Alþýðublaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n i r Eru sumir jafnari en aðrir? Allir þeir sem einhvers mega sín í þjóðfélaginu eiga þarna sína fulltrúa. En það er einmitt það sem ég tel vera að þessum boðslista, hann endurspegl- ar ekki nema hluta af þjóðinni. Hvar eru fulltrúar hinna, sem minna mega sín? Hvar eru fulltrúar mannréttindasamtaka á íslandi? Nýkjörinn forseti lýðveldisins, Ól- afur Ragnar Grímsson, niun sveija embættiseið sinn við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu 1. ágúst. At- höfnin mun verða hin veglegasta sem fram til þessa hefur átt sér stað við embættistöku forseta Islands, að minnsta kosti hvað fjölda boðsgesta varðar. Nokkur fjölmiðlaumræða átti sér stað í síðustu viku um fyrirskipað- an klæðaburð boðsgesta. Einstaka al- Pallborðið | Ásta B. Þorsteinsdóttir skrifar þingismenn lýstu andúð sinni á þeini tilskipun að þeim bæri að mæta í kjól- fötum til athafnarinnar og mátti heyra á orðum þeirra að þeir litu á þetta til- tæki sem hálfgerða fordild, sem færi illa saman við íslenskar hefðir. Sitt sýnist sjálfsagt hverjum um það, en vonandi leysa þessir ágætu menn þetta mál vandræðalítið, svo allir geti unað glaðir við. Það sem mér hefur hins vegar fund- ist fróðlegt að skoða við undirbúning embættistöku forsetans, er hinn langi boðslisti. Oft hefur maður rennt aug- unum yfir álíka lista umhugsunarlítið, því oftast eru þetta sömu nöfnin, sem maður les. Það eina, sem breytist, er tilefni veislunnar, en auðvitað fæst mikið innsæi í það, hvernig fólki er skipað í virðingarsess í þjóðfélaginu, við lesturinn. f þetta sinn fannst mér tilefnið vera annað og meira en þegar hefðbundnar veislur eru haldnar vegna fyrirfólks, sem sækir landið okkar heim, því nú er verið að setja forseta allrar þjóðar- innar í embætti. Því las ég boðslistann af enn meiri áhuga en áður, í von um að hann myndi endurspegla þverskurð og margbreytileika íslensks þjóðfé- lags. Hefðum sanikvæmt og af virð- ingu er fyrst upp talið forsetaembætt- ið, fráfarandi forseti og viðtakandi for- seti, starfsmenn embættisins, ráðherrar ríkisstjómar íslands og makar, dómar- ar Hæstaréttar og makar og kjörnir fulltrúar á Alþingi. Allt eins og það á að vera. Þá kemur næsta virðingarstig, em- bættismenn ríkisins, ráðuneytisstjórar og siðameistarar þar á meðal. Langur listi yfir forstöðumenn ríkisstofnana sýnir að bankastjórum er örugglega ekki gleymt, menning og listir eiga sína fulltrúa, undirstöðuatvinnuvegir þjóðarinnar og réttarkerfið einnig. Forstjóri Afengisverslunar ríkisins og flugmálastjóri em ömgglega á listan- um og ég gat þar einnig loks fundið einn forsvarsmanna íslenskrar velferð- arstofnunar, en forstjóra Trygginga- stofnunar ríkisins er boðið. Það gladdi mig að sjá, að velferðarmálin höfðu ekki alveg gleymst eða þurft að víkja fyrir ijármála- og viðskiptaheiminum. Eitt af því sem ég hins vegar saknaði á þessum lista er nafn forstjóra stærstu ríkisstofnunarinnar, Ríkisspítala, þar sem yfir 2000 starfsmenn starfa dag- lega, en sú stofnun virðist ekki hafa hlotið náð fyrir augum siðameistar- anna. Ekki það að ég telji að forstjóri Ríkisspítala sækist svo mjög eftir vegtyllu, en það hefði verið verðugt ef hinn fjölmenni hópur íslendinga sem starfar við heilbrigðisþjónustu á stærstu stofnun ríkisins, hefði haft sinn fulltrúa við embættistöku forseta Islands, úr því að forstöðumönnum ríkisstofnana var á annað borð boðið. Áfram las ég þó og sýndist bara allt vera í stakasta lagi að öðm leyti, emb- ættismenn sveitarfélaga vom á sínum stað og íslensku þjóðkirkjunni með Biskup Islands í fararbroddi var sýnd- ur tilhlýðilegur sómi. Það var ekki fyrr en ég las listann yfir fulltrúa félaga- samtaka og aðila vinnumarkaðarins að vemlega fór um mig. Ekki það, þama vom allir fulltrúar launþega upptaldir, fulltrúar vinnuveitenda, bænda, kaup- manna, iðnaðar, sjávarútvegs og svo mætti lengi telja. Forseti íþróttasam- bands Islands var þama sem fulltrúi íþróttamanna í landinu. Allir þeir sem einhvers mega sín í þjóðfélaginu eiga þama sína fulltrúa. En það er einmitt það sem ég tel vera að þessum boðslista, hann endur- speglar ekki nema hluta af þjóðinni. Hvar eru fulltrúar hinna, sem minna mega sín? Hvar eru fulltrúar mannrétt- indasamtaka á Islandi? Eg nefni sam- tök eins og Barnaheill, samtök sem vinna að mannréttindum barna, ég nefni heildarsamtök fatlaðra, Öryrkja- bandalag Islands og Landssamtökin Þroskahjálp, sem vinna að mannrétt- indum fatlaðra. Hvar eru fulltrúar samtaka aldraðra, sem vinna að mann- réttindum þeirra? Samtök, sem lögum samkvæmt eiga að vera samstarfsaðil- ar og ráðgjafar stjómvalda. Fulltrúum þessara Islendinga er ekki boðið til þessarar athafnar. Var ekki rúm fyrir þá í húsinu? Ef siðameistarar ríkisins hafa ætlað sér að endurspegla þverskurð þjóðar- innar með þessum boðslista, hefur þeim orðið vemlega á í messunni, því hér vantar ijölmörg spegilbrot inn í til þess að gera myndina heila. Það sem ennfremur vantar er, að litið sé á full- trúa þeirra sem minna mega sín, sem verðuga og réttmæta fulltrúa og mál- svara á vettvangi þjóðmálanna og sem menn meðal manna. Vidís Finnboga- dóttir, fráfarandi forseti, hefur ræktað samband sitt við alla Islendinga með miklum sóma. Eg á þá ósk nýjum for- seta til handa, um leið og ég áma hon- um heilla, að hann verði í raun og sann forseti allra landsmanna og beiti áhrifum srnum til þess að hvenær sem er á hátíðarstundum f Islandssögunni verði það tryggt að spegilmynd þjóð- arinnar verði heil. Höfundur er þingmaður og fyrrverandi formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar Ráðning Stefáns Jóns Hafstein i ritstjórastól Dags- Tímans kom flestum sem þessum málum velta fyr- ir sér mjög á óvart. Persóna Stefáns þykir ekki koma heim og saman við stefnuyfirlýs- ingu sem framkvæmdastjóri Dagsprents, Hörður Berg- mann, boðaði hér í Alþýðu- blaðinu þegar hann sagði að ritstjórnarstefnan yrði „hóg- vær landsbyggðarstefna". Með ráðningu Stefáns má Ijóst vera að Frjálsri fjölmiðl- un erfull alvara með nýja blaðinu og nú bíða menn við- bragða frá Morgunblaðinu við samkeppninni. Deildar meiningar eru um hvernig þeim mönnum líkar sem færa sig af Ijósvakamiðli á prent- miðil. Þeim ku hafa komið á óvart sú vinna sem býr að baki hinu prentaða orði. Með- al þeirra sem hafa prófað sig við ritstjórastólinn er Páll Magnússon, sjónvarpsstjóri á Sýn og þulur á Stöð 2, en hann var um tíma ritstjóri Morgunpóstsins sáluga... Margirtíðindamanna Al- þýðublaðsins hafa orðið til að velta því fyrir sér hvort öll sú launung sem ríkti yfir hinum nýja ritstjóra Dags- Tímans sé vegna þess að ein- hver kandídat hafi gengið úr skaptinu eða hvort hér sé um útsmogið sölutrix að ræða hjá Sveini R. Eyjólfssyni og félögum á Frjálsri fjölmiðlun. Sé hið síðarnefnda reyndin er víst að trixið hefur alið á tals- verðum spenningi sem hefur að vísu, undir það síðasta, fjarað út og súrnað því starfs- menn fyrir norðan eru argir mjög. Þeirtelja sig hafða út- undan hjá mógúlum fyrir sunnan og víst er að Stefáns Jóns Hafstein bíður ecfitt hlutskipti sem er að vinna trúnað samstarfsmanna sinna á ritstjórninni... eim, sem ætluðu sér að sækja um stöðu dagskrár- stjóra Rásar 2 og hafa ekki enn komið því í verk, tilkynn- ist hér með að þeir eru orðnir of seinir. Umsóknarfrestur rann út í dag. Ekki virðist mik- ill áhugi meðal starfsmanna dægurmálaútvarpsins á því hver hreppir starfið, altént sagði einn þeirra í samtali við Alþýðublaðiö að máiið væri ekki rætt þar á bæ. Það má heita skrýtið. Sigurður G. Tómasson, núverandi dag- skrárstjóri, mun hafa alið á óvissu meðal samstarfsfólks síns hvort hann ætli að sækja um stöðuna eða ekki. Ekki er leyfilegt að fara fram á nafn- leynd í umsókninni og starfs- menn telja sér vart vært ef þeir sækja um stöðuna og Sigurður einnig og fengi. Al- þýðublaðinu er einungis kunnugt um einn umsækj- anda og sá er ekki meðal starfsmanna Rásar 2. Hann heitir Davíð Þór Jónsson. Guðbjörg Jónsdóttir starfs- mannastjóri ætlar ekki að segja orð um umsóknirnar fyrr en 14. ágúst þegar út- varpsráð fjallar um þær... h i n u m e g i n "FarSide" eftir Gary Larson „Látum okkur nú sjá... Enginn djús... enginn bjór... enginn ís... enginn klaki... Ég bara trúi þessu ekkil... Allt búið?" Haukur Lenhardsson raf- virki: Nei, ég mundi ekki fjár- festa í svoleiðis fötum nema ég ætti medalíu. Tryggvi Einarsson þvotta- maður: Nei, ég mundi ekki gera það. Ágúst Bjarnason skipti- nemi: Já, ef ég ætti slík föt. Kjartan Ólafsson sjómað- ur: Nei, það myndi ég ekki gera. Smóking ætti að duga. Óttar Sigurðsson slökkvi- liðsmaður: Já, það myndi ég gera. Það er viðeigandi við svo hátfðlega athöfn. JÓN ÓSKAR v i t i m e n n En ég get játað nú, að þótt ég hafi treyst henni vel til að gegna embætti þjóð- höfðingja sá ég ekki fyrir, að hún yrði þvílíkur afbragsforseti sem raun ber vitni. Njörður P. Njarðvík kveður Vigdísi Finnbogadóttur vinkonu sína grátklökkur í Mogganum í gær. Þau fáu skipti, sem ég sat sem varaþingmaður á þingi, þótti mér rétt að sýna þinginu þá virðingu, að klæðast svoköll- uðu „city-dress“, í svartan jakka og gráröndóttar buxur. Gunnlaugur Þórðarson á tregt tungu að hræra vegna þeirrar ósvinnu að Össur og Ögmundur neita að klæðast kjól og hvítt við embættistöku Ólafs Ragnars. Mogginn í gær. Þetta er kannski í fyrsta skipti sem ég slæ í borðið svona harkalega. Ég beini þessu vandamáli til fjármálaráðherra. Ingibjörg Pálmadóttir vísar vandamálum heilbrigðisgeirans, af miklum myndugleik, beint til Friðriks Sophusonar. Tíminn í gær. „Bakpokamorðingi ekki einn að verki“. Hér er að mati Vík- verja fáránleg fyrirsögn á ferð, sem vart getur falið annað í sér en að bakpoki eða bakpokar hafi verið myrtir, sem er auðvit- að algjör merkingaleysa. Víkverji skammar fyrirsagnasmiði DV eins og hunda í pistli sínum í gær. Aðeins víðlesnustu menn og margfróðir vita að ísland er ekki það nástrá og norður- hjari sem flestir halda. Geir R. Andersen blaðamaður er þeirrar skoðunnar að íslendingar ættu að breyta um nafn á landi sínu og það fyrir löngu. DV. í gær. Höfðum við heyrt að að frítt væri inn á staðinn fyrir konur og var það m.a. ástæðan fyrir því að við fórum með konurnar. K.ÓI. er ósáttur við það að hann og félagi hans þurftu að borga fyrir konur sínar inn á skemmtistaðinn Bóheim sem auglýsir sig sem erótískan stað. DV í gær. Tveir hafnfirskir víkingar rændu Jóni Ársæli Þórðarsyni fréttamanni í beinni útsendingu á laugardaginn og hentu honum í sjóinn. DV í gær. fréttaskot úr fortíð „Félausa flækinga“ kallar Morgunblaðið fátæka verka- menn, er ferðast með strandferðaskip- um að leita sér að atvinnu. Alþýöublaðiö, laugardaginn 31. marz 1931.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.