Alþýðublaðið - 11.10.1996, Page 6

Alþýðublaðið - 11.10.1996, Page 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 s k i I a b o ð Kjördæmisþing á Vesturlandi Kjördæmisþing Alþýðuflokksins á Vesturlandi verður hald- ið í Röst Akranesi laugardaginn 12. október og hefst klukk- an 10.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Uppgjörfjármála 3. Opinn fundur um samstarf jafnaðarmanna frá kl. 13.00- 15.30 4. Stjórnmálaályktun 5. Málefni Vesturlands Kvöldverður og skemmtun frá kl. 20 og fram eftir nóttu. Jafnaðarmenn á Vesturlandi fjölmennið! Stjórn kjördæmisráðs. Aðalfundur Aðalfundur Alþýðuflokksfélagsins í Hafnarfirði verður hald- inn þriðjudaginn 15. október klukkan 20.30 í Alþýðuhúsinu Hafnarfirði. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Magnús Hafsteinsson, formaður Aiþýðuflokksfélagsins í Hafnarfirði. Fundarboð Aðalfundur Kvenfélags Alþýðuflokksins í Hafnarfirði verður haldinn miðvikudaginn 16. október kl. 20:30 í Alþýðuhúsinu við Strandgötu. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning á flokksþing dagana 8. 9. og 10. nóvember. Kaffiveitingar. Fundarstjóri Guðfinna Vigfúsdóttir. Fjölmennum. Stjórnin. UMSOKN UM FRAMLOG ÚR FRAMKVÆMDA- SJÓÐI ALDRAÐA 1997 Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraða auglýsir eftir umsókn- um um framlög úr sjóðnum árið 1997. Eldri umsóknir koma aðeins til greina séu þær endurnýjaðar. Nota skal sérstök umsóknareyðublöð sem fylla ber samviskusam- lega út og liggja þau frammi í Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu. Einnig er ætlast til að umsækjendur lýsi bréflega einingum húsnæðisins, byggingarkostnaði, verkstöðu, fjármögnun, rekstraráætlun, þjónustu- og vist- unarþörf ásamt mati þjónustuhóps aldraða (matshóps) og þar með hvaða þjónustuþætti ætlunin er að efla. Um- sókn skal fylgja ársreikningur 1995 endurskoðaður af lög- giltum endurskoðanda og kostnaðaryfirlit yfir fyrstu níu mánuði ársins 1996. Sé ofangreindum skilyrðum ekki fullnaégt áskilur sjóð- stjórnin sér rétt til að vísa umsókn frá. Umsóknir skulu hafa borist sjóðstjórninni fyrir 1. desem- ber 1996, Heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík. Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraða. Fundarboð Málefnahópur um landbúnaðar- og umhverfismál boðar til fundar þriðjudaginn 25. október kl. 20.30 í Félagsheimili Al- þýðuflokksins í Hamraborg Kópavogi. Flutt verða erindi um lífræn og vistræn samfélög og árangur í fráveitumálum þéttbýliskjarna. Allir velkomnir. Málefnahópur um landbúnaðar- og umhverfismál. Alþýðuflokkurinn Reykjanesi Kjördæmisþing Kjördæmisþing verður haldið í Garðaholti 12, Garðabæ, laugardaginn 12. október næstkomandi kl. 10.00 til 16.00. Dagskrá: 10:00 Þingsetning. 10:15-12:00 Framsöguerindi og umræður. Magnús Árni Árnason: Sameining jafnaðarmanna - Staða og horfur. Valgerður Guðmundsdóttir: Alþýðuflokkurinn og sveitarstjórnarmál. Jón Baldvin Hannibalsson: Lénsveldi eða lýðræði? Kristján Gunnarsson: Verkalýðshreyfingin og kjaraátökin framundan. 12:00-13:00 Hádegisverður. 13:00-13:30 Ávörp þingmanna: Rannveig Guðmundsdóttir. Guðmundur Árni Stefánsson. 13:30-14:00 Almenn þingstörf Afgreiðsla reikninga. Kosning formanns, annarra stjórnarmanna og endur- skoðenda. Kosning fulltrúa í flokksstjórn. 14:00 - 15:00 Nefndastörf Nefndir ræða þau málefni sem fjallað var um í fram- söguerindum og semja drög að ályktun. 15:00 - 16:00 Lokaumræða og afgreiða álykt- ana. 16:00 Þingslit. 16:00-17:00 Gleðistund. Stjórn kjördæmisráðs. Ég þakka öllum þeim sem heidruðu mig á sextugsafmæli mínu 5. október síðast- liðinn. Góðar undirtektir og örlæti við stofnun „Fræðslusjóðs um líf í alheimi" þennan dag gladdi mig jafnframt mjög. Þór Jakobsson veðurfræðingur. Kópavogsbúar -jafnaðatmenn Fundartímar Alþýðuflokksfélags Kópavogs verða í vetur sem hér segir: Öll mánudags- kvöld kl. 20.30 (nema 18. 12. 25. 12. og 2.1. vegna jóla og áramóta og 31.3. vegna páskanna). Einnig verður opið hús á laugardags- morgnum kl. 10.00. Heitt á könnunni, spjall um stjórn- málaástandið. Allir velkomnir. Fh. stjórnar Magnús Árni Magnússon formaður Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur íslands 48. flokksþing Alþýðuflokksons - Jafnaðarmannaflokks íslands verður haldið í Perlunni í Reykjavík, helgina 8. til 10. nóvember 1996.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.