Alþýðublaðið - 06.09.1996, Síða 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FOSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1996
s k o ð a n i r
MMBU9ID
21172. tölublað
Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566
Útgefandi Alprent
Ritstjóri Hrafn Jökulsson
Fréttastjóri Jakob Bjarnar Grétarsson
Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason
Umbrot Gagarín ehf.
Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf.
Rftstjórn, auglýsingar og dreifing
Sími 562 5566
Fax 562 9244
Tölvupóstur alprent@itn.is
Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði.
Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk
Viðbrögð við þingflokki
jafnaðarmanna
Athyglisvert er að fylgjast með viðbrögðum stjómmálamanna
og ijölmiðla við stofnun þingflokks jafnaðarmanna. Ekki verður
annað séð en full eining sé í þingliði Alþýðuflokksins og Þjóð-
vaka, og margir hafa orðið til að fagna sameiningunni. Stefán Jón
Hafstein ritstjóri Dags-Tímans segir í forystugrein í gær að síðan
Reykjavíkurlistinn kom, sá og sigraði hafi engin góð tíðindi bor-
ist af vinstrimönnum í landsmálapólitík. Hann telur samruna
þingflokkanna tveggja fagnaðarefni fyrir alla landsmenn og segir
að þakka beri sérstaklega Jóni Baldvin Hannibalssyni og Jóhönnu
Sigurðardóttur; samvinna þeirra nú sé stórmannleg eftir það sem
á undan er gengið. Lúðvík Bergvinsson þingmaður segir að leitun
hafi verið að ágreiningsefhum milh Alþýðuflokks og Þjóðvaka,
og geti þeir ekki starfað saman hljóti að vera erfitt að sameina
aðra.
Viðbrögð úr hinum stjórnarandstöðuflokkunum tveimur,
Kvennalista og Alþýðubandalagi, eru mismunandi. Guðný Guð-
bjömsdóttir þingkona Kvennalistans segir að sameiningin sé já-
kvæð; hún styrki stjómarandstöðuna og sé hugsanlega upphafið
að einhveiju nýju og spennandi. Þetta em athyglisverð ummæli,
og ekki síður þau orð Guðnýjar að framhaldið velti mest á við-
brögðum Alþýðubandalagsins. Fjórir þingmenn Alþýðubanda-
lagsins tjá sig um málið í Degi-Tímanum í gær, og verður að
segjast að ánægju þeirra virðist mjög í hóf stillt. Þannig er þing-
flokksformaðurinn, Svavar Gestsson, bersýnilega sármóðgaður í
garð Einars Karls Haraldssonar, sem hefur tekið að sér verkefni á
vegum þingflokks jafnaðarmanna. Einar Karl var til skamms
tíma framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins, og maðurinn á bak-
við kosningu Margrétar Frímannsdóttur í formannsslagnum í
fyrra. Honum var hinsvegar bolað úr starfi framkvæmdastjóra, og
ekkert óeðlilegt þótt hann hash sér nýjan völl.
Margrét Frímannsdóttir segir að nú þegar mál Alþýðuflokksins
og Þjóðvaka séu uppgerð, sé loks hægt að fara þá ferð sem A-
flokkamir ráði. Hún telur að eitt af fýrstu verkefhum geti verið að
komast að sameiginlegri niðurstöðu um fjárlagafrumvarpið, og
vissulega ætti að vera hægt að mynda samstöðu í því veigamikla
máli. Við nokkuð annan tón kveður hjá Steingrími J. Sigfússyni.
Hann segir að sameining Þjóðvaka og Alþýðuflokks gefi Al-
þýðubandalaginu ákveðna sérstöðu til vinstri, þegar „hægri-
miðjukratafylking sameinast í einum þingflokki. Á.sama tíma sé
staða Alþýðubandalagsins sem vinstri flokks mun skýrari en
ella.“
Yfirlýsingar á borð við þessar gefa ekki til kynna að alþýðu-
bandalagsmönnum sé mjög í mun að efla samvinnu á vinstri-
væng. Þegar stjómmálamenn klifa á „sérstöðu“ síns flokks eða
nauðsyn þess að „merki hans“ sjáist eða „rödd hans“ heyrist er
það oftar en ekki til marks um pólitíska hreinlífisstefnu. Stjóm-
málaflokkur getur aldrei verið markmið í sjálfu sér, heldur þær
hugsjónir sem hann er reistur á. Reyndar er tregða margra stjóm-
málamanna til að viðurkenna þessa staðreynd í verki, einkum til
komin vegna ótta þeirra við að missa spón úr sínum pólitíska
aski. ■
Læknar í verkfalli
Rannes Hólmsteinn segir að á fs-
landi sé minnst atvinnuleysi í
Evrópu. Ami Þór Sigurðsson segir að
nú finnist dagvistun fyrir öll börn í
bænum. Jóhanna Sigurðardóttir segir
að framtíðin sé björt. Ólafur Ragnar
Grímsson segir að Súðvíkingar eigi
séns á Internetinu. Ólafur Jóhann
Ólafsson segir að hann geti vel htið til
með þeim Sony og Microsoft. Halldór
Ásgrímsson segir að Kóreumenn vilji
íslenskan vaming. Jóhann A. Jónsson
segir að Smuguveiðar lyfti
þjóðarbúinu. Helgi Pétursson segir að
landsmenn eigi nóg af peningum til að
spandera á Kúbu. Hannes Hólmsteinn
segir að hér sé allt í góðu.
Vikupiltar
Hallgrímur
,»;18§fiL Helgason
skrifar
Ég hef stundum sagt að á íslandi ríki
heppnaðasta þjóðfélag sögunnar.
Engin fátækt. Engir götubetlarar heim-
ihslausir. Lítið ofbeldi. Og engin lús.
Og ég þarf vart að minna á sögu
ömmu minnar; tuttugustu aldarinnar.
Úr torfkofa í Teppaland. Frá útburði í
hraungjótu til bamastóls í Toyótu. Frá
þuirabúð til þurrbúnings. Nú er komið
sjónvaip og steríó í hveija káetu togar-
ans. Á nokkrum tugum ára breyttum
við lúsugu baðstofusamfélagi í
íyrirmyndaijóðfélag heimsins. Þar sem
burstabæjarkynslóðin rúllar rorrandi
hress á hjólastólum eftir þjónustu-
göngum inn í sjónvarpskrókinn. Þar
sem hæstur meðalaldur fmnst í heimi.
Þar sem lestrarkunnáttan seytlar niðrí
lægstu setlög samfélagsins og ung-
barnadauða verður að fletta upp í
annálum á Landsbókasafninu. Allir
fara daglega í sturtu og ryksuga svo á
hverjum laugardegi. Heimsins besta
hitaveita. Heimsins besta heil-
brigðisþjónusta. Er sagt. Velferðarríki.
En ef engin finnast lengur vand-
málin reynir mannseðhð að búa þau til.
Menn þola ekki ofþægindin. Þegar
uppbyggingu er lokið grípur menn
óþol og niðurrif hefst.
Læknar eru komnir í verkfall. Ég
endurtek. Læknar eru komnir í verk-
fall. Hafi nú einhver gárunginn í
útjaðri Gúttó-slags árið '32 hvíslað því
að glóðureygðum verkamanni að sá
tími kæmi á íslandi að læknar fæm í
verkfall hefði sá brandarakall verið
sleginn niður. f sögu verkalýðsbaráttu
á íslandi er nú komið að þeim skondnu
köflunum. Ég bið lesendur að hressa
minni mitt: En hvenær fóm verkamenn
síðast í verkfall? Hvenær lögðu lægst-
launaðir síðast niður vinnu? Var það
ekki bara í yfirvinnubanninu sumarið
'77? Þegar Jakinn dró seiminn í hveij-
um fréttatíma. Þegar Jakinn dró
seiminn heilt sumar og við borgar-
unglingarnir bölvuðum glötuðum
yfirvinnutímum viku eftir viku. Við
vomm að safna fyrir Bang&Olufsen-
græjunum og sýndum kjarabaráttu
lítinn skilning; onaf Seleyri var okkur
rútað í bæinn að lokinni þriggja daga
vinnuviku og Borgarfjarðaibrúin beið
helgi eftir helgi inní skemmu á meðan
stöplamir stóðu einir af sér strauminn
eins og afar einkennilegt útilistaverk.
Verkamenn lögðu steyttan hnefa á
hillu. Og verkfallsvopnið var hand-
langað í efrí stéttir. Léttmenntaðir léku
sér með það um skeið. Hver man ekki
eftir hinum furðulegu en afar frægu
verkföllum mjólkurffæðinga? Og svo
komu flugfreyjumar. Verkfallsvopni
var slakað niðrí sokkabuxur. Síðan
ríkisstarfsmenn. Nú vom það kennarar
sem fóm í verkföll. Kjarabaráttan var
komin inn í skólana og þaðan lá leiðin
greið inn á sjúkrahúsin. Einsog létt
krankur sjúklingur var hún höfð í
umsjá ófaglærðari stétta fyrst um sinn.
Meinatæknar fóru í verkfall, síðan
sjúkrahðar. Nú læknar.
Hvað næst? Prestar í verkfall?
Löggan? Þingmenn? Ráðherrar?
.Forsetaverkfall?”
Bi'ðið bara þar til fréttatímar sjón-
varps fyllast af „verkfalh bankastjóra”.
Já, það kann að hljóma undarlega nú,
en þó alls ekki jafn fáránlega og
„læknaverkfall” hefði hljómað í
miðjum klíðum Góttóslags.
Eg verð að viðurkenna að ég veit
lítið um meintar kröfur heimilislækna.
Mér heyrist þetta vera spurning um
250 þúsund í stað 200. Að þeir geti
keypt sér jafn flotta jeppa og
sérfræðingamir, jafnvel vélsleða eins
og skurðlæknamir eiga vfst ahir. Gott
og vel. En læknar gleyma því að þeir
geta ekki farið í verkfall. Samvisku
sinnar vegna, og siðferðilegrar skyldu.
Læknaverkfall er ekki verkfall. Það er
ímynduð niðurfelling verkja.
Sjúklinga. Læknar fella ekki niður
verk. Þeir fella niður verki. Og ekki
sína eigin, heldur annarra. Og eru
læknar þá ekki sjálfir orðnir veikir?
ímyndunarveikir?
Nú neita þeir jafnvel að sinna
neyðarvöktum. Og á mjög samtímale-
gan, táknrænan og ábyrgðarfrýjandi
hátt segir einhver læknaformaðurinn í
útvarp að ef til vill megi jú rekja ein-
hver kíghóstandi tilfelh til „ástandsins
sem skapast hefur”. Líkt og það sé
bara á vegum veðurguðanna og enginn
mannlegur vilji þar á bakvið. Læknar
verða að taka ábyrgð á gerðum sínum.
u
Þeir geta ekki setið stikkfrí hjá eða á
samstöðufundum norður í landi á
meðan þjóðin rifjar upp löngu bólu-
setta sjúkdóma og skelt síðan skuldinni
á eitthvað ópersónulegt „ástand”.
Læknar geta ekki stillt upp launakröf-
um á milli sín og deyjandi manns.
Nú er læknislaust á landsbyggðinni.
Nokkrir sérfræðingar á Norðfirði
dekka Austurland. Nú erum við horfin
„með útúrdúmm til átjándu aldar.” í
samnefndum og stórfenglegum
útvarpsþáttum hefur Pétur Gunnarsson
rithöfundur leitt okkur á sunnu-
dagsmorgnum í sumar í Stanley-
leiðangri um þá kofabyggt land okkar
byltingarárið franska 1789. Þar sagði í
einum þætti frá Sveini Pálssyni
náttúrufræðingi og lækni fæddum
1762 sem að loknu námi var settur
fjórðungslæknir á Suðurlandi, með
aðsetur í Fljótshlíð og sjúkravitjanir
austur á Höfn og vestur í bæ. Og
læknajeppi hans jámaður jór. Skjóttur
Nissan Pathfinder á sundreið yfir
Skaftá í átt að brotnum fæti bóndans á
Hala. Mánaðarlaun Sveins Pálssonar
munu nú horfin peningaviti okkar,
grafin í einhverjum Ríkisdalnum, og
„álagsgreiðslurnar” einnig, fyrir
Hellisheiðar-harðsperrumar og sund-
sprettinn yfir Ölfusá.
En hvað. Eins og Gunnar Smári
hefur bent okkur á em hugsjónir horfn-
ar úr nútímafélagi. Nú þegar biskupinn
er búinn að ráða sér „marketing”-
mann. Kristur settur í htgreiningu. Og
höfuðvandamál kirkjunnar nú:
Hvemig er hægt að koma þymikórónu
í tísku og gera krossfestingu „inn”.
Faðirvorið rappað og saminn
„Macarena”-dans utan um signering-
una. Djísus Kræst.
En þjóðin má eiga það. Hún má eiga
það einn ganginn enn. Hún aðlagar sig
aðstæðum. Þegar læknar fara í verkfall
hætta menn að veikjast. Þegar prestar
fara í verkfall hætta menn að deyja. Og
þegar þingmenn fara í verkfall hætta
menn, ja...þá hætta menn að hafa
áhyggjur. íslenska velfarðarríkið hefur
náð hástigi sínu. This is the beginning
of the beginning of the end: Þegar
læknum em kærari eigin laun en heim-
sins. ■
a £ a t a 1 6 . s e P t e m b e r
Atburðir dagsins
1566 Suleiman mikli, soldán í
46 ár, deyr í Konstantínópel.
1901 William McKinley
Bandaríkjaforseti særist alvar-
lega í skotárás anarkista. 1914
Omstan við Mame hefst. 1914
Benedikt G. Waage, síðar for-
seti ÍSÍ, synú fyrstur manna úr
Viðey til lands. 1928 Bandalag
íslenskra listamanna stofnað.
1984 Aðeins munaði nokkmm
metrum að tvær farþegaþotur
rækjust á eftir flugtak frá
Keflavíkurflugvelli. 1989 Bil-
un í tölvukerfi veldur því að 41
þúsund Parísarbúar, sem brotið
höfðu umfcrðarlög, fá bréf þar-
sem þeir em kærðir fyrir morð
og skipulagt vændi.
Afmælisbörn dagsins
de Lafayette 1757, franskur
markgreifi og stjómmálamaður
sem barðlst í frelsisstríði
Bandaríkjanna og lék stórt
hlutverki í frönsku byltingunni.
Joseph Kenncdy 1888, ættfað-
ir Kennedy-fjölskyldunnar.
Britt Ekland 1942, sænsk
leikkona.
Annálsbrot dagsins
Á alþingi var drekkt konu af
Akranesi fyrir barnsleynd, sú
hét Katrín Þorvarðsdóttir;
hennar barnsfaðir komst á
brott. Þar og hengdir þjófar 4,
fimmti hýddur.
Hestsannáll 1703.
Atvinna dagsins
Sagt er að stjómmál séu næst-
elsta atvinnugreinin. Eg hef
smám saman gert mér grein
fyrir því, að þau em býsna lík
hinni eistu. svart og á leik gegn Cairou;
Ronald Reagan. skákín var tefld f Parfs árið
1990.
Málsháttur dagsins
Öll ævin er dauði.
Ríki dagsins
Hver maður heilt land með kol-
ómögulega ríkisstjóm og utan-
ríkisþjónustu í molum.
Pétur Gunnarsson.
Orð dagsins
Lát jiá vinur áfengt öl
örva hjartadreyra.
Svo skal maður bceta böl
að bíða annað meira.
Kristján Jónsson.
Skák dagsins
Svarta drottningin er komin inn
í herbúðir hvíts og hún stýrir
óveijandi mátsókn. Cech hefur
Svartur leikur og vinnur.
1. ... Dhl+ 2. Rgl Bxf4 3.
Dxf4 Hel+! 4. Kxel Dxgl+ 5.
Kd2 Ddl Skák og mát. Góða
helgi!