Alþýðublaðið - 22.08.1996, Síða 1
JAFNAÐARMAÐURINN
MALGAGN SAMBANDS UNGRA JAFNARMANNA
■ ■
Oflug sam-
vinna Norð-
urlandanna
Fimm ungir jafnaðarmenn fóru í júní á vegum SUJ til
Bommersvik í Svíþjóð til að sitja þing ungra jafnaðar-
manna á Norðurlöndum. Þóra Arnórsdóttir stiklar
hér á stóru um atburði helgarinnar.
Það er sérstök tilfinning fyrir unga
jafnaðarmenn ofanaf Islandi að ganga
inn í uppsprettu sænskrar sósíaldemó-
kratíu og sjá og finna hverju hún getur
áorkað. Ungir sænskir jafnaðarmenn,
SSU, lögðust á eitt árið 1937 og
keyptu herragarð 50 kílómetra fyrir
utan Stokkhólm. Síðan þá hefur mikið
vatn runnið til sjávar og mikið verið
byggt, breytt og bætt. Um er að ræða
stórt landsvæði, skógi vaxið, staðsett
við vatn svo hægt er að fara út á bát
og dorga í Yngemsvatni, nú eða taka
land á litlu eyjunni sem staðsett er í
því miðju og grilla í góðra vina hópi.
Þar er allt til alls, fundaaðstaða fyrir
allt upp í 200 manna ráðstefnur, tenn-
isvöllur, lítil plottherbergi og innigist-
ing fyrir einhver hundruð auk þess
sem þúsundir ungra jafnaðarmanna
gista þama í tjöldum í sumarbúðum á
hveiju sumri. Allir þingmenn jafháð-
armannaflokksins hafa þama aðstöðu
til að funda eða slaka á og það er ekki
að ósekju að Bommersvik hefur verið
nefnd hugmyndafræðileg vopna-
smiðja sænskra jafnaðarmanna. Sem
sagt: Paradís jafnaðarmannsins.
Erindi okkar íslensku fimmmenn-
ingana á þessar slóðir var að taka þátt
í þingi ungra jafnaðarmanna á Norð-
urlöndum þar sem meginumfjöllunar-
efnið var atvinnuleysi ungs fólks. Þó
svo að atvinnuleysi hér virðist hjóm
eitt samanborið við ástandið í löndum
eins og Finnlandi, þá er vandamálið
engu að síður það sama. Auk þess
hafa hin Norðurlöndin glímt við at-
vinnuleysisdrauginn mun lengur en
við og því nokkuð augljóst að við get-
um margt lært af þeim.
Fulltrúamir 85 skiptu sér í fyrstu í
þijá hópa sem einbeittu sér hver að af-
mörkuðu sviði. Þeim var síðan bland-
að og unnar niðurstöður úr hverjum
málaflokki. Undirrituð tók þátt í hópn-
um sem fjallaði um atvinnu og um-
hverfi, Kolbeinn Einarsson og Gestur
G. Gestsson ræddu efnahagsmál og at-
vinnu og Gunnar Alexander Ólafsson
og Hreinn Hreinsson voru í hópnum
sem fjallaði um atvinnustefnur ríkis-
ins, svokallaða „náringspolitik".
^tjórn FNSU hafði ákveðið að
skandinavíska yrði opinbert mál á
þinginu og það háði eilítið Islending-
um og Finnum. Þetta er þó sjálfsagt
og meiri spuming um stolt heldur en
að fólk tali ekki ensku, enda gátu þeir
sem það vildu notað hana.
En það vom aldeilis ekki einungis
rædd stjómmál, til dæmis var boðið í
hádegisverð í ráðhúsi Stokkhólms og
skoðunarferð um húsið. Ungir sænskir
jafnaðarmenn eiga nokkra borgarfull-
trúa af þeim 101 sem kjömir eru og
Anders Ygeman, formaður nefndanefndarinnar kynnir lokaplaggið.
Fulltrúar íslands í Stokkhólmi, fjórklofnir í afstöðu sinni daginn fyrir forsetakosningar.
þess má geta að af þessum 101 em 49
konur!
I Bommersvik er líka að finna írá-
bært gufubað og var ekki amalegt að
æfa hjartavöðvann aðeins með sund-
ferð í köldu vatninu inni á milli þess
sem svitnað var í gufunni og sungið.
Við íslendingar eigum greinilega
langt í land með að ná upp gufubaðs-
menningu frændþjóða okkar, þama er
allt sameiginlegt, bæði búningsklefar
og gufan og sundföt em eitthvað sem
enginn veit hvað er. Síðan var dansað
á efri hæð gamla herragarðsins fram
eftir nóttu bæði föstudags- og laugar-
dagskvöld.
Óll skipulagning var til fyrirmyndar
og má sem dæmi nefna að formaður
FUJR var svo óheppinn að bijóta gler-
augun sín í æsispennandi skallatennis-
leik og var búið að bjarga nýjum í bít-
ið daginn eftir. Allar tímasetningar
stóðust og við komum heim innblásin
af þeim krafti sem einkennir starf
ungra jafnaðarmanna á Norðurlönd-
um.
Vegna plássleysis er ekki hægt að
birta lokaplaggið sem samþykkt var í
heild sinni, en við fjölium lítillega um
starf tveggja málefnahópanna og velt-
um upp nokkrum spurningum þeim
tengdum. Niðurstöðumar í heild sinni
má nálgast á skrifstofu SUJ
Umhverfismál
í umhverfismálahópnum var mikil
umræða um orkulindir og nýtingu
þeinra. Við fslendingar búum náttúru-
lega svo vel að eiga ómengandi, end-
umýjandi orkulindir í fallvötnum og
jarðhita. Þetta er hins vegar mikið
hitamál annars staðar, einkum þar sem
stendur fyrir dymm að reisa gasorku-
stöð í Noregi sem mengar jafn mikið
og ef hátt í 800.000 nýir fólksbílar
væm teknir í notkun. Svíar em einnig
að beijast fyrir því að kjamorkufram-
leiðsla verði lögð þar niður.
Einnig var bent á að ef við tökum
alla jarðarbúa og deilum lífsgæðunum,
þá hafa íbúar Norðurlandanna það um
4-5 sinnum betra en meðaljarðarbú-
inn. Þetta sýnir augljóslega að leita
þarf leiða til að draga úr þeirri gegnd-
arlausu neyslu sem orðin er hluti af
lífsstíl okkar. Ef við eigum að standa
undir nafni sem jafnaðarmenn, hlýtur
takmark okkar að vera að jafna lífs-
gæðin meðal jarðarbúa.
Umhverfisvænar vömr vom einnig
mikið ræddar og lögð áhersla á að það
þyrfti að nota skattaleiðina til að
hvetja til umhverfisvænnar fram-
leiðslu, með mengunarskatti og jafn-
framt ívilnunum fyrir hreina fram-
leiðslu.
Svokölluð „græn störf ‘ vom einnig
mikið í umræðunni og sett upp ýmis
konar reikningsdæmi sem öll enda á
einn veg: það borgar sig að hugsa
fyrst um umhverfið. Það er greinilegt
að Islendingar eru mjög aftarlega á
merinni í rannsóknum og öðru er
tengist umhverfismálum, hluti af
ástæðunni er sú að landið okkar er til-
tölulega ómengað ennþá, en umhverf-
isvandinn er alþjóðlegur, súrt regn og
mengaður sjór spyr ekki um landa-
mæri.
Efnahagsmál
Efnahagsmálahópurinn byijaði sína
vinnu á stuttri kynningu á þeim
straumum og stefnum sem hafa verið
uppi innan hagfræðinnar á tuttugustu
öld og hvaða svör við atvinnuleysi
hagfræðin hefur boðið upp á á ólíkum
tímapunktum. Sérstaklega var framlag
Keynes og sú gagnrýni sem síðar kom
fram á hann tekið fyrir. Rætt var um
hvemig rannsóknir A.W. Phillips á at-
vinnuleysi í Englandi og sambandi
þess við verðbólgu (Phillip curve)
hefðu stýrt aðgerðum gegn atvinnu-
leysi lengi vel og hvemig þær aðgerðir
hefðu virkað. Sérstaklega vom mögu-
leg áhrif „peningargildrunnar" tekin
íyrir og framlag M.Frideman var líka
kmfið. Öll þessi umræða var síðan sett
í samhengi við sænska efnahagsmód-
elið og hvernig það hefði þróast.
Vinnu þessa hóps lauk síðan með
miklum og áhugaverðum umræðum
um hlutverk ríkisvaldsins í stjórnun
efnahagsmála almennt, þó með sér-
stöku tilliti til atvinnuleysis ungs
fólks. Hvort ríkisvaldið ætti að skipta
sér af efnahagslífinu og ef svo þá
hvemig. Einnig hvort mögulegt væri
að öll tæki og bjargir einstakra ríkja til
stjómunar efnahagsmála innan sinna
landamæra væm að hverfa með auk-
inni alþjóðavæðingu.
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Lítum okkur nær!
„í veikri von sinni um bætt kjör, leit þetta
venjulega fólk í vesturátt til samtaka eins og
NATO og ESB. Það horfir enn í dag og lítið hef-
ur breyst til batnaðar í kjörum þess fólks."
Undirritaður átti þess kost að sitja
ráðstefnu, dagana 27. júlí til 3. ágúst,
um stækkun Atlantshafsbandalagsins
(NATO) og Evrópusambandsins
(ESB), í Alaborg sem er í konungsrík-
inu Danmörku. Þátttakendur á þessari
ráðstelhu vom ungt fólk milli tvítugs
og þrítugs frá 24 þjóðum. sem allar
eiga það sameiginlegt að taka þátt í
„Partnership for peace“ (PFP) sem
NATO setti á laggirnar. Ráðstefnan
var hin fróðlegasta að öllu leyti en það
sem stóð upp úr var kynni mín af full-
trúum Austur-Evrópuþjóða s.s. frá
Eystrasaltsríkjunum, Rússlandi, Pól-
landi, Ungverjalandi, Tékklandi, Sló-
vakíu, Albaníu o.s.frv. Nær undan-
tekningarlaust töluðu fulltrúar þessara
þjóða um nauðsyn þess að sínar þjóðir
fengu aðild, fyrst og l'remst að NATO
og svo ESB. Höfðu sumir fulltrúamir
frá þessum löndum á orði að Vestur-
lönd væru fullsein í að ákveða sig
hvort og hvenær þessar þjóðir fengju
aðild að áðurnefndum samtökum.
Þetta vakti hjá mér nokkrar spumingar
um stöðu þeirra landa sem eiga aðild
að NATO og ESB.
Er svo mikill vilji fyrir stækkun
þessara samtaka? Fylgir hugur máli?
Em Vesturlönd að halda þessum þjóð-
um heitum en á endanum verða efnd-
imar engar?
Eftir fall Berlínarmúrsins tóku ríki
Austur-Evrópu upp lýðræðisskipulag
og settu á laggirnar hagkerfi á vest-
ræna vísu. í mörgum, ef ekki öllum
löndunum (nema Tékklandi og Ung-
verjalandi) voru þessar breytingar
dýru verði keyptar. Venjulegt fólk í
þessum löndum sem bjó við öryggi
s.s. vinnu og tekjur fyrir lágmarks-
framfærslu á tíniúm kommúnistanna,
sá lífskjör sín hrynja á þessu breyting-
arskeiði. Allt í einu bjó þetta venju-
lega fólk við óöryggi, varðandi tekjur
og vinnu, og misrétti í tekjum og eign-
um í þessum löndum stóijókst.
Það er mikil ábyrgð af hálfú Vestur-
landa að predika yfir þessum þjóðum
nauðsyn þess að taka upp lýðræði og
vestrænt hagkerfi, ef svo Vesturlönd í
sama mund neita þessum þjóðum um
aðgang að stöðugleika og velmegun til
að styrkja lýðræði og hagkerfi í þess-
um löndum. Vesturlönd geta ekki
haldið að sér höndum og vonað að
þessar þjóðir dafni fyrir eigin tilkostn-
að. Þvf miður er það óframkvæman-
legt. Verra er þegar leiðtogar Vestur-
landa verða eins og steini lostnir yfir
því að í nær öllum þessum ríkjum hafa
fyrrverandi kommúnistar komist aftur
til valda, í þetta sinn með lýðræðisleg-
um hætti. Þessir sömu leiðtogar virð-
ast ekki skilja það að nteð því að
draga lappirnar í ákvörðunum um
stækkun NATO og ESB hafa þeir um
leið komið fýrrverandi kommúnistum
til valda í flestum Austur- Evrópuríkj-
um. Það er algeng skoðun að með því
að stækka bara ESB til austurs hefðu
þessar þjóðfélagsbreytingar ekki kost-
að fólkið í þessum löndum svona mik-
ið.
Það er mín skoðun að hætta eigi
með ráðstefnur og fundi hjá þessum
samtökum og aðildarlöndum þess og
hreinlega taka ákvörðun hvort stækka
eigi bæði samtökin, því orð kosta lítið
en biðin hjá þessu venjulega fólki í
Austur-Evrópu kostar óheyrilega mik-
ið. Og klukkan tifar ....
Höfundur er annar varaformaður
Sambands ungra jafnaðarmanna.