Alþýðublaðið - 22.08.1996, Qupperneq 2
B2
afnaðarmaðurinn
FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1996
Ungir jafnaðarmenn
Útgefandi Samband ungra jafnadarmanna
Ritstjórn Þóra Arnórsdóttir
Útlit Gagarín hf.
Lýðræði og vald
í flóknum tuttugustualdarsamfélögum eru ekki til neinar ein-
faldar kenningar eða lausnir á skipan lýðræðis og valddreifingu.
Flest lýðræðisþjóðfélög byggja þó á fulltrúalýðræði og flokkum.
Stór munur er þó á því sem kallað er stjómmálaflokkur á Norður-
löndunum eða Bandaríkjunum. Svo stór að nafnið virðist í fljótu
bragði vera það eina sem þeim er sameiginlegt. Norræn flokka-
kerfi bygga á því að hinn almenni flokksfélagi hafi valdið og því
fylgja bæði réttindi og skyldur að vera meðlimur í stjómmála-
flokki. Það em eingöngu þeir sem em skráðir í flokkinn sem geta
haft áhrif á hverjir skipa framvarðasveitina og engar breytingar
em gerðar á málefnum
og stefhu nema með samþykki grasrótarinnar. Frama í stjóm-
málum er náð með því að gera flokki sínum gagn, mikilli vinnu
og virðingu fýrir því sem fjöldinn ákveður. Bandarískum flokkum
er aftur á móti stjómað af fámennum kjama sem er oft ekki sýni-
legur hinum almenna flokksmanni. Hverjir em í framboði fyrir
slíka flokka og hvað málefni þeir setja á oddinn ræðst
yfirleitt af því markmiði þeirra að vinna sigur í næstu kosning-
um. Sigur í kosningum er ágætis markmið útaf fýrir sig, en þegar
það fær að ráða bæði mönnum og málefnum sem boðið er upp á
fyrir kosningar em afleiðingamar hörmungin ein. I framboði em
oftar en ekki fjölmiðlamenn, poppstjömur eða gamlar íþróttahetj-
ur, einfaldlega vegna þess að þeir em þekktir og því betri sölu-
vara. í stefnuskrám og loforðum eiga allir að fá allt fýrir ekki neitt
og engum dettur í hug að við neitt verði staðið að kosningum
ioknum. Lýðræðið er því orðið marklaus leikur innantómra lof-
orða, hugsjónalausra íþróttastjama og þess hver býr til bestu aug-
lýsingamar. Afleiðingin er sú að hvergi í vestrænum lýðræðisríkj-
x um er kosningarþátttaka lægri og tiltrú almennings á stjómmálum
minni. Það hljóta jú að vera takmörk fýrir því hversu oft tilkomu-
miklar auglýsingar fá fólk til að taka þátt í tilgangslausum leik.
Eina undantekningu er að fínna á því sem hér að ffarnan var
sagt um norræn flokkakerfx og það er hérlendis. íslenska flokka-
kerfið á mun meira sameiginlegt því bandaríska en flokkakerfum
á hinum Norðurlöndunum. Alþýðuflokkurinn er þar engin undan-
tekning. Þótt formlegt skipulag og lög flokksins séu mjög í anda
systurflokka okkar á hinum Norðurlöndunum hefur skipulagið í
raun verið sorglega nálægt því bandaríska. Fyrir kosningar hefst
leit að þekktu fólki úr þjóðlífinu til að „skreyta“ lista flokksins,
meðan dyggir stuðningsmenn og vinnuhestar fá ekki tækifæri til
að sýna hvað í þeim býr. Málefnavinna liggur oftar en ekki niðri á
milli kosninga og sú málefnavinna sem þó fer fram skilar sér ekki
í stefnu forsvarsmanna flokksins. Allt of mikil áhersla er lögð á
að sníða menn og málefni að tískusveiflum. Langtímamarkmið
gleymast fyrir stefnuna að sigri í næstu kosningum. Sigri verður
ekki náð með því að virkja grasrótina til góðra verka, skipulagið
býður einfaldlega ekki upp á það, þannig að auglýsingabrellur og
glansbæklingar verða svarið. Þessi braut hefur nú verið gengin
nokkuð lengi innan þessa flokks. Niðurstaða þess er að á meðan
systurflokkar okkar á Norðurlöndum eru stórir og ráðandi stjóm-
málaöfl er Alþýðuflokkurinn smáflokkur sem við og við heppn-
ast, fyrir náð annarra flokka, að komast til valda. Fylgisþróun
flokksins er „stöðnun niður á við“. Þetta er ekki ástand sem ungir
jafnaðarmenn eru tilbúnir að sætta sig við. Þessu viljum við
breyta, því þessu er hægt að breyta. Fylgi jafnaðarstefnunar er
miklu meira hér á landi en fylgi Alþýðuflokksins, jafnaðarmanna-
flokks íslands. Látum flokksþing okkar nú í haust marka upphaf
þeirra breytinga sem nauðsynlegar em til að hefja jafnaðarmanna-
stefnuna til þeirra valda og virðingar sem hún nýtur á hinum
Norðurlöndunum og allar forsendur em fyrir að hún njóti hérlend-
is.
Ber er hver að baki
nema sér bróður eigi
...um allan heim! Segir
hér af ferð fulltrúa SUJ,
Þóru Arnórsdóttur og
Jóhönnu Þórdórsdótt-
ur á vikuhátíð Alþjóða-
samtaka ungra jafnaðar-
manna sem haldin var í
fyrrum höfuðborg Vestur-
Þýskalands, Bonn, í júlí
síðastliðnum.
Þegar við stigum upp i Boeing 737
ílugvél þýska flugfélagsins LTU að-
faranótt þriðjudagsins 22. júlí, vissum
við lítið hvað biði okkar handan hafs-
ins. Islendingar hafa ekki átt fulltrúa á
IUSY-festivali eins lengi og elstu
menn muna. Enginn Moggi um borð,
hvað þá Alþýðublað. Bara Bild der
Frau. Svo sem eins gott að fara að
dusta rykið af menntaskólaþýskunni
fyrst maður ætlar að eyða næstu vik-
unni á þýskri grund...
Við komum til Diisseldorf í morg-
unsárið og erum komnar á hátíðar-
svæðið í Bonn á heppilegum tíma,
beint í morgunmatinn. Leggjum okkur
íyrst aðeins í sólinni á Rínarbökkum.
Framundan eru 6 dagar í hópi 5000
ungra jafnaðarmanna, hvaðanæva að í
veröldinni. Við snúumst í hringi fyrstu
tímana þar til við komum höndum yflr
dagskrá vinnuhópa og yfirlit yfir
stærstu viðburði vikunnar. I lok henn-
ar, þegar öll þessi hundruð hvítra
þjóðhátíðartjalda hafa verið tekin nið-
ur horfum við hvor á aðra, fulltrúar Is-
lands, og spyrjum okkur að því hvem-
ig við eigum að fara að því að veita
öðrum hlutdeild í þessari reynslu. Lof-
um sjálfum okkur því að í Ungverja-
landi að þremur árum liðnum, muni
íslenska sendinefndin verða að
minnsta kosti tíu sinnum stærri.
Þau samtök sem em hluti af FNSU,
samtökum ungra jafnaðarmanna á
Norðurlöndum, tóku sig saman og
ráku kaffihúsið Nordic Rock á svæð-
inu í gríðarstóm veitingatjaldi sem var
að sjálfsögðu nefnt Valhalla - Valhöll.
Þetta var mögulegt vegna hins gríðar-
lega fjölda norrænna þátttakenda,
Norðmenn mættu með um 170
manns, Svíar 200, Danir 150 og Finn-
ar 70, samtals um 600 manns + 2 fs-
lendingar, gleymum því ekki. Þjóðim-
ar skiptu með sér vöktum og í stuttu
máli sagt sló Valhöll í gegn og var
dansað uppi á borðum og bekkjum
hvert einasta kvöld, sama hvað var í
gangi; karaoke, líbanskt kvöld, norskir
gítargutlarar eða bara diskó. Hagnað-
urinn af kafflhúsinu, sem var umtals-
verður, mun renna til uppbyggingar í
Bosníu.
Reynt var að halda umhverfinu
hreinu með öllum tiltækum ráðum, til
dæmis var skilagjald á plastglösin sem
allir drykkir vom seldir í heil 2 þýsk
mörk, um 90 krónur. Þetta varð til
þess að maður hélt fast utan um glasið
sitt og margnotaði það og ef einhveijir
subbulabbar skildu glös eftir á víða-
vangi, var óðar einhver búinn að tína
það upp og endurheimta gjaldið.
Þeir vinnuhópar og fyrirlestrar sem
vom í gangi vom svo margir og marg-
breytilegir, að það var með öllu ókleift
að komast yfir meira en örlítið brot.
Á heimleið: íslenska sendinefndin í
öllu sínu veldi.
Formaður íslensku sendinefndarinnar ásamt finnsku kollegu sinni, Outi
Vilén. Vistvæna hárspöngin var fengin að iáni í tilefni myndatökunnar.
„Street-festival" - götugleði- í miðborg Bonn.
Enda var dagskrá frá klukkan níu á
morgnana til klukkan fjögur á nætum-
ar. Ef eitthvað á að nefna, þá vomm
við trúar kynsystrum okkar og tókum
þátt í femínistavinnuhópnum, lentum í
ECOSY-umræðu um sjálfstæði ung-
liðasamtaka í Evrópu, tengsl flokks og
ungliðahreyfingar, stækkun Evrópu-
sambandsins til austurs, við komumst
á fund með leiðtogum sósíaldemó-
krataflokka frá Argentínu, Þýskalandi,
Fflabeinsströndinni, Ítalíu og Indlandi,
lentum á ungversku kvöldi undir ber-
um himni þar sem utanríkisráðherra
þeirra kom í heimsókn til að spjalla
við sitt fólk og þá sem áhuga höfðu,
vorum svo heppnar að mæta á mjög
áhrifaríkan fyrirlestur um Tíbet sem
nánar er greint frá annars staðar í blað-
inu og svona mætti lengi telja.
Á íslenskan mælikvarða var hrein-
lætisaðstaðan svo sem ekki til þess að
hrópa húrra fyrir, ferðaklósett og þó-
nokkuð-kaldar- og-ekki-alltaf-hreinar
sturtur. En þetta eru bara atriði sem
skipta svo litlu máli og ef satt skal
segja þá er greinilegt að við erum bara
of góðu vanar. Það getur heldur ekki
verið öfundsvert hlutskipti að þurfa að
elda ofartí 5000 manns í einu og reyna
að gera öllum til hæfis. Maturinn var
því furðu góður miðað við það og
enginn hefur þurft að svelta þess
vegna.
Einn kosturinn við að vera hluti af
svona lítilli sendinefnd er sá að þá
verður ekki hjá því komist að kynnast
fjöldanum öllum af fólki, það er
ómögulegt að láta sig hverfa í íslenska
hópinn! Það voru fulltrúar frá 117
löndum staddir í Bonn þessa viku og
ef þetta er ekki tækifæri til landkynn-
ingar, þá veit ég ekki hvað er það. Við
erum nú að gæla við Afríkuferð til að
geta heimsótt félaga okkar frá Tógó,
Burkina Faso, Mósambik, Súdan...
Hér á síðunni gefur að líta brot úr
IUSY-festivali í Bonn 22.- 28. júu
1996. Og já, við sofnuðum í flugvé
inni á leiðinni heim.
Oscar Lafontaine, formaður SDP, áritar bol hjá ungum flokksmanni.
GGG