Alþýðublaðið - 06.09.1996, Síða 7

Alþýðublaðið - 06.09.1996, Síða 7
FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Ó I i t 7 k ■ Þingflokkar Alþýðuflokks og Þjóðvaka munu innan skamms sameinast í Þingflokk jafnaðarmanna. Á þessum tímamótum ræddi Alþýðublaðiö við flokksfólk Gísli Bragi Hjartarson bæjarfull- trúi á Akureyri Af hinu góða Mér sýnist þetta allt vera af hinu góða. Jafnaðarmenn fá þama sterkara afl. Það kemur síðan í ljós hvemig til hefur tekist. En mér líst ágætlega á þessa tilraun og mér finnst kominn tími til að láta á það reyna hvort Al- þýðubandalagið er tilbúið í þetta dæmi. eining styrki báða flokka, bæði út á við og líka inn á við. Það er ljóst að Jóhanna Sigurðardóttir hefur stigið stórt skref með þessari sameiningu og tel ég hana meiri mann fýrir vikið. Hvað framhaldið varðar finnst mér þetta vera upphaf að lengra ferli og vona ég að menn beri gæfu til að styrkja jafnaðarmennsku bæði í orði og borði þannig að hér rísi öflugur jafnaðarmannaflokkur sem hefur bol- magn til að koma þeim nauðsynlegum þjóðþrifamálum í framkvæmd hér á landi. Birgír Dýrfjörð þinglóðs Það óskrifaða í smáa letrinu Það sem óskrifað er í smáa letrinu í þessu samkomulagi mun ráða því hvort úr verður hrakför eða happaferð. Petrína Baldursdóttir varaþing- maður Góð vísbending Ég var dáh'tið neikvæð þegar byijað var að ræða þessa sameiningu í vor, en síðan lýst mér mjög vel á þróunina eins og hún hefúr verið í þessum sam- runa. Mér lýst einmitt mjög vel á að byija á því að sameina þingflokkana í Þingflokk jafnaðarmanna. Við erum enriþá Alþýðuflokkurinn og þau ennþá Þjóðvaki ef þau vilja, en ég geri ráð fyrir að það verði aðeins í stuttan tíma. A síðasta þingi var nær 100 prósent málefriasamstaða með Alþýðuflokki og Þjóðvaka. Ég er ánægð með þetta og það er vitaskuld miklu skemmti- legra að við vinnum saman heldur en vera í sundur. Klofriingurinn á sínum tíma var mjög sársaukafullur fyrir okkur sem þykir vænt um Alþýðu- flokkinn. Mér finnst þróunin í sam- runanum vera góð vísbending og ég vona bara að menn snúi bökum saman og horfi fram á veginn. Það sem er liðið er liðið. Gunnar Alexander Ólafsson varaforseti SUJ Von um öflugan jafnaðarmanna- flokk Mér líst mjög vel á þessa samein- ingu. Það er mín skoðun að þessi sam- Sigbjörn Gunnarsson fyrrverandi þingmaður Jóhanna hefurtaf- ið ferlið Ég átta mig ekki fullkomlega á þessari sameiningu, en vona auðvitað að hún leiði til einhvers áframhalds. Ég lít nú þannig á að einstaklingar í Þjóðvaka séu hugsanlega að trygga sig betur upp á framtíðina. Jóhanna Sig- urðardóttir er á vissan hátt að koma aftur og auðvitað er það merkilegt miðað við þau stóru orð sem hún lét falla á stnum tíma því ekkert hefrir breyst í Alþýðuflokknum síðan þá. Afleiðingar brotlhlaupsins eru þær að Jóhanna Sigurðardóttir hefur tafið ferlið í vinstri pólitíkinni og dregið úr áhrifum jafnaðarmanna í landsstjóm- inni. Tryggvi Harðarson bæjarfulltrúi f Hafnarfirði Jafnaðarmenn í öðrum flokkum Ég fagna því að þessir aðilar skuli hafa náð saman. Um langa hríð hefrir verið draumur okkar jafnaðarmanna að sameinast í einum flokki. Það er ljóst að fólk sem starfar innan Þjóð- vaka er jafnaðarmenn, í öllum megin- atriðum samhljóma okkur sem hafa starfað innan Alþýðuflokksins. Hins vegar er ljóst að jafnaðarmenn eru í raun og vem miklu fleiri en þessir tveir flokkar hafa kannski spannað. Þannig er stór hluti Alþýðubandalags- ins og stuðningsmanna hans ekkert annað en jafnaðarmenn og eins hefrir Framsóknarflokkurinn ætíð átt innan sinna vébanda menn sem undir eðli- legum kringumstæðum ættu að flokk- ast til jafnaðarmanna og tnargir þeirra Vel fór á með Rannveigu Guð- mundsdóttur og Jóhannu Sigurð- ardóttur á Kornhlöðuloftinu þegar tilkynnt var um stofnun sameigin- legs þingflokks Alþýðuflokks og Þjóðvaka. kjósenda telja sig í raun vera jafriaðar- menn. Maður hefur orðið var við smá af- brýðisemi úr röðum alþýðubandalags- manna þar sem þeir em ekki lengur stærsti stjómarandstöðuflokkurinn, en ég held engu að síður að menn eigi að skoða það áfram hvort ekki sé hægt að samfýlkja jafriaðarmönnum enn frek- ar. Björn Hafberg varabæjarfulltrúi f ísafjarðarbæ Gleðst við að fá Jóhönnu aftur Það er auðvitað sérstakt ánægjuefrii að sjá að menn hafa náð að taka þama skref til sátta og vonandi markar þetta upphaf að víðtækari samstöðu vinstri manna. Ég gleðst sannarlega yfir því að fá Jóhönnu aftur og allt hennar fólk, því hún hefrir vissulega staðið fyrir þau sjónarmið sem ég hef talið að Alþýðuflokkurinn ætti að fylgja; hina raunvemlegu jafnaðarstefnu. Ég ítreka að ég vona sannarlega að þetta sé vísbending um það sem koma skal meðal jafnaðarmanna á íslandi. Vilhjálmur Þorsteinsson stjórn- armaðurí FFJ Jákvætt skref Mér finnst þetta hafa legið í loftinu nokkum tfma. Ég fagna þessum at- burði og finnst þama hafa verið stigið jákvætt skref. Þá er þingflokkur jafri- aðarmanna sameinaður með ellefu þingmenn, sem er einum meira en Al- þýðuflokkurinn var með á síðasta þingi. Mér líst afar vel á þennan þing- flokk. Svo á eftir að koma í ljós hvemig framhaldið verður og hvort það verður eitthvað framhald á þess- um sameiningarmálum. ■ Hefur þú gengiö strandstíginn við Korpúlfsstaðafjöru? Umhverfismálaráð Reykjavíkur býður til fjölskyldugöngu- ferðar, sunnudaginn 8. september um útivistarsvæðið við Korpúlfsstaði. Sagt verður frá skipulagi svæðisins, fornminjum og náttúru. Ferðin hefst við Korpúlfsstaði kl. 13.40 og gert er ráð fyrir að ferðin taki um 2 klst. Strætisvagn nr. 8 fer frá Mjódd kl. 13.03 og frá skiptistöð- inni Ártúni kl. 13.16. Umhverfismálaráð Reykjavíkur Ping Pjónustu- sambands íslands Framkvæmdastjórn Þjónustusambands íslands hefur ákveðið að næsta reglulegt þing sambandsins verði hald- ið laugardaginn 7. desember 1996. Nánari staðsetning og dagskrá verða send aðildarfélögum. Framkvæmdastjórn Þ.S.Í. Félag ungra jafnaðar- manna í Kópavogi Aðalfundur verður haldinn miðvikudaginn 18. september að Hamraborg 14a kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf Stjórnin Alþýðublaðið Aðeins 950 krónur á mánuðiHringdu eða sendu okkur línu eða símbréf Ég óska eftir að gerast áskrifandi aö Alþýðublaðinu Nafn Heimilisfang Bæjarfélag Kennitala Ég óska eftir að greiða með greiðslukorti númer; Giidirtil: gíróseðli

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.