Alþýðublaðið - 07.08.1996, Síða 5
t
MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
a
l
5
Steingrímur Eyfjörð:
Aðferðafræði við
hugmyndavinnu
vinnur gegn
hugmyndahömlum
almennt. Áhersla er
lögð á að skoða
hluti sem eru utan
þröngs áhugasviðs,
tilþess að uppgötva
nýjar leiðir.
Handbók um hugmyndir
Sköpun er ekki óviðráðanlegt ástand
- segir Steingrímur Eyfjörð, sem er að safna saman
upplýsingum um viðurkennda tækni og tiktúrur sem
menn tileinka sér við hugmyndavinnu
Steingrímur Eyfjörð myndlistar-
maður er að safna saman aðferð-
um sem nýtast við hugmynda-
vinnu. Aðferðafræðin ætlar hann að
gefa út á bók, sem gengur undir
vinnuheitinu Handbók í hugmynda-
vinnu. Steingrímur ætlar að taka sam-
an upplýsingar um viðurkenndar að-
ferðir, semog vinnutækni einstaklinga
sem vinna að hugmyndagerð og hug-
myndavinnu. Hann hefur þegar sent út
sjöhundruð bréf þar sem hann biður
einstaklinga um upplýsingar um per-
sónulega vinnutækni, og gerir ráð fyr-
ir að dreifa beiðninni víðar. Svörin við
bónarbréfunum verða efniviður sýn-
ingar í Nýlistasafninu í nóvember.
„Hugmyndin varð til þegar ég
kenndi í Myndlista- og handíðarskól-
anum í fyrra, og setti nemendum fyrir
það verkefni að þróa eigin hugmyndir
og útfæra í mismunandi miðla. Eg sá
að það væri full nauðsyn á handbók
um aðferðir við hugmyndavinnu, og
fékk styrk frá Kennarasambandi Is-
lands til þess að vinna verkið. Páll
Hannesson fór af stað með mér, en
varð að hætta sökum anna.
Vissar aðferðir við hugmyndavinnu
eru þekktar, um þær hefur margt verið
ritað og rætt, og þær hafa verið notað-
ar við auglýsingavinnu og vöruþróun.
Til viðbótar við þessa viðurkenndu
tækni er athyglivert að vita hvernig
einstaklingar haga sinni hugmynda-
vinnu. í ævisögum listamanna, sér-
staklega rithöfunda, kemur alltaf í ljós
að þeir hafa notað vissar aðferðir við
sína sköpun. Einhverja ákveðna tækni,
auk persónulegrar sérvisku. Fólk kem-
ur sér í ákveðið ástand áður en það
vindur sér í hugmyndavinnu; einstaka
sinnum er persónuleg tækni við að
koma sér í ákveðið ástand ekki flókn-
ari en að fá sér heilsusamlegan göngu-
túr í guðsgrænni náttúru, eða drekka
sig fullan.“
Hverjar eru helstu þekktu aðferð-
irttar við hugmyndavinnu?
„Algeng aðferð, sem er af sama
meiði og margar þróaðar aðferðir, er
að fletta tilviljanakennt uppí orðabók
- einfaldlega tilþess að opna hugann,
losa hann úr blindgötu. Brainstorm,
eða hugflæði, er ein þekktasta tæknin
við að búa til og þróa hugmyndir.
Hópur fólks kemur saman og hver
verður að leggja fram hugmynd - allar
hugmyndir eru velkomnar - tilþess að
örva ímyndunarafl hópsins og sjá nýja
fleti á viðfangsefninu. Þó einhver hug-
mynd sé ekki brilljant, getur hún fætt
af sér aðrar góðar hugmyndir. Önnur
aðferð felst í því að greina viðfangs-
el'ni niður í mörg atriði og velta hverju
og einu þeirra fyrir sér.
Margar ólíkar aðferðir eru til, en
allar ganga þær útá að opna hugann og
tengja saman ólíka þætti. Aðalatriðið
er að kortleggja hugmynd og sjá hana
í víðu samhengi, í stað þess að ein-
blína á einn þátt og hugsa í einstefnu.
Aðferðimar eru yfirleitt ekki notaðar
hráar, heldur er þetta viss hugmynda-
fræði sem allir geta tileinkað sér.
Svona aðferðafræði sviptir í raun-
inni mystísku hulunni af hugmynda-
vinnu; sköpun er ástand, en ekki óvið-
ráðanlegt ástand."
Hvemig hefurþessi tœkni orðið til?
„Aðferðir við hugmyndasköpun
eiga meðal annars uppruna sinn í
starfsaðferðum súrrealista. Þeir vildu
komast útfyrir sjálfa sig, útfyrir það
sem er normalt; og stunduðu ósjálf-
ráða skrift. Við ritskoðum okkur
nefhilega alltaf sjálf; eitthvað er ekki
nógu gott; of bjánalegt, of fáránlegt,
of hátíðlegt og svo framvegis. Þegar
við ströndum einhvers staðar, blokker-
umst, er það ritskoðunin sem er að
verki. Akveðin tækni getur hjálpað til
við að brjóta niður eigin hömlur;
ósjálfráða skriftin var ein slík.
Fræðin urðu til í eiginlegri mynd í
Bandaríkjunum eftir stríð, þegar unnið
var að því að markaðssetja nýtt þjóð-
félag. Krafan var endalaust að gera
eitthvað nýtt og menn sáu fljótt að
vissar aðferðir hentuðu vel til þess að
vinna, eða láta sér detta í hug, nýjar
hugmyndir.
Núna er mikill áhugi fyrir þessu
vinnslustigi sköpunarinnar. I sumar
var einmitt haldin ráðstefna í Kaup-
mannahöfn, Mind Ship, sem Einar
Már Guðmundsson tók þátt í, þar sem
vinnuferli vísindamanna og lista-
manna var til umræðu. Þetta ástand,
sem fólk er í þegar það er að skapa, er
stórmerkilegt. Einfalt dæmi sem mað-
ur verður vitni að á hverjum degi er
munurinn á því þegar manneskja segir
eitthvað sem hún hefur lært utanað,
eða þegar hún þarf að hugsa áður en
hún segir eitthvað. Þetta eru tvö mjög
ólík ferli.“
Hverjir þurfa helst á því að halda
að opna hugann?
„Eg held að þetta efhi geti nýst öll-
um þeim sem vinna við að þróa eða
útfæra hugmyndir - það gæti jafhvel
nýst við að finna ný viðfangsefni. Að-
ferðaffæði við hugmyndavinnu vinnur
gegn hugmyndahömlum almennt,
áhersla er lögð á að skoða hluti sem
eru utan manns eigin þrönga áhuga-
sviðs, tilþess að uppgötva nýjar leiðh.
Einstefnu nálgun hamlar nefnilega
ekki eingöngu hugmyndavinnu, held-
ur einnig því hvemig fólk nálgast og
skilur umhverfi sitt. Til dæmis er al-
gengt að fólk nálgist myndlist ekki
með opnum huga, heldur einblíni á
mótíf sem það kannast við en hunsi
við öðru. Það er spuming hvort þar sé
ekki sama ritskoðunin að verki og sú
sem stoppar fólk af þegar það er sjálft
að vinna hugmynd."
Framlög í aðferðasöfnun Steingríms
skal senda í pósthólf 1498, 121
Reykjavík, eða í gegnum intemetið;
mor@vortex.is, merkt hugmynd. ■
UTBOÐ
+ M i n n i n g
F.h. Sjúkrahúss Reykjavíkur er auglýst forval vegna fyrirhugaðs út-
boðs á leigu 100 einmenningstölva fyrir Sjúkrahúsið. Forvalsgögn fást
afhent á skrifstofu vorri.
Skilafrestur er til kl. 16 föstudaginn 9. ágúst 1996.
shr 119/6
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - 101 Reykjavík
Sími 552 5800 Bréfsími 562 2616
Haukur Helgason
Vinátta og gleði lýsti jafnan af
Hauki Helgasyni. Ungur hafði hann
verið í fararbroddi jafnaðarmanna og
trygglyndi til sinna gömlu félaga og
hugsjóna var sífellt til staðar. Hann
hafði l£ka næmt skopskyn og naut það
sín sérstaklega vel, þegar þjóðfélagið
allt var á kafi í einhveijum hitamálum.
Ein athugasemd eða upplýsing frá
Hauki varpaði ljósi á málið, sjónar-
miðin skýrðust og viðmælandinn jafn-
an víðsýnni en ella.
Haukur braut blað í íslenskri blaða-
mennsku þegar hann beitti sér mjög
ákveðið fyrir upptöku skoðanakann-
ana á þjóðmálum. Birtust þær í þeim
blöðum, sem hann starfaði við, Vísi,
Dagblaðinu og DV. Áhrif þessara
vönduðu skoðanakannana urðu slík,
að nú tala frambjóðendur um skoð-
anamyndandi skoðanakannanir, taka
fullt tillit til þeirra í sfnum athöfnum,
sem og sjálfir stjómmálaflokkamir.
Hann lagði mikla áherslu á sjálf
r itstj o r i
vinnubrögðin í þessum könnunum,
ræddi mikið um þær, lagði útaf niður-
stöðunum á prenti og hafði ákaflega
gaman af því við vini sína að meta ná-
lægð þeirra við raunveruleikann. Núna
framkvæmir fjöldi fyrirtækja svona
kannanir fyrir marga íjölmiðla og ná-
lægðin við raunvemleikann er slík, að
stundum er sagt að það sé bara óþarfi
að kjósa.
Haukur var boðberi hins frjálsa
anda £ blaðamennskunni, hann sóttist
eftir viðhorfum og skoðunum £ grein-
um, sem allir fengu inni með £ DV,
háir sem lágir. Frjáls fjölmiðlun er £
rauninni ótrúlega stórt orð, þegar
grannt er skoðað. Haukur stóð svo
sannarlega undir þeirri hugsjón og
kiknaði aldrei.
fslendingar em einstæð þjóð varð-
andi þekkingu á uppruna sfnum og
sögu. Þessu til staðfestingar tók DV
upp ættfræðisfðu undir stjóm frænda
Hauks, Sigurgeirs heitins Þorgrims-
sonar BA og ættfræðings. Þar er öll fs-
lenska þjóðin tengd böndum án tillits
til stjórnmálaskoðana, stéttar, rfki-
dæmis eða hreppapólítíkur. Daglega
erum við minnt á það, að við erum
einfaldlega frændur og frænkur, sem
sagt ein stór fjölskylda í okkar fagra
landi. Er til betri staðfesting á bræðra-
lagshugsjóninni, friði og frelsi fyrir
alla menn?
Ég votta eftirlifandi eiginkonu mína
dýpstu samúð, sem og öllum ættingj-
um, samstarfsfólki og vinum. Minn
hjartahlýi og uppörvandi vinur, sem
aldrei hafnaði grein, er nú horfinn
sjónum. Strákurinn, sem byrjaði að
selja Vfsi sex ára gamall á götum
borgarinnar, og hefur í gegnum tíðina
kynnst svo mörgum andans jöfri með
hjartað úr gulli á íslenskum fjölmiðl-
um, saknar nú sáran. Guð miskunn-
semdanna leggi nú Hauk minn sér að
hjarta.
Guðlaugur Tryggvi Karlsson.
UTBOÐ
F.h. Reykjavíkurhafnar er auglýst eftir tilboðum í gatnagerð í Örfirisey
ogriefnist verkið „Grunnslóð, gatnagerð I".
Helstu magntölur eru:
Frárennslis- og niðurfallslagnir 200 m
Niðurföll 10stk
Malbik m. 20 cm púkklagi 4000 mJ
Steyptur kantsteinn 500 m
Steyptar gangstéttir 350 m2
Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri frá og með
miðvikudeginum 7. ágúst nk.
gegn kr. 10.000 skilatryggingu.
Opnun tilboða: Þriðjudaginn 20. ágúst 1996 kl. 14:00 á sama stað.
rvh 120/6
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - 101 Reykjavík
Sími 552 5800 Bréfsími 562 2616