Alþýðublaðið - 26.09.1996, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 26.09.1996, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐH) 7 S viskubrunnurinn 1. Hver var síðasti konurtgur ís- lendinga? 2. Yfirlýsingar Ólafs Ragnars Grímssonar forseta um sam- göngumál hafa vakið mikla at- hygli. í hvaða sýslu landsins er ástand vega verst, að mati for- setans? 3. Friðrik Þór Friðriksson gerði á sínum tíma myndina „Rokk í Reykjavík". Eitt af þeim lögum sem hvað mesta athygli vakti var Reykjavík, ó, Reykjavík. Höfundur textans hefur nú skipað sér á bekk með efnileg- ustu skáldum okkar. Hvað heitir hún? 4. Nýverið náði íslenskur hand- knattleikskappi þeim áfanga að skora þúsundasta mark sitt í fyrstu deild. Hvað heitir hann? 5. íslendingar hafa átt misjöfnu gengi að fagna á Ólympíuskák- mótinu í Armeníu. Hver leiðir sveit íslands? 6. Hver orti svo: Ég eraðeins barnshöfuð i rorvitnisferð um glæpi stundanna. 7. Hvaða þrjár konur eru í þing- flokki Framsóknar? 8. Hinn 11. október verður til- kynnt hver hreppir friðarverð- laun Nóbels. Nóbelsnefndinni hafa borist 120 tilnefningar en sérstakur samningamaður Bandaríkjanna á Balkanskaga þykir líklegastur til að hreppa hnossið. Hvað heitir hann? 9. Spænski einræðisherrann Franco safnaðist til feðra sinna, tékkneska tennisstjarnan Mart- ina Navratilova fékk hæli í Bandaríkjunum og Guðmundur Sigurjónsson varð annar stór- meistari íslands í skák. Hvaða ár þetta? 10. Hverer maðurinn? •uejsjaiujois uossje|p ^uquj OL SZ.61 Q!JV '6 a>|oojq|OH pjeqojy g ujofieLuoq ejj jjuopstjjaAS jnQjaö|e/\ 60 Jjuop -sjjaiQjjj Ajs 'Jj»opeuj|ed 6jofqj6u| 7 jJLuen ?jj uujajsjoq 9 uossjnjad jja6jei/\| g uossujaAS jnQjnÖjS 'V eppia £ eisAsjepuejjseQjeg z X u?fls!JX 'L ■ Guðrún Kristjánsdóttir er ný- tekin við ritstjórn Helgarpóstsins og fetar þar í fótspor margs af- reksmannsins í blaðamennsku. Guðrún er 30 C að aldri, hún kann að kokka karlmenn uppí rúm til sín og hún lofar því að HP verði kven- legri en áður Ritstýran b I ó m s t r a r „Ég er búin að vera blaðakona í 10-11 ár með námshléi og barneignafríi. Ég hef verið á DV, Alþýðublaðinu, Heimsmynd, Pressunni, Morgunpóstinum og HP, auk þess að hafa unnið verkefni hingað og þangað." Sérðu einhverja þróun íþessu hjá þér? „Ekki nema að ég verð gáfaðari með hveiju árinu.“ Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „Það er kjúklingur með dilli og vorlauk." Ertu góður kokkur? „Alveg ffábær segja þeir sem þekkja mig. Ég get kokkað karlmenn uppí nim.“ Kemur matreiðslan þér til góða í starfi? , Já, svo sannarlega. f fyrsta lagi skrifa ég um matseld og svo er það besta sem ég geri eftir annasaman dag að ein- beita mér í tvo til þrjá klukkutíma við eldamennsku. Það nær úr mér öllu stressi." Ætlar ritstýran að halda áfram að skrifa um mat? ,Jaaaá, en það verða þá kannski fersku og fljótlegu rétt- imir í bili.“ Ætlarðu kannski að taka upp dálk með veitingahúsa- gagnrýni eins og kunnir ritstjórar hafa gert? „Hver veit, þegar ég hef ekki tíma til að elda heima fer ég á veitingahúsin." Finnst þér leiðaramir hans Jónasar Kristjáns á DV góð- ir? ,Já, ég er mjög hrifin af þeim - yfirleitt." Hvað ertu gömul? „Við köllum það 30 C á kvennamáli." VerðurHP mildari og kvenlegri undirþinni stjóm? „Ekki kannski mildari, en kvenlegri. Konur eru ekkert endilega mildari en karlar. Þær geta verið harðari ef því er að skipta." Eru konur ekki bara miklu grimmari en karlar? „Ekki grimmari heldur...“ M iskunnarlausari ? „Nei, skynsamari tilfinningaverur." Eru þœr ekki bara kaldrifjaðri á tilfinningasviðinu? „Ekki þegar þær eru orðnar 30 C eins og ég. Þá eru þær orðnar vitrar og búnar að læra ýmislegt." Ertu með einhvem kokkaðan uppírúmi hjáþér núna? ,J3kkiíkvöld...“ Nú ? Heldurðu að það sé nokkur séns að... „.. en þessa dagana - stundum." Nú. Má segja hverþað er? , Ja, ég kokka og hann skáldar." Nú hefur þú verið þekktfyrir það öðru fremur á löngum ferli að fjalla um skemmtanalífið. Verður aukin áhersla á þann angaþjóðlífsins? „Ekki meiri en verið hefur. Jafnmikil og góð enda hefur sýnt sig að aðrir í fjölmiðlum hafa tekið upp þann þráð.“ En hverjir voru hvar? Guðrún Kristjánsdóttir: Ég verð gáfaðari með hverju árinu sem líður. „Þeir sem voru þar.“ Hverjar eru vœntingar þínar til framtíðarinnar, vonir og þrár? „Ég hugsa yfirleitt ekki mikið um framtíðina. Það er nóg að lifa af daginn í dag.“ Hver er eftirlœtis stjómmálamaðurinn þinn? „Ingibjörg Sólrún." Kýstu Kvennalistann? „Nei, ég hef nú ekki gert það.“ Studdirðu Ólaf Ragnar? ,Já, ég gerði það.“ Og ert stolt afþví? , Já, ég er það. Hann er að verða Forsetinn." Líturðu til einhvers sem fyrirmyndar t'þínu starfi? „Nei, ég geri það ekki. Ég tilheyri annarri kynslóð og er kona í þokkabót." Hvemig stendur íslensk blaðamennska í samanburði við erlenda? „Bæði vel og illa. Við förum ekki yfir strikið hvað varðar umfjöllun um einkalíf fólks, finnst mér. Við segjum frá því á skemmtilegan máta, og erum ekki að meiða fólk mildð, en á hinn bóginn vantar meiri rannsóknarblaðamennsku. En það er svo spumingin um tjármagn." Er illa búið að blaðamönnum á íslandi? , Já, ég verð að segja það.“ Vantar samstöðu ístéttina? , Já, ætli það ekki.“ Hefur verið að halla undanfœti hjá stéttinni? „Launalega kannski en það er alltaf að koma fram víð- sýnna fólk á sjónarsviðið, fólk sem hefur skemmtilegar skoðanir og þorir að setja þær fram. En eru blaðamenn ekki hataðasta stéttin um heim allan?“ Hvert er óþœgilegasta atvikið sem þú hefur hent þig í starfi? „Þau eru mörg pínleg atvikin en það er ekkert sem kem- ur í hugann einn, tveir og sjö.“ Harðna menn upp íþessu starfi og mynda skel? „Á vissan hátt. Það er hætt við því en það er eitthvað sem maður þarf að taka sjálfan sig í gegn með reglulega. Ég tel mig ekki hafa harðnað með árunum. En ég á auðveldara með að leiða hjá mér ósanngjama gagnrýni." ■ o r m u r i n n Bækurnar sem Valgerður Matt- híasdóttir er að lesa: „Ég er alltaf með nokkrar bækur í umferð. Ein þeirra er With Nails og er eftir breska leikarann Ri- chard E. Grant. Þetta er sérlega skemmtileg dagbók sem hann hef- ur skrifað undanfarin ár og lýsir hans upplifun, til dæmis segir hann frá því þegar hann kom til Bandaríkjanna og fór að leika hjá Scorsese og fleiri aðilum. Síðan var ég að draga fram gamla og skemmtilega bók eftir Shirley MacLaine, It’s All in the Playing, en þar lýsir hún því þegar hún var að gera sjónvarpsþætti sem urðu frægir fyrir um það bil áratug. Svo hef ég verið að glugga í myndina íslenskar lœkningajurtir. Ég hef mikinn áhuga á að skoða BE YOURSELF ‘J6 fréttaskot úr fortíð í september 1937 skrifaði Alþýðublaðið um rómað listaverk eftir ungan myndhöggvara, Sigurjón Ólafsson, og spurði: Hvað á að gera við listaverkið? Siguijón Ólafsson myndhöggvari er þegar kominn í fremstu röð íslenzkra listamanna. Hefir hann brotist áfram með ódrepandi áhuga og hjálp góðra manna, sem hafa skilið, að í þessum ljóshærða ungling bjó listamannseðl- ið. Sigurjón Ólafsson sækir flest við- fangsefni sín í líf íslenzkrar alþýðu, enda er hann af alþýðufólki kominn, sonur fátæks verkamanns frá Eyrar- bakka. Eitt frægasta verk hans og veiga- mesta er lágmynd, er hann nefnir „Saltfiskstöflun“. Hefir hann haft þessa mynd á sýningum í Danmörku, og hefir hún hlotið þar einróma lof. Einn listdómarinn segir meðal ann- ars: „Samstundis sem maður kemur inn í hringmyndaða salinn verður maður svo gagntekinn af hlutum af stórri lág- mynd eftir Sigurjón Ólafsson, að erf- itt er að festa augun á nokkru öðru. Þetta er sýnilega myndhöggvari - þótt enn sé á unga aldri - sem með inn- blæstri og markvísi getur glímt við stórkostlegt (monumentale) viðfangs- efni, og hefir bæði nóga persónu og nægilega sköpunarhæfileika til þess að ráða fram úr þeim. Það er sjald- gæft, að nokkrir bútar, steyptir í gips, tali svo glöggu máli um verk fult af hvernig við getum notað ýmis grös og jurtir, í okkar nánasta um- hverfi, í te og meðul. Ég var einn- ig að lesa nýjasta hefti Life og þar er mjög áhugaverð grein um það hvernig vestrænir læknar eru farn- ir að nota í æ ríkara mæli óhefð- bundnar lækningaaðferðir sam- hliða vísindum og nútímatækni- nýjungum í læknisfræðinni. Höggmyndin sem um ræðir, „Salt- fiskstöflun", stendur nú við Stýri- mannaskólann í Reykjavík. fegurð og stórfengleik." Merkasta listablað Dana, „Samler- en“, segir um sama listaverk: „Lang veigamesta höggmyndin er hin mikla lágmynd Sigurjóns Ólafs- sonar, „Saltfiskstöflun". ... Það er fagurt og óbrotið. Þessar kröftugu, af- mörkuðu myndir, rólegar í hreyfing- um. ... Ólafsson hefir séð viðfangs- efnið með augum mikils myndhöggv- ara og ráðið fram úr því án krókaleiða málarans eða sálarfræðingsins. Höfuð- in, búkarnir, fötin og fiskurinn hafa fengið sama þrungna stílinn, sem lið í einni plastiskri heild. ... Með þessari lágmynd hefir hann getið sér mikið naíh.“ Þannig rita beztu listdómarar um listaverkið. En hvað á nú að gera við þetta lista- verk? Ágæt hugmynd hefir komið fram um það. Er hún sú, að hún verði steypt inn í vegg Fiskifélagshússins út að Skúlagötu. En bæði listaverkið sjálft og vinnan við að koma því fyrir á vegg hússins myndi kosta um 20 þúsund krónur, og það fé vantar. Er þvi mælst til þess, að hafm verði almenn samskot í þessum tilgangi og væri Alþýðublaðið fúst til að taka á móti samskotum. Greinin er birt stafrétt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.