Alþýðublaðið - 18.10.1996, Page 8

Alþýðublaðið - 18.10.1996, Page 8
r Vita- og hafnamálastofnun og Siglingamálastofnun ríkisins eru komnar í sömu höfn Ný lög - Nýtt fyrirtœki Ný stofnun hefur orðið til með sameiningu Siglingamálastofnunar ríkisins og Vita- og hafnamálastofnunar. Lög þess efnis tóku gildi í dag 1. október. Ný stofnun mun taka yfir öll verkefni eldri stofnananna og sinna þeim áfram í lítt breyttri mynd. Sameiningunni er ætlað að skapa grundvöll fyrir öfluga og nýja stofnun fyrir sjófarendur, ásamt því að auka hagræðingu og sparnað í rekstri. Sameiningin mun þannig nýtast viðskiptavinum stofnunarinnar og ríkinu. i Starfsemi stofnunarinnar verður skipt niður í fjögur meginsvið; stjórnsýslu-, tækni-, rekstrar-, og skipaskoðunarsvið. Keykjavík ^urvör Siglingastofnun er staðsett að Vesturvör 2, Kópavogi þar sem áður var aðstaða Vita- og hafnamálastofnunar. Curðab, SIGLINGASTOFNUN ISLANDS VESTURVÖR 2 • 200 KÓPAVOGUR • SÍMI 560 0000 • FAX 560 0060 Aukin þjónusta í þágu sjófarenda Frestur til að sækja um úreld- ingastyrki krókabáta gegn 60 og 80% styrkhlutfalli af vátrygg- ingaverðmæti rann út um síðustu mánaðamót. Þróunarsjóði sjávarút- vegsins bárust umsóknir um úreldingu samtals 280 krókabáta og má gera ráð fýrir að úreldingastyrkir geti numið á bilinu 800 til 900 milljónum króna. Á fjárlögum var gert ráð fyrir endurláni ríkisins til Þróunarsjóðs í þessu skyni að upphæð 500 milljónir króna. Styrk- ir Þróunarsjóðs til úreldingar króka- báta nema 80% af vátryggingaverð- mæti sóknardagabáta og 60% af vá- tryggingaverðmæti þorskaflahámars- báta en þeir geta jafnframt selt þorsk- aflahámarkið. Nú er markaðsverð á varanlegum þorskkvóta krókabáta á þorskaflahámarki um 150 krónur kíló- ið. Varanlegur þorskkvóti í aflamarks- kerfmu er hins vegar boðinn til sölu á um 600 krónur krlóið. Talið er að svo margir sæki um úreldingu vegna þess hve þrengt hefur verið að sókn króka- báta. Það er líklega einsdæmi að sami maður skipti við sama fýrirtæki í 60 ár samfleytt. En þetta hefur Soffanías Cecilsson út- gerðarmaður á Grundarfirði gert. Um þessar mundir eru liðin sex áratugir frá því Soffamas hóf olíuviðskipti við Olíuverslun íslands hf. Þessara tíma- móta var minnst sérstaklega fyrir skömmu og þá afhenti Einar Bene- diktsson, forstjóri Olís, Soffaníasi skipsskúlptur sem smrðaður var á gullsmíðaverkstæði Jens Guðjónsson- ar. Olíverslun íslands, Olís, var stofn- að 1927 og hóf starfsemi í ársbyijun 1928. Fyrirtækið á því 70 ára afinæli á næsta ári. „En jafnframt er æskilegt, að forsytu- menn ríkisstjórnar og stjórnarflokkam- ir iáti til sín heyra og taki þátt í þeim umræðum um grundvallarmál framtíð- arinnar, sem fram fara á ýmsum sviðum í samfélaginu. Þannig er Ld. mikilvægt, að á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins, sem hefst eft- ir nokkra daga, fari fram málefnalegar og upplýsandi umræður um framtíðar- mál á borð við veiðileyfagjald, eignar- hald á óbyggðum og tengslin við Evr- ópusambandið. Óhætt er að fullyrða, að umræður um veiðileyfagjald hafi aldrei verið meiri í grasrótinni en nú. Sú grundvallarhugs- un, sem þar liggur að baki, nýtur nú orðið víðtæks stuðnings mcðal almcnn- ings og innan stjórnmálafiokkanna. Eðlilegt er, að sjálf útfærslan fari fram í þeirri málamiðlun á miili ólíkra sjónar- miða sem óhjákvæmilega verður í svo mikilvægu máli.“ -Or Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins laugardaginn 5. október. „Fjölmennasti landsfundur Sjálfstæð- isflokksins til þessa, sem haldinn var um hclgina, sýndi að nokkuð almenn sam- staða ríkir innan flokksins um þessar mundir og samheldni meiri en um langt skeið. Hins vcgar virðast landsfundar- fulltrúar ekki hafa tekið þá áhættu að ræða opinskátt um málefni sem vitað er að skiptar skoðanir eru um innan Sjálf- stæðisflokksins og er þá t.d. átt við Evr- ópumálin og stefnuna í sjávarútvegsmál- um. Þetta cr miður, vegna þess að bæði Sjálfstæðisflokkurinn og þjóðin öll þurfa á því að halda slíkar umræður fari fram.“ -Úr forystugrein Morgunblaösins þriöjudaginn 15. október.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.