Alþýðublaðið - 31.10.1996, Síða 5
FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
5
Bessastaðabækurnar
Dagur85
Fimmtudagurinn 24. október
Um leið og ég opnaði augun í
morgun leiddist mér. Þegar ég fór
ffam á baðherbergi leiddist mér. Þegar
ég leit í spegilinn leiddist mér þessi
forseti á sloppnum sem horfði á mig.
Ég benti á hann og hann benti á móti.
Ég sagði: „Hver ert þú, vinur?“ Hann
spurði mig hins sama. Ég sagði:
„Ókei, ókei, þú ert forsetinn og allt
það, en hvað gerir þú? Opnar mynd-
listarsýningar? Og hvað með það? Eru
það áhrif? Em það völd?“ Forsetanum
í speglinum datt ekkert annað í hug en
éta upp eftir mér setningamar eins og
páfagaukur. Ég sagði: „Einmitt, þú ert
bara páfagaukur, étur upp það sem
fólk vill heyra. Þú segir aldrei neitt
óvænt, aldrei neitt nýtt, aldrei neitt
sem getur haft nokkur áhrif!“ Ég var
orðinn nokkuð reiður og pirraður og
mér sýndist forsetanum renna í skap
einnig. Ég leit undan. Ég mátti ekki
við því að byrja daginn á rifrildi við
spegilinn á baðhérberginu. f dag þyrfti
ég á öllum mínum kröftum að halda
og ég vildi ekki sólunda þeim strax í
bítið. í dag ætlaði ég að breyta ásýnd
forsetaembættisins, gera eitthvað það
við embættið sem hæfði reynslu
minni, þekkingu og hæfni. Ég klæddi
mig, greip rúnnstykki á leið minni
gegnum eldhúsið og út í bfl. „Reykja-
vík,“ sagði ég við bflstjórann eins og
ég gæti í raun farið hvert á land sem
var. Þetta er liður í nýjum tökum á
embættinu. Héðan í frá geri ég það
sem ég vil. Þótt ég geri ef til vill það
sama áður, þá mun ég héðan í frá vilja
gera það sem ég geri. Ég gekk með
þjósti inn á Sóleyjargötuna, heilsaði á
báðar hendur á hraðferð minni inn á
skrifstofu. „Komí,“ hrópaði ég skip-
andi í kallkerfið um leið og ég settist.
Ég tók tímann. Tuttugu og átta sek-
úndur. Þá opnaði hann hurðina, óað-
finnanlega klæddur, óaðfinnanlega
greiddur, óaðfmnanlega áhugalaus en
einbeittur í andliti. Hvemig tekst hon-
um að vera einbeittur en samt áhuga-
laus á sama tíma? Þetta hlýtur að vera
eitthvað sem menn læra í diplómata-
skólanum. „Korní,“ sagði ég ákvfeð-
inn, „héðan ( frá gerum við ekkert
nema það sem ég vil.“ Hann horfði á
mig einbeittur en áhugalaus. „Héðan í
frá mun ég breyta þessu embætti,
auka áhrif þess, nota það til að fleyta
þessu moldarkofaþjóðfélagi inn í tutt-
ugustu og fýrstu öldina," bætti ég við.
Hann horfði á mig og beið. Helvítið á
honum, hann beið. Hann vissi eitt-
hvað sem ég vissi ekki. „Hafa ein-
hverjir blaðamenn beðið um viðtöl í
dag?“ spurði ég. „Ég gæti látið ýmis-
legt flakka í þeim sem gæft til kynna
hvað ég ætlaði af þessu embætti."
„Nei,“ sagði hann og mig grunaði
strax að hann væri ánægður með þetta
svar. „En sjónvarpsmenn?" „Nei.“ Ég
hugsaði mig um. „Hefur einhver beð-
ið um ávarp, ræðustúf, eitthvað þess-
legt?“ „Nei.“ „Hvað þá? Hefur enginn
beðið um þjónustu forsetans í dag?“
,Jú,“ sagði Komí. Ég horfði á hann.
Hann var að bíða eftir að ég spyrði
hver hefði óskað eftir þjónustu okkar.
Ég ætlaði ekki að gefa mig. Hann stóð
þama í einhverri stellingu sem hann
hafði lært á diplómataskólanum og
ætlaði ekki að gefa sig. „Hver?“
spurði ég. „Þín er vænst við opnun
kvikmyndahátfðar," sagði hann. „Ætl-
arðu að senda mig í bíó?“ spurði ég
hvumsa. ,Ja, það er hefð fyrir því að
forseti íslands sé viðstaddur fyrstu
sýningu á þessari hátíð,“ svaraði hann
án þess að bregða svip. Ég sneri mér í
stólnum og horfði út yfir Hljómskála-
garðinn. Eg fann hvemig löngunin til
áhrifa sullaði í æðum mér, hvemig at-
orkusemin beið þess að finna sér rétt-
an farveg. Og ég var á leiðinni í bíó.
Og ég fann að ég gat ekkert gert til að
breyta því. Þetta var klípan sem ég var
lentur í. Ég hafði barist til metorða til
þess eins að sitja í myrkvuðum sal og
borða popp. Ég sneri mér aftur að
Korní. „Hvemig á ég að vera klædd-
ur?“ „Þessi föt sem þú ert í em vel til-
hlýðileg þó ég myndi ef til vill frekar
vera með þetta bindi," sagði hann og
dró bláröndótt bindi upp úr vasanum.
Ég horfði á fangavörð minn og fannst
bindið snoturt skraut við fangabúning-
inn.
Dagur86
Föstudagurinn 25. október
Önnur tilraun á skrifstofunni. „-
Komí, þú hlýtur að sjá það, ég verð að
setja mark mitt á þetta embætti, ég get
ekki sífellt verið að hendast út um
borg og bí að opna sýningar, vera við-
staddur verðlaunaafhendingar, mæta í
kokteila. Einhvers staðar verð ég að
finna tíma til að vera ég, herra Ólafur
Ragnar Grímsson forseti lýðveldisins.
Ekki bara hvaða forseti sem er, heldur
herra ég sjálfur." „Ég skil það fullvel,
Ólafur, en þetta er alþjóðleg frí-
merkjasýning og samkvæmt mínum
heimildum em miklar líkur til að fs-
lendingur vinni þama í fyrsta skipti
grand prix-verðlaun fyrir safnið sitt.“
„Þú getur ekki gert mér þetta, Komí,
ekki frímerkjasýningu, gerðu það,“
grátbað ég. „Það væri ákfalega óvið-
eigandi ef forseti íslands mætti ekki,“
sagði hann með þessum óhaggandi
mónótómska tón. Þetta var örlagasin-
fónía mín. Þessi óhaggandi mónót-
óníski tónn sem fylgdi mér í innibyrg-
an heim steindauðra hefða. „Hvaða
maður er þetta sem á að fá verðlaun-
in?“ spurði ég. „Indriði Pálsson,"
svaraði hann. „Indriði Pálsson," át ég
upp eftir honum, „eitthvað kannast ég
við nafnið." „Ja, hann var forstjóri
Skeljungs," sagði Komí. Ég horfði á
hann. Ég veit ekki hvemig mér leið.
„Er Kolkrabbinn búinn að taka yfir
frímerkjasýningamar líka?“ spurði ég
- ekki Komí frekar en aðra, ég varp-
aði þessari spumingu bara fram. Hvað
er að gerast í þessu þjóðfélagi? Einu
sinni dunduðu ungir drengir við frí-
merkjasöfnin sín en nú hefur Kolb-
rabbinn teygt sína gráðugu lúku fram
og hrifsað þau af þeim. Og ég er for-
setinn yfir þessum óskapnaði. Og ég á
að veita blessun mína yfir þessari þró-
un með því að afhenda Kolbrabban-
um sérstök verðlaun fyrir ódæðið. Og
ég get ekkert gert, það er ekki tilhlýði-
legt. Ég verð að dansa með.
Dagur 87
Laugardagurinn 26. október
Það lá ekkert sérstakt fyrir í dag.
Og ég var þv£ feginn. Ég gekk um sali
Bessastaðastofu og reyndi að skynja
nið aldanna. Hér hafði saga þjóðarinn-
ar oltið ffam. Hér hafði Snorri átt hjá-
leigu. Hér var Bessastaðaskóli. Hér
lærðu Fjölnismenn. Hér var Svein-
bjöm skólameistari. Hér lék Grímur
Thomsen við hundinn sinn. Hér var
Skúli Thoroddsen. Hér bjuggu
Sveinn, Asgeir og Kristján. Líka Vig-
dís. Þegar ég hnusaði út í loftið fann
ég aðeins létta angan af ilmvatninu
hennar. Engan keim af hinni ómstríðu
sögu þjóðarinnar. Vom þeir sem þótt-
ust finna hann ekki bara að plata?
Hver finnur fyrir nið sögunnar? Og
hvernig þá? Hristast menn? Kemur
hún yfir mann eins og léttur hausverk-
ur? Eða tannpína? Hvað veit ég? Ég
geng um ganga Bessastaðastofu og
finn bara lykt af Channel no 5. Og
finnst hún góð. Ætli Channel búi til
rakspíra sem hæfa forsetum? Ég gekk
inn í bókaherbergið, settist við skrif-
borðið og tók fram frímerkjabókina
sem ég keypti í gær. Indriði hafði gef-
ið mér þrjú frímerki á sýningunni í
gær. Ég setti merkið hans Sveins á
fyrstu blaðsíðu, Ásgeir á blaðsíðu tvö.
Þá skipti ég um skoðun og færði Ás-
geir á síðu þrjú. Mér fannst við hæfi
að hver forseti fengi eina opnu fyrir
sig. Kristján lenti á síðu fimm. Vig-
dísarmerkið var enn óútkomið. Það
færi á blaðsíðu sjö. Og mitt kæmi á
síðu níu. Ég lokaði bókinni. Þetta var
ef til vill ekki stórt safn en það var fal-
legt. Þrjú merki í bók og tvö ókomin.
Það var yfir þessu safni fallegur fyrir-
boði. Það var alveg sama hvað þeir
gerðu mér, hversu rækilega þeir héldu
mér niðri; þeir munu aldrei taka af
mér frímerkið.
Dagur 88
Sunnudagurinn 27. október
Sunnudagur á Bessastöðum. Forset-
inn situr í bókastofunni. Hann handf-
fjatlar bók, blaðar í henni, leggur hana
frá sér. Þetta er ffímerkjabók. Forset-
inn hallar sér aftur í stólnum og horfir
á síður bókarinnar þarsem hún liggur
opin á borðinu fyrir ffarnan hann. Hún
er opin á blaðsíðu átta og níu. Snyrti-
legir plastrenningar liggja eftir síðun-
um. Að öðru leyti eru þær auðar. For-
setinn horfir á opnuna og reynir að
ráða í framtíð sína af henni. Framtíð
sumra er eins og hvítt blað. Framtíð
mín er eins og opna í frímerkjabók.
Afrek mín munu skipast í snyrtilegar
raðir, formlegar og fyrirfram ákveðn-
ar. Ég hef ekki stjóm á hvemig þau
skipast í raðir en ég ræð nokkm um
hver þau verða. Komí stjómar röðun-
um. Ég verð að halda mér innan
þeirra. En á bak við plastið get ég ráð-
ið nokkru. Það er frelsi mitt til at-
hafha, svigrúm mitt til að setja mark
mitt á þetta embætti, sögu þjóðar
minnar, framvindu mannkynssögunn-
ar. Á bak við plastrenninga í frí-
merkjabók. Þar er framtíð mín í
þrengslunum og loftleysinu. Það þarf
nokkuð til að fremja þar afrek er hæfa
vænum mínum og væntingum. En ef
ég þekki mig rétt þá hef ég nokkuð til
þess. í það minnsta minnir mig að ég
sé þannig maður. Að ég hafi verið
þannig maður.
Dagur 89
Mánudagurinn 28. október
Ég var mættur á skrifstofuna klukk-
an átta. Beið til klukkan níu fimmtán.
Hringdi í Sighvat Björgvinsson. „Ég
vildi láta þig vita af því, Sighvatur
minn, að þú hefur fullan stuðning
minn til formennsku í Alþýðuflokkn-
um.“ Ég beið ekki eftir þökkum held-
ur sleit samtalinu. Ég vildi ekki hlusta
á hann verða meyran yfir þessum
óvænta stuðningi frá hæstu hæðum
samfélagsins. Klukkan var níu átján.
Ég hringdi í Guðmund Áma Stefáns-
son. „Eg vildi láta þig vita af því,
Guðmundur minn, að þú hefur fullan
stuðning minn til formennsku í Al-
þýðuflokknum." Ég beið ekki eftir
þökkum heldur sleit samtalinu hið
fyrsta. Ég hafði mikið að gera. Ég var
í ham. Ég var að plotta um framtíð/ís-
lenskra stjómmála. Ég vissi ekki al-
veg hvað ég vildi með þessu en ég
fann að ég var að gera hið réttá.
Hringja í menn og dreifa stuðningi,
örlítið misvísandi, en stuðningi engu
að síður. Það er sama hver yrði for-
maður hjá krötum, sá myndi muna
eftir símtalinu sem hann fékk einn
mánudagsmorgun frá herra forseta ís-
lands. Menn gleyma slíku ekki svo
auðveldlega. Það er einn kosturinn við
að vera forseti. Menn gleyma manni
ekki svo auðveldlega. Ólafur Ragnar
Grímsson. Já, hann. Slíkt segir enginn
lengur. Það er ömggt. Nafnið er kom-
ið inn. Nú vantar bara afrekin til að
fýlgja því.
Dagur 90
Þriðjudagurinn 29. október
Ég kallaði Komí inn til mín um leið
og ég mætti á skrifstofuna. „Korní,
hringdu í Nelson Mandela og bjóddu
honum í opinbera heimsókn. Og vertu
fljótur að því. Maðurinn er orðinn
nokkuð gamall.“ Svona á það að vera.
Ég ætlaði ekki að lenda í því að bjóða
hingað upp einhverjum Belgíukóng-
um sem enginn kann að nefna. Vin-
samlegast sýnið friðarverðlaun Nób-
els við landganginn. Það verður skil-
yrðið til að heimsækja mig. Af vinun-
um skuluð þér þekkja mig. Mandela,
Havel - svoleiðis menn. Verst að
Palme skuli vera dauður. Vigdís má
eiga kóngaklúbbinn. Ég ætla að
tryggja mér sæti í betri selskap. Ég
ætla að ræða um framtíð mannkyns,
friðarferli hér og hvar, afvopnun og
fólksfjölgun. Eg læt kóngana um
skilnaði, bamseignir og góðgerðarmál
eins og alnæmi, berkla og þess konar.
Ég hef ekkert á móti þessu svo sem,
en ég er ekki gerður til smærri verka.
Engin bjartsýnisverðlaun handa mér,
nei takk. Friðarverðlaun kannski og
helst ef ég get afþakkað þau á síðustu
stundu. Ég ætla að verða afgerandi
forseti, beittur og nteð þungri undir-
öldu. Ekkert lamb sem leggst með
hvaða Ijóni sem er. Ég er búinn að
finna sjálfan mig. Komí truflaði þess-
ar hugsanir mínar. Hann sagði að for-
setaskrifstofa Suður-Afríku hefði tek-
ið vel um umleitan sína um opinbera
heimsókn. Ég beið þess að Komí færi
og lokaði á eftir sér. Þá stökk ég upp á
borð og gargaði: „Jibbbííí." Korní
opnaði hurðina og horfði á mig stand-
andi upp á borði. „Það þarf að skipta
um þessa peru,“ sagði ég og benti á
loftljósið. „Hún er alltof sterk."
Dagur 91
Miðvikudagurinn 30. október
Hvað er að taka vel í umleitan? Ef
lögmaður Færeyja hringdi í mig og
spyrði hvort ég vildi koma í opinbera
heimsókn, myndi ég ekki taka vel í
það? Auðvitað. Ég myndi taka ákaf-
lega vel í það en fara hvergi. Ég
myndi aldrei fyrir mitt litla líf eyða
tíma mínum í að heimsækja Færeyjar.
Ég held þeir séu ennþá með svarthvítt
sjónvarp. Þeir ganga enn með prjóna-
húfur. Forsetinn heilsar lögmanni
Færeyjar. Hann er með húfu. Forset-
inn heilsar biskupi Færeyja. Hann er
með húfu. Það er alveg sama hversu
mikið ég myndi brillera, ferð mín til
Færeyja yrði alltaf álappaleg. Eins og
Kristján X að heilsa fslenskum bænd-
um í bæjarhlaðinu við torfbæ. Og er
Mandela ekki að velta þessu sama
fyrir sér? Hvers vegna ætti hann að
fara til íslands? Hann getur valið um
London, París, Róm, New York, Pek-
ing, Moskvu. Hvar er Reykjavík á
óskalista Mandela? Einhvers staðar á
milli 130. og 144. sætis. Hann sér
fram á að koma hingað ef hann verður
230 ára. Afhveiju er ég íslendingur?
Af hverju fæddist ég hér? Drottinn
guð, gef mér þjóð sem skiptir máli. ■