Alþýðublaðið - 05.09.1996, Síða 4

Alþýðublaðið - 05.09.1996, Síða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1996 Ungir jafnaðarmenn Sambandsþing SUJ Sambandsþing Sambands ungra jafnaðarmanna verður haldið helgina 18.-20. október, í Breiðabliksskálanum í Blá- fjöllum. Skv. 9. grein b í lögum SUJ, skal fuiltrúatala aðild- arfélaga fundin með því að deila 10 í félagatölu þeirra mánuði fyrir sambandsþing. Komi þá út brot, skal það hækkað upp, ef það er hálfur eða meira, ella skal því sleppt. Þess skal gætt að ekkert félag má tilnefna meira en 45 af hundraði af fjölda þingfulltrúa, sem leyfilegur er skv. lögum. Aðildarfélagi ber að tilkynna til skrifstofu sambandsins, eigi síðar en viku fyrir þing um tilnefningu fulltrúa og að því loknu gefur stjórn sambandsins út kjörbréf til réttkjör- inna fulltrúa. Þeir sem sitja í sambandsstjórn, framkvæmdastjóri sam- bandsins svo og ritstjóri málgagna, skulu sjáifkjörnir á sambandsþing með fullum réttindum. Þeir aðilar tilheyra ekki fulltrúatölu þeirra aðildarfélaga sem þeir eru félagar í, skv. grein 9a í lögum SUJ. Dagskrá verður auglýst síðar. Framkvæmdastjóri Félag ungra jafnaðar- manna í Kópavogi Aðalfundur verður haldinn miðvikudaginn 18. sept- ember að Hamraborg 14a kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf Stjórnin Flokksstjórnarfundur Flokksjstjórnarfundur Alþýðuflokksins verður haldinn í Rúgbrauðsgerðinni laugardaginn 7. septemberfrá kl. 10.00 til 13.00. Fundurinn er lokaðurfjölmiðlum. Dagskrá 1. Þingflokkur jafnaðarmanna 2. Undirbúningurflokksþings 3. Önnur mál Formaður Alþýðuflokkurinn Lagabreytingar Lagabreytinganefnd er skipuð af framkvæmdastjórn til að vinna að tillpgum um breytingar á lögum flokks- ins. Samkvæmt 63. grein laga Alþýðuflokksins skal nefndin senda flokksskrifstofu tillögur þessar eigi síð- ar en mánuði fyrir flokksþing. Nefndin óskar eftirtillögum að lagabreytingum vegna 47. flokksþings Alþýðuflokksins. Tillögur þurfa að ber- ast nefndinni eigi síðar en mánudaginn 9. september. Sendið tillögurnar merktar: Alþýðuflokkurinn, b.t. lagabreytinganefndar, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík. Þungiyndur snillingur. T.E.Lawrence, leiðtogi Araba og stríðshetja, lést í mótorhjólaslysi sem kann að hafa staf- að af ásetningi. ■ Síðustu bréf Arabíu-Lawrence þykja bera vott um að hann hafi þjáðst af þunglyndi síðustu dagana sem hann lifði Framdi Arabíu Lawrence sjálfsmorð? Arabíu-Lawrence, breski herforinginn, rithöfundur- inn og fomleifafræðingur- inn, var síðustu dagana fyrir dauða sinn, ráðvilltur og þunglyndur. Sex áður óþekkt bréf sem hann skrifaði skömmu fyrir dauða sinn, hafa nú komið leitimar og innihald þeirra mun vísast endurvekja vangaveltur þess efnis að Lawrence kunni að hafa fyrirfarið sér. Lawrence lést árið 1935 og megi marka skrif hans bendir allt til að hann hafði þjáðst af einmanaleika eftir að hann lét af herþjónustu. Þeir sem til þekktu vissu að skapgerð Lawrence hefði ætíð verið sveiflukennd, en þeir vom einnig þeirrar skoðunar að eft- ir að hafa látið af herþjónustu hafi hann verið reiðubúinn að takast á við ný verkefni. Lawrence James, sagnfræðingur og höfundur ævi- sagnar stríðshetjunnar, segir: ,3réf frá Lawrence og orð vina hans, skömmu áður en hann lést, þóttu bera vott um jákvætt hugarfar hans.“ En í síðustu viku sögðu James og aðrir sérfræðingar að nýjar upplýs- ingar gæfu aðra og dekkri mynd af Lawrence. Phillip Knightley, höf- undur The Secret Lives of Lawr- ence of Arabia, sagði: „Þessi bréf varpa algjörlega nýju ljósi á við- fangsefnið. Mér virðist þau gefa til kynna að Lawrence kunni að hafa framið sjálfsmorð í mikilli örvænt- ingar.“ Á meðal bréfanna er eitt sem Lawrence skrifaði til Eric Kennington, sem var náinn vinur hans í meira en fímmtán ár, og bréfið ber vott um mikla vanlíðan. Það var Paul Marriott, höfundar nýrrar bókar um síðustu daga Lawrence, sem fann bréfið. í bréfinu segir Lawrence: „Ég sit í húsi mínu fremur ráðvilltur og velti því fyrir mér hvað hefur gerst, er að gerast og mun gerast. Eins og er finn ég einungis fyrir ráðleysi. Ég held að laufum líði svipað og mér, ffá því þau falla af tijánum og þar til þau deyja." Viku eftir að hann ritaði þessi þunglyndislegu orð lenti hann í árekstri á mótor- hjóli sínu; hann náði aldrei meðvit- und og lést sex dögum síðar. Eyðimerkurhermaðurinn vissi betur en flestir hvemig tilfinning það er að blómstra og visna síðan eins og lauf. Eftir að hann lauk sagnfræðiprófi frá Oxford, með ágætiseinkunn, heillaðist hann af Arabíu þar sem hann vann í fyrstu sem fomleifafræðingur. Landfræði- leg þekking hans leiddi til þess að örfáum mánuðum eftir að fyrri heimsstyijöldin braust út var hann orðinn herforingi í Kairó. Hann stjómaði uppreisn Araba gegn Tyrkjum og varð á skömmum tíma goðsögn. Tyrkir handtóku hann og pyntuðu, en honum tókst að flýja úr vörslu þeirra. Hann tók þátt í sigur- göngu í Jerúsalem eftir stríðið og beitti sér árangurslaust fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis Araba í Vestur-As- íu. Hann yfirgaf herinn, orðinn her- foringi og stríðshetja, og neitaði að taka við heiðursmerkjum frá Ge- orgi V. Árið 1922 gaf hann út endur- minningar sínar, The Seven Pillars of Wisdom, en dró sig síðan í hlé frá opinbem lffi. Hann gekk í breska flugherinn sem óbreyttur flugmaður undir röngu nafni. Þegar uppgötvaðist hver hann var þótti ráðlegast að leysa hann frá störfum. Hann gekk þá til liðs við skrið- drekadeildina, enn undir fölsku nafni. Hann sneri aftur til þjónustu við flugherinn og var leystur frá störfum árið 1935. Hann var 46 ára. 13. maí það sama ár yfirgaf hann heimili sitt á mótorhjóli, keyrði út af veginum og lenti á tré. Rannsókn þótti leiða í ljós að hann hefði sveigt til hliðar til að forðast árekst- ur við tvo unga drengi á hjóli. En efasemdir hafa ætíð verið á kreiki því eina vitnið að slysinu, sem var nágranni Lawrence, sagði að Lawr- ence hefði verið á ofsahraða. Var Lawrence þunglyndur, og á ofsahraða, jafnvel að gera tilraun til sjálfsmorðs? Marriott, sem þrátt fyrir allt, álítur enn að dauði Lawr- ence hafi verið slys segir: „Meðan hann lifði sóttist hann hefði frægð og velgengni, hann öðlaðist hvom tveggja og fyrirleit síðan það sem honum hafði hlotnast. Bréfin sýna að hann leitaði skjóls í ömurleikan- um. Hann var mjög flókin og tra- gískur snillingur.“ ■

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.