Alþýðublaðið - 16.10.1996, Side 2

Alþýðublaðið - 16.10.1996, Side 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1996 s k o d a n i r MMBUÐIB 21194. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Fréttastjóri Jakob Bjarnar Grétarsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Úmbrot Gagarín ehf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sfmi 562 5566 Fax 562 9244 Tölvupóstur alprent@itn.is Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Ullen-dúllen-doffarinn Ein mesta nauðsyn íslenskra stjómmála er að koma Úllen- dúll- en-doffaranum frá völdum, sagði Össur Skarphéðinsson á fundi jafnaðarmanna á Norðurlandi um helgina. Úllen-dúllen- doffar- inn er auðvitað enginn annar en Davíð Oddsson, og Össur sæmdi hann þessum titli af því Davíð er í aðstöðu til að velja einhvem af litlu flokkunum til landsstjómar með Sjálfstæðisflokknum. Sitji ríkisstjóm Davíðs út kjörtímabilið, og því miður bendir ekkert til annars, setur hann íslandsmet: enginn forsætisráðherra á lýðveld- istímanum hefur setið samfleytt í átta ár. Verði pólitískt litróf svipað eftir næstu kosningar er eins líklegt að Úllen-dúllen- dof- farinn sitji í stjómarráðinu fram á næstu öld. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ætti að færa jafnaðarmönn- um í öllum flokkum heim sanninn um, að vart er hægt að finna verðugra markmið en senda flokk Davíðs í langt ffí. Sjálfstæðis- flokkurinn er orðinn að tákni kyrrstöðunnar í íslenskum stjóm- málum, og hefur að því leyti tekið við hlutverki Framsóknar. Á landsfundi sjálfstæðismanna opinberaðist átakanlegur skortur á framtíðarsýn og úrræðum sem hæfa nýrri öld. Ekki var við öðm að búast: Davíð Oddsson er í stjómmálum til að ná völdum og halda þeim. Hann er hvorki pólitískur hugsuður né atorkusamur stjómandi, og þrífst best í lognmollu og skoðanaleysi. Sú mynd sem Sjálfstæðisflokkurinn gaf af sjálfum sér á landsfundi var því fremur af trúarsöfnuði en stjómmálaflokki. Öllum málum var ráðið til lykta fyrirfram, og sú litla andstaða sem fram kom í ein- stökum málum var barin niður. Áður fyrr var einatt tekist hressi- lega á um gmndvallarmál innan Sjálfstæðisflokksins. Sú tíð er liðin. Nú talar flokkurinn allur munni Davíðs. Og Davíð hefur ekkert að segja. En meðan Úllen-dúllen-doffarinn situr og dottar í stjómarráð- inu er margt að gerast á vettvangi stjómmálanna. Hin almenna krafa þeirra sem una ekki kyrrstöðunni er að andstæðingar aftur- haldsins taki höndum saman, og að flokkamir á vinstri væng ein- beiti sér að því sem sameinar þá. Helsta ástæða þess, að hvorki hefur gengið né rekið með sameiningarmálin, er sú að atvinnu- stjómmálamenn hafa einokað umræðuna. Nú fer hinsvegar fram víðtæk og fijó umræða í grasrótinni, og hún er líklegri til að skila árangri en frórn orð einstakra forystumanna á tyllidögum. Á for- síðu Alþýðublaðsins í gær vom tvö dæmi um þetta. Anna Margr- ét Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins í Reykjanesbæ sagði frá auknu samstarfi A-flokkanna í bæjarstjóm, og það kæmi ekki síst til vegna kröfu fólksins. Hún segir kröfu fólksins að jaíhaðarmenn sameini krafta sína, og ennfremur að það vilji að einstakir forystumenn komi sem minnst að málinu í bili. í hinni fréttinni er sagt frá sambandsþingi ungra jafnaðarmanna, sem fram fer um helgina. Þar kemur fram að sameiningarmálin verða efst á baugi, í kjöffar þess að Verðandi, samtök ungs fólks í Alþýðubandalaginu, sendi SUJ erindi um að ungt fólk í stjómar- andstöðuflokkunum stilli saman strengi. Friðarverðlaun Nóbels og baráttan á Austur-Tímor Síðast liðinn föstudag bárust gleðileg tíðindi frá Osló að ákveðið hefði verið að veita tveim- ur af leiðtogum frelsisbaráttu Aust- ur-Tímorbúa friðarverðlaun Nób- els. Annar verðlaunahafinn er bisk- up kaþólskra Carlos Belo sem meðal annars hefur með orðum og aðgerðum reynst að verja íbúa landsins fyrir grimmilegum of- sóknum Indónesíuhers. Hinn er Jó- sé Ramos Horta fyrrum utanríkis- ráðherra landsins sem er landflótta og hefur lagt fram tillögur og áætl- Gestaboð | un um hvernig koma megi á friði og fá sjálfstæði landsins viður- kennt í áföngum. Það sem er gleði- legast við útnefningu nóbelsnefnd- arinnar er að barátta örlítillar þjóð- ar sem á svo mjög í vök að verjast fær alþjóðlega viðurkenningu. Um stund beinast sjónir heimsins að mannréttindabrotum, kúgun og valdbeitingu ríkisstjórnar Indónes- íu sem alþjóðasamfélagið lætur sem það sjái ekki vegna þeirra hagsmuna sem ótal fyrirtæki eiga að gæta í þessu auðuga ríki. að með harðri hendi yfir íbúunum, framið hrikaleg fjöldamorð, barið miskunnarlaust niður alla and- stöðu, hneppt fólk í fangelsi, beitt pyntingum og ofsóknum. Hagsmunir ráða för Ar eftir ár hafa aðgerðir Indónes- íuhers verið fordæmdar hjá Sam- einuðu þjóðunum, en stjórnvöld landsins hafa haft þær samþykktir að engu og hafa komist upp með það. Þá hefur gengið illa að koma málefnum Austur-Tímor á dagskrá þjóðarleiðtoga vegna fyrrnefndra hagsmuna, en einnig vegna þess hve illa Indónesíustjórn bregst við. I rúmlega 20 ár hafa íbúar Aust- ur-Tímor haldið uppi andófi gegn hernáminu. Fjöldi Tímorbúa er landflótta og meðal annarra hitti ég hóp fólks í Lissabon fyrir nokkrum árum sem flest hafði setið í fang- elsi í Jakarta höfuðborg Indónesíu, verið pyntað en sloppið fyrir til- verknað Amnesty International og Portúgalstjórnar sem hefur beitt sér kröftuglega í þágu fyrrum nýlendu- búa sinna. Einn þekktasti útlaginn er Hosé Ramos Horta sem var utnaríkisráðherra í stjórn Fretelin. Samkvæmt mínum heimildum var hann á leið til Portúgal til samn- ingaviðræðna þegar herinn gerði innrásina og þess vegna slapp hann lifandi. Allir hinir ráðherrarnir voru drepnir. Fyrir nokkrum árum í Indónesíustjórn, kvartað yfir mannréttindabrotum og hótað þeim vopnasölubanni þótt ekki beri á frekari aðgerðum. Þá tók Gro Harl- em Brundtland málið upp áður en hún heimsótti Indónesíu í fyrra, en í Noregi er öflugur stuðningshópur við baráttu Austur-Tímorbúa. Á þessari stundu er erfitt að meta hvaða áhrif friðarverðlaunin muni hafa. Þau vekja athygli á málstaðn- um, en hvort það leiðir til ein- hverra frekari aðgerða ríkja heims eða tilslökunar af hálfu Indónesa skal ósagt látið. Málið er afar við- kvæmt fyrir stjórn Indónesíu sem ekki vill viðurkenna að neitt sé að og má geta þess að þegar mál Aust- ur-Tímor var nefnt í ræðu utanrík- isráðherra Islands á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 1994 var íslenski sendiherrann kallaður inn á teppið hjá Indónesum fyrir ósvífn- ina. Island er eitt af örfáum ríkjum sem alla tíð hefur stutt tillögu til stuðnings Austur-Tímorbúum hjá S.Þ. og fyrir það eru þeir afar þakklátir. Dauðans alvara Nú hafa fregnir borist af því að herforinginn Súharto forseti Ind- ónesíu sem nýlega barði niður að- gerðir stjórnarandstæðinga í höfuð- borginni Jakarta hafi boðið Belo biskupi til veislu í tilefni verðlaun- anna. Ekki er enn ljóst hvort bisk- IÞað er löngu tímabært að þjóðir heims sameinist um að taka eina verstu einræðisstjórn veraldar til bæna. Saga Austur-Tímor Barátta íbúanna á Austur-Tímor á rætur að rekja langt aftur í aldir til landkönnunar og nýlendustefnu evrópsku stórveldanna á 16. öld. Af einhverjum ástæðum skiptu Hollendingar og Portúgalir eyjunni Tímor á milli sín, en Hollendingar réðu um aldir yfir flestum eyjanna sem kallaðir voru Austur-Indíur. Hollendingar voru ekkert að troða kristni upp á nýlendubúa sem voru flestir muslimir, en beittu því meiri hörku við framleiðslu á kryddi, gúmmí og öðrum nýlenduvörum. Portúgalir reyndu hins vegar að bjarga sálum frá glötun og því urðu íbúar Austur-Tímor sem þeir réðu yfir kaþólskir. Árið 1974 var einræðisstjórnin í Portúgal að þrotum komin eftir linnulausar styrjaldir í nýlendun- um, einkum þó Angóla og Mosa- bique. Bylting var gerð í Portúgal sem leiddi af sér að flestum ný- lendunum var gefið frelsi. Portú- galir voru komnir í þrot á Austur- Tímor og unnu að því að veita landinu sjálfstæði. Portúgalir hörf- uðu og einn góðan veðurdag árið 1975 fóru þeir frá Austur-Tímor með allt sitt hafurtask án þess að gengið hefði verið frá skuldaskil- um. Stjórn Fretelin- hreyfingarinn- ar tók við völdum. Aðeins nokkr- um dögum síðar réðist her Indónes- íu á Austur-Tímor og hertók land- ið. Frá þeim tíma hafa þeir drottn- a g a t a I 16 náðist foringi andspyrnuhreyfing- arinnar gegn Indónesum Xanana Gusmao og var hann dæmdur í ævilangt fangelsi. Amnesty Inter- national hefur fylgst grannt með líðan hans og er það kannski ein ástæðan fyrir því að hann er enn á lífi. Söngvarar og leikarar leggja lið Ástæðurnar fyrir þessum lang- vinnu átökum á Austur-Tímor eru einkum af tvennum toga. Fyrst er að nefna að sunnan við eyjuna, í sundinu milli Ástralíu og Tímor eru auðugar olíulindir sem Ind- ónesíustjórn hefur nú ráðið í rúm 20 ár og vill ekki láta af hendi. Hin meginástæðan er sú að Austur- Tímorbúar eru kaþólskir og hafa búið við aðra menningu en fyrrum nýlendubúar Hollendinga. Þeir vilja ekki hlíta stjórn og siðum múslima. Þeir líta á sig sem sjálf- stæða þjóð sem vill ráða sér sjálf. Þeir Austur-Tímorbúar sem vinna að friði á eyjunni og sjálf- stæði landsins, en þetta tvennt þarf ekki að fara saman, hafa beitt snjöllum aðferðum. Þeir hafa ein- beitt sér að því að fá frægt fólk í lið með sér til dæmis leikara og söngvara og þeir voru búnir að ná góðu sambandi við Al Gore áður en hann varð varaforseti Bandaríkj- anna. A1 Gore á sinn þátt í því að Bandaríkjamenn hafa aðeins potað e upinn ætlar að sitja heima eða nota tækifærið til að ræða við ráðamenn um ástandið í landi sínu. Biskupinn er friðarins maður og hefur reynt sitt til að lægja öldur, en hefur orð- ið að gæta sín afar vel vegna hættu á handtöku. Sennilega þætti mörg- um súrt í broti ef hann settist til borðs með harðstjórum sem hafa drepið um 200 þúsund manns á Austur- Tímor að því er talið er. Eftir að fregnir bárust um verð- launaafhendinguna hringdi til mín ungur íslenskur skiptinemi sem er nýkominn heim frá Indónesíu. Hann sagði mér frá því að sér hefði boðist að fara til Austur-Tímor en alþjóðasamtök skiptinema lögðu blátt bann við því að hann færi, þar sem það teldist lífshættulegt. Hann sagði að nýlega hefði franskur fjöl- miðlamaður verið drepinn á eyj- unni sem sýnir hvílík dauðans al- vara er á ferð. Mín von er sú að friðarverðlaun- in verði til þess að stuðningur við baráttu Austur-Tímorbúa tvíeflist. Það er löngu tímabært að þjóðir heims sameinist um að taka eina verstu einræðisstjórn veraldar til bæna, þannig að hún komist ekki lengur upp með að traðka á vilja og rétti jafnt fbúanna á Austur-Tímor sem þessa fólks í Indónesíu sem krefst lýðræðis og mannréttinda. Höfundur er þingkona Kvennalistans. Þetta eru aðeins tvö dæmi af mörgum sem sýna að umræðan um sameiningarmál fer nú fram vítt og breitt um þjóðfélagið. Á nýliðnum kjördæmisþingum Alþýðuflokksins á Vesturlandi og Reykjanesi voru þessi mál í brennidepli og Ijóst að frjór jarðveg- ur er að skapast. Mikilvægast er að komast uppúr hjólförum for- tíðarinnar, einsog bent var á í ályktun kjördæmisráðsins á Reykjanesi: „Allir jafnaðarmenn þurfa að leggja til hliðar fyrri deilur og snúa bökum saman um að gera ísland að þjóðfélagi sem byggist á hag íjöldans en ekki hagsmunum fárra.“ Þetta er mergurinn málsins. Og alveg efalaust er sú lamandi kyrrstaða sem ríkisstjóm Davíðs Oddssonar stendur íyrir ein af meginástæðum þess að grasrótin krefst breytinga og uppstokkun- ar í íslenskum stjómmálum. Davíð Oddsson hefur lýst afstöðu sinni til skoðana grasrótarinnar á eftirminnilegan hátt: Ef maður hlustar of grannt geta eyrun fyllst af ormum, einsog hann orðaði það svo smekklega á landsfundinum. Og Davíð telur sig auðvitað ekki þurfa að hlusta á einn eða neinn, meðan hann getur stundað sitt pólitíska úllen-dúllen-doff. ■ Atburðir dagsins 1793 Marie-Antoinette, ekkja Lúðvíks XVI Frakkakóngs, hálshöggvin f París. 1890 Sími milli Hafnaríjarðar og Reykja- víkur vígður af landshöfðingja. 1902 Landakotsspítali form- lega tekinn í notkun. 1946 Tíu leiðtogar nasista hengdir í Nii- rnberg f kjölfar réttarhalda. Hermann Göring framdi sjálfs- morð rétt áður en leiða átti hann til aftöku. 1964 Fyrsta kínverska kjarnorkusprengjan sprengd. 1978 Pólski kardínál- inn Karol Wojtyla kjörinn páfi. Hann er fyrsti páfinn sem ekki var ítalskur síðan 1542. Afmælisbörn dagsins Noah Webster 1758, höfundur fyrstu bandarísku orðabókar- innar. Oscar Wilde 1854, írsk- ur rithöfundur. David Ben Gurion 1886, fyrsti forsætis- ráðherra ísraels. Eugene O’- Neill 1888, bandarískt leikrita- skáld. Angela Lansbury 1925, bresk leikkona. Gunter Grass 1927, þýskur rithöfundur. Annálsbrot dagsins Forstandari hospítals í Vest- firðingafjórðungi kom í Rif við Jökul vestra og beiddi gisting- ar, ákvað einhýsi til svefnstofu, kvaðst hann vera ærið svefn- styggur og lét sér eigi hent við skarkala um nætur. Var það uppi látið. Um morguninn, þá til var komið, var hann dauður; hafði hann hengt sig í veiðar- færum, sem héngu f húsinu. Sá hét Salómon Jónsson, forríkur að fé, en fátækur að bæninni. Mælifellsannáll 1702. Spurning dagsins Þú skalt ekki spyrja, hvað land þitt getur gert fyrir þig, heldur hvað það hefur gert þér. David Friedman, bandarískur eöl- isfræðingur og hagfræðingur. Málsháttur dagsins Fátækur má ei fríða konu eiga né fagran hest. Líf dagsins Langar yður að vita, hvað er sögulegast við líf mitt? Að ég hef lagt snilligáfu mína í líf mitt; í verk mín hef ég aðeins lagt hæftleikana. Oscar Wilde, 142 ára í dag. Orð dagsins Heiinskra manna hátlur er að hœða konur í orðum, útaf þeim þó allir vér erum komnir forðum. Jón Bjarnason, Presthólum. Skák dagsins Nú bregðum við okkur til Sov- étríkjanna árið 1949. Þar sátu að tafli Ostropolski og Iv- anovski. Sá fyrrnefndi hafði hvítt og átti leik - og alveg magnaða fléttu. Hvítur leikur og vinnur. 1. Dxd7+! Hxd7 2. Rc7+ Hxc7 3. Hd8 Skák og mát!

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.