Alþýðublaðið - 26.09.1996, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
5
r.
Ó I
■ Fjárlagaafgreiðsla, orkumál, ESB, skattamál, auðlindagjald, velferðarkerfið, kjarasamningar, byggða-
mál,flatur niðurskurður, kynferðisleg áreitni og launamisrétti kynjanna... eru meðal mála sem verða á
dagskrá komandi þings
„Eg vil stilla
mínastrengi...
Þingmenn stjórnarand-
stöðunnar sjá ekkert sem
ætti að koma í veg fyrir
samstöðu og lofa að ríkis-
stjórninni verði veitt að-
hald.
121. löggjafaþing fslendinga verður
sett þriðjudaginn 1. október næstkom-
andi. Samkvæmt upplýsingum Helga
Bernódussonar aðstoðarskrifstofu-
stjóra Alþingis verður þingsetning
hefðbundin, en þó óvenjuleg hvað
varðar tvö atriði. „Annarsvegar er ný-
kjörinn forseti að setja þingið í fyrsta
skipti og hefð hefur skapast fyrir því
að nýkjörinn forseti ávarpi þingmenn
fyrir utan að setja þingið formlega.
Hitt atriðið er að forsætisnefnd hefur
samþykkt að gera þá tillögu að stefnu-
ræða forsætisráðherra verði flutt á
þingsetningardegi. Það er von forseta
að samkomulag náist milli þingflokk-
anna um það atriði,“ segir Helgi.
Stór mál en ekki endilega
sviptingasamt þing
Sighvatur Björgvinsson Alþýðu-
flokki:
„Frá ríkisstjórninni munu koma
hefðbundin mál, einsog fjárlagaaf-
greiðsla sem mun setja svip sinn á
haustþingið. Síðan á ég von á að ríkis-
stjómin leggi fram frumvarp um vem-
legar breytingar á skipan málefna við-
skiptabankana. I þriðja lagi tel ég nær
fullvíst að ríkisstjórnin muni setja
fram frumvarp, eða frumvörp, um um-
talsverðar breytingar á skipulagi orku-
mála. Breytingar em að verða í þeim
efnum hjá Evrópubandalaginu og á
hinu Evrópska efnahagssvæði. Þetta
em þau þijú mál sem mér koma helst í
huga að verði til umræðu fljótlega eft-
ir að haustþing kemur saman.
Samstarf stjórnarandstöðunnar
verður miklu einfaldara eftir samein-
ingu þingflokka Alþýðuflokks og
Þjóðvaka. Af okkar hálfu er verið að
iUndirbúa þau mál sem við munum
'fyrst leggja fram og snerta veiðileyfa-
og almennt auðlindagjald. Ég á von á
því að við munum gera tilraunir til að
ýta við ríkisstjóminni í Evrópumálun-
um. Ég á einnig von á því að frá okkur
komi ný stefhumótun í heilbrigðis- og
menntamálum. Við munum leggja
ífam endurskoðaðar tillögur um breyt-
ingar í skattamálum með það fyrir
augum að lækka þá miklu jaðarskatta
sem meðaltekjufjölskyldur búa við.
Þetta eru nokkur af þeim málum
Sighvatur Björgvinsson: Það þarf
að lækka þá miklu jaðarskatta sem
meðaltekjufjölskyldur búa við.
sem munu koma fram frá nýjum þing-
flokki jafnaðarmanna. Ég reikna frek-
ar með annasömu þingi en ekki endi-
lega sviptingasömu. Ég á engu að síð-
ur von á því að það komi talsvert fram
af stórum málum.“
Menntamál lykill að betri
lífskjörum
Svanfríður Jónasson Þjóðvaka:
„Fjárlögin og umræðan um ríkis-
fjármálin, mál sem snerta eignarhald
þjóðarinnar á auðlindum sjávar sem
og þjóðareign á landi og kjaramálin
verða fyrirferðarmest á næsta þingi.
í ríkisfjármálum er tekist á um hvar
* verður hoggið og hvar hlíft. Það er til
dæmis beinlínis hættulegt að skera
niður í málaflokkum eins og mennta-
málum því aukin og bætt menntun er
lykill okkar að betri lífskjörum í ffam-
tíðinni. Sama á við um ýmsa aðra
þætti velferðarkerfisins sem er saum-
að að með ómarkvissum flötum niður-
skurði. Það er umhugsunarefni hvort
atvinnuvegirnir geta ekki séð meira
um sig sjálfir. Það verður spurt hvoru
á að hlífa, velferðarkerfi fólksins eða
fyrirtækjanna.
Hvað varðar eignarhald þjóðarinnar
á auðlindum þá munum við í þing-
flokki Jafnaðarmanna leggja ffam til-
lögu um veiðileyfagjald. Það er rétt-
lætismál og getur líka, ef rétt er á mál-
um haldið, verið mikilvægt efhahags-
legt stjómtæki. Eignarhald á landinu
og auðlindum þess verða mikið til
umfjöllunar.
Kjarasamningar undir nýrri löggjöf
Svanfriður Jónasdóttir: Stjórnar-
andstaðan á alla möguleika á að
láta að sér kveða.
verða í brennipunkti. Það verður at-
hyglisvert að fylgjast með því hvemig
verkalýðshreyfingin nýtir þá mögu-
leika sem felast í nýjum lögum og þá
ekki síður viðbrögð vinnuveitenda.
Samhliða umfjöllun um kjarasamn-
inga verður svo umræðan um stöðu at-
vinnuveganna, ekki síst hinnar hefð-
bundnu fiskvinnslu sem hefur lengi
verið áhrifavaldur þegar samið er um
launataxtana í landinu.
Stjómarandstaðan á alla möguleika
á að láta að sér kveða. Hún hlýtur líka
að stilla saman strengi í þessum mál-
um sem svo mjög varða almannahag
gegn ríkisstjórn sérhagsmuna og
íhaldsemi, sem sýnir óbilgimi í garð
launafólks.
Auk þessa mun það að sjálfsögðu
setja svip sinn á haustið, og gera það
heitara en ella, að fjórir af stjómmála-
flokkunum sem fulltrúa eiga á Alþingi
munu halda sín landsþing."
Það þarf að jafna klakkinn á
hrossinu
Kristinn H. Gunnarsson Alþýðu-
bandalagi:
„Það sem verður efst á baugi að
mínu viti er velferðarkerfið og ríkis-
fjármálin. Spumingin varðar afstöð-
una til þess hvaða þjónustu velferðar-
kerfið á að veita og hvort eigi að reka
ríkissjóð með halla og veita meiri
þjónustu en menn vilja borga fyrir.
Þetta verður eitt af stóm átakamálun-
um í kringum efnahagsmálin. í öðm
lagi verður tekjuskiptingin í þjóðfélag-
inu til umræðu. Inn í það munu kjara-
Kristinn H. Gunnarsson: Ég tel að
þjóðfélagið hafi pólerast á undan-
förnum árum og þessir pólar munu
takast meira á.
samningar auðvitað fléttast. Það er
greinilegt að það er verulegur þungi í
láglaunastéttunum og sett verður fram
stíf krafa um vemlega breytta tekju-
skiptingu. I þriðja lagi held ég að
byggðamál verði í deiglunni. Það er
þungt í fólki hvað varðar íbúa- og at-
vinnuþróun. Þar verður gerð krafa um
að jafna klakkinn á hrossinu - það
hallar á. Sérílagi mun krafan beinast
að því að menn hætti að beita ríkinu
höfðuborgarsvæðinu í vil. Að það
verði hlutlaust. Ef atvinnustarfsemi
ríkisins er tekin og litið á hvemig hún
vex og breytist ár frá ári þá er ljóst að
þar hallar veralega á. Inn í byggða-
málin fléttast samgöngumáli. Vegimir
orðnir fomir eins og forsetinn hefur
bent á.
Það er ekki gott að ráða í það hvort
þingið verður sviptingasamt, en ég
geri frekar ráð fyrir að þar verði tekist
á. Ég tel að þjóðfélagið hafi pólerast á
undanförnum árum og þessir pólar
munu takast meira á en verið hefur.
Það mun auðvitað endurspeglast á
þinginu sem ævinlega er spegill þjóð-
félagsins. Ef stjómarandstaðan stillir
sína strengi getur hún orðið skeinu-
hætt. Ég hef enga ástæðu til að ætla
annað en samstarf milli stjómarand-
stöðuflokkamir verði ágætt. Það veltur
svo á því hvemig haldið er á málum
og hvaða áherslur em dregnar fram.“
Átök um hallalaus fjárlög
Kristín Halldórsdóttir Kvenna-
lista:
„Efnahagsmál munu verða fyrir-
Kristín Halldórsdóttir: Munum eftir
sem áöur leggja áherslu á mál eins
og launamisrétti kynjanna.
ferðamikil, fjárlagagerðin og mál sem
tengjast henni eins og breytingar á
skattakerfmu. Við höfum fréttir af því
að ríkisstjómin muni reyna að leggja
fram hallalaus fjárlög og það mun
kosta miklar umræður og átök í þing-
inu. Það skapast væntanlega einnig
átök í kringum framlög til vegagerðar,
auk þess sem sú stefna ríkisstjómar-
innar að þrengja að framhaldsskólum í
landinu mun verða rædd. Þá liggja í
loftinu hugmyndir um breytingar á
rekstri bankanna, það á að gera ríkis-
bankana að hlutafélögum en ég veit
ekki hvað það er komið langt á veg.
Skipulagslög hafa verið í endurskoðun
og það mun verða helsta mál um-
hverfisnefndar. Umhverfismálin era
nú reyndar vaxandi málaflokkur og
skipulag miðhálendisins mun verða
áfram til umræðu í vetur svo og eign-
arhald auðlinda og hvemig skuli stað-
ið að nýtingu þeirra. Svo mun umræða
um löggjöf á úthafsveiði væntanlega
verða fyrirferðamikil.
Ég vonast til að það verði góð sam-
vinna hjá stjómarandstöðunni í mörg-
um málum l£kt og verið hefur en það
hvarflar ekki að mér að svo verði um
öll mál. Það verður bara að koma í
ljós hvemig okkur gengur að vinna
saman en ég á ekki von á neinni breyt-
ingu. Við í Kvennalistanum munum
eftir sem áður leggja áherslu á mál
eins og launamisrétti kynjanna, kyn-
ferðislega áreitni, fæðingarorlof og
baráttu gegn ofbeldi. Þetta eru mál
sem við höfum haft frumkvæði að og
við viljum halda þeim vakandi.“B
r
■ Islenskuþættir Gísla Jónssonar á bók
Málvitund fólks
er vel vakandi
-segirGísli. „Grundvöllur
góðs málfars er endalaus
bóklestur."
„Fólk er mjög viðkvæmt fyrir
því að heyra málvillur og mér
finnst málvitund fólks vel vak-
andi,“ segir Gísli Jónsson. Bókaút-
gáfan Hólar hefur nýlega sent frá
sér bókina íslenskt mál sem hefur
að geyma úrval hinna víðkunnu ís-
lenskuþátta Gísla, sem frá því í
maí 1979 hafa birst vikulega í
Morgunblaðinu.
„Ég heyri stundum sagt að ung-
lingum sé að fatast málvitundin en
það er einstaklingsbundið eins og
flest annað,“ segir Gísli. „í síðasta
árgangnum sem ég kenndi í
menntaskóla var fólk ákaflega vel
máli farið. Fyrir skömmu var ég að
hlusta á ungan dreng í sjónvarp-
sviðtali um risaeðlur. Hann talaði
ákaflega fallegt mál, skýrt, hik-
laust og greinargott."
Ertu sammála því sem stundum
er sagt aö grundvöltur góðs mál-
fars sé mikill bóklestur?
„Já, endalaus bóklestur. Það sem
gerði Halldór Laxness að yfi'r-
burðarithöfundi ungan að árum var
lestur og aftur lestur. Ég tel að
yfirburðir hans í stíl á þessari öld
séu komnir til vegna þess að hann
las, mér liggur við að segja, allar
íslenskar bókmenntir og ókjör af
erlendum bókmenntum."
Bók Gísla er 303 blaðsíður og
þar er víða komið við. Til að auð-
velda lesendum að þræða sig í
gegnum efnismikla þætti bókarinn-
ar fylgir henni ítarleg atriðaorða-
og nafnaskrá.
Grundvöllur að góðu
máli er lestur og aftur lestur,
segir Gísli Jónsson.