Alþýðublaðið - 11.09.1996, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 11.09.1996, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1996 ■ Hlutirnir er skáldsaga eftir Georges Perec sem Pétur Gunnarsson er nýbú- inn að þýða og Mál og menning gefur út. Kolbrún Bergþórsdóttir ræddi við hann um bókina og sitthvað fleira Við erum öll að máta okkur við fyrirmyndir Þessi skáldsaga er skrifuð fyrir 'þrjálíu árum en mér fannst samt eins og hún vœri um mína kyn- slóð. , J>egar ég las þessa bók í fyrsta sinn, fyrir tuttugu og fimm árum, þá fannst mér hún skrifuð fyrir mína kyn- slóð. Mér finnst merkilegt að þú skulir segja aldarfjórðungi síðar að hún tali til þinnar kynslóðar. Bókin hefur greinilega almenna skírskotun hvað þetta varðar,- Það var nokkuð sérkennilegt hvem- ig þessa bók rak á mínar í]örur. Ég var þá stúdent í Frakklandi, við höfðum hafst við í hinum og þessum kytrum, en svo bauðst okkur íbúð í blokk. Hún var allt öðm vísu en þær vistarverur sem við höfðum átt að venjast og búin fínum húsgögnum. Einhver hafði skil- ið þar eftir tvo hluti, pfpu og bókina Hlutina eftir Perec. Eitt kvöldið settist ég í stól með pípuna og las bókina. Þá kom sú hugsun til mín, að þetta væri bók fyrir Islendinga. Mér fannst hún tala beint til minnar kynslóðar. Þetta var haustið 1970 og einungis nokkur ár frá því að bókin kom út. Ég ákvað strax að þýða þessa bók, en kom því ekki í verk fyrr en núna, aldarfjórð- ungi seinna.“ Heldurðu að skýringin á vinsœldum hennar sé að menn kunni að sjá sjálfa sig í henni þó sýnin sé ekki með öllu jákvceð? „Bókin hefur almenna skírskotun. Við emm öll að máta okkur við hug- sjón, hugsýn eða fyrirmynd. Georges Perec er nokkuð óvenju- legur höfundur sem lét eftir sér að skrifa bækur í tilraunaskyni. Hlutimir var fyrsta skáldsaga hans, prentuð í mjög litlu upplagi, og satt best að segja þá bjóst enginn við að hún myndi seljast í meira en tuttugu ein- tökum. Það kom því eins og þmma úr heiðskíru lofti þegar bókin rokseldist og varð að eins konar stefnuskrá heill- ar kynslóðar. Perec er undir mjög miklum áhrif- um frá Flaubert og í þessari bók er hann hér og þar að blikka Flaubert. Samanburður á Hlutunum og Frú Bo- vary er um margt athyglisverður. í Frú Bovary villist ung kona inn í tilbúinn heim eldhúsreyfaranna og fær þaðan viðmiðanir sínar á lífið. Síðan er hún ætíð óhamingjusöm vegna þess að líf- ið fellur aldrei að þeirri viðmiðun. Perec fer nokkuð svipaða leið með hjónaleysin í sínu verki. Þau hafa við- miðanir sínar úr auglýsingaheimi og neysluveröld, em sífellt að eltast við takmarkið og reyna að láta það rætast. Og í lokin er ekki ósvipað komið fyrir þeim og frú Bovary. Á banabeði gerir hún sér ljóst að lífið með eiginmann- inum, sem hún mat aldrei neins, var í raun verið líftð sem hún hefði átt að njóta. Það er eins með þetta par; þegar inni sinni, þá frnnst þeim að þetta hafi einmitt verið draumaíbúðin og draumatímabilið." Hvað segirðu mér affleiri verkum Perec? skáldsögu sinni og mönnum fannst sem þar væri nýr spámaður kominn. Hann var þegar flokkaður sem eins konar þjóðfélagslegur Flaubert. En hann átti mjög erfitt með að fylgja þessari bók eftir, verk hans þóttu of sérvitringsleg og menn vora satt að segja búnir að afskrifa hann. En þá skrifaði hann feikilegan doðrant, mörg hundmð síður, sem heitir Lífið - notk- unarreglur. Verkið gerist í íbúðar- blokk og segir sögu allra íbúanna. Bókin er nú talin með mestu skáldsög- um þessarar aldar. Það var einnig síð- asta verk hans því Perec lést úr lungnakrabba ekki löngu eftir útkomu þess, langt um aldur fram.“ Öldin þegar íslandssagan hékk á bláþræði Efvið víkjum að öðru, þá hafðir þú umsjón með sex útvarpsþáttum um 18. öldina. Hvað heillarþig við þá skelfi- legu öld? „Það sem heillar mig er að þar sökkva Islendingar dýpst. Tökum dæmi um bók sem þá var skrifuð, Mannfækkun af hallæram, í henni er höfundurinn hreinlega að bijóta það til mergjar hvort líf á Islandi sé yfirhöfuð mögulegt. Það er þetta skýra „annað hvort eða“ sem ég held að hafi heillað mig við öldina. Svo er þetta upplýs- ingaöldin; allt er að losna úr viðjum trúarkreddunnar og hugsunin að vakna til lífsins og það er svo margt að ger- ast í andlega lífinu. Þetta tvinnast sam- an, annars vegar þessi hörmungartími og bláþráður sem Islandssagan hangir á, og svo hins vegar mjög fijóar, and- legar hræringar. Annars vom þessir útvarpsþættir þannig til komnir að ég fékk starfslaun ríkisútvarpsins í þijá mánuði. Ég ákvað að vinna Stanley-leiðangurinn í útvarpsþáttaform, en verkið hafði komið út árið 1979 í þýðingu Stein- dórs frá Hlöðum. Það verður ekki nógsamlega lofað hvað sá maður hef- ur staðið vaktina vel varðandi 18. öld- ina, og það er mjög sjaldgæft að menn vinni svo markvisst. Og maður er „pau Rum ems ug pruma ur heiðskfru lofti þegar bókin rokseldist og varð að eins konar stefnuskrá heillar kynslóðar," segir Pétur Gunnarsson um skáldsög- una Hlutirnir eftir Georges Perec, sem Mál og menn- ing hefur nýgefið út í þýð- ingu hans. Bókin var skrif- uð fyrir þrjátfu árum, en árin hafa ekki rænt hana mikilvægi sínu. þakklátur fyrir það, slík vinna gagnast rithöfundunum svo vel því þeir geta nýtt sér hráefnið.“ I skáldsögum þínum hefurðu haldið þig við tuttugustu öldina. Gœtirðu hugsað þér að skrifa sögulega skáld- sögu sem gerist á fyrri öldum? !rJá, ég gæti mjög vel hugsað mér það. En það er hins vegar nokkuð erf- itt verk, svo lengi sem manni finnst að maður þurfi að lesa sér til. Þá finnst manni um leið að maður verði að leita betur og finna meira. Svo er önnur saga hvað hér er lítið gefið út af göml- um ritum. Við höfum til dæmis leyft Magnúsi Stephensen að sökkva í hyl- dýpi gleymskunnar - og svo er um fleiri höfunda. Við þyrftum að eiga út- gáfufyrirtæki sem sérhæfði sig í út- gáfu gamalla rita. Menningarsjóði tókst aldrei að einhenda sér í það verk, var alltaf í einhveijum bitlingum enda vom það pólitíkusamir sem stjómuðu honum.“ Ertu að vinna að skáldsögu núna? , Já, biddu guð að hjálpa þér. Ég er að alltaf að skrifa skáldsögu, það er nú einu sinni mitt aðalstarf." ■ 1 * •• é ~ mm m ** ff p ■■■ - ** M 9 :: . . Haraldur Ólafsson er einn sautján fyrirlesara sem flytja munu erindi á ráðstefnu um mannfræðirannsóknir sem hefst næstkomandi föstudag. ■ Ráðstefna um mannfræðirann- sóknir Islendinga ■kb jr ■ jr Truin a eilífa sál dýra og manna „Ég er ekki búinn að skrifa fyrir- lesturinn, en ég ætla þar að reyna að draga saman þær hugmyndir sem menn hafa gert sér um sálina í mönn- um og dýmm,“ segir Haraldur Ólafs- son mannfræðingur, en hann flytúr erindi á ráðstefnu um mannfræði- rannsóknir íslendinga sem haldin verður dagana 13.- 14. september í Odda. „Niðurstaðan er á þá leið að þvert ofan í kenningar miðaldaguðfræðinn- ar þá hafa Islendingar, norrænar þjóð- ir, og kannski allar bændaþjóðir, talið að enginn munur væri á mönnum og dýmm að þessu leyti; bæði hefðu ei- lífa sál,“ segir Haraldur. Þegar hann er spurður um skýringar á þessari trú svarar hann: ,JÉg held að skýringin sé einfaldlega reynsla fólks. Það taldi sig sjá framliðna, dreymdi framliðna, og þá bæði menn og dýr. Dýr vom lögð með mönnum í grafir. Hug- myndin var sú að sálin væri sambland af vitund og vilja, eftirmynd hins sýnilega. Þessir hálfefnislegu hlutir gátu stundum verið sýnilegir og stundum ekki. Ég ætla að fjalla um þessar hugmyndir eins og þær koma fram í þjóðtrú og þá mjög almennt “ Þessar hugmyndir virðast enn mjög lífseigar. „I skrifum refaskyttna eins og Theodórs á Bjarmalandi, Guð- mundar Einarssonar, Kristjáns í Hít- arnesi og ýmissa annarra kemur greinilega fram að þeir gera sér þess- ar sömu hugmyndir; telja að dýrið álykti, læri af reynslu, skynji og skilji og sömuleiðis telja þeir að sál dýrsins lifi áfram, „ segir Haraldur. „Þetta em nákvæmlega sömu hugmyndir og koma fram í þjóðtrú, svo ég tali nú ekki um hversu sterkar þær em í hug- myndaheimi Eskimóa."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.