Alþýðublaðið - 09.08.1996, Síða 3
FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1996
ALÞÝÐUBLAÐK)
3
s k o ð a n i r
Heimur versnandi fer
Skrílsamkomur til skammar
Sæmundur Guðvinsson skrifar í
leiðara HP um fjárplógsstarfsemi
og sukkhátíðir:
Á Akureyri stóðu svokallaðir hags-
munaaðilar í ferðaþjónustu fyrir skríl-
samkomu sem þar var haldin undir
heitinu Halló Akureyri. Mikið hefur
Önnur
sjónarmið
máltilfinningu norðanmanna hrakað
fyrst þeir geta ekki gefið þessari svo-
kölluðu hátíð rismeira heiti. En það er
kannski í samræmi við innihaldið. Á
Akureyri fór allt úr böndum vegna of-
drykkju og skrílsláta. Á tjaldsvæðum
dvöldu margfalt fleiri en rúm var fyrir
og þar fór fram samfelld ofdrykkja og
fíkniefnaneysla sólarhringum saman.
Brennisvínsdauðir unglingar lágu eins
og hráviði vítt og breitt um svæðið.
Þeir, sem tókst að halda sér vakandi,
dunduðu sér við að rústa snyrtiað-
stöðu tjaldstæðanna og höfðu uppi
önnur drykkjulæti. Á sjúkrahúsi bæj-
arins stóðu læknar og hjúkrunarfólk
dag og nótt við að gera að sárum
þeirra sem höfðu hlotið meiðsl í átök-
um eða ekki kunnað fótum sínum for-
ráð. Ungur maður slapp naumlega h'fs
eftir morðárás. Lögregla staðarins
gerði sitt besta til að halda uppi lög-
gæslu en fékk lítt við ráðið. Yfirmanni
tjaldsvæða á Akureyri blöskraði svo
ástandið að hann lýsti því yfir að
aldrei aftur yrðu slíkar sukksamkomur
leyfðar á tjaldsvæðum svo lengi sem
hann mætti ráða. Það er út af fyrir sig
ánægjulegt að einhver heimamaður
hafi bein í nefinu til að segja sína
skoðun umbúðalaust.
Á sama tíma og reynt er af veikum
mætti að halda uppi vömum gegn of-
drykkju og fíkniefnaneyslu standa tvö
stór bæjarfélög í landinu beint og
óbeint fyrir árlegum drykkju- og dóp-
samkomum. Óll lög um meðferð
áfengis og fíkniefna eru þverbrotin en
Hvað hefur gert okkur viðskila við gömul gildi?
Ekki er það óáran, aflabrestur, þrengingar eða
eldgos... Er þetta velmegunartrúin, góðærið, land
vísindanna eða vindar frjálsræðis?
enginn telur sig bera nokkra ábyrgð.
Foreldrar leyfa bömum sínum undir
lögaldri að sækja þessar samkomur og
láta sig engu varða heill þeirra og
hamingju. Mótshaldarar vísa allri
ábyrgð frá sér. Það sé ekki þeirra hlut-
verk að passa annarra manna böm svo
lengi sem þau borga uppsett verð,
nema þá að bjarga þeim frá að kafna í
eigin ælu. Allt er þetta hræsni og yfir-
drepsskapur. Það hefur sýnt sig að
unnt er að halda útihátíðir innan vel-
sæmismarka þar sem áfengi og önnur
fíkniefni em gerð útlæg. Iþróttafélögin
í Vestmannaeyjum og hagsmunaaðilar
á Akureyri hafa orðið sér til skammar
með því að gera út á svall og sukk um
verslunarmannahelgina til að afla
skjótfengins gróða. Tjónið sem sam-
komur sem þessar valda em samfé-
lagsins alls.
Hvenær drepur maður
mann?
Sigurður Antonsson fram-
kvæmdastjóri skrifar kjallaragrein
í DV um fóstureyðingar og rétt til
lífsins:
Nú bregður svo við að löggjafinn,
hið háa Alþingi, samþykkti lög fyrir
nokkrum árum er leyfa eyðingu á
mannlegu hfi sé það gert innan þriggja
mánaða frá getnaði. Að vísu þurfa að
vera gildar ástæður fyrir fóstureyðingu
en þær em mjög ftjálslyndar. Vísinda-
menn telja sig þess umkomna að
fleygja mannlegu lífi úr tilraunaglasi
þegar þeim hentar.
Fyrir nokkrum áratugum þótti það
ganga glæpi næst að eyða fóstri. Að-
eins í tilfellum þegar heilsa bams og
móður var í hættu mátti framkvæma
fósturlát. Síðan nýju lögin tóku gildi
hafa verið framkvæmdar yfir tíu þús-
und fóstureyðingar hér á landi undir
handleiðslu lækna. Kvenréttindakonur
hafa á orði að það sé þeirra að ákveða
hvenær barn sé hluti af konunni og
hvenær það sé sjálfstæð persóna.
Hvað hefur gert okkur viðskila við
gömul gildi? Ekki er það óáran, afla-
brestur, þrengingar eða eldgos. Hvað
veldur því að alþingismenn klyfja
riddara vísindanna morðtólum, setja
upp við vegg og fyrirskipa að deyða
líf í stað þess að styrkja nýtt líf? Er
þetta velmegunartrúin, góðærið, land
vísindanna eða vindar frjálsræðis? Em
þetta vindar frá Norðurlöndum eða
vinum okkar Dönum sem hafa gert
frjálslyndi í kynferðismálum að út-
flutningsvöru? Varla, því við höfum
gert enn betur en þeir í fjölgun fóstur-
eyðinga.
Siðferðisbrestur segir páfagarður:
„Við verðum að lýsa yfir heilagleika
lífsins. Rétturinn til lífsins, ávallt og
alls staðar." ftalskar konur undirstrika
þessi ummæli og vilja ganga með 100
fósturvísa sem skal fargað í Bretlandi.
Þær mega ekki til þess hugsa að við
skolum meðbræðrum okkar niður á
þennan hátt. Hver vildi að sín eigin
systir, bróðir, sonur eða dóttir hefði
yfirgefið heiminn í tilraunaglasi með
alkóhóldropa? Getum við lengur horft
upp á að lífi sé eytt á frumstigum
þess? Megum við breyta löggjafar-
valdi sem setur samviskuna í íjötra?
Spurningu Jóns Hreggviðssonar er
ósvarað. Hvenær mega menn drepa
mann og hvenær ekki drepa mann? ■
hinumegin
"FarSide" eftir Gary Larson
Skondið mál er nú komið
upp í borgarkerfinu. Sig-
urður Hjartarson mennta-
skólakennari, Mexíkófari og rit-
höfundur hefur sent menning-
armálanefnd borgarinnar kynn-
ingu á óvenjulegasta safni
landsins. Sigurður er eigandi
Hins íslenska reðursafns, og
mun það vera einstakt í veröld-
inni. í safni Sigurðar eru „60
eintök af 30 tegundum", svo
notað sé orðalag Tímans, sem
sagði frá málinu í gær. Þar er
að finna reður allra dýra á og
umhverfis ísland, nema homo
sapiens að vísu. En Sigurður
ætlar að bæta úr því, og segist
hafa vilyrði frá áttræðum Norð-
lendingi fyrir því að hann
ánafni safninu þessum tiltekna
líkamshluta þegar hann safnast
til feðra sinna. Nú finnst Sig-
urði semsagt mál til komið að
kynna safn sitt, þæði fyrir Reyk-
víkingum og hefur lika áform
um að komast með það alla
leið í sjálfa heimsmetabók Gu-
Margir gamlir reykinga-
menn sakna Marlboro, en
framleiðendur þess drógu það
af íslenskum markaði árið 1984
þegar sett voru ströng lög um
varnaðarorð á tóþakspökkum.
Marlboro var ein vinsælasta
sígarettutegundinn, og þótt ís-
lenski markaðurinn sé ekki sá
stærsti í heimi hefur framleið-
andinn, Philip Morris, talsverð-
an áhuga á nýju landnámi á ís-
landi. Á næstunni verður
ákveðið hjá ÁTVR hvaða tíu
tegundir, eða þar um bil, fá að
bætast við hérlendis, og sam-
kvæmt Viðskiptablaðinu eru all-
ar líkur á því að Marlboro verði
ein þeirra. Framleiðandinn get-
ur nú skírskotað til nýrra reglna
EES um merkingar á tóbaks-
varningi, sem ekki eru eins
strangar og þær sem hafa verið
í gildi á íslandi...
Eins og kunnugt er mun Leik-
félag Reykjavíkur halda há-
tíðlegt 100 ára afmæli sitt á ár-
inu 1997. Af því tilefni hafa
sagnfræðingarnir Þórunn
Valdimarsdóttir og Eggert
Jónsson verið fengnirtil að
skrifa sögu félagsins. Þar verð-
ur um veglega útgáfu að ræða
enda mikil saga, leikfélagið
elsta menningarstofnun lands-
ins, elsta félagið og þar liggja
rætur allrar sönglistar, danslist-
ar og leiklistar landsins. Bókin
kemur væntanlega fyrir al-
mannasjónir um áramótin...
r
Asunnudag erfyrirhuguð
mikil fjölskylduskemmtun
útí Viðey. Þar munu koma fram
Radíusbræður, Emilíana Torr-
ini og Bítlavinafélagið auk þess
sem boðið verður uppá veiting-
ar (SS splæsir pylsum),
skemmtiskokk, hjólreiðakeppni
og sjóskíðasýningu svo eitt-
hvað sé upp talið. Nú er stóra
spurningin hvort fari fyrir þess-
ari skemmtun eins og þeirri
sem Magnús Kjartansson og
félagar stóðu fyrir um árið.
Veðurguðirnir reyndust þeim
ekki hliðhollir og gestirnir voru
talsvert færri en þeir sem áttu
að sjá um skemmtiatriðin. Stór-
huga fyrirætlanir I Viðey hafa
sjaldnast verið arðbærar...
„Vóóóó, vúúúúiííi. Afsaki-iii-iðiii, röng stofa."
f i m m
förnum veg
Q| Heldur þú að það sé líf útí geimnum?
Guðrún Sigurgeirsdóttir
nemi: Nei, ekki í manns-
mynd. Kannski einhverjar ör-
verur.
Margrét Halldórsdóttir
skrifstofumaður: Nei, það
held ég ekki.
Benedikt Pálmason versl-
unarmaður: Nei, ég hef eng-
ar áþreifanlegar sannanir fyrir
því.
Hrafnhildur Arnardóttir
hárgreiðslumeistari: Þessi
uppfinning vísindamanna er
allavega mjög spennandi.
Erla Arnardóttir verslun-
armaður: Það er fáránlegt að
halda að við séum eina lífs-
formið í alheimi.
m e n n
Núna eru menn að uppgötva að
allir hlutir verða fornmunir
- bara ef nógu langur tími líður.
Ómar Ragnarsson í 11 fréttum Sjónvarps á
miðvikudagskvöld.
Hennar [þjóðarsálarkonunnar]
er sárt saknað. Og svo mjög að
dagana áður en hún hætti linnti
ekki látunum frá hlustendum sem
hörmuðu brotthvarf hennar en
dásömuðu hana í leiðinni og
sumir veinuðu af söknuði.
Stefán Magnússon gerir „ekki" ráð fyrir því
að þjóðarsálarkonan hafi átt einhvern þátt í
innhringingum. Lesendabréf í DV í gær.
[Sjötta regla Parkinsons]
er iðulega óskýr í hugsun og
framsetningu, höfundur styðst við
sleggjudóma í stað röksemda og
fordómar höfundar um samtímann
byrja honum oft og iðulega sýn á
fremur einfalda hluti.
Guðmundur Hreiðar Frímannsson í bóka-
dómi undir fyrirsögninni „Ekki meirl Ekki
meir!" í Mogga í gær.
Landakotsspítali, fyrir
sameiningu við Borgarspítala,
hefði getað orðið sá einkarekni
valkostur, ef rétt hefði verið
á haldið.
í ieiðara Mogga í gær.
Velkomin í strætó?
Fyrirsögn á grein Dóru Stefánsdóttur þróun-
arráðgjafa í grein í Mogga í gær.
Fulltrúar starfsmanna
Ríkisútvarpsins gengu nýlega
á fund Lilju Ólafsdóttur, forstjóra
Strætisvagna Reykjavíkur og
afhentu henni undirskriftalista
140 starfsmanna þar sem
fyrirhugðum breytingum á
leiðakerfi SVR er mótmælt.
Frétt í Mogga í gær.
Mér finnst Ríkisútvarpið á góðri
leið með að deyja, hreinlega.
borsteinn J. í HP í gær.
Mér fannst forsetinn fyrrverandi
aldeilis fríka út þarna í þættinum.
Anna Sigurðardóttir
í lesendabréfi DV í gær.
fréttaskot úr fortíð
Uppruni
knattspyrnu
Þegar villimenn í Vestur-Afríku
náðu óvini sínum á sitt vald, tóku
þeir af honurn höfuðið og spörkuðu
því á milli sín. Þannig er uppruni
knattspymu.
Alþýðublaðið
4. júlí 1937.