Alþýðublaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 6
B6
ALÞÝÐUBLAÐK)
FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996
Áætluð velta á
þessu ári...
Framhald af bls. B!
góður á þessu ári. En útflutningurinn
er milli 80 og 85% framleiðslunnar."
En fyrst útflutningurinn vegur svo
þungt, er þá engin hœtta á að fyrir-
tœkið fylgi á eftir ogflytji höfuðstöðv-
amar úr landi?
Það kom nokkuð á Geir við þessa
spumingu og hann var hissa og sám-
aði nánast að nokkur skyldi láta sér
detta slík fásinna í hug.
„Nei, nei, nei. Það er engin hætta á
því. Enda er ekkert auðvelt að flytja
fyrirtæki eins og Marel því það bygg-
ist fyrst og fremst á því fólki sem
vinnur héma. Ef það ætti að flytja fyr-
irtækið þyrfti að flytja allt fólkið og ég
sé ekki fyrir mér að slíkt gerist. Við
byggjum á því að þróa okkar vöm í
samvinnu við íslenska ftskvinnslu og
ef við færum eitthvert annað gætum
við ekki haldið því áfram. Það er því
ekki til umræðu að við flytjum fyrir-
tækið úr landi. Við flytjum bara fram-
leiðsluna út.“
Breikka grunninn
Fréttir hafa borist um að Marel
hyggðist hasla sér völl á fleiri sviðum
en hvað varðar sjávarútveg og fisk-
vinnslu. Hafa þar verið nefnd til tæki
sem nota má í kjúklingaframleiðslu.
Geir var spurður hvað þeim málum
liði.
„Á undanfömum þremur ámm höf-
um við verið að fara með þessi tæki
sem við framleiðum yfir í kjöt- og
kjúklingaiðnaðinn til að breikka
gmnninn í fyrirtækinu. Þar er fyrst og
fremst um að ræða flokkara og svo-
kallaðar skurðarvélar sem við emm að
fara með kjúklingaiðnaðinn, en vogir
og flokkarar í kjötiðnaðinn og hugsan-
lega skurðarvélar líka í náinni fram-
tíð.“
Kallar þetta á fjölgun starfsmanna
hjá Marel?
„Það er erfitt að segja til um það.
Starfsfólki hefur fjölgað mikið og ég
reikna með að við reynum að staldra
svolítið við í bili. Það hefur verið
ijölgað fólki í þeirri deild sem annast
vömþróun og við emm komnir með
þann fjölda sem við þurfum þar í bili.
í framleiðsludeild hefur fólki einnig
verið fjölgað en við höfum jafnframt
verið að tæknivæða framleiðsluna og
gera ákveðnar skipulagsbreytingar
sem við væntum að leiði til þess að
hægt verði að auka framleiðsluna án
þess að Qölga starfsfólki um of,“ sagði
Geir A. Gunnlaugsson forstjóri Marels
hf.
í framhaldi af breytingum, sem fyrirhugað-
ar eru á eignarhaldi Johnson Food Equipmenl,
umboðsaðila Marel hf. í kjúklingaiðnaði í
Bandaríkjunum, hefur verið ákveðið að dótt-
urfyrirtæki Marel í Bandaríkjunum, Marel
USA, annist framvegis alla sölu og markaðs-
setningu á vörum fyrirtækisins í kjúklingaiðn-
aði þar í landi. Marel USA var stofnað fyrr á
þessu ári til þess að markaðssetja og selja vör-
ur fyrirtækisins í kjötiðnaði í Bandaríkjunum.
Eftir þessa breytingu er sala og markaðs-
setning á vörum Marel hf. í Bandaríkjunum
og Kanada alfarið í höndum dótturfyrirtækja,
en Marel rekur auk Marel USA tvö önnur
dótturfyrirtæki, Marel Seattle í Seattle og
Marel Equipment í Halifax í Nova Scotia.
Fyrir þessa ákvörðun voru starfsmenn Marel
USA fjórir, en gert er ráð fyrir að þeim fjölgi
um sex samhliða þessari breytingu á starfsem-
inni. Þegar hefur verið gengið frá því að þeir
tveir sölumenn, sem bestum árangri hafa náð í
sölu á Marel búnaði hjá umboðsaðilanum,
komi til starfa hjá Marel USA. Framkvæmda-
stjóri Marel USA er Sigurpáll Jónsson, sem
áður gegndi starfi deildarstjóra tæknideildar
Marel á íslandi.
Fyrirtækið Ósey hefur fært út kvíamar eftir að það flutti úr Garðabæ til Hafnarfjarðar
og starfsmannafjöldi hefur tvöfaldast.
Endurbyggja eldri skip frá grunni
Hallgrtmur Hallgrímsson í Ósey. Ljósm. E. ói.
Við fluttum starfsemina úr
Garðabær hingað til Hafnar-
fjarðar fyrir rúmu ári. Við
keyptum staðinn þar sem Bátalón var
og fengum slipp með tveimur braut-
um. Þar með sitjum við meira sjálfir
að þeim verkefnum sem við vorum
með heldur en við gerðum. Aður
þurftum við að bjóða ýmsa þætti
meira út frá okkur en við gerum
núna,“ sagði Hallgrímur Hallgríms-
son, einn þriggja eigenda Oseyjar í
samtali við Alþýðublaðið.
„Þegar við fluttum til Hafnarfjarðar
vorum við komnir með nokkuð góðan
kúnnahóp og við fáum viðskipti víðs
vegar að. Að stærstum hluta erum við
með framleiðslu á vindubúnaði, en
fyrir nokkmm ámm vomm við famir
út í að byggja yfir báta, lengja þá og
breikka auk ýmissra annarra endur-
bóta. Við höfum haldið því áfram en
nú er orðin meiri vinna í kringum það
og við emm að gera stærri hluti en áð-
ur,“ sagði Hallgrímur ennfremur.
Þið hafið sem sagtfœrt út kvíamar?
, Já, það er rétt. Við höfum tvöfald-
an mannskap miðað við áður og þessi
aðstaða býður upp á miklu meira en
við gátum gert í Garðabæ. Hér vinna
nú um 25 manns og með verktökum
em þetta 35 til 40 manns sem vinna
fyrir okkur."
Hvernig er verkefnastaðan fram-
undan?
„Hún er svona sæmileg fram á
næsta sumar. Núna emm við að byija
á mjög stóm verki sem er upp á 70 til
80 milljónir króna. Þar er um að ræða
endurbyggingu á skipi alveg frá
gmnni.“
Hvað þýðir það þegar þú segir end-
urbyggingfrá grunni?
„Hér er um að ræða bát sem búið
var að úrelda. Hann var rifinn niður til
gmnna og síðan verður byggður upp
nýr bátur á grunni þess gamla. Við
sjáum um alla þætti verksins, alla stál-
smíði, spilsmíði, rafmagn og tréverk.
Við kaupum vinnu að við ýmsa þætti
þessa verks og ætli það séu ekki fimm
til sex fyrirtæki í Hafnarfirði sem fá
góðan hlut af sínum verkefnum yfir
árið hjá okkur.“
Eruð þið ekki í harðri samkeppni
við aðra íþessum geira?
„Þetta er auðvitað allt samkeppni.
Síðan er þetta bara spurning um
hvemig aðstöðu menn hafa og hvemig
þeir vinna hlutina. En í því sem við er-
um beint að gera er samkeppnin
kannski ekki svo mjög mikil. Við höf-
um verið að bjóða meiri heildarlausnir
með því að brjóta þetta svona niður
heldur en menn hafa almennt verið að
gera með því að brjóta þetta svona
niður. Þá erum við ekki að taka að
okkur verk sem fyrirtæki eins og
Slippsstöðin á Akureyri og Þorgeir og
Ellert á Akranesi hafa verið að taka.
Við getum tekið skip hér inn í hús og
það er ekki margir hér á landi sem
bjóða uppá þá aðstöðu."
En hvað með nýsmíði. Er hún á döf-
inni?
, Já, hún er á döfinni. Það er búið að
teikna tvo báta sem við munum
smíða. Og það má segja að bátur sem
við tókum hingað, Farsæll, hafi verið
smíðaður upp á nýtt. Hann kom hing-
að 30 tonn að stærð og fór héðan út 65
tonn. Þá var búið að endurbyggja hann
alveg frá A til Ö. Búið að hreinsa allt
innan úr honum, lengja hann og
hækka, byggja nýja brú, nýtt rafkerfi,
nýjar klæðningar og hvaðeina," sagði
Hallgrímur Hallgrímsson.
Landssmiðjan var stofnuð árið 1930 og hefur allar götur síðan verið starfandi við
Sölvhólsgötu. Nú er fyrirtækið að flytja í húsnæði sem það keypti í Garðabæ og gjör-
bylting hefur orðið á starfseminni.
Framleiðir vélar og tæki fyrir matvælaiðnað
Landssmiðjan hefúr verið fastur
puntkur á Sölvhólsgötu undan-
farin 66 ár. Allt fram á síðustu
ár hefur þetta verið hefðbundið málm-
iðnaðarfyrirtæki, lengst af í eigu ríkis-
ins. Á undanfömum árum hefur hins
vegar orðið gjörbylting á starfsemi
Landssmiðjunnar þótt hún hafi ekki
farið hátt. Og nú er Landssmiðan að
flytja starfsemi sína af Sölvhólsgötu
og býr um sig í Lyngási Garðabæ í
húsi sem áður hýsti sápugerðina
Frigg.
„Þessi breyting á starfsemi Land-
smiðjunnar hefur farið hljótt. Við höf-
um verið að festa okkur í sessi á mark-
aðnum en nú förum við að berja
bumbur og láta vita af okkur, enda er-
um við að markaðssetja fyrirtækið
hægt og sígandi," sagði Birgir Bjama-
son framkvæmdastjóri Landssmiðj-
unnar í samtali við Alþýðublaðið.
„Landssmiðjan hefur tekið þeim
breytingum frá því að vera hefðbundið
málmiðnaðarfyrirtæki yfir í fyrirtæki
sem framleiðir vélar og tæki fyrir mat-
vælaiðnað. Þar er auðvitað stærst fisk-
vinnslan til lands og sjávar. Við höf-
um á seinustu ámm lagt áherslu á að
selja búnað til Noregs, saltdreifibúnað
sem Norðmenn nota við framleiðslu á
saltfiski. Þetta hefur gefið mjög góða
raun. Síðan höfum við lagt áherslu á
vinnslulínur og höfum selt þær til
Rússlands, Miðjarðhafslanda og Afr-
íku. Hér heima höfum við sett
vinnslubúnað í tvö skip sem em Guð-
björgin ÍS og Amar ffá Skagaströnd. í
ár emm við svo að markaðssetja hrað-
pökkunarkerfi á uppsjávarfiski og það
er það sem allt snýst um í dag. Við
kynntum framleiðslu okkar á Sjávar-
útvegssýningunni í Laugardalshöll og
viðbrögðin vom geysilega góð,“ sagði
Birgir Bjarnason fyrir framan hús Landssmiðjunnar við Sölvhólsgötu: Við erum að festa okkur mjög í sessi á
markaðnum þótt við höfum ekki verið að hlaupa með það í blöðin. Ljósm. e. ói.
Birgir ennfremur.
Er þetta tœkni og búnaður sem er
hannaður og þróaður afykkur?
„Já, alfarið. Landssmiðjan hefur
innan sinna veggja geysilega mikla
þekkingu á sviði þessarar greinar,
bæði til heildarlausna og síðan ein-
stakra lausna. Það hefur verið unnið
markvisst að því í þijú ár að efla þessa
starfsemi innan fyrirtækisins. Hér em
starfsmenn með mikla reynslu á þessu
sviði og árangurinn hefur verið sam-
kvæmt því. Við emm að festa okkur
mjög í sessi á markaðnum, þótt við
höfum ekki verið hlaupandi í blöðin
með þetta. Nú er um 60% af fram-
leiðslu íyrirtækisins flutt út og starfs-
menn em nú 35 talsins."
Fyrsta einkavædda ríkisfyrir-
tækið
Landssmiðjan er fyrsta ríkisfyrir-
tækið sem var selt og fór sú sala fram
árið 1984. Starfsmönnum var gefinn
kostur á að eignast Landssmiðjuna en
ekki spáðu allir fyrirtækinu velfamað-
ar í framtíðinni. Það er hins vegar
önnur saga.
„Árið 1991 keypti Sindrastál aðra
hluthafa út úr fyrirtækinu. Á miðju
síðasta ári var nýtt hlutafé sett inn í fé-
lagið og núna eru stærstu hluthafar
Stálsmiðjan hf., Aflvaki hf„ Eignar-
haldsfélag Alþýðubankans ásamt fyr-
irtækjum og einstaklingum," sagði
Birgir Bjarnason framkvæmdastóri
Landssmiðjunnar.