Alþýðublaðið - 22.10.1996, Side 7
ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTOBER 1996
ALÞYÐUBLAÐIÐ
□
Lifandi trú
José Jiménez Lozano: Lambið
og aðrar sögur
Þýðendur: Jón Thoroddsen og
Kristín G. Jónsdóttir
Mál og menning 1996
Höfundur þessa smásagnasafns, Jo-
sé Jiménez Lozano, er Spánverji,
menntaður í lögfræði, heimspeki og
bókmenntum en starfaði lengst af sem
blaðamaður, jafnframt því að sinna
ritstörfum. Síðasta aldarfjórðunginn
hefur hann nær eingöngu sinnt skáld-
skapariðkun. Hann er nú hálfsjötugur
og viðurkenndur sem einn athyglis-
verðasti núlifandi rithöfundur Spánar.
Bókmenntir |
Kolbrún
Bergþórsdóttir
skrifar
Sögurnar í þessu safni fjalla að
meira eða minna leyti um boðskap
kristinnar trúar og mismunandi við-
horf og túlkanir til hennar. En fyrst og
fremst fjalla þær um einstaklinginn
frammi fyrir ofurmætti yftrvalda, ver-
aldlegra og kirkjulegra, sem trúa í
blindni á kennisetningar og eira eng-
um þeim sem óhlýðnast bókstafnum. í
sögunum bíður einstaklingsins því
iðulega sama hlutskipti og lambsins í
titilsögunni: hann er leiddur til slátr-
unar.
Að lesa þessar sögur
er eins og að vera
leiddur aftur inn í
sunnudagaskólann eft-
ir margra ára fjarveru.
Söguefnið er hið sama
og var, en einkennist
af depurð og trega,
angist og skelfingu
sem ekki var fyrrum.
Lozano spinnur við frásagnir Biblí-
unnar, segir frá framadraumum Jesú í
æsku, örlögum Lasarusar eftir uppris-
una og fundi Júdasar og móður Jesú.
Hann sviptir persónur guðlegri tign
sinni og gæðir þær hversdagsleika
manneskjunnar í næsta húsi. Hann
ferðast vítt og breitt um söguna, leiðir
fram á svið þekkta menn sem kirkjan
bannfærði og/eða kastaði á bál líkt og
Savanarola og Spinoza. Hann segir
einnig í sögum sínum frá örlögum
nafnlausra alþýðumanna sem urðu
fómarlömb grimmdar og illsku og þá
á tímum Rannsóknarréttarins eða
spænsku borgarastyrjaldarinnar.
Það er drungi yfrr allflestum sögun-
um, enda er meginefni þeirra dauði og
eyðilegging þar sem ofsóttir menn og
böðlar þeirra eru í aðalhlutverkum. Úr
sögunum má lesa þá gömlu viðvörun,
að hættulegasta leið sem menn geti
valið sé sú að þjóna málstað í blindri
trú og af þeirri sannfæringu að til-
gangurinn helgi meðalið. Höfundur á
ekki predikunarerindi við lesendur
sína að öðru leyti en því að samúð
hans með þeim ofsóttu og smáðu er
stundum viðkvæmnislega berskjölduð
og opinberar sýn þess kristna húman-
ista sem Lozani sannanlega er.
Á okkar trúlausu tímum telst til
undantekninga að höfundar halli sér
að Guði í leit að viðfangsefnum. Sög-
ur Lozano koma því næstum eins og
úr gömfum, vel plægðum jarðvegi, en
einmitt þar felast töfrarnir. Að lesa
þessar sögur er eins og að vera leiddur
aftur inn í sunnudagaskólann eftir
margra ára fjarveru. Söguefnið er hið
sama og var, en einkennist af depurð
og trega, angist og skelfmgu sem ekki
var fyrrum og boðskapurinn byggir
enn sem áður á mikilvægi mannúðar,
umburðarlyndis og kærleika.
Jón Thoroddsen og Kristín G. Jóns-
dóttir hafa skilað góðri og tilgerðar-
lausri þýðingu. Þau skrifa einnig fróð-
legan eftirmála um höfundinn og eiga
þakkir skildar fyrir að kynna hann hér
á landi.
Alþýðublaðið
á Alnetinu
sendið okkur línu
alprent@itn.is
ERT ÞU AÐ TAPA
RÉTTINDUM?
Eftirtaldir lífeyrissjóðir hafa sent sjóðfélögum
yfirlit um iðgjaldagreiðslu á árinu 1996:
Lífeyrissjóður Austurlands
L ífeyrissjóður framreiðslumanna
Lífeyrissjóðurinn Hlíf
Lífeyrissjóður Norðuriands
Lífeyrissjóður sjómanna
Lífeyrissj. verkafólks í Grindavík
Lífeyrissjóður Vestfirðinga
Lífeyrissjóður Vesturiands
Lífeyrissjóður Bolungarvíkur
Lífeyrissjóðurinn Framsýn
L ífeyrissjóður ma treiðslumanna
Lífeyrissjóður rafiðnaðarmanna
Lífeyrissjóður Suðurnesja
Lsj. verkalýðsfélaga á Suðurlandi
Lífeyrissjóður Vestmannaeyinga
Sameinaði lífeyrissjóðurinn
FAIR ÞU EKKI YFIRLIT
en dregið hefur verið af launum þínum í einn eða fieiri af ofangreindum lífeyris-
sjóðum, eða ef launaseðlum ber ekki saman við yfiriitið, skalt þú hafa samband
við viðkomandi lífeyrissjóð hið ailra fyrsta og eigi síðar en 1. nóvember nk.
Við vanskii á greiðslum iðgjalda í lífeyrissjóð
er hætta á að dýrmæt réttindi tapist.
Þar á meðal má nefna:
ELLILÍFEYRI MAKALÍFEYRI BARNALÍFEYRI ÖRORKULÍFEYRI
GÆTTU RETTAR ÞINS
í LÖGUM UM ÁBYRGÐASJÓÐ LAUNA SEGIR MEÐAL ANNARS:
Til þess að iðgjöld launþega njóti ábyrgðar ábyrgðasjóðs launa
vegna gjaldþrota skulu launþegar innan 60 daga frá dagsetningu
yfirlits ganga úr skugga um skil vinnuveitenda til viðkomandi
lífeyrissjóðs. Séu vanskil á iðgjöldum skal launþegi innan sömu tíma-
marka leggja lífeyrissjóði til afrit launaseðla fyrir það tímabil, sem er
í vanskilum. Komi athugasemd ekki fram frá launþega er viðkomandi
lífeyrissjóður einungis ábyrgur fyrir réttindum á grundvelli iðgjalda
þessara að því marki sem þau fást greidd, enda hafi lífeyrissjóðnum
ekki verið kunnugt um iðgjaldakröfuna.