Alþýðublaðið - 11.10.1996, Page 5

Alþýðublaðið - 11.10.1996, Page 5
FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ k 5 3 Ó I ■ 32. flokksþing Sjálfstæðisflokksins hófst í gær og stendur fram á sunnudag. En hvað einkennir þetta stærsta stjórnmálaafl á íslandi? Kolbrún Bergþórsdóttir leitaði svara Hver er þessi Sjálfstæðisflokkur eiginlega? Flokksformaðurinn mættur í höllina, síödegis í gær. Ástríður Thorarensen eiginkona hans kankast á við Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur. Indriði G. Þorsteinsson rit- höfundur Vantar í hann pólitíkina Sjálfstæðisflokkurinn hefur mikla breidd. Þar er að finna allt frá svartasta íhaldi yfir í demókrata sem eru lengra til vinstri en menn í Alþýðuflokknum. Skýringin á því hvað Alþýðuflokkur- inn er h'till liggur í því að Sjálfstæðis- flokkurinn er ríkur demókrataflokkm-. Sjálfstæðisflokkurinn undir stjórn Davíðs og Bjöms krónprins er frísk- legur og líberal, svolítið eins og hann var á bestu dögum sínum með Ólafi Thors og Bjama Ben. En það vantar bara í hann póhtfldna. Dags daglega rekur Sjálfstæðis- flokkurinn ekki beinharða pólitík. Ein ástæðan er sú að Morgunblaðið sem var löngum aðal bijóstvirki Sjálfstæð- isflokksins er það ekki lengur. Hið ytra pólitíska andlit flokksins hefur verið lagt niður. Morgunblaðið er orðið demókratablað. Sjálfstæðisflokkurinn verður for- ystuflokkur í þjóðfélaginu lengi. Hitt er annað mál að niðurstaðan í forseta- kosningunum bendir til að vinstri öflin verði mjög öflug í landinu á næsta ára- tug. Akkillesarhæll vinstri aflanna er að þau geta ekki sameinast um nokk- um skapaðan hlut. Tveir vinstri menn ekki komast saman án þess að fara að rífast. Sjálfstæðisflokkurinn hefur orðið fyrir nokkmm áföllum í sögu sinni. Hann hefði ekki borið þessi áfoll með glæsibrag nema vegna þess að hann er sundurleitur. Sundurleitur flokkur skellir bara í góm þegar kemur til ágreinings meðan einstrengingslegir flokkar verða snarvitlausir. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Sjálfstæðis- flokkurinn er kirkja Sjálfstæðisflokkurinn er kirkja og fjöldinn kýs þessa kirkju bara af því að það er eitthvað sem er gert og er álíka sjálfsagt og að halda með íslandi í handbolta. I þennan flokk runnu sam- an þeir sem róttækastir höfðu verið í sjálfstæðismálinu og hinir sem var- fæmastir höfðu verið. Þetta var flokkur handa bæði andstæðingum og fylgj- endum Uppkastsins. Flokkur sem hafði hæfilega óljósa hugmyndaffæði og vökula hagsmunagæslu til að geta rúmað alla í svo litlu og einsleitu sam- félagi. Og þar fengu snjallir stjórn- málamenn að njóta sín en voru ekki umsvifalaust reknir af meðalmennun- um, eins og reyndin var hjá bæði jafn- aðarmönnum og framsóknarmönnum. Flokkurinn er sem sagt kirkja og snýst um ámóta óljósar hugmyndir, tilfinn- ingar eiginlega, og rétt eins og þjóð- kirkjan á flokkurinn í vandræðum, sem kunna að virðast snúast um persónur en gera það auðvitað ekki, heldur um ólíka hagsmuni. Róbert Marshall formaður Verðandi Valdasjúkur með krullur Sjálfstæðisflokkurinn er heimskur, sjálfumglaður, valdasjúkur hrokagikk- ur með stóran búk, htla sál og krullur. Ásgeir Hannes Eiríksson kaupsýslumaður Flokkurán hugsjóna Ég er fæddur inn í Sjálfstæðisflokk- inn og þau ósköp öll. Sjálfur er ég síð- asti Heimastjórnarmaðurinn. Sjálf- stæðisflokkurinn er óskaplega stór og samtengdur þjóðfélaginu. Ef þjóðfé- lagið er illa íyrirkallað þá er flokkurinn slappur og öfugt. Ástæðan fýrir þessu er sú að Sjálfstæðisflokkurinn er allir flokkar. Hann er íhald. Hann er krati. Hann er rosaleg framsókn. Hann er minnst af Alþýðubandalagi og Kvennalista. En það finna allir eitt- hvað við sitt hæfi í Sjálfstæðis flokkn- um. Flokkurinn hefur haldið velli með því að heiðra þá gullnu reglu að fæst orð hafi minnsta ábyrgð. Þú sérð aldrei sjálfstæðismenn með hugsjónir. Ég held að það sé styrkur Sjálfstæðis- flokksins hvað hann er þögull. For- ystumenn flokksins takmarka mál- flutning sinn við slagorð á borð við: Gjör rétt - Þol ei órétt. Svo beija þeir í borðið og allir taka undir. Það er eng- inn vandi að reka þannig fyrirtæki. Flokkurinn var eins og Sambandið, fyrirtækja- og hagsmunasamsteypa sem passaði upp á þá sem skiptu máh. Nú hefur skömmtunarseðlunum fækk- að og þá hefði mátt halda að draga myndi af Sjálfstæðisflokknum. En það hefur þó ekki gerst. Flokkurinn hefur verið mjög stað- fastur í utanríkispólitíkinni. Hópur fólks bauð bömum sínum góða nótt á kvöldin með bæn til guðs um að gæta þeirra og forða þeim frá kommúnisma. Þetta fólk fann sér stað í Sjálfstæðis- flokknum á tímum kalda stríðsins. En nú þegar kalda stríðið er fyrir bí þá er ákveðin tilvistarkreppa í gangi. Samt er eins og flokkurinn hfi góðu lífi. Ég spái því þó að flokkurinn muni hðast í sundur í þeirri geijun sem hlýtur að ná að ströndum landsins. Sem formaður Sjálfstæðisflokksins hefur Davíð haldið sjó. Hvorki verið skemmtilegur né leiðinlegur. Hann hefur setið þarna eins og samvisku- samur kontóristi. Ég held að ögurstundin í sögu flokksins hafi verið þegar Gunnar Thoroddsen myndaði ríkissjóm sína. Hefðu Gunnarsmenn farið úr flokkn- um þá er ég viss um að meirihlutinn af floldcsmönnum hefði fylgt þeim. En flokkurinn hélt saman þrátt fyrir átök- in, en sprakk nokkrum árum síðar á Albert. Það var töluvert áfall, en að ■ Einn helsti áhrifamaður Sjálfstæðisflokksins um langt skeið JT Olán fyrír flokkinn að fá Davíð sem formann „Ég held að það hafi verið ólán fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn að fá Davíð Oddsson sem formann. Davíð hefur verið sérstaklega ólánsamur með nán- ustu samstarfsmenn sína og nefni ég þá menn eins og Hannes Hólmstein, Hrafn Gunnlaugsson og Kjartan Gunnarsson," segir gamalreyndur sjálfstæðismaður sem í mörg ár var í forystusveit flokksins, en er nú hættur afskiptum af stjórnmálum. Hann ræddi við Alþýðublaðið um málefni Sjálfstæðisflokksins en vildi ekki að nafn hans kæmi fram, „Flokkurinn var mér mjög kær. Hann var eina stjórnmálaaflið sem virtist styðja við bakið á einstaklingn- um í því skyni að gera honum mögu- legt að komast áífam í lífinu og geta unnið sjálfstætt. Ég var ekki síður hrifinn af því þegar flokkurinn og fyrrum forystumenn hans studdu al- mannatryggingar og stuðluðu þannig að því að hjálpa þeim sem harðast urðu úti í lífinu. Á síðustu árum með, nýjum mönnum, hafa áherslur flokks- ins tekið miklum breytingum til hins verra. Flokkurinn virðist vilja stuðla að því að sem fæstir komist áfram, sérstaklega í atvinnulífinu, og þar með að peningamagnið safhist í hend- ur örfárra manna eða fjölskyldna. Verið er að hverfa frá því góða kerfi og tryggingu er þeir sem minnst mega sín eiga rétt á. Mannlegi þátturinn hefur því orðið að víkja. Með þessum orðum mínum á ég ekki eingöngu við Sjálfstæðisflokkinn því mér finnst aðrir flokkar, sem áður höfðu mikinn áhuga á að byggja upp réttlátara þjóð- félag, hafi slegið mjög slöku við. Þannig sé ég ekkert því til fýrirstöðu að fjórir stærstu flokkar þessa lands sameinist í einn flokk því mér finnst vera sami rassinn undir þeim öllum. Staða Sjálfstæðisflokksins er traust en hversu lengi hún mun haldast veit ég ekki. Flokkurinn hefur fyrst og fremst trausta stöðu vegna þess hversu hinir flokkamir eru lélegir. Al- þýðubandalagið virðist vera að deyja úr vesöld. Framsóknarflokkurinn hall- ar sér svo fast upp að Sjálfstæðis- flokknum í þessu ríkisstjórnarsam- starfi að það er eins og hann sé ekki til. Þegar fjármálaráðherra útskýrir á blaðamannafundi fjárlagafrumvarpið þá leiðir hann formann Framsóknar- flokksins með sér til styrktar. Alþýðu- flokkurinn hefur veikt sig en ekki styrkt með sættum við Þjóðvaka. Þetta minnir mann á hjón sem eru stöðugt að rífast og hlaupa saman. Það eru yfirleitt aldrei traust hjóna- bönd sem byggja á slíkum uppákom- um. Stjórnarandstaðan getur styrkt stöðu sína með því að benda á þær veilur sem finnast í þjóðfélagsgerð okkar og berjast fyrir úrbótum en ekki taka undir þær eins og hún gerir oft og tíðum.“ mfnu mati ekki eins hættuleg staða því Gunnar hefði náð miklu lengra án Sjálfstæðisflokksins en Albert gerði. Fylgi Alberts var jaðarfylgi og risti ekki eins djúpt og fýlgi Gunnars. En Geir Hallgrímsson gætti þess vel að halda flokki sínum saman en hann fýr- irgaf ekki. í forystu Sjálfstæðisflokks- ins veljast eingöngu menn sem gleyma engu og fýrirgefa aldrei. Friðjón Þórð- arson og Pálmi Jónsson voru aldrei annað en gíslar í þingflokknum eftir að hafa verið ráðherrar í ríkisstjóm Gunn- ars Thoroddsens. Þeir öðluðust aldrei aftur full mannréttindi. Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins Flokkur sérhagsmuna Það fyrsta sem mönnum kemur í hug um Sjálfstæðisflokkinn er að hann er stór. Það segir nú kannski meira um kjósendur hans en flokkinn sjálfan. Af hveiju er hann svona stór? Svarið ligg- ur í augum uppi. Sjálfstæðisflokkurinn hangir ekki saman á hugsjónum heldur ólíkum hagsmunum. Sem þýðir að hann þverpólitískt bandalag og valda- tæki hagsmunahópa. Þeir sem leggja meira upp úr því að tryggja sér ítök í pólitík heldur en að standa sig í sam- keppni á markaðnum leita til Sjálf- stæðisflokksins vegna þess að þeir h'ta svo á að hann sé ríkið, mátturinn og dýrðin. Þeir telja sig þurfa á honum að halda því þeir óttast að þeir muni ekki njóta sanngimi ef þeir standa öndverð- ir gegn honum. Með þðrum orðum: Sjálfstæðisflokkurinn er stór af því að hann er stór. Stærðin ein og völdin laða að honum þá sem telja sig hafa af því hag. Sjálfstæðisflokkurinn sækist því eftir völdum valdanna vegna. Pól- itískar hugmyndir, kenningar, hugsjón- ir eru aukaatriði. Þær koma þessu máli reyndar ekki við. Sjálfstæðismenn í Reykjavík og Reykjanesi ljá flokknum þrjá fjórðu hluta af fýlginu. Allur þorri kjósenda Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er fijálslynt og umbótasinnað fólk sem á yfirleitt meiri málefnalega samstöðu með okkur jafnaðarmönnum heldur en eigin flokki. Þingmenn Sjálfstæðis- flokks rétta hvorki hönd né fingur til að beijast fyrir hagsmunamálum þess- ara kjósenda sinna. Þeir beita sér ekki fýrir hagsmunum neytenda gegn ofriki landbúnaðarkerfisins. Þeir beita sér ekki fýrir þeim mannréttindum að þétt- býhsbúar hafi jafnan atkvæðisrétt á við dreifbýlisbúa. Þeir eru skotnir í hug- myndinni um að sægreifamir eigi að borga fyrir veiðiheimildimar en þora ekki að beita sér fýrir því þótt þeir við- urkenni rökin. Af þessu geta andstæðingarnir margt lært. En ég held að sú lexía sem brýnast sé að menn læri sé sú sem Guðmundur Gunnarsson hefur verið að orða að undanfömu, að fenginni reynslu af því að starfa innan Sjálf- stæðisflokksins, nefnilega sú að þessir fijálslyndu, umbótasinnuðu kjósendur eiga í reynd ekki málefnalega sam- stöðu með Sjálfstæðisflokknum og það hafi aldrei verið eins brýnt og núna að skapa pólitískan vettvang, stóran sósí- aldemókratískan flokk sem muni sækja og veija hagsmuni almennings í landinu gagnvart þeim sérhagsmunum sem ráða algjörlega ferðinni í Sjálf- stæðisflokknum. Gudmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsam- bandsins Við hröpum til jarðar Einhvers staðar stendur að úlfaldi sé hestur hannaður í nefnd. Þannig líta félagslega sinnaðir sjálfstæðismenn á mörg þeirra stefnumarkmiða sem samin eru af öfgakenndum frjáls- hyggjumönnum. Þegar þessi álit eru svo kynnt sem hin eina sanna stefna Sjálfstæðisflokksins þá líður okkur illa. Sú lýsing á ágætlega við Sjálfstæð- isflokkinn að hann sé eins og fallhlíf. Hún virkar þegar hún er opin. Það virðist vera svo að fámennur hópur öfgakenndra frjálshyggjumanna hafi tekið að sér að vera boðberar og túlk- endur flokksins án afskipta forystu- manna hans. Það getu ekki endað nema á einn veg, við hröpum til jarðar. Pelsfóðurskápa Allar stærðir PELSINN Kirkjuhvoli • sími 552 0160 K

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.