Alþýðublaðið - 16.10.1996, Blaðsíða 1
■ Ríkisendurskoðun gagnrýndi fjármál kirkjunnar í endurskoðunarskýrslu til dæmis
flutning fjármagns milli sjálfstæðra sjóða og ómarkvissa stjórnun
Fjármál kirkjunnar sæta gagnrýni
Langur vegur frá því að þetta
hafi verið alvarlegar athuga-
semdir, segir Baldur Kristjáns-
son biskupsritari.
Ríkisendurskoðun gerði athuga-
semdir við fjármál kirkjunnar, eink-
um hvað varðar rekstur og reikninga
sjálfstæðra sjóða á vegum kirkjunn-
ar. Kirkjan hefur til umráða um það
bil tvo milljarða króna á ári, og
nemur framlag ríkisins til Biskups-
stofu 535 milljónum króna, en ofan
á það bætast sóknargjöld og kirkju-
garðsgjöld. Enginn fjármálastjóri
starfar á vegum embættisins.
Samkvæmt heimildum blaðsins
beindust athugasemdir Ríkisendur-
skoðunar aðallega að fimm eða sex
sjálfstætt starfandi sjóðum innan
kirkjunnar, en mörg dæmi eru um
flutninga á fjármagni milli sjóða án
þess að lögformlegar ákvarðanir
liggi fyrir. „Það var gagnrýnt að
ekki væru nægilega glögg skil á
milli sjóða en það helgast af því það
vantar verklagsreglur um hvaða
sjóðir eigi að annast hvaða verk-
efni,“ segir Baldur Kristjánsson
biskupsritari. Þá miðuðu tillögur
Ríkisendurskoðunar aðallega að því
að einfalda fjármál kirkjunnar frá
því sem nú er, og skipaður verði
fjármálastjóri. Slík staða hefur
aldrei verið til innan embættisins og
með vaxandi umsvifum kirkjunnar
hefur ástandið versnað í seinni tíð.
„Ég sat í nefnd þriggja manna, auk
mín voru þau Ásdís Sigurjónsdóttir
fjármálaráðuneytinu og Sólmundur
Jónsson fjármálastjóri dóms- og
kirkjumálaráðuneytisins," sagði
Baldur Kristjánsson. „Við höfum
þegar gert tillögur um breytingar en
skýrsla okkar verður lögð fram á
morgun eða hinn. Margt fólk sem
hefur unnið langt fram eftir kvöld-
um til að halda í við gamla kerfið
og það hafa þegar verið lögð drög
að því að ráða fjármálastjóra.“_
FLOKKSÞING
Ossur
kynnist
heimi
blindra
Össur Skarphéðinsson alþingis-
maður kynntist heimi blindra af
eigin raun í gær, þegar Biindrafé-
lagið hélt dag hvíta stafsins hátíð-
legan. Össur, sem er formaður
heilbrigðis- og trygginganefndar
Alþingis, byrjaði daginn á því að
„lesa“ leiðara Morgunblaðsins og
Alþýðublaðsins. Tölvurödd flytur
textann fyrir hlustendur og er um
mikla byltingu að ræða fyrir
blinda og sjónskerta. Össur gekk
síðan til vinnu, vestan úr bæ og á
skrifstofu sína íAusturstræti, með
gleraugu sem byrgðu honum alla
sýn. Síðdegis í gær var hátíðar-
samkoma í Borgarleikhúsinu, að
viðstöddum forsetahjónunum,
þarsem Össur fékk sjónina aftur.
■ í það minnsta þrjár bækur um Ólaf
Ragnar Grímsson í næsta jólabókaflóði
Engin ný
- segir Hörður Svavarsson út-
gefandi sem hyggst gefa út
bókina: Ólafur Ragnar Gríms-
son - 5. forseti lýðveldisins eftir
Pálma Jónasson.
„Ég hef verið búsettur úti í Dan-
mörku að undanfömu og það var leit-
að til mín varðandi ákveðið verkefni.
Ég hef verið að vinna það þar og er
kominn heim til að ganga frá því,“
segir Pálmi Jónasson blaðamaður og
sagnfræðingur en vill ekki tjá sig frek-
ar um málið að svo stöddu máli.
Samkvæmt heimildum Alþýðu-
blaðsins vinnur Pálmi nú að bók um
Ólaf Ragnar Grímsson forseta og er
fyrirhugað að hún komi út fyrir jólin.
Éjóst er að bókin, sem væntanlega
heitir: Ólafur Ragnar Grímsson - 5.
forseti lýðveldisins, er skrifuð með
miklum hraði því sá tími frú því að
Ólafur Ragnar var kosinn er styttri en
hneyksli
nemur meðaltalsmeðgöngu heillar
bókar. í bókinni verður ferill Ólafs
Ragnars rakinn og einkum lögð
áhersla á pólitfldna þar sem forsetinn
hefur marga hildi háð. Ekki mun lagt
uppúr því að fara í saumana á einkalífi
Ólafs Ragnars þó að sagt verði af upp-
vaxtarárum hans. Ekki var leitað sam-
þykkis forsetans né hann hafður með í
ráðum en honum verður boðin þátt-
taka sem felst í yfirlestri.
Hörður Svavarsson, eigandi nýs út-
gáfufyrirtækis sem heitir Una, stað-
festi þetta í samtali við blaðið. Hörður
hefur á undanfömum misserum gefið
út tímaritið Uppeldi með góðum ár-
angri og er nú að fikra sig inn á al-
mennan bókamarkað. „Það verður
ekki reynt að hnýsast í einkalíf Ólafs
Ragnars heldur sagt frá hans opinbera
lífi í bókinni. Við emm búin að senda
honum erindi og okkur þótti tilhlýði-
legt að hann væri með þeim fyrstu
sem ffétti þetta. Þess vegna höfum við
vilja halda þessu leyndu," segir Hörð-
ur. „Það er ekki verið að reyna að op-
inbera nein ný hneyksli. Það var reynt
í kosningabaráttunni af miklu áhrifa-
meiri mönnum en okkur með þeim ár-
angri en hann er núna forseti. Þjóðin
veit örugglega allt sem menn geta
fundið ljótt á hann en Ólafur Ragnar
hefur komið víða við og verið um-
deildur. Við teljum að almenningur
hafi áhuga á því að eiga þá sögu á ein-
um stað,“ segi Hörður.
Eins og kunnugt er hyggjast stuðn-
ingsmenn Ólafs Ragnars gefa út bók
sem segir frá kosningabaráttu hans í
máli og myndum. Þá bók skrifa Einar
Karl Haraldsson og Karl Th. Birgis-
son. Einnig er fyrirhugað að gefa út
dagbækur forsetans: Bessastaðabæk-
umar sem byggir á greinum sem les-
endum Alþýðublaðsins þekkja vel.
Bessastaðabækurnar eru því þriðja
bókin um Ólaf Ragnar sem vitað er til
að komi út fyrir næstu jól. Það er
bókaforlagið Dægradvöl, sem er
stofnað í kringum útgáfu á bókurn eft-
ir Gunnar Smára Egilsson, sem gefur
Bessastaðabækurnar út. Dægradvöl
gefur einnig út Málsvöm mannorðs-
morðingjans og Vini og kunningja eft-
ir Þráinn Bertelsson.
HANiCDK
DEKK
Frábær dekk
á frábæru verði!
Jeppadekk
SKÚTUVOGI 2 - SÍMI 568 30 80
GARÐADEU
GOÐATÚNI 4-6, GARÐABÆ
SÍMI 565 61 11
UMBROT/KJ