Alþýðublaðið - 18.10.1996, Side 7

Alþýðublaðið - 18.10.1996, Side 7
FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ B7 Atli Jósefsson markaðsstjóri og faðir hans, Jósafat Hinriksson sem stof- naði fyrirtækið. Ljósm. E. ól. Framleiðsla J. Hinrikssonar ehf. á toghler- um er þekkt meðal sjósóknara um allan heim, enda hafa hlerarnir verið seldir til 25 landa. Erum í hópi þriggja stærstu í heimi -segir Atli Jósefsson markaðsstjóri Jósfat Hinriksson hefur byggt upp vélaverkstæði sitt af fá- dæma atorku og dugnaði sem hefur svo sannarlega skilað góðum ár- angri. Poly-Ice toghlerar frá J. Hin- riksson eru ekki aðeins þekktir af ís- lenskum útgerðar- og sjómönnum, heldur út um allan heim. „Við seljum hlera til um 25 landa og það er ekki bara til nágrannaland- anna heldur einnig til allra heims- homa. Við höfúm til dæmis selt fram- leiðsluna til Ástralíu, Nýja Sjálands, Chile, Perú og Namibíu. Staðreyndin er sú að við erum í hópi þriggja stærstu toghleraframleiðendum í heimi,“ sagði Atli Jósafatsson mark- aðsstjóri J. Hinriksson í spjalli við blaðið. Atli er einn af íjórum sonum Jósafats sem starfa við fyrirtækið. „Það er ekki hægt að segja að það sé fyrirtækinu fjötur um fót að vera með ffamleiðsluna hér á landi, nema síður sé. Við höfum getað þróað hler- ana við íslenskar aðstæður sem eru erfiðari en víðast hvar annars staðar. Það er hér í norðurhöfum sem menn hafa haft frumkvæði að veiðum við erfiðar aðstæður og því höfum við verið að þjóna mjög kröfuhörðum markaði sem síðan skilar sér áfram. Lagið á hlerunum hefur frá upphafi verið hið sama, það er að segja þeir eru sporöskjulaga og það er marg- sannað að þetta ákveðna hleralag er besti kosturinn. Við höfum hins vegar stöðugt unnið við að bæta styrk hler- anna og hæfni,“ sagði Atli. Hann nefhdi sem dæmi um hve að- stæður hér við land væru sérstakar, að hleri sem endist í tvö ár hér gæti enst í tíu til fimmtán ár þar sem allar að- stæður væru einífaldari. J. Hinriksson rekur mjög öfluga markaðsstarfsemi, enda veitir ekki af í þeirri hörðu sam- keppni sem fyrirtækið er í á heims- markaði. Þess má geta að J. Hinriks- son hefur samtals tekið þátt í hátt í 90 sjávarútvegssýningum vftt og breytt um heiminn. Hampiðjan er stöðugt að leggja net sín í fleiri heimshöf með línum og trollum sem fyrirtækið framleiðir. Nú hefur Hampiðj- an hafið sölu á nýrri ofurlínu og það virðist engin takmörk fyrir því hvað fyrirtækið getur framleitt stór troll Með stærsta troll í heimi Við emm byijaðir að framleiða Dynex ofurlínu sem er komin um borð í nokkur skip og hefur vakið vemlega athygli. Auk inn- lenda markaðarins erum við þegar famir að selja ofurlínuna til Argentínu um borð í skip sem em að veiða allt niður á 2.500 metra dýpi. Byr VE hef- ur tekið þátt í tilraunum með línuna í um eitt ár og lfnan hefur komið rosal- ega vel út hjá þeim. Þeirra umsögn hefur vakið mikla athygli hér heima og erlendis því þeir lýsa ótrúlegum styrk og endingu línunnar,“ sagði Öm Þorláksson sölustjóri línu og kaðla hjá Hampiðjunni í samtali við blaðið. „Til marks um það hvað ofurlínan er sterk má nefna að eftir þetta eina ár sem hún hefur verið í notkun um borð í Ver heldur hún enn 80% af uppmn- arlegum styrk sínum, sem er krafta- verk því eftir þann tíma þarf venjulega að fara að skipta venjulegum hnum út. En þeir treysta sér til að halda henni í notkun alla vega eitt ár í viðbót. Slit- styrkur 7 mm línu er 3.200 kíló miðað við að venjuleg lína með sama sver- leika er með milli 800 og 900 kíló,“ sagði Öm ennfremur. Hann sagði að Hampiðjan hefði tekið eitt ár í að þróa línuna og allar prófanir farið ffam á þeim tíma. Ofur- línan hefði strax vakið athygh erlend- is, en Hampiðjan væri að keppa við fyrirtæki sem væm sífellt að bjóða sverari hnu til að auka styrkinn til nota á miklu dýpi við erfiðar aðstæður. „En við sjáum enga nauðsyn á því þar sem við höfum þessi efni til staðar og get- um boðið uppá þetta sem heldur full- komlega og gott betur. Við höfum kynnt línuna á sýningum bæði hér heima, í Noregi, Danmörku og Banda- ríkjunum auk þess sem hún verður kynnt á fleiri sýningum," sagði Öm Þorláksson sölustjóri. Troll til andfætlinga Hampiðjan er þekkt jafnt innan- lands sem út um heim fyrir Gloríut- rollin sem þykja taka öllum öðrum trollum fram. Um 90% af togurum sem veiða á Reykjaneshrygg eru til dæmis með þessi troll, bæði innlendir og erlendir. Haraldur Ámason hefur unnið að markaðssetningu á trollum Hampiðjunnar í fjarlægum löndum. ,JVlitt aðalmarkaðssvæði hefur verið hinum megin á hnettinum, það er að segja Ástralía og Nýja-Sjáland. Þar höfum við verið að gera það gott og höfum þegar selt sex stór Gloríutroll til Nýja-Sjálands og fleiri pantanir í deiglunni. Þá höfum við selt fjögur troll til Ástralíu, bæði stór og lítil,“ sagði Haraldur. Eru andfœtlingar okkar ánœgðir með trollin? ,Já, já. Fyrsta trolhð fór út í janúar á þessu ári og var notað við veiðar út frá austurströnd Nýja-Sjálands. Þar fengu þeir sinn verðmætasta túr sem þeir höfðu nokkm sinni farið. Eftir sex vikna túr komu þeir að landi með afla að verðmæti um 130 milljónir ís- lenskra króna meðan önnur skip vom ekki hálfdrættingar á við þá sem vora með Gloriutrollið. Eftir það má segja að dymar hafa opnast þama og fleiri festu kaup á trollum. í framhaldinu munum við væntanlega setja þarna Orn Þorláksson sölsustjóri linu og kaðla. Ljósm. E. ói. upp einhvers konar þjónustumiðstöð. Heimamenn sögðu mér að það hefðu komið margir sölumenn frá Evrópu- löndum til að selja þeim veiðarfæri. Sumir hefðu selt en þegar gengið hafði verið frá samningum þökkuðu þeir fyrir sig og sáust ekki framar. Við ætlum hins vegar að koma upp að- stöðu í þessum löndum til að þjóna okkar viðskiptavinum og það gerir grundvallarmun. Slíkt hefur gefið góða raun í öðmm löndum þar sem við höfum gert þetta. Við höfum líka leitað íyrir okkur með sölu á trollun- um í Namibíu og Chile. Þá er mikil sala til Seattle til veiða á Alaskaufsa," sagði Haraldur Ámason. Stærsta troll í heimi Guðmundur Gunnarsson er sölu- stjóri Hampiðjunnar og heldur utan um alla þá starfsemi sem sölunni fylgja. Hann sagði að mikið hf væri á innanlandsmarkaðinum. „Þar kemur bæði til úthafskarfa- veiðamar og í sumar flottrollsvæddist eiginlega allur sá floti sem sótti í Smuguna. f fyrra kom í ljós að þar fékkst afli nær eingöngu í flottroll og þeir sem ekki höfðu flottroll í fyrra fengu sér þau núna. Þetta hefur valdið gríðarlegri aukningu hjá okkur,“ sagði Guðmundur. En eru engin takmörk fyrir því hvað þið getið haldið áfram að stœkka troll- in? „Það era eflaust einhver takmörk fyrir því. Það stærsta sem við höfum framleitt til þessa er 3.600 metra troll sem er í notkun um borð í Heineste. Við vorum að skjóta á að að kjaftopið væri um 72 þúsund fermetrar, eða á stærð við 12 fótboltavelli. Stærstu möskvamir fremst era 256 metrar að lengd, þannig að þetta er alstærsta troll sem framleitt hefur verið í heiminum ffarn að þessu. Það hefur verið stöðug framþróun í þessu og á næstunni mun- um við kynna nýja útfærslu á Gloríut- rollinu sem nú er verið að vinna að. Við höfum haft algjöra forystu í heim- inum um þessi stóra troll með þessum risamöskvum." Hvað með Rússlandsmarkað? „Við höfum selt töluvert á vestur- svæðið” til Murkmansk. Þau skip það- an sem era á úthafskarfaveiðum eru hægt og bítandi að koma til okkar og fá troll. Ég get nefnt sem dæmi að síð- ast hðið vor gerðum við samning við fyrirtæki í Murmansk upp á hundrað milljónir króna. Þar inní vora veiðar- færi, vinnslulínur og fiskleitartæki og fyrir rest kom SH inn í þetta og gerði okkur þetta mögulegt. Veiðarfærafyr- irtæki í Rússlandi, hkt og önnur fyrir- tæki þar, eiga ekki peninga til að gera neitt og fá hvergi peninga. Þama virð- ist vera stór framtíðarmarkaður fyrir okkur og við erum aðeins farnir að þreifa fyrir okkur á Kamtsjaka í sam- vinnu við ÍS. Við sendum troll þangað með flugi síðast liðinn vetur. Það fór maður fyrir okkur út með skipinu og ætlaði að vera um borð í þijár vikur en það fór svo að hann var þar í sex mán- uði. Möguleikamir eru margir út um allar jarðir og það kostar mikla vinnu að koma auga á þau tækifæri sem gef- ast og nýta þau,“ sagði Guðmundur Gunnarsson.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.