Alþýðublaðið - 26.09.1996, Page 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996
Bessastaðabækurnar
Dagur 50
Fimmtudagurinn 19. september
Ófriður í húsi Jóns Sigurðssonar,
drykkjulæti, ósætti í stjórn, dauða-
drukknir fslendingar vafra um gang-
ana og míga utan í veggi, bömum sem
vilja læra móður mál sitt varpað á dyr,
sjálfur sendipresturinn fær ekki fest
dúr á auga, rúður brotnar, hurðum
sparkað af hjörum. Hvernig verður
forseta lýðveldisins við er honum
berast slíkar fréttir? Hann verður
miður sín. Hann strýkur báðum hönd-
um niður eftir andlitinu, dæsir, and-
varpar, lítur yftr morgunverðarborðið
á konu sína og segir: „Jæja, Búbba
mín, nú hefur þjóð vor tapað áttum,
hún vanvirt helgustu minjar sínar og
- afsakið að ég þurfa að segja það
- mígið yfir sögu sína. Nú þarf styrka
hönd til að leiða hana á rétta leið.“ Ég
vildi að þetta hefði gerst svona. Hið
rétta er að Búbba benti mér á frétt af
þessum ólátum í Jónshúsi og horfði
stóreyg á mig. „Hvað?“ spurði ég.
„Skilurðu ekki?“ spurði hún eins og
kjáni. „Auðvitað skil ég,“ svaraði ég
með þjósti. En bætti síðan við: „Hvað
á ég að skilja?“ „Hús Jóns forseta,
Ólafur. Jóns forseta. Forseta," svaraði
hún. „Aha, eitthvað fyrir mig,“
svaraði ég að bragði, rauk upp úr stól-
num og beint í símann. „Hússtjómin
er á vegum þingsins," kallaði Búbba á
eftir mér. A meðan ég beið eftir að
þingið svaraði velti ég íyrir mér Húsi
Ólafs Ragnars Grímssonar í
Manchester. Ég hefði ekki átt að búa á
kampusnum. Ég hefði átt að leigja
mér niður í bæ, í einhverju tignarlegu
húsi. Þegar svaraði bað ég um Ólaf
þingforseta. Þegar hann svaraði sagði
ég: „Ólafur hér.“ Hann svaraði á móti:
„Ólafur hér einnig." Ég bætti við:
„Ólafur forseti hér.“ Hann svaraði á
móti: „Ólafur forseti hér einnig.“ Mér
fannst þetta ekki fyndið lengur og
stakk upp í hann: „Herra Ölafur
forseti hér.“ „Já, þú,“ sagði hann,
„hvað get ég gert fyrir þig, herra
Ólafur?“ „Ég hef áhyggjur af ástand-
inu í Jónshúsi," sagði ég. „Það er
óþarfi," sagði hann. „Mér datt hug
hvort ég ætti ekki að skjótast til
Kaupmannahafnar, kanna málið og
skakka leikinn," sagði ég. „Ertu ekki
að fara til Patró?“ spurði hann. „Ha,
jú, en þetta verður að teljast mikilvæ-
gara,“ sagði ég. „Að fullur íslendingur
pissi út fyrir í Jónshúsi?" spurði hann.
,JJa, snýst þetta um það?“ spurði ég.
„Já, svona meira og minna,“ sagði
hann. >rJæja, mér heyrist þetta þá vera
á þínu verksviði,“ sagði ég og lagði á.
Ég má ekki vera svona hvatvís. Ég má
ekki hlaupa eftir öllu sem Búbbu dett-
ur í hug. Ég verð að vera þolinmóður.
Minn tími kemur. Það skal eitthvað
koma upp á sem kallar á afskipti
forsetans. Það skal vera eitthvert
hlutverk fyrir hann einhvers staðar.
Dagur51
Föstudagurinn 20. september
Það er merkilegt hvað allt breytist
þegar maður er orðinn forseti. Maður
bregður sér út á land og það verður að
opinberri heimsókn. Og þegar maður
horfir út um gluggann á bflnum í opin-
berri heimsókn þá sýnast fjöllin hærri,
sagan vellur niður hlíðamar og storkn-
ar í alls konar minnismerkjum sem
sífellt er verið að sýna manni. Alveg
er ég viss um að allur fjöldinn bmnar
hringveginn án þess að hafa hugmynd
um öll þessi minnismerki. Mér er
skapi næst að halda að það sé eitthvert
minnismerki á hverjum einasta bæ,
hvetjum einasta hól. Þama er bærinn,
þama fjárhúsin, þetta er hundurinn
okkar og hér er minnismerkið. Það er
ekki furða þótt ég hafí aldrei almenni-
lega skilið hvers vegna Vigdís var
sífellt að tönglast á sögunni. Ég hafði
ekki séð þessa sögu. En hún þekkir
hvert minnismerki í landinu eins og
lófann á sér. Ég verð að benda á þetta
í einhverri ræðunni, á nauðsyn þess að
fólk fari hægar yfir landið sitt, stoppi
til að skoða minnismerkin. Til þess
hljóta þau að vera, að minna okkur á.
Já, þetta er gott innlegg í forsetalegan
ræðustúf við forsetalegt tækifæri. Mér
sýnist sumir orðnir ansi hreint for-
setalegir eitthvað. Embættið bara vell-
ur í æðunum. Það mætti segja mér að
blóðið væri örlítið farið að blána.
Dagur 52
Laugardagurinn 21. september
Ég sé það nú að ég hef gleymt að
skrifa um grey sýslumannin í gær. En
svona er þetta nú einu sinni. Litlir
menn rata ekki alltaf í dagbækur stór-
menna. Þegar ég tók í höndina á
honum á sýslumörkunum sá ég að
þetta er fyrrum fasteignasali úr
Reykjavík. Hvernig átti ég að geta
verið vondur við hann? Ég fann til
með honum. Fasteignasali í Reykjavík
verður sýslumaður Barðstrendinga.
Þetta er vissulega uppleið, en drottinn
minn dýri, hún getur ekki talist hröð.
Með sama áframhaldi verður hann
þingmaður 350 ára, formaður stjóm-
málaflokks 560 ára og forseti 975 ára.
Já, það er eins og lífið liggi misvel við
fólki. Sumir em fasteignasalar og aðrir
forsetar. Þannig er nú lífið einu sinni.
Og þegar maður er búin að vera
forseti í 52 daga þá skilur maður þetta
og fer að umgangast fasteignasala af
vorkunnsemi frekar en fyrirlitningu.
Svona gerir embættið mann stóran
bæði hið innra og ytra. Og þar sem ég
sit og skrifa þetta verður annar
ræðustúfur til í mínum forsetahaus,
einskonar ábending til fasteignasala
um að fylgja forseta sínum en stríða
ekki á móti honum. Ég gæti til dæmis
bent á atorkumenn fyrri tíma á
Vestfjörðum og sagt fólki að taka þá
til fyrirmyndar. Og þegar fólk hlustar
á mig segja þetta og horfir á mig segja
þetta, þá held ég að það kveiki á
perunni. Það hugsar: Hvaða
Vestfirðingur hefur náð lengst í dag?
Og þama stend ég fyrir framan það,
hávaxinn, spengilegur, svipfastur.
Dagur 53
Sunnudagurinn 22. september
Ég veit ég er góður forseti. Ég veit
það. Ég sé það á vídeóupptökunum af
fréttunum sem við Búbba horfum á
þegar við erum komin upp í rúm á
þessum heimavistarhótelum héma á
landsbyggðinni. Það er sama í hvaða
hópi ég er, ég gnæfi yfir hann. Þama
bendi ég og - sjummm - allir líta
þangað sem ég bendi. Ég er fæddur
forseti. Það var bara formsatriði að
bjóða mig fram. En... Þetta hefur alltaf
fylgt mér, þetta en. En þegar ég horfi á
myndir ífá heimsókn minni þá velti ég
fyrir mér hvort þetta sé rétt þjóð.
Getur verið að mikill maður fæðist
fyrir misskilning hjá alltof lítilli þjóð?
Stundum hefur mér fundist það.
Stundum þegar ég stend fyrir framan
spegilinn og horfi á mig tilbúinn að
ganga út í daginn verð ég hryggur. Ég
verð hryggur yfir að hugsanlega komi
aldrei sá dagur að hann sé mér virki-
leg áskomn, verkefni við hæfi. Mér
líður eins og Richard Burton sem
neyddur er til þess að leika
bæjarfógetann Bastian kvöld eftir
kvöld. Eg finn þörfina fyrir að láta
reyna á hæfileika mína ólga í
æðunum. Einn daginn mun ég mæta á
sviðið ekki svo blíður á manninn. Ég
mun ekki lengur telja mér það skylt.
Ég gerði smá stikkprafu á þessu í dag,
brýndi raustina og krafðist þess að
ríkisstjórnin legði almennilega vegi
handa fólkinu hér á Barðaströndinni.
Það var ekki ég sem valdi kröfuna.
Fólkinu hér virðist ekki detta neitt
stórfenglegra í hug. Það vill vegi. En
ég ætla að fylgjast með því næstu
daga hver viðbrögðin verða.
Dagur 54
Mánudagurinn 23. september
Mér leyst vel á Göran Persson áður
en ég hitti hann. Ég horfði nokkram
sinnum á upptöku af fréttunum frá því
fyrir helgi áður en ég mætti í mót-
tökuna. Göran að ganga niður
landganginn. Göran að heilsa forsætis-
ráðherra. Göran að ræða við frétta-
mann. Hvernig líst honum á heim-
sóknina. Göran hugsar sig um og
segir: ,J>að verður ánægjulegt að hitta
nýkjörinn forseta." Þetta var það
fyrsta sem honum datt í hug
blessuðum. Davíð reyndi náttúrlega að
toppa mig og dró kall greyið upp á
Vatnajökul, setti undir hann vélsleða,
leiddi hann inn í íshelli - en ég veit að
allt kom íyrir ekki. Göran beið eftir að
hitta mig. Litla forsætisráðherrahjartað
í honum sló af tilhlökkun til að hitta
aðalmanninn á fslandi, forsetann sjálf-
an, herra mig. En móttaka varð ekki
eins og ég hafði búist við. í hvert sinn
sem ég ætlaði að fara að ræða við
Göran þá var einhver ráðherranna
kominn upp að öxlinni á mér til að
fylgjast með. Það var eins og þeir
væru á skipulagðri vakt. Eins og
Davíð hafi sagt þeim fyrir verkum
fyrir veisluna: Dóri, þú tekur andyrið;
Steini, þú passar bókastofuna; Bjössi,
þú hindrar að hann dragi hann inn í
eldús; Imba, þú þykist hella óvart yfir
hann úr glasinu ef hann minnist á
Sameinuðu þjóðimar. Og það gerðist
næstum því. Þegar ég greip undir
handlegginn á Göran, dró hann út að
glugganum eins og ég ætlaði að sýna
honum útsýnið og var rétt búinn að
spyrja hvern Svíar ætluðu að styðja
sem aðalritara þá kom Imba á handa-
hlaupum og velti okkur næstum um
koll. Þegar ég náði jafnvægi leit ég
yfir salinn og beint í augun á Davíð
sem stóð í hinum endanum. Hann var
á vakt helvískur, hann hefúr öragglega
sent Imbu á okkur. Hann ætlaði ekki
að una mér að verða forseti og hann
ætlaði ekki að una mér að ná lengra.
Dagur55
Þriðjuudagurinn 24. september
Ahrifin frá heimsókninni á Patró
era farin að skila sér. Halldór greyið
Blöndal var látinn svara fyrir hvers
vegna ekki væra almennilegir vegir í
Barðastrandasýslu eins og forsetinn
hefði bent á. Hann muldraði eitthvað
um að ég hefði ekki haft.áhuga^á
vegum þegar ég var þingmaður. Hvað
er að þessum manni? Ég var
þingmaður Reykvíkinga og Reyk-
nesinga. Það er allt í lagi með vegina
þar. Nú er ég forseti allra íslendinga.
Það er allt annað, tvennt ólíkt. Það
verður nú aldrei sagt um Halldór að
hann sjái hið stóra samhengi hlutanna.
Nú þarf ég þrýsta á málið, fá fólk og
félagasamtök til að taka undir kröfúna
um bætta vegi á Barðaströnd og láta á
það reyna hvor ræður, ég eða Halldór.
Dagur 56
Miðvikudagurinn 25. september
Þegar ég vaknaði í morgun var ég
efins um hvort ég hefði valið mér rétt
málefni til að berjast íyrir. Hveijum er
svo sem ekki sama um hvort vegimir
á Barðaströnd séu holóttir eða ekki?
Þetta hljómaði einhvem veginn betur
þarna fyrir vestan. Þetta virtist vera
eitthvað sem brann á fólkinu. En
hérna fyrir sunnan er þetta álíka
spennandi smölun hrossa á
Auðkúluheiði. Þegar ég kom á skrif-
stofuna ákvað ég að gera könnun á
málinu. Ég spurði Korní: „Hvar er
Barðaströnd aftur, Komí minn?“ „Er
hún ekki úti á Nesi,“ svaraði hann.
Það var sem ég hélt. Ég hafði valið
mér fráleitt baráttumál. Hér var ég,
heimsborgarinn með reynslu,
þekkingu og hæfni lagstur niður í
lágkúra hreppapólitíkurinnar. Hvað
hafði komið yfir mig? Afhveiju benti
ég þessum sveitalýð ekki á Intemetið
þegar það bað um vegi? Ég hefði átt
að segja eitthvað á borð við: Vefur
nútímans er beinn og breiður en
mönnunum era gömlu krókaleiðamar
kærar. Það vantar aðeins upp á spá-
mannlega framsögn hjá mér. Ég þarf
að temja mér hana. Þegar hún er
komin verð ég fullkominn forseti. ■
Ungir jafnaðarmenn
Málstofur SUJ munu hafa fundi á skrifstofunni að
Hverfisgötu 8-10 sem hér segir:
Málstofa um menningarmál
Fimmtudaginn 26/09 klukkan 18:15
Fundirnir eru opnir öllum ungum jafnaðarmönnum.
Sambandsstjórnarfundur SUJ verður haldinn næsta
laugardag frá klukkan 17:00 til 19:00. Fundarstaður og
dagskrá verða auglýst í blaðinu á morgun.
Hvenær er skrifstofan opin?
Skrifstofa SUJ er opinn sem hér segir í september:
Mánudagar 13:00 -17:00
Þriðjudagar 13:00 -16:00
Föstudagar 13:00 -17:00
Utan opnunartíma má skilja eftir skilaboð á skrifstof-
unni eða hafa samband við starfandi framkvæmdar-
stjóra, Kolbein Einarsson (s.553-6605 & s.587-2704).
Framkvæmdastjóri.