Alþýðublaðið - 11.09.1996, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.09.1996, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ a 5 s a g af 15 en auk þess þá þurfi þessi 8 ríki að hafa á bak við sig meirihluta íbú- anna eða 185 milljónir af 370 milljón- um m.v. stöðuna í dag. 2) Þetta já er gefið með þeim fyrir- vara að völd hinna stóm í ráðherraráð- inu verði aukin. Eins og sést af Töflu 6 er alveg ljóst, að stóm ríkin telja sig ekki geta . unað við það módel, sem sett er upp í Töflu 5 og að verulegar breytingar ■verðúr að géra. Eftir stendur, að til þess, áð ESB geti virkað sem stjóm- vald er ljóst að draga verður úr neitun- arvaldi ríkjanna og fjölga þeim mála- flokkum þar sem aukinn meirihluti ræður úrslitum. Um það em öll ríkin sammála, að Stóra-Bretlandi undan- skildu. Hvað varðar ljölda fulltrúa í ffam- kvæmdastjóm þá telja stóm ríkin, að alls ekki megi fjölga þar. Minni ríkin verði að sameinast um fulltrúa eða eiga fulltrúa án atkvæðisréttar. Ef fjölgað yrði myndi stjórnin verða óvirk og einnig væm ekki næg verk- efni fyrir alla framkvæmdastjórana. Svipað gildir um Evrópuþingið. Þar sitja nú 626 fulltrúar en yrðu eftir stækkun 881. Flestir em sammála um, að hér verði að setja þak og talað er um hámark 750 fulltrúa. I lok þessarar úttektar er rétt að geta þess, að formennskan í ráðherraráðinu róterar nú á sex mánaða fresti milli aðildarríkjanna. Formennskan er mik- ilvæg og felur í sér, að það ríki, sem hana hefur á hendi hveiju sinni getur haft mikil áhrif á þróun ESB. Miðað við óbreytt vægi myndu stóru ríkin, sem mesta vigt hafa innan ESB og bestu tækifærin íjárhagslega og tækni- lega til þess að stýra störfum þess, ekki hafa formennskuna á hendi nema á 12-13 ára fresti. Flestir em sammála um, að það sé óviðunandi. Þegar þessi úttekt er skoðuð er næsta ljóst, að allt bendir til þess að vægi smáríkjanna innan ESB muni minnka komi til stækkunar til austurs. Það má þó með nokkrum rétti segja, að ESB stefni í átt að auknu lýðræði í Evrópu ef við gefum okkur það, að Evrópa sé eitt efnahagslegt- og stjóm- málalegt svæði og lýðræði merki meirihlutavald. Það felur þá aftur á móti í sér, að lýðræðið í Evrópu og innan ESB eykst á kostnað fullveldis aðildarríkjanna. Það er verulegt um- hugsunarefni fyrir okkur íslendinga. Það er því rétt að svara þeirri spum- ingu, sem sett var fram í upphafi greinarinnar þannig, að vissulega sé eitthvað að óttast fyrir okkur íslend- inga komi til aðildar okkar eftir stækk- un ESB til austurs. En umræðan innan ESB nær lengra en þetta og felur í sér ný viðhorf til gamalla hugmynda um þjóðríkin og fullveldið. Sumar þeirra hugmynda benda eindregið til þess að hagsmunum Islands verði ekki á glæ kastað við aðild að ESB. ■ Tafla 6. STÓRU SPURNINGARNAR ÞRJÁR. Á að f jölga í Eiga stóru ríkin A að fjölga frkv. stjórn þ.a. að hafa fleiri at- þeim mála- öll ríkin eigi þar kvæði í ráð- flokkum þar fulltrúa? herraráðinu en nú er? sem aukinn meirihluti ræður? Þýskaland Ekki bein afstaða Já Já Stóra-Bretland Nei Já Nei Frakkland Nei (fækka ) Já Já 2) Italía Nei Já 1) Já Sþánn Nei Já 1) Já Hólland Já Já 1) Já Grikkland Já Nei Já Belgía Já Já 1) Já Portúgal Já Nei Já Svíþjóð Já Nei Já Austurríki Já Nei Já Danmörk Já Já 1) Já Finnland Já Nei Já írland Já Nei Já Luxemborg Já Já 1) Já Tafla 5. ATKVÆÐISRÉTTUR OG LÝÐRÆÐI EFTIR STÆKKUN. Mannfjöldi Fjöldi atkvæða í ráðherraráðinu m.v. óbreytt hlutföll íbúar pr. at- kvæði í ráð- herraráðinu ESB í allt 370.9 87 4.260.000 <m«ft*iui) Pólland 38.6 8 4.830.000 Rúmenía 22.7 6 3.780.000 Ungverjaland 10.3 5 2.060 .000 Tékkía 10.3 5 2.060.000 Búlgaría 8.4 4 2.100.000 Slóvakía 5.3 3 1.770.000 Litháen 3.7 3 1.230.000 Lettland 2.5 3 830.000 Slóvenía 2.0 3 670.000 Eistland 1.5 3 500.000 Kýpur . . 0.7 2 350.000 Malta Samtals í 0.4 2 200.000 nýjum löngum Samtals í ESB 106.4 47 2.260.000 w m.v. 27 aðildarríki 477.3 134 3.560.000 ImcAduO Negrastrákur , JVIér hefur alltaf fundist þessi gagnrýni fáránleg, en ég er náttúr- lega ekki svört, þannig að kannski er ég ekki gildur álitsgjafi,“ segir Silja Aðalsteinsdóttir bókmennta- fræðingur um þær hörðu deilur sem lengi hafa geisað í Bretlandi um bamabókina Litla svarta Sambó, en hún er sögð uppfull af kynþátta- hatri. Óhætt er að segja að þessar túlkanir harðlínumanna koma mörgum þeim sem lesið hafa sög- una æði spánskt fyrir sjónir. Þar á meðal er Guðrún Helgadóttir bama- bókahöfundur. „Þetta er fullkom- lega fáránlegt. Litli svarti Sambó er klassfk, ósköp sæt bók sem ég held að öll böm hljóti að hafa gaman af. Ég leyfi mér að efast stórlega um að þeirri góðu kona sem skrifaði hana hafi gengið nokkuð ljótt til. Em Tíu litli negrastrákar þá ekki líka bannvara?" spyr Guðrún. Sagan umdeilda kom fyrst út í Bretlandi rétt lyrir síðustu aldamót og höfundur texta og mynda er He- len Bannerman. f sögunni segir af litla svarta Sambó sem fer út í skóg í nýjum fallegum fötum er foreldrar hans hafa gefið honum. Eitt af öðm birtast tígrisdýr og hóta að éta hann. Til að bjarga lífi sínu gefur hann þeim föt sín og stendur loks grát- andi eftir. Betur fer þó en á horfist því tígrisdýrin taka að hnakkrífast um það hvert þeirra sé fínast í nýju fötunum. Þau bíta og beijast og bíta í rófuna hvert á öðm og hlaupa loks hringinn í kringum tré svo hratt og lengi að þau bráðna og verða að smjöri. Jumbó, faðir hans, setur smjörið í kmkku og Mumbó, móðir hans bakar síðan pönnukökur úr smjörinu sem íjölskyldan borðar með góðri list. Söguþráðurinn virðist bera það með sér að ef einhveijir ættu að reiðast efni bókarinnar þá væm það dýravemdunarsamtök. Ekkert hefur þó frá þeim heyrst, en hópar manna sem beijast fyrir réttindum blökku- manna láta bókina fara vemlega í taugamar á sér. Einkum em það myndimar sem þeir setja fyrir sig og telja þær gefa afskræmda rnynd af blökkumönnum. Sambó og fjöl- skylda hans em kolsvört, með eld- rauðar varir og hvítan í augunum er áberandi stór. Myndimar em reynd- ar einkar skemmtilegar og af text- anum sem fylgir þeim kemur greinilega ffain að þama er á ferð bæði geðugt og ráðsnjallt fólk. , J’egar maður hugsar um allar skopmyndir sem hafa verið gerðar af hvítu fólki þá finnst manni ekki ástæða til að amast yfir myndun- um,“ segir Silja, sem segir að sér hafi ætíð þótt bókin skemmtileg, bæði texti og myndir. Um þá nei- í klípu kvæðu ímynd sem þar er sögð gefin af svörtum mönnum segir hún: Kannski var reiðin skiljanleg á því tímabili sem maður sá ekkert annað en svona skrípamyndir, en núna er bann á þeim, eins og menn em að tala um, alveg út í hött. Fyrst og fremst eiga menn að beijast fyrir því að skapa nýjar ímyndir en ekki að reyna að beija niður með banni þær gömlu. Það verður aldrei gert.“ „Ég get ekki séð að þetta séu skopmyndir, en ef þetta em skop- myndir hvað þá með jafn auman hvítingja og Óla prik; varla er þar um að ræða mjög djúsí karakter,“ segir Hallgrímur Helgason rithöf- undur og myndlistarmaður. ,,Ég held að meintur rasismi bókarinnar hitti andstæðinga hennar beint í hausinn ef þeir vilja ekki leyfa svertingjum að stíga fram í öllu sínu „black is beautiful and I’m black and proud“- veldi. Bandarísk- ir blökkumenn kalla sig „nigger“ sín á milli. Kannski er þetta einhver dulbúin hræðsla við blökkustofninn sem allir vita að er öllu ffemri okk- ur að flestu leyti; glæsilegri, orð- heppnari og sprettharðari. Er ekki næsta skrefið að banna plötur og myndbönd meistara Michaels Jack- sons?“ ■ „Einu sinni var lítill svartur drengur, sem hét litli svarti Sambó" - og að honum steðja enn vandræði, þótt þau séu með nokkuð óiíkum hætti en í bókinni. ■ Hvað er svona hættulegt við litla svarta Sambó

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.