Alþýðublaðið - 07.08.1996, Síða 2

Alþýðublaðið - 07.08.1996, Síða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996 s k o ð a n i r MJiBUBUBID 21154. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Fréttastjóri Jakob BjarnarGrétarsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Úmbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk íslenskar hátíðir í fyrrakvöld voru sýndar sjónvarpsmyndir frá Akureyri en þar átti að vera mikið um dýrðir um verslunarmannahelgina. Engu var líkara en sprengjuárás hefði verið gerð á þennan snotra bæ, slíkur var sóðaskapurinn. Lögregla sagði frá yfirgengilegu fylleríi unglinga og fullorðinna, fíkniefnasölu og slagsmálum; margar ungar stúlkur höfðu leitað á sjúkrahúsið vegna nauðgana og starfsmaður tjaldstæðis sagði að dauðadrukkið fólk hefði gert þarfir sínar á víðavangi eftir að búið var að rústa hreinlætisað- stöðu. Eftir þennan dapurlega vitnisburð var síðan rætt við boru- brattan talsmann útihátíðarinnar sem hellti sér yfir fjölmiðla fyrir að draga upp ranga mynd af ástandinu, og helst á honum að skilja að þeir hefðu logið upp fréttum af nauðgunum, eiturlyfjasölu, barsmíðum og óþrifnaði. En það verður víst seint nokkru logið um menningarástand á ís- lenskum útihátíðum. Þar byrja fjölmargir unglingar að neyta fíkniefna, og er amfetamínbylgja þessa árs rakin til „hátíðahald- anna“ í fyrra. Flestir sem standa fyrir útihátíðum virðast einfald- lega líta á nauðganir og ofbeldi sem óhjákvæmilega fylgifiska skemmtanahaldsins, enda er þeim ofar í huga að hafa sem mest fé af samkomugestum, sem í sumum tilvikum eru nær einvörðungu unglingar. Foreldrar virðast ekki sjá neitt athugavert við að senda böm sín á samkomur af þessu tagi og virðist litið á það sem eins- konar manndómsvígslu. Dagfari DV segir í gær að fullorðnir séu miklu fremur til aðstoðar við skipulagningu á fíkniefnaveislunni, „og segja má að helgin beri nafn með rentu því aldrei þrífst versl- un með fíkniefni sem einmitt þessa daga sem unglingamir kynn- ast óreglunni." Skipuleggjendur hátíðarinnar sem kölluð er „Halló Akureyri“ ætla að halda ótrauðir áfram næsta ár. í viðtali við DV í gær segir einn þeirra að bæta þurfí aðstöðu gesta, og jafnvel koma upp sér- stöku tjaldstæði fyrir unglinga og „hafa það þá ekki alveg við miðbæinn.“ Einhverjum finnst sjálfsagt tilvalið að koma upp get- tói fyrir unglinga, þar sem þeir geta slegist, dmkkið og verslað með fíkniefni án þess að það skeri í augu hinna eldri. En héraðs- læknirinn á Norðurlandi eystra vill hinsvegar skera upp herör gegn því sem hann kallaði í útvarpsviðtali „bamafyllerí á íslandi“ og sagði að væri þjóðarböl. Þótt læknirinn hafí sitthvað til síns máls væri mikil rangt að einblína á háttemi unglinga á opinberum samkomum verslunarmannahelgarinnar. Samkvæmt upplýsing- um lögreglu vom það yfirleitt fullorðnir menn sem ákærðir em fyrir nauðganir á unglingsstúlkum, og það var fullorðið fólk sem átti mestan þátt í að breyta Akureyri í svínastíu. Ekki var allt á sömu bókina lært um verslunarmannahelgina. Þannig gengu hlutimir stórslysalaust á Siglufirði, Galtalæk og Vopnafirði þar sem boðið var upp á fjölbreytta dagskrá, sem einkum höfðaði til fjölskyldufólks. Þar kom glöggt í ljós að vel er hægt að smala íslendingum saman án þess að allt fari úr böndum með voðaverkum og nauðgunum. Ætli Akureyringar að halda samkomu á næsta ári þurfa þeir að vanda langtum betur til undir- búnings. Skipuleggjendur „Halló Akureyri" hafa að minnsta kosti nóg af mistökum til að læra af. ■ II heild er þessi sýning einhver ánægjulegasta frumsköpun í íslensku leikhúsi sem ég hef lengi séð. Gleðistund f skemmtihúsi bestir þóttu þeir sem höfðu þann hæfi- leika að herma eftir samferðamönnun- um og draga upp lifandi myndir þeirra atburða sem lýst var. Stfllinn á þessari sýningu dregur nokkum dám af þess- ari alþýðulist aldanna, en með slíkum hætti að úr verður hinn ánægjulegasti kokteill, gamalla hefða og framsæk- innar, frjórrar nýsköpunar. í heild er sýningin einhver ánægjulegasta trurn- sköpun í íslensku leikhúsi sem ég hef lengi séð. Benedikt Erlingsson ber hita og þunga leiksins og það með glæsibrag. Mér hefur stundum fundist Benedikt vera nokkuð stífur og þungur í leik sínum. En nú bregður svo við að eng- inn af veikleikum hans er sýnilegur. Hann glansar í þessari sýningu, leikur hans bæði hvað snertir framsögn og líkamsbeitingu er agaður og áreynslu- laus og greinilegt að Benedikt nýtur þess sem hann er að gera og leikgleði hans og kraftur hrífur áhorfandann með sér og á ekki minnstan þátt í hversu vel sýningin heppnast. Það er freistandi að nota gömlu klisjuna um leiksigur og víst er þetta glæsilegur áfangi á ferli hans sem listamanns. Halldóra Geirharðsdóttir er meira baksviðs í sýningunni en skilar sínu með mestu prýði. Tónlist hennar er einföld og stílhrein og gefur sýning- unni kraft og fyllingu. Lýsing Þórðar Orra Péturssonar er látlaus og heldur vel utanum sýning- una. Niðurstaða: Sýning sem lýsir af sköpunargleði, aga og krafti og útkoman er listaverk sem á erindi til allra. Verkefni: Ormstunga ástarsaga Leikstjóri: Peter Engkvist Leikari: Benedikt Erlingsson Leikkona: Halldóra Geirharðsdóttir Aðstoðarleikstjóri: Bára L. Magnúsdóttir Ljósahönnun: Þórður Orri Pétursson Sýningarstaður: Skemmtihúsið við Laufásveg Enn bættist nýtt leikhús við þau sem fyrir em á höfuðborgarsvæðinu. A fimmtudag var Skemmtihúsið við Leikhús Arnór Benónýsson skrifar um leiklist Laufásveg 22 opnað með sýningu Ieikhópsins Ormstungu á leikverkinu Ormstungu ástarsögu. Verkið er byggt á Gunnlaugs sögu Ormstungu, ástarsögu þeirra Gunnlaugs, Helgu og Hrafns fylgt og síðan spunnið í kring- um þá atburðarás og leikaramir tveir fara með öll hlutverk er við sögu koma. I leikskrá er enginn skráður fyr- ir handriti svo að það hlýtur að skrifast á hópinn í heild. Það er hinsvegar hið besta verk og þeim sem að því stóðu til sóma. Sagnaarfurinn gamli hefur ekki ratað inn í leikhúsið í verulegum mæli og því er ánægjulegt að þetta unga listafólk skuli sýna þann kjark að taka efnið til meðferðar. En ánægju- legast er þó hversu vel tekst til. Oft hefur mér fundist þegar bókmennta- verk eru tekinn til sýninga í leikhúsun- um vilji það brenna við að menn fari í sparifötin og hátíðleiki svífi yfir vötn- um í meira mæli en æskilegt má telja. Svo er ekki hér, leikgleði og húmor ráða ríkjum, og ýmis nútímaleg minni em svikalaust notuð, teiknimyndasög- ur, sjónvarp og fleira. Allt er þetta gert af aga, vandvirkni og listfengi svo úr verður hin besta skemmtun. Undir sýningunni var mér aftur og aftur hugsað til Gerplu Halldórs Laxness sem mér finnst ágætust bóka og besta ádeila á hetjudýrkun og stríðsást sem Islendingar eiga. Leikstjórinn, Peter Engkvist, mun vera einn af betri og þekktari leikhús- mönnum Svía. Ekki þekki ég neitt til verka hans, en af þessari sýningu er ljóst að þar fer afbragðs listamaður. Verkið er sett upp í efri sal Skemmti- hússins, sem er flangt rými panelklætt og em áhorfendabekkir með langhlið- um en leikrýmið í miðjunni. Leik- mynd er ekki önnur og treyst á að list leikarans haldi athygli áhorfenda og komi sögunni til skila. Og það tekst sannarlega, þeir bregða sér í allra kvikinda líki og með stflhreinum hætti bæði í framsögn og hreyfingum leiða þau okkur í gegnum söguna og bregða upp skýmm og oftar en ekki háðslega ýktum persónum. Það er stundum tal- að um sagnaskemmtun íslendinga og víst er um að í sveitinni í gamla daga vom til karlar og kerlingar sem lifðu og hrærðust í því að fara á milli bæja og segja sögur af sveitungunum og a g a t a 1 7 . á 9 ú s t Atburðir dagsins 1556 Fljúgandi furðuhlutur á sveimi yfir Basel í Sviss. 1727 Eldgos í Öræfajökli, hið síðara á sögulegum tíma. Gosið stóð í tæpt ár. 1772 Útilegumennimir Fjalla-Eyvindur og Halla hand- sömuð á Skeiðarársandi og l'ærð til byggða í Mývatnssveit. Hann slapp og frelsaði hana skömmu síðar. 1938 Konstant- in Stanislavsky deyr. Hann var einn áhrifamesti leikhúsmaður aldarinnar: leikstjóri, höfundur, leikari og kennari. 1945 Skömmtun á áfengi aflétt, en hún hafði staðið í tæp fimm ár. 1957 Oliver Hardy deyr, 65 ára. Hann var þybbnari hluti tvíeykisins Laurel og Hardy. Afmælisbörn dagsins Jónas Jónasson 1856, prestur og fræðimaður frá Hrafnagili. Hulda (Unnur B. Bjarklind) 1881, skáldkona. Bill Burke 1885, bandarísk leikkona. Ralph Johnson Bunchc 1904, fyrsti þeldökki Bandaríkjamað- urinn sem reis til áhrifa innan utanríkisþjónustunnar. Hlaut friðarverðlaun Nóbels 1949 fyrir framlag til friðarsamninga araba og Israelsmanna. Annálsbrot dagsins Þetta suntar var stríð mikið og ógnarlegl milli keisarans og Tyrkja. Settust Tyrkjar um keisarasetrið í Wien í Austur- rfki, en keisarinn flýði burt þaðan. Greifi Gvido af Starren- berg frelsaði aptur borgina, og rak Tyrkja á flótta. Vallaannáll, 1683. Saga dagsins Það eru ekki minnismerkin sem kenna okkur söguna. Það gera rústimar. Óþekktur höfundur. Málsháttur dagsins Prettur og púki bjuggu í einum búki. Sannleikur dagsins Venjulegur sannleikur endist í mesta lagi tuttugu ár. Henrik Ibsen. Orð dagsins Gott er ad liafa starfað strítt. strauminn þunga brotir), hugur kraft og handa nýtt, harma og gleði notið. Hulda; I dag eru 115 ár frá fæöingu hennar. Skák dagsins Garcia hefur hvítt og á leik í skák dagsins gegn Van der Wi- el. Hvemig notfærir Garcia sér veikleika andstæðingsins á svörtu reitunum? Hvítur leikur og vinnur. 1. Hxf5!! Hxf5 2.1)e5+! Hxe5 3. Bf6 Mát!

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.