Alþýðublaðið - 16.10.1996, Page 7

Alþýðublaðið - 16.10.1996, Page 7
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Hvar endar náttúran? Hvar byrja leiktjöldin? í Listasafni Kópavogs hafa þær hreiðrað um sig Ragnheiður Jónsdóttir og Þorbjörg Höskuldsdóttir hvor með sína einkasýningu á nýjum verkum. Enda þótt sýningar þeirra séu afar ólíkar og engir snertifletir augljósir má samt finna með þeim samnefnara eftir nokkra umþóttun. Vissulega hverfist list beggja um náttúrusprotin áreiti eins og list fjölmargra annarra íslenskra listamanna en þau áhrif eru engan veginn ómenguð. Ragnheiður og Þorbjörg eru bersýnilega dætur tveggja tíma, gamla Islands og hins nýja. Menning & listir Halldór Björn Runólfsson listfræðingur skrifar Engin þjóð í Evrópu hefur mér vit- anlega átt jafn erfitt með að kasta af sér sveitalörfunum og við íslendingar. í raun höfum við ekki enn stigið skrefið til fulls þótt þjóðin hafi fýrir löngu ákveðið að sökkva en ekki hrökkva. Vandi okkar er hve afger- andi við erum í allri ákvörðun. Sættir milli ólíkra atvinnuhátta virðast óhugsandi í okkar fúndamental samfé- lagskerfi enda virðist mér sem við sé- um optimalistar fremur en eklektistar eða: Við trúum því enn að eitthvað það ástand sé til sem kallast geti best og heppilegast. Við sjáum með öðmm orðum tilveruna í efsta stigi eins og þjóðir sem eiga sér aðeins eina stóð í tilverunni. Svoleiðis pöpull eignast marga predikara og mikla spámenn þegar best lætur en tekst sjaldnast að slaka á og lifa í áhyggjulausu tómarúmi líð- andi stundar. Þjóðirnar fyrir botni Miðjarðarhafs eru ágætt dæmi um fólk sem á sér aðeins eina stóð í tilver- unni þótt samanburðurinn sé ef til vill eilítið of ýktur og öfgafullur. Óheppi- leg ofuráhersla á einþætta leið til bjargar og sáluhjálpar er þó einatt fylgifiskur einhæfra og frumstæðra búskaparhátta við óblíð skilyrði á mörkum hins byggilega heims. Ein- gyðistrúin er af svipuðum toga og trú- in á sauðkindina. Sauðfjárbóndinn Abel hlaut náð fyrir augliti Guðs með- an akuryrkja Kains kom honum á kaldan klaka. Svínarækt er þó enn verri synd en bölvuð akuryrkjan og nautgripahald er ekki annað en trúar- legt framhjáhald eins og dansinn um gullkálfmn sannar best. List þeirra Ragnheiðar og Þorbjarg- ar er uppfull af þeirri þversagna- kenndu tilfinningaspennu serh ein- kennir öll syndsamleg svik við hefð- bundna lifnaðarhætti. Eins og allir góðir listamenn eru þær nægilega heiðarlegar til að gera þessa togstreim milli hefðar og nýskipunar að inntaki verka sinna. Til er urmull af falsspá- mönnum sem njóta þess að túlka nátt- úmna gegnum bílrúður og stofuglugga án þess að gera nokkum tíma grein fyrir skerminum sem stúkar þá frá umhverfinu. Það er aðal raunverulegra listamanna að horfast í augu við vandamál líðandi stundar og leitast við að túlka þau. Þeir láta hinum lítil- sigldu eftir að hlaupast undan merkj- um og ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Sennilega voru konur næmari fyrir umskiptum búskaparhátta þegar land- inn var búinn að uppfylla mölina. Leiðindin í hinu einmanalega um- hverfi úthverfanna, þar sem náttúran var mestmegnis numin gegnum gler- rúður, hafa bitnað á þeim með marg- fóldum þunga með því þær voru ein- angraðar hver á sínum bás þegar karl- amir héldu til starfa utan heimilisins. í bókmenntum okkar eru mýmörg dæmi um togstreituna milli borgarlífs og sveitalífs og ósætti nútímamanns- ins við sitt nýfengna hlutskipti. Nægir að benda á sögur Svövu Jakobsdóttur og Jakobínu Sigurðardóttur. Með sínu kvenlega næmi tókust þær á við þver- stæður hins gamla og nýja í umskipta- róti eftirstríðsáranna. List Ragnheiðar og Þorbjargar á sér sömu rætur þótt úrvinnslan sé auðvit- að öll önnur. Ragnheiður heldur áfram að þróa mergjaðar, óhlutbundnar kola- teikningar sínar og bætir nú við þátt- um sem breyta þeim í einu vetfangi úr óskipulegu og náttúrukenndu flæði smástrika og skygginga í ákveðinn, staðlaðan farveg sem óneitanlega minna á hálfgagnsæ gluggatjöld eða baðhengi. Með þessum einföldu en áhrifaríku stuðlum verða teikningar Ragnheiðar allt í einu menningarlegar enda nefnir hún myndröðina Húm- tjöld. Tengsl flestra okkar við náttúruna eru einungis óbein. Við finnum ekki „Þannig eru kolateikningarnar tvímælalaust marg- slungnustu verk Ragnheiðar til þessa. Einföld tæknin fellur einstaklega vel að margræðu inntakinu.” lengur fyrir henni á skrápnum. Við njótum hennar oftast úr vemduðum hýbýlum okkar eins og leikmyndar bak við tjöldin. Þessi staðreynd íþyng- ir okkur ef til vill enn meir en öðmm Evrópubúum vegna þess að við gemm ómeðvitað tilkall til titilsins „náttúm- böm álfunnar". Hins vegar er þver- stæðan sú að íslensk veðrátta er með þeim ósköpum að hún verður ekki þoluð án þéttra skerma og afkastamik- illa varmagjafa. Við byggjum vel, kyndum meir en góðu hófi gegnir og dveljum innandyra mun oftar og leng- ur en frændur okkar sunnar í álfunni. Hin sjónrænu áhrif verða sterkari og innilegri en önnur skynjun og geta beinlínis reynst villandi eins og óraun- hæf tálsýn. Náttúran verður að undur- fagurri og heillandi umhverfismynd handa prúðbúnum matargestum í Perl- unni sem njóta lokkandi sólarlags slitnir úr öllum beinum tengslum við napran raunveruleikann utan dyra. Þannig erum við í ámóta nánum tengslum við náttúmna og geimfarar við himinhvolfið. Með Húmtjöldum sínum dregur Ragnheiður fram þverstæður tilver- unnar þar sem umhverfið er að mestu numið prívat út um gler. Þessi óbeini impressionismi líkist vissulega im- pressionisma Monets - einkum Vatna- liljunum - en um leið er hann líkt og fíltraður úr fókus og lit. Þannig eru kolateikningamar tvímælalaust marg- slungnustu verk Ragnheiðar til þessa. Einföld tæknin fellur einstaklega vel að margræðu inntakinu. Og andi þeirra rímar ágætlega við málverk Þorbjargar þar sem skipulag- ið ryður sér inn i náttúruna eins og óhjákvæmilegt hróksendatafl. Ólíkt impressionisma Ragnheiðar býður beinskeytt klassík hennar ekki upp á neinar vffilengjur. Náttúran hopar ein- faldlega fyrir skipulaginu. Þar með gætu málverk Þorbjargar verið inn- legg í baráttuna um Seyðishóla í Grímsnesi ef menn vildu túlka þau svo bókstaflega. Frumgerðir hennar eða arkitýpur fara vart milli mála. Ekki er hægt að hugsa sér ákjósanlegri táknmyndir menningarinnar en klass- ískar súlur sem umtumast í riddara og hróka og flísalögð gólf sem enda í köflóttu skákborði. Þessar ftumgerðir standa traustum fómm í listasögunni. Áhrif Uccellos, Mantegna, Leonardos og Duchamps leyna sér ekki í myndum Þorbjargar en persónuleg úrvinnsla hennar úr að- föngunum hefur löngum hrifið sam- ferðamenn hennar. Hún fiskar nefni- lega ekki á ólíkum slóðum og Kjarval gerði, og Einar Jónsson fyrir hans tíma, en niðurstaðan er afar ólík. I staðinn fyrir að líkja náttúrunni við heilög vé eins og Baudelaire gerði með orðum en áðumefndir listamenn með leir og litum afhelgar Þorbjörg vén og teflir þeim fram sem ógn við ósnortna náttúm. Mikið væri gaman að sjá meira af undirbúningsteikningum Þorbjargar og vatnslitaskissum. Verk hennar byggja svo eindregið á teiknuðum undirbúningi að það er nánast synd að hún skuli ekki sýna fleiri en eina vatnslitamynd á móti tíu málverkum. Þetta eina smáverk býr yfir fögrum fyrirheitum sem málverkin bergmála vissulega með sínum hætti en þó ekki með þeim hispurslausu töfrum sem vamslitimir gera. f Þorbjörgu býr ber- sýnilega meistari hinna viðkvæmari miðla án þess hún geri sér fyllilega grein íyrir því. ■ Dagskrá42. sambandsþings Sambands ungra jafnaðarmanna, Breiðabliksskálanum í Bláfjöl um: FÖStudagur 18. október Kl: 18:00 - 19:30Greiðsla þinggjalda og afhending þing- gagna. Kl: 19:30 -19:45 Setning þingsins Gestur G. Gestsson, formaður SUJ flytur ávarp og setur þingið. Kl: 19:45 - 20:00 Kosning starfsmanna þingsins: Þingforseta, varaforseta, aðalritara, vararitara, þriggja manna kjörbréfanefndar, 7 manna nefndanefndar, forstöðumanna málefnahópa. Kl: 20:00 - 21:00 Skýrsla framkvæmdastjórnar SUJ, skýrsla framkvæmdastjóra SUJ, skýrsla styrktarsjóðs SUJ, skýrslurformanna málstofa SUJ. Kl: 21:00 - 21:30 Umræður um skýrslur. Kl: 21:30 - 22:30 Laga- breytingar. Kl: 22:30 Kvöldvaka og uppistandsdagskrá í umsjá fráfarandi framkvæmdastjórnar. Laugardagur 19. október Kl 9:00 -10:00 Morgunverður. Kl 10:00 -12:30 Fundir mál- efnahópa. Kl 12:30 -13:30 Matarhlé. Kl 13:30 -14:15 Álit málefnahópa, almennar umræður. Kl 14:15 -15:00 Umræður og afgreiðsla ályktana. Kl 15:00 -16:00 Kosning framkvæmdastjórnar SUJ. Kl 16:00 -16:45 Kosningar í málstofur SUJ, stjórn styrktarsjóðs SUJ, tveggja endurskoðenda og tveggja til vara. Kl 16:45 -18:00 Stjórnmálaályktun 42. sambandsþinas SUJ, umræður og afareiðsla. Kl 18:00 -18:15 Þingslit. Kl 20:00 nA-v i iL//-vnL VEGNA 42. SAMBANDSÞINGS SUJ. nmaiaaiyKtun 4^. samDanaspings bUJ, umræour og argreiosií HATIÐARDAGSKRA OG KVOLDVERÐUR VEISLUSTJORI Davíð Þór Jónsson. HEIDURS- GESTIR Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndís Schram

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.