískum uppmna aðgang að staðnum á þeim for- sendum að einhver haldi því fram að tvær stúlkur hafi boðið blíðu sína. Aðskilnaðarstefna af þessu tagi ber vott um viður- styggilegt siðleysi og mannfyrirlitningu. Fólk ætti sannarlega að sniðganga þennan stað - og kæmglöð yfirvöld að láta eigandann svara til saka fyrir brot á stjómarskránni. ■ Gúrka eða áhugaverð umræða Enginn flokkur á íslandi telur sig vera jafn mikið með hugmyndafræðina á hreinu. en því miður líkist Alþýðuflokkurinn of oft sértrúarsöfnuði fremur en umburðarlyndum pólitískum flokki. Eitthvað virðist umræða um sam- einingu vinstrimanna vera eldfimt efni. Örstutt athugasemd mín í Al- þýðublaðinu þann 22. júní síðastliðinn við framsetningu Bjöms Amórssonar varðandi þessa umræðu hefur valdið sterkari viðbrögðum en eðlilegt getur talist. Sama gildir um afar saklausa lautarferð Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur sem farin var þann 11. júlí og hefur valdið titringi á ótrúleg- ustu stöðum og komst í hámæli í fjöl- miðlum aðallega vegna þess að þar vom ekki allir innvígðir kratar á ferð og fólk úr þremur stjómmálaflokkum notaði sama grillið. Samsæriskenn- ingasmiðir fóm af stað og sáu mikil pólitísk teikn á lofti, sem kom þátttak- endum í ferðinni mjög spánskt fyrir sjónir, en segir samt ýmislegt um þá gerjun sem nú á sér stað. Pallborðið | Ritstjóri með rangtúlkanir Strax daginn eftir birtingu greinar minnar segir Hrafn Jökulsson, ritstjóri Alþýðublaðsins, að undirritaður vilji stofna stóra flokkinn strax á morgun auk þess sem að ég telji gmndvallar pólitísk mál, eins og til dæmis eignar- hald á sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar, vera eitthvað „smotterí". Þetta er skrýtin ályktun og það þarf sterkan vilja til að lesa þennan skiln- ing út úr grein minni. Þá segir Hrafh að útilokað sé að sameina vinstri menn vegna þess að Lúðvík Bergvins- son og Steingrímur Sigfússon séu ósammála í landbúnaðarmálum, Jón Baldvin Hannibalsson og Hjörleifur Guttormsson í utanríkismálum, og (það allra besta) Halldór Ásgrímsson og Ágúst Einarsson ósammála í sjáv- arútvegsmálum. Lítum aðeins nánar á þetta. Ef halda skal áfram að ræða sam- einingarmál vinstri manna á þessum nótum, það er að persónugera allar skoðanir sértilgreindra og misgóðra stjórnmálamanna, skulum við hætta þessu tali strax. Þær eru síðan alhæfð- ar þannig að það eru örlög jafnaðar- manna á Islandi, vegna þess að einmitt þessir tveir eru ekki nákvæmlega sam- mála, er útilokað að við hin séum það. Þetta minnir á ritdeilu tveggja stjóm- málaforingja síðastliðinn vetur sem gekk út á hvor hafði rétt fyrir sér, Héðinn Valdimarsson eða Einar Ol- geirsson á fjórða áratugnum, Magnús Kjartansson eða Hannibal Valdimars- son á Tónabíósfundinum 1967 og svo framvegis. Nú hefur Hrafn Jökulsson tekið við og stillir mönnum upp í ein- vígi, einn á móti einum eins og gert er í lélegustu försum amerískra undir- málskvikmynda. Á meðan verður eng- in framþróun og áffam heldur hreyf- ing jafnaðarmanna að skiptast upp í öreindir sínar. Ungt fólk verður ífábit- ið pólitík og engin endumýjun á sér stað. Mörður Amason hélt mikið og gott erindi í fyrmefndri lautarferð þar sem hann rakti ýmislegt £ sögu vinstri- hreyfmgarinnar allt frá germönskum uppmna hennar og fram á þennan dag. En hann sagði einnig að þessi saga skipti nútíma jafnaðarmenn ekki máli. Hinsvegar ættum við að kunna hana og nota til þess að geta skilið hvort annað betur - til þess einfaldlega að læra hvemig við getum forðast pyttina sem áður hefur verið dottið £ og vitnað til þess sem betur hefur tekist. Það skyldi þó ekki vera vegna þessa meðal annars, að lánleysi Alþýðu- flokksins £ dag er jafn mikið og raun ber vimi. Enginn flokkur á fslandi tel- ur sig vera jafn mikið með hugmynda- fræðina á hreinu, en þvf miður lfkist Alþyðuflokkurinn of oft sértrúarsöfn- uði fremur en umburðarlyndum póli- tfskum flokki. Samanburður við meinta systurflokka f Svfþjóð og Nor- egi sem vom klofnir f herðar niður í afstöðu sinni í þjóðaratkvæði um aðild að Evrópusambandinu á síðasta ári segir sína sögu. Sama gildir um þann danska f þjóðaratkvæði um Maast- richt-sáttmálann í júní 1992. Engum datt í hug að sprengja þessa flokka þrátt fyrir ágreininginn, enda umræða á Norðurlöndum um stjómmál yfirleitt eftir öðmm línum en í sveitamennsk- unni hér. Menn geta síðan borið sam- an fylgistölur íslenskra sósíaldemó- krata og skandinavískra og velt fyrir sér ástæðum þess hvers vegna íslensk- ir jafnaðarmenn séu fastir í því mynstri sem hér er. Prívatmál og pólitík Miklu meira er varið í svargrein Bjöms Amórssonar daginn eftir. Það er reyndar rangt að ég sé að skamma Bjöm fyrir að vera fæddan árið 1945 enda getur hann ósköp lítið að því gert. Þar er hinsvegar gerð athyglis- verð tilraun til að greina ýmis þau augljósu vandamál sem íslensk vinstrihreyfing stendur frammi fyrir, ætli hún sér að sameinast í einu stóm afli. Bjöm lýsir eftir tékklista af minni hálfu varðandi hvar menn megi hafa prívatskoðanir og hvar eigi að fylgja flokkslínu. Listinn er ekki til, enda á hann ekki að vera það, auk þess sem í stuttri blaðagrein er útilokað að koma með efhislegt innihald þeirra máleftia sem leiða eiga jafnaðarmenn á Islandi saman. Einn af leiðtogum krata, Guð- mundur Ami Stefánsson, segir í Al- þýðublaðinu þann 6. mars síðastliðinn að stjómmál eigi að snúast um megin- hugmyndir. Þetta er auðvitað eins satt og rétt og hugsast getur. Jafnaðar- menn á íslandi, hvar í flokki sem þeir em, ættu að geta kvittað undir sameig- inlega stefnu í menntamálum og heil- brigðismálum, sem em plássfrekasti þátturinn í rekstri velferðarkerfisins. Sjávarútvegsmál og landbúnaðarmál em erfiðari viðfangs, en alls ekkert óleysanlegt viðfangsefni. Og svo framvegis, en gagnger umræða er hinsvegar nauðsynleg um öll þessi mál. Hana á ekki að útiloka fyriríram með vísan í hremmingar sögunnar. Bjöm Amórsson kvartar í upphafi greinar sinnar yfir því að ég geri mér viðfangsefnið (sem væntanlega er sameining vinstrimanna) of auðvelt með því að skapa sjálfur viðfangsefn- ið og einbeita mér síðan að göllum sköpunarverksins. Þetta er mergurinn málsins. Þeir sem leitt hafa vinstri- hreyfinguna í gegnum árin hafa ein- faldlega gert tilvem sína of flókna og erfiða. Þeir nota söguna til að viðhalda ágreiningnum í stað þess að fara þá leið sem Mörður Ámason hvetur til, og læra af henni til þess að gera betur næst. Auðvitað verður öll flokkaflóran mínus Sjálfstæðisflokkurinn aldrei sameinuð innan eins flokks, til þess em alltof margir smákóngar til innan hreyfingar jafnaðarmanna. Eg hef hinsvegar þá trú að æ fleiri, ekki sís ungt félagshyggjufólk, nenni ekki lengur að horfa upp á forystumenn sína tala endalaust um ómögulegheit hvors annars. Ef einhverskonar sam- eining vinstri manna á að geta átt sér stað þá þarf að opna á umræðuna. Þó menn greini á í einstökum málum, þá á það ekki að geta komið í veg fyrir að samstaða sé í grundvallaratriðum um meginstefnu. Eða eins og höfuðsnill- ingur hagfræðinnar, John Maynard Keynes, orðaði það: „It is better to be roughly right, than precisely wrong.“ Höfundur er viðskiptafræöingur. ú s t Atburðir dagsins 1833 Bretar banna þrælahald. 1834 Robert Morrison deyr. Hann var fyrsti enski trúboðinn í Kína og þýddi biblíuna á kín- versku. 1836 Jón Espólín sýslumaður Skagfirðinga lést, 66 ára. Hann var mikilvirkur sagnaritari, og skráði annála 1262-1832. 1874 Stjómarskrá íslands öðlaðist gildi og stofn- að var sérstakt stjómarráð fyrir ísland í Kaupmannahöfn. 1935 Talsímasamband við útlönd var opnað. Fyrsta símtalið var milli Hermanns Jónassonar forsætis- ráðherra og Kristjáns X kon- ungs. 1944 Komorowski hers- höfðingi í pólsku andspyrnu- hreyfingunni skipar liðsmönn- um sínum f Varsjá að grípa til vopna gegn Þjóðveijum. Þarm- eð hefjast blóðugir og mis- kunnarlausir bardagar. 1969 Fyrstu ljósmyndirnar af Mars berast tii jarðarinnar frá ómönnuðu geimfari. Afmælisbörn dagsins Kládíus I 19 f.Kr., rómverskur keisari. Francis Scott Key 1779, bandarískur rithöfundur. Jack Kramer 1921, banda- rískur tennismeistari. Annálsbrot dagsins Um sumarið kom út mannskæð bólusótt á Eyrum suður úr föt- um og kistu þess stúdents Gísla Bjamasonar, er úr bólunni dó fyrir Noregi; var kista að gerð og síðan í sjóinn kastað. Mælifellsannáll 1707. Orðabók dagsins Ógerlegl er orð sem aðeins finnst í orðaforða kjána. Napóleon Bónaparte. Málsháttur dagsins Ekki mun ónýt sú seinni bless- unin. Frægð dagsins Ef frægðin kemur ekki fyrren eftir dauðann liggur mér ekkerl á henni. Martialis. Orð dagsins Fyrir allt mitt ferðalag fæ ég litla borgun. Nú md ekki drekka í dag, ef duga skal á morgun. Jón Árnason, Víðimýri. Skák dagsins Staðan í skák dagsins er nokk- uð skondin. Jagielski hefur hvítt og á leik gegn Kohler, og hann finnur snjalla leið til að vinna lið. Hvítur leikur og vinnur. 1. Bxd7+ Kxd7 2. 0-0-0+ og svarti hrókurinn er fallinn.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.