Alþýðublaðið - 31.10.1996, Síða 3

Alþýðublaðið - 31.10.1996, Síða 3
FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o d a n i r Atvinnufrelsi er mannréttindi IGuðmundur er best fallinn til að sameina A-flokkana að Sighvati ólöstuðum. Sameining A-flokkanna er lífsspursmál íslensku þjóðarinnar. Mannréttindi er ekki hægt að taka, kaupa eða selja. f stjómarskrá íslands er kafli sem kveður á um atvinnufrelsi einstaklinga og er þvi með ólíkindum hve löggjafaravaldinu hefur liðist að kúga vissa einstaklinga í landinu með PaHborð | Garðar Björgvinsson skrifar því að hefta atvinnufrelsi þeirra al- gjörlega án viðunandi rökstuðnings við nauðsyn verknaðarins hverju sinni. Bændur og smáútgerðarmenn hafa orðið hvað harðast fyrir barðinu á því valdi sem framkvæmdavaldið hef- ur tekið sér, í glaðbeittri og skamm- sýnni leit að leið til að lögfesta eignar- rétt fáeinna útvalinna að sameign þjóðarinnar, fiskimiðunum við landið. Gönuhlaup í þessum efnum hefur ver- ið blint. Ágimdin er slík að hinir ungu kolkrabbar vilja komast yfir allt sem hefur sporð í heimshöfunum. Aðferð- imar sem þeir nota hér heima halda þeir að séu pottþéttar á erlendri gmnd. Þeir féneyta endurgjaldslaust hin sam- eiginlegu fiskimið í kringum landið, þeir neita að borga auðlindaskatt til samfélagsins og nota þá peninga og leiguféð af sameigninni til þess að koma fram áformum sínum eða kaupa sér leið að markinu. Hin sjálfumglaða þögn LÍÚ um þessi mál, þó að margar blaðagreinar séu skrifaðar um þessi efni er furðu- legt og verður vart skýrt öðmvísi en svo að ítök þeirra í stjómkerfmu og valdaklíkum ráðandi stjómmálaflokka séu svo mikil að þeir þurfi ekki að ótt- ast almenna umræðu og vanþóknun. Speki Shakespeare um að brandur orðsins vinni ekki á brynju úr gulli virðist vera ískaldur raunvemleiki hér á landi orðs og mennta. Þetta er gert gegn vilja þjóðarinnar. Brátt komast þeir að rai'.n um það að atvinnuffelsi, mannréttindi og lifandi fiskur úti í sjó er ekki söluvamingur. Þeir taka ekki einu sinni eftir því að tækninni fleygir svo hratt ffam að innan 12 ára verður allri misþyrmingu á lífrfki og botni hafanna lokið. Þó er haldið áffam að fjárfesta á kosmað almennings í sífellt öflugri skaföldum gegn líffíkinu. Allar líkur em á því að risaplógurinn sem verið er að smíða í Noregi til fiskveiða fari aldrei á flot. Ævareiðir smáútgerðarmenn Sennilega hefur löggjafmn stigið of nærri fallöxinni og tærnar eru því í hætu. Óskir kvótahandhafa til löggjaf- ans um að þvinga smábátaeigendur til að afhenda ffelsi sitt og mannréttindi fyrir fáeinar krónur er misheppnaður og fyrirfram dauðadæmdur gjöming- ur. Þessar krónur sem þróunarsjóður hefur verið að úthluta til smábátaeig- enda em glatað fé að mestu, því gjöm- ingurinn stenst ekki lög né siðferðis- dóma manna með fulla skynsemi, því eins og ég sagði hér að framan þá er frelsi ekki söluvara. Það liggur því beinast við að stefna þeim mönnum sem bera ábyrgð á verknaði þeim sem þróunarsjóður er að framkvæma um þessar mundir. Ég tel að þar til viðun- andi grundvöllur sé fyrir hendi til reksturs trillubáta sé þeim sem hafa tekið á móti fé úr sjóðnum heimilt að vinna fyrir sér með lágmarksafköstum á bátum sínum, sem rétt nægja til að draga fram lífið fyrir brýnustu nauð- synjum. Þegar viðunandi lausn er fundin, til dæmis viðunandi aflahá- mark á hvem bát, þá skila menn fénu aftur að frádregnum þeim kostnaði sem hlotist hefur á meðan stjómvöld em að átta sig á því að að þeim ber að reyna að bakka út úr þeirri blindgötu sem kvótahandhafar hafa stefnt þeim inn í. Hinn vafasami gjömingur sjáv- arútvegsráðuneytisins að afskrá 300 smábáta vinnur gegn almennri velferð í landinu. Hann er einnig í mótsögn við mannréttindaákvæði stjómarskrár- innar og er því í raun lögleysa. Á sama tíma er verið að reyna að ná inn í landið stóriðju, álveri, magnesium- verksmiðju og fleim er ausið stórfé til virkjanaframkvæmda auk mikillar áhættu og mengunarvandamála. Einn- ig lengist tíminn þar til fiskvinnslan og heimilin í landinu geta notið sama orkugjalds og erlend stóriðja. Stjóm- völd sem em svo heimsk að sjá ekki að verið er að farga vinnu fyrir 2000 manns með því að afskrá 300 báta em ekki starfi sínu vaxin né trausts verð. Alþýðuflokksmenn Bregðist ekki þjóðinni í annað sinn í innanflokks leikaraskap. Það reynd- ist of dýrt þegar Jóhanna klauf raðir ykkar. Ágúst Einarsson er líka búinn að gera nóg. Látið nú hjólin snúast hratt, kjósið Guðmund Áma Stefáns- son sem flokksforingja, Sighvat sem varamann. Guðmundur er best fallinn til að sameina A-flokkana að Sighvati ólöstuðum. Sameining A-flokkanna er lífsspursmál íslensku þjóðarinnar. Fólkið í landinu er búið að fá nóg af yfirgangi sérhagsmunahópanna. Ef heldur sem horfir er stutt í almenna örbirgð og afturför um hundrað ár. Það væri hræðilegt ef slíkt ætti eftir að gerast hjá lítilli þjóð. Stöndum saman í að bægja frá slysum og óhamingju. Höfundur er útgerðarmaður og bátasmiður. Nú er miðstjórnarfundur framundan um helgina hjá Alþýðubandalaginu en eitthvað eru þeir allabaliar í vandræðum með skel- egga ræðumenn í eigin röðum. Því komu þær hug- myndir upp við undirbún- ing fundarins að falast eftir Jóni Baldvini Hannibals- syni til að flytja ávarp. Eitt- hvað hefur kjarkurinn bilað þar innanhúss því Jón Baldvin hafði ekki frétt af fundarboðinu þegar síðast vitnaðist... Þær Elín Hirst fráfar- andi fréttastjóri Stöðvar Tvö og Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir fjölmiðla- fræðingur verða meðal gesta á landsfundi Kvenna- listans. Þær munu flytja ávarp um ímynd kvenna í fjölmiðlum. Þessi dagskrá á vegum landsfundarins er öllum opin og ferfram í Norræna húsinu annað kvöld. Eftir að Elín mælti svo við DV að uppsögn hennar af Stöð Tvö væri móðgun við konur upp- götvuðu kvennalistakonur nýja fjallkonu, vel greidda og snyrtilega valkyrju sem er líkleg til að bjarga fem- (nustum frá því að verða sjálfdauða í moðvolgu sápuvatni kar(l)lægrar fjölmiðlunar... Fyrir nokkru varfrétt þess efnis í Dl/þar sem fullyrt var að þriðjungur þingmanna flokksins hefði ekki stutt Valgerði Sverr- isdóttur til formennsku þingflokks Framsóknar- flokksins. DV sagði að Val- gerður hefði aðeins fengið tíu atkvæði, en að fimm þingmenn hefðu skilað auðu. Kosningarnar voru leynilegar en Alþýðublaðiö hefur engu að síður heyrt að Valgerður hafi komið af fjöllum við þessi tíðindi en hún telur að þingmenn Framsóknarflokksins séu mjög ánægðir með sig sem formann... Flutningur Landmælinga ríkisins uppá Skaga er nú í fullum gangi eins og fram hefur komið í fréttum. Engra stefnubreytinga er að vænta hjá Guðmundi Bjarnasyni landbúnaðar- ráðherra í málinu þráttfyrir mikla óánægju með fyrir- hugaðan flutning meðal starfsmanna Landmæl- inga. Þeir hafa sent eigin skýrslu til fjölmiðla þar sem tíundaðir eru ókostirnir og kostnaðurinn sem flutningurinn hefur í för með sérfyrir ríkið. En það mun engu breyta og stofnunin verðurflutt um áramótin 1998-99 þannig að enn eru rúm tvö ár í það.... Og þú kallar þetta að slá flötina? ... Ljótur hundurl... Ekkert kexl... Ljótur hundurl... I Ætlar þú í verzlunarferð til útlanda? Ólöf Nordal lögfræðingur: Nei, svo sannarlega ekki, og ég þekki engan slíkan ferða- lang. Guðni Pálsson arkitekt: Nei, örugglega ekki, og ég þekki heldur engan seni fer í þannig ferð. Heba Harðardóttir nemi: Nei, ég fór í sumar. Ein vin- kona mín ætlar að fara fyrir jólin. Stanislas Bohic landslags- arkitekt: Nei, en ég fer til út- landa um jólin að heimsækja foreldra mína. Það er ekki verzlunarferð, enda svo gott að verzla á Islandi. Gylfi Gylfason nemi: Nei, ég hef aldrei farið í slíka ferð. v i t i m e n n Jatnvel blaðið mitt, Morgunblaðið, telur léttvín nauðsynlegt með mat. Árni Helgason á Stykkishólmi í Mogganum í gær. Það er nú einu sinni svo, þegar um svona flug er að ræða, að oft er farið í loftið með skömmum fyrirvara og jafnvel á fastandi maga. Víkverji á ferð og flugi, nú að athuga gosið, og var hinn ánægðasti utan það vantar almennilega veitingasölu á flugvöllinn á Höfn. Mogginn í gær. Ég óttast það já að óskhyggjan sé býsna ofarlega í hugum fólks. Þórarinn V. Þórarinnsson formaöur Vinnuveitendasambandsins um væntingar launþega. DT í gær. Þeir hvfna alltaf hæst þegar á að fara að jafna launin í landinu. Svo læðast þeir í sínar kauphækk- anir en þá talar enginn um þjóðarhag eða að þjóðin hafi ekki efni á þessu. Siguröur T. Sigurösson í Hlíf í DT í gær. Hemmi er aftur mættur á skjáinn með skemmtiþátt, en eftír að hafa horft á megnið af tveimur þeirra held ég að betra hefði verið að gefa Hemma lengra frí. Fjölmiölarýnir DT er ekki einn fjölmargra aödáenda Hemma. Sá galli er í söngstíl íslendinga að oft er ruglað saman almennum söng og kórsöng, en þar er mikill munur á. Árni Johnsen sem má ekki heyra á þaö minnst aö „Guösvorslansinn" sé settur útí kuldann. DV í gær. Ég þoli ekki svona myndefni. Guðbjörg hringdi og er ósátt viö Djöflaeyjuna sem hún segir aö bæöi sóðalega og Ijóta. DV í gær. íslenskt karlkyn er einfaldlega í útrýmingarhættu. Haraldur Jónsson í DV í gær. fréttaskot úr fortíð • • »Om ein- eygði« (= einsýnn hræfugl) skrifar enn um ríkislögreglu. Þykir honum nú vissara að hafa hana »eiðsvama«, en ekki verðu af greininni séð, hvort þessir ís- lensku svartliðar eiga með eiðnum að lofa bröskurum og burgeisum tak- markalausri hlýðni og hollustu, - eða hvort »Emi« þykir vissara að taka eið af þeim til að girða fýrir, að þeir gangi of langt í ránum og manndráp- um, sbr. reynsluna um ítalska for- dæmið. Alment er talið að »Öm ein- eygi« sé Páll nokkur Ólafsson, er við margt hefir fengist og nú er fram- kvæmdastjóri »Kára«, en allra síðast hefir unnið sér til frægðar að flytjast til Viðeyjar til að koma sér undan réttmætum sköttum hér, þar sem hanr hefir fengið gróðann. Alþýðublaðið 2. nóvember 1923 '

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.