Alþýðublaðið - 02.08.1996, Side 2

Alþýðublaðið - 02.08.1996, Side 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 s k o ð a n i r fLÞVIIURUIIID 21153. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Fréttastjóri Jakob Bjarnar Grétarsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiöjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Lítið ríki lognast útaf Nú hefur náðst samkomulag um að leysa upp örlítið Evrópu- ríki, sem fæstir hafa að vísu haft hugmynd um að væri til og hef- ur aldrei ratað á alþjóðleg landakort. Hér er um að ræða Herzeg- Bosna, ríki Króata í Bosníu-Herzegóvinu. Króatar voru um 17 prósent íbúa í Bosníu þegar skálmöldin hófst þar í landi fyrir rúmlega fjórum árum. Einkum voru þeir fjölmennir á sumum svæðum Herzegóvinu og þeir settu Herzeg-Bosna á laggimar þar, og með höfuðstöðvar í borginni Mostar. Bosrnu- Króatar hafa orð á sér fyrir að vera hálfu meiri þjóðemissinnar en bræður þeirra í Króatíu, og er þá langt til jafnað. Hið litla ríki þeirra hlaut enda aldrei viðurkenningu nema stjómarinnar í Zagreb. Þegar Serbar í Bosníu létu til skarar skríða í apríl 1992 væntu flestir þess að múslimar og Króatar tækju höndum saman. Það gerðu þeir í fyrstu en haustið 1992 hófust blóðugir bardagar Kró- ata og múslima, og er áætlað að ekki færri en 50 þúsund manns hafi fynt lífi í stríði þeirra. Þessi styrjöld var mikill harmleikur, enda varð hún til þess að Serbar styrktu mjög stöðu sína. Króatar bám mesta ábyrgð á því að bandalagið við múslima fór útum þúfur: það em alkunn sannindi að kumpánamir Franjo Tudjman forseti Króatíu og Slobodan Milosevic forseti Serbíu gerðu með sér samkomulag um að skipta Bosmu milli ríkja sinna. Um síðir tókst, einkum með alþjóðlegum þfystingi, að fá Króata og músl- ima í Bosníu til að slíðra vopnin. Sárin em hinsvegar ógróin og mikil tortryggni er ríkjandi á báða bóga. Þetta kom glöggt í ljós í síðustu viku þegar kosin var borgarstjóm í Mostar. Múslimar unnu nauman sigur, og réðu úrslitum atkvæði flóttamanna víðs- vegar um Evrópu. Króatar vom komnir á fremsta hlunn með að grípa aftur til vopna, en sendimönnum alþjóðasamfélagsins tókst að afsfyra því - um sinn að minnsta kosti. Nú hefúr tilkynnt að múslimar og Króatar hafi náð samkomu- lagi um að leysa „Herzeg-Bosna“ upp, enda gera friðarsamningar ekki ráð fyrir sérríki Króata í Bosníu. Þessi ákvörðun mun ekki tryggja frið milli þessara hópa, en hún er tvímælalaust spor í rétta átt. Vel þarf hinsvegar að fylgjast með Króötum í Bosníu, einkum í ljósi þess að þeir bera álíka litla virðingu fyrir samningum og Serbar. Þjóðemisofstæki hefur því miður náð að gegnsýra samfé- lag Króata, og draumur þeirra um Stór-Króatíu lifir góðu Kfi. Þaö er gaman aö horfa á Ólympíuleikans Það er gaman að horfa á Ólympíuleik- ana. Það er jafnvel gaman að horfa á íslensku keppenduma á Ólympíuleikunu. Það er að segja þegar þeir eru í mynd. Þó er eiginlega skemmtilegra að hlusta á þulinn segjast sjá þá og við gætum - ef við leggjum hlust við skjáinn - heyrt í honum pústrana, íslenska fimleikamann- inum, því hann er þama að gera sína æf- ingar, aðeins til hliðar við skjáinn, þama á hestinum, í gluggakistunni. Vikupiltar Hallgrímur Helgason skrifar ~ jpjptíj Hann átti reyndar ekki góðan dag. Þetta var ekki hans dagur. Þetta var mánudagur. Svo kom þriðjudagur, með júdó. Það var heldur ekki hans dagur. Svo kom fimmtudagur... Það er gaman að lesa um Ólympíu- leikana. Það er jafnvel gaman að lesa um íslensku keppenduma á Ólympíuleikun- um. Badmintónkonan var svo óheppin að lenda á móti góðum mótheija í fyrstu umferð. Hún skorðai eitt stig í fyrri hrinu. (1-15) og tvö í seinni (2-15) sem Mogginn sagði að „hcfði verið allt önnur og betri hjá henni". Við- brögð stúlkunnar voru þau að hún hefði fremur kosið að lenda á móti einhverjum sem hún hefði getað sigrað. Óneitanlega hefði það verið skemmtilegra. Júdómaðurinn var líka svo óheppinn að lenda á móti góðum mótherja. Slagnum var lokið eftir 45 sekúndur. Viðbrögð hans vom þau að hóta að leggja sloppinn á hilluna. Við vonum að hann sjái að sér. Slíkt væri skaði fyrir júdóhreyfinguna í heild. Sundmaðurinn var einnig óánægður með frammistöðu sína. Hann kvaðst hafa mætt sterkur til leiks, æstur í að sigra, en að lfldndum of æstur. Fyrir keppni gekk hann því afsíðis til að róa sig niður. Hann kvaðst hafa dottað á startpallinum og síðan dottið í laugina við skothvellinn hvar hann svo rankaði við sér þegar bandarískir björg- unarmenn komu á hann hringnum. Þetta mun hafa verið í fyrsta sinn í sögu leik- anna sem sundmanni er bjargað frá drukknun. Eftir sundið á föstudag reyndi sund- konan að útskýra lakan tíma sinn í sam- tali við DV. Fyrirsögnin var: „Leið ekki nógu vel í vatninu". Þetta er auðvitað nokkuð sem við verðum að laga. Ef sundfólkinu okkur líður illa í vatni er ekki árangurs að vænta. Kannski væri ráð fyrir keppendur að væta sig fyrir keppni með snöggri sturtu eins og kveð- ur á í reglum sem hanga uppi í sundlaug- um landsins. Ef hinsvegar um alvarlegri vamshræðslu er að ræða mun úr vöndu að ráða. Kemur þurrbúningur e.t.v. hér til greina? Á hinn bóginn má svo velta því fyrir sér hvort vamsfælni íslenska sund- fólksins gæti ekki nýst því. Ætti hún ekki að hvetja keppandann til að verða fyrstur uppúr? Að líkindum átti þó landsliðs- þjálfarinn kollgámna þegar hann sagði að stúlkan hefði ekki synt nógu hratt. Hér er kominn athyglisverður punktur sem sundfólk okkar mætti athuga nánar. Blaðalesandi saknar þó viðtala við all- ar okkar góðu eiginkonur sem sendar vom á leikana. En vart þarf að spyrja af frammistöðu þeirra. Þeim ,Jíður“ örugg- lega „vel í vatninu" í hótellauginni og eiga „góðan dag“ í mollunum í Atlanta og dotta ekki í kokteilglösin og hóta því ekki að „leggja sloppinn á hilluna" og em ekki „langt ffá sfnu besta“ í bólinu. Ekki verður heldur annað sagt en að íþróttaþulir okkar hafi staðið sig vel og það innan vallar sem utan. Samúel Emi tekst jafnvel að ná fram spennu í jafn sendna íþrótt og baðstrandablak kvenna, aðra en þessa sem er í hári keppenda og þá sem óvænt verður er þær brasilísku girða sig. Og Jónas Tryggvason hefur slíkan sannfæringakraft að þegar keppni í gólfæfíngum stúlkna er lokið er áhorf- andinn jafnvel nærri því að samþykkja að rúmenski verðlaunahafmn, þessi fjög- urra kíló metri, sé „gullfalleg stúlka". Og ekki em okkar menn við hljóðnemann að kveinka sér þó illa hannaðar rörsprengjur springi við eyrað á þeim þegar þeir að loknum vinnudegi rölta um garða Ólympíuþorpsins, æðmleysi sem lög- gæslumenn okkar mættu taka sér til fyrir- myndar. Loga Bergmann Eiðsson verður að virða til verks þó að hann kunni að vera eilítið lágmæltur og daufeygður þessa síðustu júlídaga. Hann fékk ekki að fara til Atlanta heldur varð í stað þess að gera „íslenska púttinu" grínlaus skil á lands- mótinu í Eyjum þar sem gylfmgar lands- ins kepptust við að sýna færni sína í jressu þjóðlega tilbrigði golfrþróttarinnar. „íslenska púttið" felst í því að púttað er ffamhjá holunni í þrígang áður en boltinn er settur ofan í. Meðal gámnga í hópi gylfinga er afbrigðið einnig kallað „sunn- an fjórir, vestan fimm og norðan sex.“ Hinsvegar virðist ekki hggja í augum uppi hvar Bjami Felixson mun niður- kominn í þessari keppni. Á meðan hann agnúast útí bandaríska tökumenn fyrir að beina sjónum okkar í sífellu að sínu fólki hefur maður nokkuð sport af því að velta fyrir sér hvort Bjami sé á sjálfum vellin- um í Atlanta, í myndveri við Laugaveg, staddur á Rauða Ljóninu við Eiðistorg, eða einfaldlega heima í stofu hjá sér við gamla Blápunktinn. Á köflum virðist hann sjá meira en við sjáum. Honum tókst jafnvel að koma auga á Véstein Hafsteinsson þó kringla hans væri einum tuttugu metmm ffá því að ná inn á mynd- flötinn. Á köflum er hinsvegar vafi á því að hann sjá einu sinni það sem við sjá- um. Einkum þegar hann er enn að lýsa 5000 metra hlaupinu jx> langstökkvarinn sé löngu stokkinn í mynd. Á köflum er svo hreinn vafi á því hvað hann sér yfir- höfuð. Einkum þegar hann segir: „Og ég fékk ekki betur séð en að...“ Þessi óvissa gefur keppninni vissa dulúð sem ekki minnkar jregar Bjami bregður sér í hlut- verk „sjáanda" og hefur orð á því að það sé „stfll yfir Kóreumanninum" í tvennd- arkeppni í badminton á milli Japana og Malasa, Þá leiðast manni varla mismæl- in: „Og þýska kringlukastkonan Ilke Wyludda var að enda yið að stökkva 69,66metra..." . ■ . • ■ Þessi harð- og stirðmælti sjónvarps- maður - sem á dögunum vann það affek að kalla Jessi Jackson „- Jesse Dagssorí*,, - á þó til að auka manni spennuna í dauflegri keppnisatriðum eins og undanriðlum í 800 metra hlaupi kvenna. Þá er ekki spurt að leikslokum, heldur startholum: Hvort Bjama Felixsyni takist að þylja nöfn allra keppenda í þriðja sinn, áður. en skotið ríður af. . , ■, - Ég.heíd þó„að Rauða Ljónið hafi endanlega gef- ið sér Rauða Spjaldið í hinni stórkostlegu og há- dramatísku langstökks- keppni þar sem Carl Le- wis bar sigur úr býtum en heimsmethafinn Mike Po- well varð að lúta fyrir meiðslum á ákaflega harmrænan hátt. Aum- ingja drengurinn var búinn að væta sjónvarpssker- minn tárum sínum í heilar tíu mínútur fyrir síðasta stökk sitt, reynandi að laga löppina með nuddi og æfingum. Hún gaf sig síðan endanlega í stökkinu. Hann féll með miklum sársauka í sandgryfjuna og lá þar hreyfingarlaus nokkra stund þartil þjálfarar þustu að. Á afar táknrænan hátt reisti Mike Powell útgrátið andlit sitt í myndavélina, sársaukasvipurinn ataður sandi, á meðan Bjarni var enn að þvæla um að hann ætti „greinilega erfitt með að sætta sig við tapið". Þá var næsta víst að Bjami var staddur í stofunni heima á Birkimelnum og barnabörnin eitthvað að þvælast fyrir skerminum. Við sjónvarp í Hveragerði, 31 júlí 1996. ■ E a g a t a 1 2 . á fl ú s t Sannleikurinn lognast útaf Eitt af öðru falla minnismerki kalda stríðsins. Nú hefur verið tilkynnt að sjálf Pravda komi ekki framar út. Ekki minni maður en Lenín átti fmmkvæði að útgáfu blaðsins árið 1912, og víst er það mjög í anda erkiklerks kommúnismans að hafa valið blaðinu nafn - en rússneska orðið pravda þýðir sannleikur. í áratugi var „Sannleikurinn“ boðberi stórfelldra lyga, en blaðið var jafnan les- ið vandlega af þeim sem reyndu að fylgjast með hræringum í Kreml. Pravda var málgagn sovéska kommúnistaflokksins uns Sovétríkin liðu undir lok, en síðan hefur jafnt og þétt hallað und- an fæti. Að síðustu komst blaðið í eigu grískra milljónamæringa, og þeir hafa nú afráðið að hætta rekstrinum vegna mikils taps. Tæpast munu margir sakna „Sannleika“ kommúnismans. ■ Atburðir dagsins 1874 Þjóðhátíð haldin í Reykjavík og Víðar. Lofsöng- urinn Ó, Guð vors lands sung- inn í fyrsta skipti. 1876 Byssu- maðurinn „Wild Bill“ Hickok skotinn til bana. 1921 Enrico Caruso, dáðasti tenórsöngvari heims, deyr. 1924 Flogið í fyrsta sinn yfir Atlantshaf til ís- lands. 1931 Alexander Alek- hine heimsmeistari f skák kom til Islands og tefidi fjölteili við íslenska skákmenn. 1976 Þýski kvikmyndaleikstjórinn Fritz Lang deyr. Hann var frægastur fyrir myndina Metropolis. 1988 Kanadísk flugvél fórst í aðflugi að Reykjavíkurflug- velli. Þrír menn létust. 1990 Ir- akar gera innrás í Kúvæt. Afmælisbörn dagsins Sir Arthur Bliss 1891, enskt tónskáld. James Baldwin 1924, bandarískur rithöfundur. Peter O’Toole 1932, írskur leikari. Annálsbrot dagsins 1 Novembri brann biskupsstof- an á Hólum og á meðal margs annars þar inni 6 vetra mær, dóttir Jóns Þorvaldssonar. Brann þar inni til þúsund ríkis- dala. Mœlifellsannáll 1709. Harmleikur dagsins Til eru tvennskonar harmleikir: annars vegar að fá ekki það sem hjartað girnist; hinsvegar að fá það. George Bernard Shaw. Málsháttur dagsins Blótaðu ekki, stóra Sigga. Konur dagsins Englendingar líta niður á kon- ur. Ameríkanar líta upp til kvenna. Frakkar líta á konur. Óþekktur höfundur. Orð dagsins Fljúgandi e'g sauðinn sá, sallarann hjá tröllum, hesta sigla hafinu á, hoppa skip á fjöllum. Bjarni Jónsson, Öfugmælavísur. Skák dagsins Hvítur er í stórsókn í skák dagsins og leiðir hana til lykta með fallegri leikfléttu. Ekstrom hefur hvítt og á leik gegn Berg- mann. Hvítur leikur og vinnur. 1. Dg8+!! Kxg8 2. Re7++ Kf8 3. Rxg6 Skák og mát og góða helgi!

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.