Alþýðublaðið - 05.09.1996, Page 7

Alþýðublaðið - 05.09.1996, Page 7
FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Lþ u n g a viskubrunnurinn 1. Þröstur Þórhallsson tryggði sér nýverið stórmeist- aratitil í skák og er níundi ís- lendingurinn sem hlýtur þessa upphefð. Lengi áttu ís- lendingar aðeins tvo stór- meistara. Hvað heita þeir? 2. Hann varforseti voldugs ríkis og eftir honum er haft: „Menn geta sundum blekkt alla borgarana; þeir geta jafn- vel alltaf blekkt suma þeirra; en þeir geta ekki alltaf blekkt alla þeirra.“ Hver er maður- inn? 3. Slóvenía var eitt af sex lýð- veldum Júgóslavíu sálugu, en lýsti yfir sjálfstæði árið 1991. Landið hefur siglt lygnan sjó, öndvert við hin lýðveldin fimm. Hvað heitir höfuðborg Slóveníu? 4. Lögbók íslenska þjóðveld- isins var fyrst skráð veturinn 1117-18. Hvaðer þessi bók kölluð? 5. Nú eru fjögur dagblöð gef- in út hér á landi. Hvert þeirra er elst? 6. Hvaða skáld, sem uppi var 1937-1994, orti: Ég elskaði eittsinn stelpu. Hún var heimsk og ég var vitlaus. 7. Adolf Eichmann var leiddur fyrir rétt í ísrael, geimfarinn Júrí Gagarin fór umhverfis jörðina; Ragnar Jónsson gaf ASÍ120 listaverk; Bjarni Jónsson prófastur gerður að heiðursborgara Reykjarvikur. Hvaða ár var þetta? 8. Hver er eini alþýðuflokks- maðurinn sem verið hefur forsætisráðherra i meirihluta- stjórn? 9. Hvaða frægi breski leikari, semdó1984, sagði: „Föður mínum fannst að allir sem fóru í kirkju og drukku ekki áfengi væru óþolandi. Ég ólst við þessa skoðun." 10. Hver er maðurinn uosjeQJOd Jn6ne|uun0 oi uovrng pjeqoiy '6 uossue;ais uueq -9P u^e;s 8 1961 Quy 'L uosjeQjnöis Jn6ea 9 Q|Qe|qun6joiM g s?6?j0 euefiqnh E u|ooun ujeqejqv 'Z uossu9[jn6is jnpunujQng 60 uossjeip jhjquj '1 :joas ■ Þórhallur Guðmundsson er á ferð og flugi um land allt og gengur erinda fólks annarra heima. Auk þess mun hann stýra útvarpsþættinum Lífs- augað á FM 957 sem byrjar í október en þar eru andleg málefni í brennidepli. Áhugi landsmanna á því sem er fyrir handan vex og Miðillinn blómstrar „Það er eitt og annað á döfinni hjá mér. Ég er að vinna fyrir sálarrannsóknarfélögin úti á landi. Síðan stendur til að stofna félagsskap í Reykjavík um andleg málefni en þar verðum við fjórar til fimm persónur í samneyti. Hann á að heita Lífsaugað samanber útvarpsþættina sem ég er með á FM 957.“ Hefurðu fengið mikil viðbrögð? - , Já, mjög. Fólk er mjög áhugasamt um þessi málefni. ís- lendingar eru andlega sinnuð þjóð, opnir og hafa verið í gegnum aldirnar." Þú ert með miðilsfundi regiulega og ekkert lát á að- sókn? „Nei, það virðist ekki vera. Fólk hættir víst ekki að deyja og þeir sem eftir lifa leita sannana fyrir annarri tilvist og fá hjálp og leiðbeiningar í gegnum sorg og einkalíf. Það virðist fá hjálp með að fara til miðils.“ Þú ert transmiðill? „Líka og vökumiðill. Transmiðlar em ekki margir eða um tveir eða þrír. Vökumiðlum fer fjölgandi og virðast spretta upp. Þessi hæfileiki býr með okkur öllum en mis- munandi virkur þó.“ Vökumiðlamir blómstra? „Já, og það er af hinu góða. Það þarf að halda þessum hæfileika við eins og leikari viðheldur á sínu hlutverki og söngvarinn sínu.“ Þetta er athyglisverð samlíking því þú verður væntan- lega fyrir því að menn eflst um að þú og aðrir miðlar séu í alvöru? „Jájá, ég hef lent í því. En það eru blessuð verkin sem tala. Það var hér áður fyrr en ég held að ég sé búinn að ýta því ffá. En það eru alltaf einstaklingar sem efast. Sem bet- ur fer. Eftnn hjálpar og hleypir manni ekki á fulla ferð. Sértu efins sjálfur þarftu að rannsaka og skoða og fá meiri vimeskju." Og þessi efi þá til þess fallinn að styrkja hina í trúnni? „Akkúrat." Er þetta mikið til sama fólkið sem kemur á miðilsfundi? „Nei. Ég er alltaf að sjá ný andlit og ungt fólk virðist sækja meira og meira í það að horfa í Kfrð sem framundan er.“ Er ekki þokkalegt uppúr miðilsstarfinu að hafa? „Ekki get ég nú sagt það. En ég er andlega ríkur. Peninga- hliðin í þessum málum er of mikil og mætti skoða þá hluti betur. Verðlagning miðla er misjöfn og hefur verið.“ Þórhallur Guðmundsson: Það þarf að halda þessum hæfileika við eins og leikari viðheldur á sínu hlutverki og söngvarinn sínu. Hver er merkilegasti atburðurinn sem þú hefur upplif- að á miðilsfundi? „Ég er ekki mikið til frásagnar sjálfur þegar ég fell í trans. En á skyggnilýsingafundi á Sauðárkróki fyrir um þremur árum. Ég er að tala við mann sem er í salnum og lýsi öðr- um manni að handan sem er faðir hans. Maðurinn er mjög efms en allt í einu dettur steinn niður fyrir framan mig. Fólkið á ffemsta bekk sá hann detta. Þetta voru ótví- ræð skilaboð. Faðirinn trúði ekki á líf eftir dauðann, trúir núna, en hann hafði það fyrir vana þegar hann fór í göngutúra að koma ætíð með stein til baka. Þennan stein á ég í dag.“ ■ o r m u r i n n Hannes Hólmsteinn Gissurarson dósent um bækurnar sem hann er að lesa: „Ég hef venjulega eina bók sem ég glugga í á kvöldin en núna er ég að lesa margar í einu. Þær fjalla unt allt milli himins og jarðar, en tengjast all- ar tuttugustu öldinni, og þær eru les- efni mitt núna vegna bókar sem ég er að vinna að og fjallar um Benjamín H.J. Eiríksson. Bókin sem ég las í nótt fjallar um Willi Vunchenberg og er eftir Babette Gross en Vunchenberg stjómaði meimingarbaráttu kommún- ista í Evrópu á árunum milli stríða og var drepinn af útsendurum Stalíns á hroðalegan hátt árið 1940. Vunchen- berg á sér mjög reyfarakennda sögu að baki og Halldór Laxness segir nokkuð frá honum í Skáldatíma og reyndar víðar. Ég var líka að lesa bókina Stalín: Killer of Nations eftir Robert Conqest sem hefur rannsakað nýfundin skjöl í Opið bréf til lögreglustjóra Herra lögreglustjóri! Hér með læt eg yður vita, að einn af lögregluþjónum bæjarins, hefir hvað eftir annað verið dauðadrukk- inn, og svo hörmulega á sig kominn, að hann hefir ekki verið sjálfbjarga. Lögregluþjónn þessi er Sæmundur Gislason. Þrisvar hefi eg séð hann ósjálf- bjarga, og var þá bæði undir minni og annara hjálp, og í eitt skifti spark- aði eg honum innum dyrnar heima hjá honum. í öll skifti var þetta á hans nætur- vagt og hann því skiljanlega í ein- kennisbúningi. Moskvu. Síðan er ég að lesa ævisögur norskra og danskra kommúnistafor- ingja og er einnig að glugga í bækur um veiðar og sjómennsku, vegna þess að Benjamín var sjómaður áður en hann gerðist hagffæðingur. Svo má að lokum nefna að ég er að lesa skjöl um hreinsanir Stalíns sent vom gefin út á þýsku.“ Að þessu skal eg leiða vitni, hve- nær sem þess verður krafist. Þetta skeði í ágústmánuði í fyrra sumar, en síðast sjá eg hann drukkinn og með drykkjulæti síðastliðna gaml- ársnótt, og var hann einnig þá í ein- kennisbúningi. Eg skal taka fram, að eg hefi ekki vitni að þessu síðasta til- felli, en líklegast hafa einhverjir fleiri en eg séð lögregluþjón í einkennis- búningi með drykkjulæti þessa nótt. Ólíklegt þykir mér, að eg hafi séð Sæmund í öll þau skifti, sem hann hefir verið drukkinn, og er hitt senni- legra, að það sem eg hef frá að segja, sé að eins fá tilfelli af mörg- um. Eg efast ekki um, herra lögreglu- stjóri, að þér látið ekki þennan mann vera lögregluþjón lengur, er þér haf- ið heyrt þennan framburð minn. Þér viljið kannske spyrja hvers vegna eg hafi ekki sagt þetta fyr. Því er að svara, að mér hefir ekki fundist það mitt verk, að sjá um að lögreglu- þjónar í einkennisbúningi séu ódrukknir; mér hefir fundist það standa öðrum nær. En af sérstökum ástæðum, finn ég nú ástæðu til þess að segja yður frá þessu. Reykjavík 18. sept. 1922 Guðm. Jónsson Alþýðublaðið þriöjudaginn 19. september 1922

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.