Alþýðublaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996 ALÞÝÐUBLAÐK) 3 s k o ð a n Veraldarverkefnin frumstæðu viðhorf er hér ríkja til ver- aldarverkefnanna gera miklar kröfur til þeirra sem stjóma slíkri aðstoð. Því ef þessi viðhorf eiga einhvem tíma að víkja fyrir öðmm háieitari er nauðsyn- legt að almenningur geti samsamað sig þeirri aðstoð sem veitt er og öðlast trú á mikilvægi slíkrar starfsemi. Sú tillaga Bosníunefndarinnar að ráðstafa helmingi aðstoðarinnar til kaupa á gervilimum frá Össuri hf. er í þessu samhengi stórsnjöll. Hún styrkir íslenskan útflutningsiðnað og friðþæg- ir þannig þá sem mestri sérhyggju em haldnir. Hún er aðstoð við fólk sem á sannanlega erfitt, það er vantar útlimi, í formi áþreifanlegra hluta sem ís- lenskir sérfræðingar munu hafa eftirht með að komist til skila. Allt er þetta til þess fallið að vekja traust og skilning á verkefninu meðal almennings. Og verði þannig staðið að málum fram- vegis má að minnsta kosti vona að viðhorf okkar til aðstoðar við með- bræður okkar taki nokkrum þroska. Ég átti þess kost að kynnast nokkr- um störfum Bosníunefndarinnar og átti meðal annars fundi með þeim vegna aðstoðar við blinda og sjón- skerta í Bosníu. Sá stuðningur sem fé- lagið hlaut til þess var ekki hár í krón- um. En það var mikilvæg viðurkenn- ing á því -að samtök fatlaðra og frjáls félagasamtök yfirleitt geta gegnt lykil- 'hlutverki í verkefnum af þessu tagi og þá ekki síst í þeim tilgangi að styrkja lýðræði í þeim löndum sem aðstoð fá. Einhvern veginn hefur það verið út- látalaust fyrir okkur að axla ekki nema að litlu leyti skyldur okkar gagnvart þeim meðbræðrum okkar sem ekki tilheyra ríkustu löndum veraldar. Kannski er það að bera í bakkafull- an lækinn að hrósa framsóknar- mönnum, hér í blaði alþýðunnar. En störf Bosníunefndar rikisstjómarinnar, undir forystu Hilmars Þ. Hilmarsson- ar, aðstoðarmanns utanríkisráðherra, gefa tilefni til þess. Aðstoð við stríðshijáð lönd og van- þróuð er vandmeðfarin. Því hefur oft verið haldið fram á liðnum árum að aðeins brot af því sem varið er til Háborðið I Helgi Hjörvar M skrifar slíkrar aðstoðar skili sér þar sem til er ætlast. Sú goðsögn, sönn eða login, hefur orðið til að vekja vantrú á þeirri sjálfsögðu viðleitni ríkra þjóða að láta nokkuð rakna til hrjáðra landa. Þess vegría einkennist ímynd slíkrar að- stoðar ekki af því að hún sé verðugt verkefni, heldur fremur af spillingu, óráðasíu og skipulagsleysi. Ekki er örgrannt um að þessi ímynd hafi gert sérhyggjuna léttbærari í sam- visku okkar. Einhvern veginn hefur það verið útlátalaust fyrir okkur að axla ekki nema að litlu leyti skyldur okkar gagnvart þeim meðbræðrum okkar sem ekki tilheyra ríkustu lönd- um veraldar. Og þetta hefur ágerst enn frekar í þeirri lægð sem var í efnahagsmálum þjóðarinnar. Eftir því sem fátæktin í samfélagi okkar varð sýnilegri gerðust háværari raddir sem sögðu að fyrst ættum við að hjálpa „okkar“ fólki áð- ur en við veittum aðstoð erlendis. Rétt eins og við séum aðeins fær uni að gera annað hvort. Og rétt eins og um sambærilegan vanda sé að ræða. Þeim sem ráðstafa eiga aðstoð Is- lendinga við önnur lönd er því nokkur vandi á höndum. Þau sjálfhverfu og Margir bíða spenntir eftir fyrsta tölublaði Dags- Tímans, enda er Stefán Jón Hafstein til alls líklegur auk þess sem margt hæfi- leikafólk er fyrir á blöðunum. Stefán Jón hefur lengi verið áhugasamur um að mynda mótvægi við Morgunbladid, og á þeim bæ ætla menn að taka samkeppninni af fullri alvöru frá byrjun. Hið nýja blað mun njóta samstarfsins við DV, en það er að ýmsu leyti mjög tæknilega vel bú- ið. Menn veittu því athygli um helgina að stóreflis lit- mynd af embættistöku Ól- afs Ragnars Grímssonar prýddi forsíðu Dags, en myndin var tekin af Ijós- myndara DV. Samvinna af þessu tagi verður áreiðan- lega náin milli DT og DV, og því má Moggi gamli fara að vara sig... Það vakti nokkurn titring þegar Guðrún Agnars- dóttir sagði strax eftir að úr- slit forsetakosninga lágu fyr- ir að margir hefðu skor- að á sig að halda áfram baráttu í þágu þeirra málefna sem hún beitti sér fyrir. Þetta var jafnvel túlkað sem fyrirboði um stofnun nýs stjórnmála- flokks og kom flatt uppá marga. Hljótt hefur verið um Guðrúnu uppá síð- kastið, en í helgarblaði Tímans er viðtal við hana þarsem hún segir ekkert ákveðið í þessum efnum. Trúlega hafa menn líka gert of mikið úr yfirlýsingum sem gefnarvoru áðuren vígamóður kosningabar- áttunnar var runninn af mönnum... Aðeins meira um forseta- kosningarnar. Enn hefur enginn frambjóðandi birt reikninga baráttunnar, og verður víst nokkur bið á því. Allir fóru talsvert hressilega framúr því sem áformað var, og því ófáar milljónir sem ennþá vantar uppá... Vikupilturinn Hallgrímur Helgason hefur að und- anförnu sýnt í galleríi Sæv- ars Karls Ólasonar í Ing- ólfsstræti. Nú fer hver að verða síðastur að sjá hina stórskemmtilegu sýningu hans, en henni lýkur nú í vik- unni... "ForSide" eftir Gary Larson Guðrún Ósk Hermansen verslunarmaður: Ég var að vinna þannig að ég komst ekki á Þjóðhátíð eins og venjulega. Þórey Vilhjálmsdóttir blaðamaður: Ég fór í sumar- bústað og skrapp að Búðum. Júlía Guðmundsdóttir skrifstofumaður: Ég var á ferðalagi um Norðurland eystra. Ómar Örn Smith nemi: Ég djammaði bara í bænum. Margrét Brynjólfsdóttir íþróttafræðingur: Ég var að vinna í sumarbúðum fyrir fötl- uð böm. JÓN ÓSKAR v i t i m e n n Seint hefði ég trúað því að Kristín Ólafsdóttir fyndi afsökun til að Ieggja niður Grensásdeild. Fyrr trúað að hún segði af sér. Albert Jensen í kjallaragrein DV. Kristín er formaður stjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur. Það er sannarlega kominn tími á alþýðubyltingu gegn valdhöfum bókmenntaheimsins á íslandi. Ingólfur Margeirsson í viðtali við Dag. Prestur einn með glœpa geð girndir sínar vekur. Himnaríkis mœtti með mittisorminn skekur. Vísa eftir Pétur Stefánsson í Tímanum á laugardag. ítalska þingkonan Alessandra Mussolini, barnabarn fasista- leiðtogans Benitó Mussolini, krafðist þess í gær að mínútu þögn yrði á ítalska þinginu til þess að lýsa sorg yfir eyðingu mörgþúsund fósturvísa sem er byrjað að þýða á víð og dreif um Bretlandseyjar. DV á föstudag. Nauðganir, árásir og fíkniefnaneysla. DV gerir upp helgina í hnitmiðaðri forsíðufyrirsögn. Það má segja að hreinlætis- mál hafi ekki verið neitt vanda- mál hér enda hafði þetta fólk ekki neinn áhuga á slíku, það bara ældi og meig þar sem það stóð. ívar Sigurmundsson yfirmaður tjaldstæða Akureyrar. Stofnun Sjálfstæðra kvenna innan Sjálfstæðisflokksins mætti líkja við það ef stofnuð yrði sjálfstæð eining svertingja innan Ku Klux Klan. Grímur Hákonarson í Mogganum á laugardag. Það er vitanlega verið að skrifa greinar á borð við þessa hér og þar í blöðum heimsins. En það er ekki mikið tekið eftir þeim... Árni Bergmann virðist vera aö upplifa það núna, eftir greinaskrif í áraraöir, aö boðskapurinn fer fyrir ofan garö og neðan. DV í gær. fréttaskot úr fortíð Lifði mörg ár eftir dauða sinn Francois de Civille dó árið 1562 og var grafinn. Sex klukkutímum seinna lét bróðir hans grafa hann upp og það tókst að lífga hann við. Hann lifði eft- ir það í 70 ár og dó 105 ára gamall úr köldu, sem hann hafði fengið af því að standa heila nótt úti fyrir glugga unnustu sinnar og syngja ástarsöngva. Alþýðublaðið, 4. júlí 1937.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.