Alþýðublaðið - 05.09.1996, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 05.09.1996, Blaðsíða 8
Fimmtudagur 5. september 1996 muBieiB 132. töiublað - 77. árgangur Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk ■ Sigursteinn Másson fréttamaður er að vinna heimildarmynd - Aðför að lögum - um Geirfinnsmálið. Jakob Bjarnar Grétarsson ræddi við Sigurstein sem segist hafa undir höndum áður óbirtar upplýsingar sem hugsanlega gefi ástæðu til endurupptöku málsins Ég get um fátt annað hugsað þessa dagana Á sunnudag fóru fram upptökur í dráttarbrautinni í Keflavík, þarsem Geir- finnur átti stefnumót. Myndin sýnir hvar „Geirfinnur" kemur til þessa ör- lagaríka fundar. - segir Sigursteinn Más- son og að Geirfinnsmálið sé þess eðlis að ef menn sogist inní það verði að fara alla leið. „í augnablikinu er ég í launalausu leyfi frá Stöð 2 en er áfram fréttamað- ur þar. Hagsmunir eiga á engan hátt að skarast. Þetta er afmarkað mál,“ segir Sigursteinn Másson. Hann er þessa dagana að vinna að gerð heim- ildamyndar, tveggja þátta fyrir Sjón- varp, en í myndinni eru meðal annars atburðir málsins sviðsettir. I gær var gengið frá samningum milli fyrirtækis hans, Veritas ehf. og RÚV um með- framleiðslu og sýningarrétt. Sigur- steinn hlaut einnar milljón króna styrk frá Menningarsjóði íslenskra útvarps- stöðva. Síðan sú úthlutun átti sér stað hefur Sigursteinn staðið í samninga- viðræðum um frekari fjármögnun, sýningarrétt og meðframleiðslu. „Flest bendir til að þættimir verði sýndir á erlendum stöðvum. Fjármögnunin byggist á því að hluti Ijármagns komi að utan,“ segir Sigursteinn en kostnað- aráætlun hljóðar uppá tæpar 12 millj- ónir króna. Málsmedferð vekur athygli utan landsteina „Samningurinn við Ríkissjónvarpið er góður þó að ég geti ekki greint frá innihaldi hans. Einnig hef ég fengið góð viðbrögð að utan þannig að það vantar ekki mikið uppá að endar nái saman. Norðurlöndin hafa sýnt þessu áhuga, sérstaklega Noregur en einnig eru Irland, England og Þýskaland inni í myndinni. Hugsanlega fleiri aðilar. En það er allt á samningsstigi núna þannig að ég er ekki tilbúinn að greina frá því hvaða stöðvar nákvæmlega um er að ræða.“ Sigursteinn segir menn úti ekki þekkja þetta mál lengur. „En það var skrifað um þetta mál á sínum tíma í þýskum blöðum og á Norðurlöndum. Hins vegar er klárt að áhuginn úti er að nokkru tilkominn útaf Karl Schútz, þýska „rannsóknarlögreglumannin- um“ sem var fenginn til liðsinnis rann- sókninni á sínum tíma, og þess vegna er lög mikil vinna, bæði hér og erlend- is, að rannsaka hans feril. Schútz var vel þekktur á sínum tíma úti í Þýska- „Nú eru það allra síðustu 66 mínút- ur úr Fundnum ljóðum Páls Ólafs- sonar,“ segir Hjalti Rögnvaldsson en hann flytur ljóð ásamt Halldóru Bjömsdóttur leikkonu í kvöld á Kaffi Austurstræti klukkan 22:30. Hjalti er óvenju seint á ferli að þessu sinni með dagskrá sína. „Já, eigandinn verður að gefa túristum að borða til klukkan tíu. Það er ekki stætt á því að lesa íslensk Ijóð fyrir Þjóðverja sem eru að matast,“ segir Hjalti. Þetta er í þriðja skipti sem þau Hjalti og Hall- dóra lesa úr ljóðum Páls og Hjalti þvertekur fyrir það að hann sé orðinn landi og hans tilkoma í málið þykir mjög áhugaverð sem og rannsóknar- aðferðir sem stundaðar voru hér heima og meðferð málsins í heild sinni bæði af hálfu rannsóknaraðila og dóms- valdsins.“ Sigursteinn vill ekki fullyrða að mannréttindi hafi verið brotin. „Ég ætla ekki heldur að fullyrða að þau sem dæmd vom í þessu máli séu sak- laus. En þegar þættimir verða sýndir þá munu hins vegar koma fram slá- andi, nýjar upplýsingar sem aldrei hafa komið fram áður. Síðan verður það áhorfandans að vega og meta hvað stendur eftir í málinu. Þetta verða staðreyndir sem mikil áhersla er lögð á að séu vel ígrundaðar og studd- ar rökum, skjölum og framburði máls- leiður á skáldinu. ,Jýei, aldrei. Þetta er svo hugljúft. Þeir sem vilja vita eitthvað um ástina verða endinlega að kynna sér Pál Ólafsson." En er Pdll ekki aðalega frœgur að bía við börnin með Ijóðum d borð við Lóan erkomin? „Hann verður núna mjög frægur fyrir Fundin Ijóð. Þetta em ástarljóð og ég hefði haldið að allir blaðamenn ættu að lesa Fundin ljóð. Þau ylja,“ segir Hjalti og virðist hafa mikinn skilning á högum blaðamannastéttar- innar. metandi aðila. Það verður á engan hátt aðeins stuðst við framburð sakborn- inga.“ Sumir neita að tjá sig um málið Vinna að gerð myndarinnar hófst í upphafi þessa árs. „Ég hóf þá að skoða öll gögn málsins sem vom lögð fyrir Sakadóm 1977 og Hæstarétt 1980 og lágu til grundvallar dómsnið- urstöðum. Síðan þá hef ég leitað frek- ari upplýsinga hjá Dómsmálaráðu- neyti, Utanríkisráðuneyti, Saksóknara- embætti og fleiri aðilum. Fyrstu mán- uðimir fóm alfarið í gagnaöflun en síðan hefur sumarið að miklu farið í samningavinnu og ljármögnun. Einn- ig gerðum við, en hópur manna kemur að verkinu, kynningarmyndband sem kynnt hefur verið innlendum sem og erlendum aðilum." Aðspurður segir Sigursteinn gífur- lega vinnu hafa farið í þetta mál enda eru til heilu bókasöfnin um það. „Dómsskjölin sjálf em mjög mörg og við höfum þurft að fara mjög rækilega í gegnum þau. Auk þess þarf að tala við marga aðila og sú vinna er tæplega hálfnuð í dag. Ennþá em á bilinu 20 til 30 manns sem við þurfum að ná tali af. Auðvitað eru sumir sem neita hreinlega að tjá sig um málið. En það þýðir ekkert að gefast upp með þá að- ila. Ég lít svo á að núna, rúmum 20 ár- um eftir að það kom upp, sé krafa í samfélaginu þess efnis að málið sé tekið til rækilegrar endurskoðunnar." Sigursteini veittist skyndilega að- gangur að öllum gögnum málsins og varð það til að vekja áhuga hans en þegar málið kom upp var hann á bam- skóm. „Guðmundur Einarsson hvarf aðfaramótt 27. janúar 1974 og Geir- fmnur hverfur að kvöldi 18. nóvember sama ár. Ég var ekki nema sjö ára gamall þá þannig að ég gat á engan hátt metið málið né fylgdist með fjöl-' miðlaumfjöllun á srnum tíma. Ég kem því að málinu með hreint borð og án þess að hafa myndað mér fyrirfram skoðun á því. En eftir því sem ég fór lengra inní það þá vakti það æ meiri áhuga minn. Nú er svo komið að ég get um fátt annað hugsað. Þetta mál er þess eðlis að ef maður sogast inní það þá verður rnaður að fara alla leið. Ég held að það sé ekki hægt að ná nein- um árangri í rannsókn málsins án þess að fylgja því stíft eftir." Málið tekið upp að nýju? í Aðför að lögum eru atburðir svið- settir að verulegu leyti. „Við sviðsetj- um atburði aðalega uppúr hæstaréttar- dómi. Síðan sviðsetjum við líka sam- kvæmt framburðum fangavarða og annarra opinberra starfsmanna um það sem gerðist í Síðumúlafangelsinu í lok árs 1975 eða skömmu eftir að sak- borningar voru handteknir og síðan frameftir 1976. Sviðsetningamar felast í aðalatriðum í þessu tvennu. Síðan fórum við ofan í öll grundvarllaratriði hæstaréttardóms og þær forsendur sem Hæstiréttur gefur sér í dómsnið- urstöðu." Enn hefur ekki verið ákveð- ið hvenær eftirvinnsla myndarinnar fer fram en gert er ráð fyrir því að myndin verði sýnd í upphafi næsta árs. Sigursteinn telur nokkra þætti þess valdandi að áhugi á Geirfinns- málinu er eins mikill nú og raun ber vitni. „í fyrsta lagi hefur málið komist á það stig að í fyrsta skipti hefur verið skipaður sérstakur talsmaður Sævars Cieselskys um kröfuna um endurupp- töku málsins: Ragnar Aðalsteinsson. Þannig er málið komið á nýtt stig. f öðru lagi hefur Guðjón Skarphéðins- son, einn tveggja sem dæmdir voru i málinu og ekki höfðu dregið játningar sínar til baka, nú komið fram og sagt að einhverju leyti sína hlið á málinu. Einnig held ég að það sem ræður því að þetta mál er svona mikið til um- fjöllunar núna sé sú staðreynd að Sævar Ciescielsky hefur allar götur síðan hann losnaði úr fangelsi barist fyrir endurupptöku málsins. Sú barátta er nú að vekja athygli nýrrar kynslóð- ar. Nú liggja fyrir nýjar upplýsingar." Er þitt mat að þœr nœgji til endur- upptöku mdlsins? „Ég er ekki lögfróður maður en ég held að almenn réttlætiskennd manna, eftir að staðreyndimar á bak við þetta mál koma fram í þessum þáttum tveimur, muni segja að það sé ástæða til að endurskoða þetta mál.“ Lítill metnaður í gerð heim- ildamynda „Ég hef gífurlegan áhuga á þeirri tegund af sjónvarpsefni sem heitir heimildamyndagerð," segir Sigur- steinn. „Mér finnst að henni hafi verið illa sinnt fram til þessa - sérstaklega heimildamyndum um þjóðfélagsleg málefni. En þetta er dýr þáttagerð og þar af leiðandi erfiðari í framkæmd en ýmist annað sjónvarpsefni. En ég tel að sjónvarpsstöðvunum beri rík skylda til að sinna þessari tegund af heimildaþáttagerð með betri hætti en gert hefur verið. Því miður hafa heim- ildamyndaþættir á íslandi oft ein- kennst af því að talsverðir peningar hafa verið settir í þætti sem í raun og veru hafa kostað lítið. Við höfum mörg afmörkuð dæmi um þætti um einbúa eða sögu eða eitthvað sem af- skaplega lítil vinna virðist hafa verið lögð í og mér finnst það hafa skaðað heimildamyndagerð á Islandi og metnaðarleysi einkennt þessa grein hingað til.“ ■ Hjalti Rögnvalds enn og aftur á ferð með Ijóðalestur Þetta er svo hugljúft - segir Hjalti Rögnvaldsson leikari og Ijóðaupplesari

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.