Alþýðublaðið - 11.09.1996, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.09.1996, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐK) MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1996 evrópusambandid ISLAND OG EVROPUSAMBANDIÐ. 4. HVAÐ ER AÐ GERAST Á RÍKJARÁÐSTEFNUNNI 1996 OG ER EITTHVAÐ AÐ ÓTTAST FYRIR OKKUR ÍSLENDINGA KOMI TIL AÐILDAR? Með aðild að ESB (Evr- ópusambandinu) ger- umst við ekki áskrif- endur að pakkalausn á e&ahagslegri fram- tíð þjóðarinnar eða þátttakendur í ferli þar sem lausnin er fyrirfram gefin okkur í hag. Öðru nær. ESB er sam- hliða því að vera bandalag um sam- vinnu og samræmingu í efnahagsmál- um, ákveðið þróunarferli á flestum sviðum manniífsins. í dag vitum við ekki nákvæmlega hver þróunin verður og langt í ífá em aðildarríki ESB sam- mála um í hvaða átt skuli halda. Það er því ráð að líta aðeins á hvert ESB stefnir og hvað liggur fyrir Ríkjaráð- stefnunni 1996. Vinnuáætlun ESB fram til aldamóta sést í grófum drátt- umí Töflul. Eins og sést í Töflu 1 er búist við því, að ráðstefnunni ljúki um mitt ár 1997. Breytingar á samningunum geta leitt til þess, að fram þurfi að fara þjóðaratkvæði í nokkrum ríkjanna. Það gæti tekið allt upp í tvö ár frá lok- um ráðstefnunnar. Sú staða, sem skap- ast ef nýr sáttmáli fæst ekki staðfestur í öllum ríkjunum mun breyta mynd- inni mikið og spuming hvort einhver ríkjanna sitji eftir en önnur auki sam- vinnu sína enn meir en þegar er orðið. Það sama gildir um nýju Evrópumynt- ina. Hún er talin af sérfræðingum for- senda þess, að innri markaður ESB virki eins og til er ætlast. Með innri markaði er átt við, að markaður allra ríkjanna verði einn „heimamarkaður". Til að ná því markmiði var gert sér- stakt átak í afnámi landamæra- tækni- legra- og skattalegra hindrana. í tengslum við upptöku nýju myntarinn- ar er sá galli, að fæst ríkin uppfylla þær kröfur, sem gerðar eru og ljóst að breyta þarf txmaáætlunum, minnka þær kröfur, sem gerðar eru eða slá henni alfarið á frest. Fjárlög ESB eru gerð til 5 ára í senn og þau næstu taka gildi árið 2000. Ef ESB verður stækkað til austurs um eða upp úr aldamótum munu fjárlögin miðað við óbreytta stefnu þurfa að vaxa langt umfram þol aðildarríkj- anna, jafnvel hinna best settu. Fjárlög- in, sem samþykkt voru 1995 námu 79.846 milljónum ECU. Þar af fóru 46.2% til landbúnaðarmála eða alls 36.897 milljónir ECU. Það býður mikið uppbyggingarstarf í Austur- Evrópu og miðað við óbreytta land- búnaðarstefnu, þ.e., að þeir, sem fyrir em haldi sínum ffamlögum, er ljóst að auka þarf framlög til þessa þáttar til mikilla muna. Greiðslugeta hirnia nýju aðildarríkja er hins vegar ekki hin sama þeirra, sem fyrir em. Þar skilur himin og haf eins og sést í Töflu 2. Það er öllum aðildarríkjunum ljóst að breyta þarf lanbúnaðarstefnunni ef ESB verður stækkað. Það hefur til þessa reynst þrautin þyngri og ljóst, að í hönd fer langt aðlögunartímabil, sem kosta mun offjár. Það virðist því liggja í augum uppi, að Ríkjaráðstefnan verði að taka á málinu. Eins og mál horfa nú er búist við því, að svo verði ekki. Reynt verði frekar að leita sam- komulags um landbúnaðarmálin til hliðar við sjálfa ráðstefnuna eða jafn- vel að fresta vandamálinu þar til síðar enda önnur mál á ráðstefnunni, sjálft samkomulagið um nýjan samning, svo Tafla 3. HELSTU STOFNANIR ESB Frkv.stjórnin Evrópuþingið Setur fram tillögur. Samráð og með- ákvörðunarréttur. Getur sett frkv.stj. af. Ráðherraráðið Evrópu- dóm- Endurskoðunar- Ákvörðunar-taka. stóllinn rétturinn (Lagasetning) Dæmir um brot á Hefur eftirlit með samningnum og túlk- efnahag ESB og ar hann. stofnana þess. Tafla 4. ATKVÆÐISRETTUR OG LYÐRÆÐI. Mannfj. í Fulltrúar í Fjöldi atkv. í Ibúar pr. Fjöldi þingm. á milljónum framkv.stj. ráðherra- atkvæði í ráð- Evrópu- þing- ráðinu herraráðinu inu Þýskaland 81.2 2 10 8.120.000 99 Bretland 58.4 2 10 5.840.000 87 Frakkland 58.0 2 10 5.800.000 87 Ítalía 57 .2 2 10 5.720.000 87 Spánn 39.2 2 8 4.900.000 64 Holland 15.4 1 5 3.080.000 31 Grikkland 10.4 1 5 3.080.000 25 Belgía 10.1 1 5 2.020.000 25 Portúgal 9.9 1 5 1.980.000 21 Sviþjóð 8.8 1 4 2.2 00.000 19 Austurríki 8.0 1 4 2.000.000 21 Danmörk 5.2 1 3 1.730.000 16 Finnland 5.1 1 3 1.700 .000 16 írland 3.6 1 3 1.200.000 13 Lúxemb. 0.4 1 2 200.000 6 í allt 370.9 20 87 4.260.000 626 flókin og viðkvæm, að ekki sé á það bætandi að ætla sér að klára landbún- aðarmálin samhliða. En snúum okkur að öðru. Eitt af því, sem hæst hefur farið í umræðu um hugsanlega aðild íslands að ESB snertir lýðræðið innan þess og stöðu okkar sem smáþjóðar. Þegar það er skoðað er í upphafi rétt að líta á dreifíngu valdsins innan ESB. I gróf- um dráttum skipta stofnanir ESB skipta með sér verkum eins og fram kemur í Töflu 3. í framkvæmdastjóminni ( komm- ission ) sitja 20 framkvæmdastjórar og skiptast þeir á milli ríkjaima eins og ffarn kemur í Töflu 4. Aðalatriðið er, að hvert ríki á a.m.k. einn fram- kvæmdastjóra og stærstu ríkin eiga tvo. Framkvæmdastjórarnir eiga að vera hafnir yfir allt hagsmunapot og vera fullkomlega óháðir í störfum sín- um. Þeir hafa á hendi framkvæmdal- ega yfirstjóm ESB og gera tillögur til ráðherraráðsins en þar liggur kjarni valdsins. Akvarðanir framkvæmda- stjómarinnar eru teknar samhljóða. Veigamikill hluti þróunar síðustu ára er, að Evrópuþingið hefur fengið meira hlutverk við ákvarðanatöku og lagasetningu. Þó ráðherraráðið geti hundsað vilja þess með því að af- greiða mál einhuga er vægi þingsins meira en það var áður og ljóst, að ekki verður framhjá því gengið. Á þinginu eiga sæti 626 þingmeim og sést skipt- ing þeirra milli ríkja í Töflu 4. í ráðherraráðinu sitja fulltrúar úr ríkisstjómum aðildarríkjanna, einn frá hveiju ríki og em þeir því 15. Fund- imir em misjaftilega samsettir, allt eft- ir því hvað er á dagskrá. Ef t.d. um- hverfismál eru á dagskrá, þá hittast umhverfisráðherrar ríkjanna. Megin- reglan við afgreiðslu mála er, að öll ríkin þurfa að vera sammála til þess, að ákvörðun sé gOd og hafa ríkin því neitunarvald hvert um sig. Reglan sætir nú undantekningum og heimilt að taka bindandi ákvarðanir með auknum meirihluta þegar í hlut eiga Tafla 1. GROF VINNUAÆTLUN FYRIR ESB 1996-2000. Ríkjastefnan Fjárlög ESB Stækkun ESB Hvar eru kosningar Evrópu-myntin. 1996 Hófst 29.3 1997 Endar um mitt ár. Viðræður og undirb. Bretland 1998 Nýr sáttm. staðfestur Viðræður og undirb. Viðræður hefjast Fra.,Þýsk., Danm. Ákvörðun tekin um hverjir eru með. 1999 2000 AfgreiðslaNýtttíma-bil hefst. Kosið til Evrópuþingsins. Ný framkv.stj valin. Ný mynttekur við. mál, er lúta að innri markaði ESB. í því tilviki þarf að fara í gegnum flókið samráðsferli með Evrópuþinginu. Ef ekki gengur saman er meginreglan sú, að ráðherraráðið ræður ef allir ráðherr- amir eru sammála. Hver ráðherra fer með misjaftilega mörg atkvæði í ráð- inu en alls em atkvæðin í dag 87 (Sjá Töflu 4). í þeim málurti þar sem kraf- ist er aukins meirihluta þarf 62 at- kvæði til þess, að tillaga teljisí sam- þykkt. •• ' ufíö i Að þessu sinni fjalla ég ekki- um réttarkerfi ESB og geymi það þar til síðar. Rétt er þó að geta þess, að Evr- ópudómstóllinn í Luxemburg hefur á mörgum sviðum verðið mótandi í lög- gjöf ESB. Er nú svo komið, að dóm- stóllinn hefur skilað frá sér skýrslu þar sem hann hvetur til þess, að ráðherra- ráðið taki í auknum mæli af skarið þar sem ófyllt göt em í löggjöf sambands- ins. En lítum aðeins meira á lýðræðið. I Töflu 4 er m.a. gerð grein fyrir „- verði“ hvers atkvæðis í ráðherraráð- Eins og staðan er núna þá er dag- ljóst að vægi lítilla ríkja eins og Dan- merkur og Luxemborgar er rnikið samanborið við t.d. Þýskaland og Frakkland. Þetta ójafnvægi hefur stóru ríkjunum þótt ásættanlegt til þésSa þó uppi hafi verið ágreiningur þar um. Þegar staða íslands er metin vegna hugsanlegrar aðildar er þó ekki hægt að horfa á Töflu 4. Það er vegna þess, að næsta stækkun ESB verður vænt- anlega til austurs. Við það mun litlum og meðalstórum ríkjum fjölga til mik- illa muna og nokkuð ljóst, að valda- hlutföllin munu raskast á kostnað smáríkjanna. Eftir stækkun ( Austur- Evrópuríkin, Kýpur og Malta ) yrði staðan miðað við óbreyttar forsendur eins og fram kemur í Töflu 5. Samkvæmt þessu myndi aukinn meirihluti í ráðherraráðinu eftir stækk- un þýða 95 atkvæði af 134. Nóg er, að 40 séu gegn til að tillaga nái ekki fram að ganga. Auðvelt er að sjá, að litlu ríkin geta tekið sig saman og hindrað framgang mála og eins, að ef þeir, sem mest mega sín leggja saman þá em völd þeirra umtalsverð. Ríkjaráð- stefan 1996 þarf að taka afstöðu til þessa og m.a. til þeirra þriggja spum- inga sem koma fram í Töflu 6. 1) Ein hugmynd er sú að til þess að tillaga teljist samþykkt þurfi annars vegar meirihluta aðildarríkjanna, nú 8 Tafla 2. ÞJOÐARFRAMLEIÐSLA OG KAUPGETA. ( Byggt á World Bank Atlas 1995. Með nýjum samningsaðilum er átt við Búlgaríu, Kýpur, Eistland, Lettland, Litháen, Möltu, Póllánd, Rúmeníu, Slóvakíu, Slóveníu, Tékkíu og Ungverjaland.) Aðildarríki ESB Nýir samningsaðilar Mannfjöldi Þjóðarframleiðsla í US dollurum pr. íbúa 1993 370.9 milljónir 19.748 ( Hæst í Luxemborg 35.850. Lægst á Grikkl. 7.390 ) 106.4 milljónir 3.059 ( Hæst á Kýpur 10.380. Lægst í Rúmeníu 1.120 ) Þjóðarframl. pr íbúa, kaupgeta reiknuð ■ ECU 1993 14.649 ( Hæst í Luxemborg 25.278. Lægst á Grikkl. 7.160 ) 5.065 ( Hæst á Kýpur 13.250. Lægst í Litháen 2.420 )

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.