Alþýðublaðið - 18.10.1996, Side 2

Alþýðublaðið - 18.10.1996, Side 2
B2 ALÞÝÐUBLAÐK) FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996 • •• Að undanfömu hefur verið mikil umræða um kvótakerfið og tillögu þingflokks Alþýðublaðið bað þingmenn úr öllum þingflokkum og formenn Sjómannasambandsins Hverjir eru helstu annmarkar á Á að taka upp w Hjálmar Arnason alþingismaður Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður Einstaklingar fá tugi milljóna Banna á leigubraskið með kvóta Aðal annmarki núverandi kvótakerfis, sem ég tel eitt brýnasta mál þingsins núna að taka á, er þetta óhefta framsal á kvóta. Leiguliðafyrirkomulagið felur annars vegar í sér að einstaklingar em að maka krókinn og dæmi em um ein- staklinga sem em að fá tugi milljóna króna í þessum viðskiptum án þess að stunda sjó. í öðm lagi hefur það þau áhrif að stærri fyrirtækin tútna út á kostnað minni útgerða, minni fisk- vinnslufyrirtæki em að greiða hinum stærri í raun styrk af sínu eigin fé, allt upp í 20% af veltufé, sem kemur síð- an niður á skiptahlut sjómanna. Þetta kemur niður á stöðu fiskvinnslunnar til að bæta aðstöðu sína og síðast en ekki síst til að greiða fiskvinnslufólki laun. Þetta er það réttlætismál sem held ég að brenni mest á þjóðinni og er mikilvægast að taka á. Fyrst að laga til Hvað varðar veiðileyfagjaldið þá er mín skoðun sú, að eins og staða sjáv- arútvegsins er nú í heild, bæði hvað varðar útgerð og vinnslu, þá séu ekki burðir til að taka upp veiðileyfagjald. Fyrst þarf að laga til í rekstrarum- hverfi greinarinnar. Þá á ég við að það þarf að svara ýmsum stómm pólitísk- um spumingum. Svo sem eins og; á allur fiskur að fara á markað, taka á leiguliðafýrirkomulaginu, gefa grein- inni færi á að bæta stöðu sína eftir langvarandi tapár og nokkur slík atriði sem þarf að taka pólitíska afstöðu til og skapa greininni eðlilegt rekstrar- umhverfi. í fýllingu tímans, þegar og ef, og við skulum vona að að því komi að greinin fari að skila hagnaði og standi vel að vfgi, finnst mér koma mjög til greina að skoða þá leið að skattleggja hana með þeim hætti sem að hefur verið nefnt veiðileyfagjald. Eg tel að langalvarlegasta mein- semdin í núverandi kvótakerfi sé leigubraskið með veiðiheim- ildirnar. Ég vil gera mjög skýran greinarmun á annars vegar varanlegu framsali og hins vegar rétti til að leigja veiðiheimildimar innan ársins endur- tekið. Hafa sem sagt tekjur af þeim ár eftir ár án þess að menn nýti þær sjálf- ir, nema kannski að því litla leyti er nemur 50% annað hvort ár. Þó er út- færslan þannig að það hefur takmark- að gildi þar sem hún snýst um að nýta 50% af þorskígildum veiðiheimild- anna með einhverjum hætti. Þetta skapar allt það mikla leiguliðafyrir- komulag, tonn á móti tonni viðskipti og óánægju með kjör sjómannna sem eru skert með þátttöku í leigunni í reynd með lægra fiskverði og svo framvegis. Auðvitað má benda á ýmislegt fleira, eins og spurninguna um það hvort kerfið eigi að vera þannig að veiðheimildimar geti færst algerlega milli skipa ffá minnstu trillum á afla- marki og upp í stærstu verksmiðju- skip. Það er vissulega ástæða til að hafa áhyggjur af ýmsu sem þar er í gangi. Veiðiheimildir færast yfir á stærri skip sem breyta forsendum fyrir nýtingu lífríkisins, svo sem þegar veiðiheimildir færast frá netaveiðum eða krókaveiðum upp í togveiðar. Það sama má segja um samþjöppun veiði- heimilda, öryggisleysi byggðarlaga og svo ffamvegis. Allt em það afleiðingar af því að einhvers konar viðskipti telja menn að þurfi að leyfa. Einn alvarleg- ur annmarki enn sem menn em sam- mála um að flest aflamarkskerfi hafi í för með sér er að þau auki hættuna á úrkasti. Þetta em að mínu mati alvarlegustu meinsemdimar sem tengjast veiðinni og kannski tilfærslu veiðiheimilda með vissum hætti. Allt þetta tel ég að hægt sé að leysa án þess að fóma kost- um aflamarkskerfisins sem em vissu- lega miklir, að minnsta kosti fyrir stærri skip. Það á einfaldlega að gera með því að banna þessa leigu og setja viðskipti með varanlegar veiðiheim- ildir á viðurkenndan markað þar sem samband kaupenda og seljenda er rof- ið og koma þannig í veg fýrir óheil- brigða viðskiptahætti. Það má gera til- raun til að leysa úrkastvandann eða minnsta kosti draga úr honum með því að útfæra reglur um tiltekna með- höndlun aflans. Úr öskunni í eldinn Svarið við seinni spumingunni er það, að veiðileyfagjald eða auðlinda- skattur ofan á núverandi óbreytt kvótakerfi leysir engan vanda. Með því fæmm við úr öskunni í eldinn. Ég hygg nú að fleiri og fleiri séu að átta sig á því, sérstaklega þeir sem nú em hnepptir í viðjar leiguviðskiptanna eða em fómarlömb þeirra með einum eða öðmm hætti. Kvótalitlir einyrkar í út- gerð, sjómenn og fiskverkafólk, illa stödd byggðarlög. Þessir aðilar átta sig auðvitað á því að leiga ofan á núver- andi ástand, viðbótargjaldtaka, yrði aðeins til að gera þeirra stöðu enn verri. Þessi útgjöld hafa tilhneigingu til að leita út í leiguverðið og skipta- verð til sjómanna, skerða kjör fisk- verkafólks í landi sem og gera stöðu byggðarlaga sem em illa stödd með veiðiheimldir enn lakari. Það er því reginmisskilningur að með einhverri gjaldtöku, hvort sem það er kallað auðlindagjald, veiði- leyfagjald eða skattur, ofan á núver- andi núverandi kvótakerfi í óbreyttri mynd, leysi nokkum vanda. Þvert á móti gerði það illt verra. Auk þess leiddi slík gjaldtaka til þess að yfir- burðir hinna efnahagslega stóru og sterku yrðu enn meira yfirgnæfandi. Þeir hafa bolmagn til að borga gjaldið en hinir ekki. Aðrar hugmyndir um gjaldtöku, til dæmis með uppboði veiðiheimilda eru vissulega annars eðlis. Þær fela hins vegar í sér annars konar hættu. Þá gætu fáir stórir og sterkir aðilar látið greipar sópa um veiðiheimildimar, náð þeim öllum til sín og síðan myndu þeir krefjast ffels- is til að endurráðstafa þeim, með leigu eða láta aðra veiða fýrir sig sem verk- taka og svo ffamvegis. Með sKku fyr- irkomulagi fæm menn einnig úr ösk- unni í eldinn. Mín niðurstaða er því sú að það hefur enginn maður, hvorki einstakur stjórnmálamaður, fræðimaður né stjórnmálaflokkur sýnt framá neiha færa leið að mínu mati til að taka þetta gjald öðru vísi en það geri bara illt verra. Ég tel það ranga nálgun frá upp- hafi að tala um veiðileyfagjald sem einhveija lausn í sambandi við stjóm fiskveiða. Þar eiga menn að ráðast að rótum vandans en ekki að fara að beita einhverri gjaldtöku sem hhðarráðstöf- un eða deyfilyfi vegna gmndvallar- meinsenda í stjómkerfinu. Ef leigan verður bönnuð tel ég að þessi ræðu- höld um auðlindaskattinn nuni að miklu leyti hverfa þar sem þá er sú meinsemd ekki lengur fýrir hendi sem rök fyrir því að leggja á veiðileyfa- gjald. Hvort einhvem tíman seinna yrði niðurstaðan sú að láta sjávarútveginn og allar hliðstæðar greinar greiða eitt- hvert gjald til samfélagsins með vísan til þess að þær byggðu á sameiginlegri auðlind er skattapólitísk ákvörðun og að mínu mati allt annar hlutur.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.