Alþýðublaðið - 16.10.1996, Blaðsíða 6
6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1996
s k i I a b o ð
48. flokksþing
Alþýðuflokksins,
J afnaðarmanna-
s
flokks Islands
Með vísan til 29. og 30. greinar flokkslaga Al-
✓
þýðuflokksins - Jafhaðarmannaflokks Islands -
er hér með boðað til 48. flokksþings Alþýðu-
flokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands
sem samkvæmt ákvörðun flokksstjómar verður
haldið dagana 8. til 10. nóvember 1996 í Perl-
unni.
Með vísan til 16. til 19. greinar flokkslaga er
því hér með beint til stjóma allra Alþýðuflokks-
félaga að láta fara fram kosningu aðal- og vara-
fulltrúa á flokksþing, svo sem nánar er mælt
fyrir í flokkslögum.
Með vísan til 18. greinar flokkslaga er því hér
með beint til aðildarfélaga að kosningar fari
fram á tímabilinu 18. til 28. október næstkom-
andi að báðum dögurn meðtöldum.
Félagsstjómum er skylt að tilkynna kjör fulltrúa
að kosningum loknum til skrifstofu Alþýðu-
flokksins (Hverfísgötu 8-10 í Reykjavík, sími
552-9244), sem veitir allar nánari upplýsingar.
Með vísan til 21. greinar flokkslaga skulu kjör-
dæmisráð Alþýðuflokksins í öllum kjördæm-
um hafa lokið kosningu fulltrúa sinna í flokks-
stjóm fýrir reglulegt flokksþing.
Með vísan til 24. og 25. greinar flokkslaga
skulu stjómir allra félaga hafa sent flokksstjóm
skýrslu um starfsemi félagsins á kjörtímabilinu,
félagaskrá miðað við áramót og greiðslu félags-
gjalda samkvæmt þeirri skrá.
Dagskrá flokksþings
Alþýðuflokksins
- J afnaðarmannaflokks íslands
verður auglýst síðar.
Jón Baldvin Hannibalsson
formaður
Menntamálaráðuneytið
Orlof
Athygli er vakin á því að umsóknir um orlof framhalds-
skólakennara fyrir skólaárið 1997-1998 þurfa að berast
menntamálaráðuneytinu fyrir 1. nóvember næstkom-
andi.
Menntamálaráðuneytið, 15. október 1996
Félag
Ungra Jafnaðarmanna
í Reykjavík
FUJR heldur aðalfund sinn í kvöld,
miðvikudaginn 16. október.
Fundurinn hefst klukkan 20:00 og er í fundarsal
á 3. hæð í Hinu Húsinu, Aðalstræti 2.
Dagskrá fundarins verður lögbundin
dagskrá aðalfundarfélagsins.
Allir félagsmenn eru velkomnir á fundinn
en þeir einir sem skuldlausir eru við félagssjóð
hafa atkvæðisrétt á fundinum.
Stjómin
Fundarboð
Málefnahópur um landbúnaðar-
og umhverfismál boðar til fundar þriðju-
daginn 25. október kl. 20.30 í Félagsheimili
Alþýðuflokksins í Hamraborg Kópavogi.
Flutt verða erindi um lífræn og vistræn samfé-
lög og árangur ífráveitumálum þéttbýliskjarna.
Allir velkomnir.
Málefnahópur um landbúnaðar-
og umhverfismál.
Fundarboð
Aðalfundur Kvenfélags
Alþýðuflokksins í Hafnarfirði verður
haldinn miðvikudaginn 16. október kl. 20:30
í Alþýðuhúsinu við Strandgötu.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Kosning á flokksþing dagana 8.9. og 10. nóv-
ember.
Kaffiveitingar.
Fundarstjóri Guðfinna Vigfúsdóttir.
Fjölmennum.
Stjómin
Alþýðublaðið
á Alnetinu
sendið okkur línu
alprent@itn.is
Ingvar E. Sigurðsson í hlutverki
Svansins gerist helst til fjölþrefinn
við Maríu Eliingsen í hlutverki
Dóru.
■ Annað svið frum-
sýnir um helgina í
Borgarleikhúsinu
Svanurinn
kemur
svífandi
„Svanurinn, ekki sem fugl, heldur
sem tákn, er líklega flóknasta líking í
sögu sagðri með óbeinum hætti,“
skrifar Guðbergur Bergsson í óút-
komna leikskrá leikhópsins Annars
sviðs. Um helgina verður leikritið
Svanurinn eftir Elizabeth Egloff ífum-
sýnt á litla sviði Borgarleikhússins.
Það er samstarfsverkefni Annars sviðs
og LR slík fyrirkomulag hefur gefið
góða raun. Er skemmst að minnast
leikrits Hlínar Agnarsdóttur, Konur
skelfa, sem gekk mjög vel á síðasta
leikári og þurfti að hætta sýningum
fyrir fullu húsi. Þar var einmitt for-
kólfur Annars sviðs, María Ellingsen,
í stóru hlutverki.
f Svaninum leikur María Dóru
hjúkrunarkonu, Ingvar E. Sigurðsson
leikur hinn dýrslega Svan sem breytist
í dýrðlegan mann og Bjöm Ingi Hilm-
arsson fer með hlutverk mjólkurpósts
sem á í harðri samkeppni við Svaninn
um ástir Dóm. Leikstjóri er Kevin Ku-
hlke en fyrir átta áram færði hann upp
leikrit Sam Shepards, Sjúk í ást, hér á
landi.
Það var ekki lausu lofti gripið hjá
aðstandendum Annars sviðs að leita til
Guðbergs Bergssonar um grein í leik-
skrá. Guðbergur er þekktur sérfræð-
ingur í svönum og skrifaði samnefiida
verðlaunabók sem kom út fyrir nokkr-
um árum. Við skulum grípa niður í
kafla í grein hans.
„Þess vegna hefur það gerst, að
þegar líður á áratuginn sem mun
kveðja þessa öld, þá kemur svanurinn
líka svífandi í listimar á nýjan leik, sí-
fellt dulbúinn og með samblandi af
skiljanlegum og óskiljanlegum hætti.
Hveijum manni er sjálfgefið að ráða í
hann og spyrja hver tilgangur hans
kunni að vera, éf hann kýs að gera
það, en ekki hitt, að njóta lífsins og
listanna í þeirra hreinu, upprunalegu
mynd, hinni óskiljanlegu og unaðar-
fullu.
Yfirleitt eiga þessi verk eitt sameig-
inlegt, margræðið. Það er vegna
óvissutímans sem við lifum á, kvik-
syndisins undir rennsli hans, þar bólar
hvergi á öðru en þeirri tálsýn sem
menn kalla bjartsýni og er ekki fram-
tíðarsýn laus við blekkingu.
Flestir, sem telja sig vera boðbera
framtíðarinnar, em þannig að ekki tek-
ur því að svifta blekkingarhulunni af
þeim, enda sést í gegnum nýju fötin
keisarans, sem þeir klæðast, að undir
þeim er ekkert sem ftjóvgai' nýja tíma.
Kyn þeirra er sniðið úr kjaftæði og
virðist hafa verið hnoðað í höndum
sjónhverímgamanns."