Alþýðublaðið - 31.10.1996, Side 7
FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996
ALPÝÐUBLAÐK)
7
■ Sextíu ár frá því að Þjóðviljinn leit dagsins Ijós
Skeleggur, vel skrifaður og heiftúðugur
„Ég verða að segja að
margt missti sín með
Þjóðviljanum," sagði
Svavar Gestsson en
nú eru sextíu ár liðin
frá því að Þjóðviljinn
kom út fyrst en sem
kunnugt er lagði af-
mælisbarnið upp laup-
ana áður en sextugs-
aldri var náð, nánar til-
tekið í lok janúar árið
1992. Alþýðublaðið
bað valda menn að
minnast afmælis-
barnsins sáluga.
„Þjóðviljinn var með bestu umfjöll-
unina um verkalýðs-, menningar- og
utanríkismál og opnaði fyrir umræðu í
öðrum fjölmiðlum," sagði Svavar,
sem lengi var ritstjóri blaðsins. „Eftir
að Þjóðviljinn hvarf hefur þrengt af
frjálsri blaðamennsku. Vinstri menn
hafa minni möguleika en áður á því að
taka þátt í daglegri pólitískri um-
ræðu.“
Engu við það að bæta
„Eg kvaddi Þióðviljann á sínum
tíma. Það var birt í síðasta tölublaði
þess blaðs og við það hef ég engu að
bæta,“ sagði Matthías Jóhannessen rit-
stjóri Morgunblaðsins.
„Þjóðviljinn var hjartsláttur komm-
únista," sagði Indriði G Þorsteinsson.
„Þar var aðallega skrifað um pólitík
og menningu eins og hún átti að vera
samkvæmt forskriftinni. Það var gam-
an að fylgjast með þessu en það fer
allt fyrir borð hjá þessum blessuðu
mönnum.“
,Árið 1978, þegar ég hætti að vinna
þama, fóru tólf þúsund eintök á dag af
Þjóðviljanum og hann bar sig mjög
vel,“ sagði Svavar. „Þá var mikil ein-
ing innan Alþýðubandalagsins en árið
1985 hófust átök í flokknum sem ég
tel að hafi átt stærstan þátt í þvf að
gera út af við blaðið. Undir lokin stóð
blaðið svo illa íjárhagslega að það var
ekki hægt að haída því úti nema stefna
í hættu fjárhag einstaklinga í stórum
stfl.“
Loftfimleikar og spádómar
„Það er eftirsjá að gamla Þjóðvilj-
anum,“ sagði Indriði. „Faðir minn
keypti hann alltaf og var hálfgerðúr
íylgismaður þessara manna og ég ólst
Svavar Gestsson: Þjóðviljinn var
hagur hreyfingarinnar og hennar
verk því fólk gaf af matarpeningum
sínum til að halda úti blaði. í þá
daga sá fólk greinilega samhengi
milli lífskjara sinna og þess að
staða Þjóðviljans væri sterk.
upp við að bera virðingu fyrir vel
skrifandi mönnum. Af merkilegum
Þjóðviljamönnum vil ég nefna Magn-
ús Kjartansson og hans dálka um pó-
lítík eins og Austra. Þetta voru miklir
loftfimleikar og spádómar enda voru
menn að fjalla um viðkvæma hluti
eins og Stalín. Þetta voru pólitískar
heimasætur vinstri manna og menn
sátu á tröppunum og biðu eftir að þeir
létu sjá sig.“
Hagur hreyfingarinnar
„Það er kannski ósanngjarnt að
nefna einn og tvo mennsagði Svav-
ar Gestsson. „Þetta var hagur hreyf-
ingarinnar og hennar verk því fólk gaf
af matarpeningunum sínu til að halda
úti blaði. I þá daga sá fólk greinilega
samhengi milli lífskjara sinna og þess
að staða Þjóðviljans væri sterk. En ég
verð þó að nefna Einar Olgeirsson því
hann var lífið og sálin í hreyfingunni
lengur en nokkur annar maður. Það
var þó fyrir mína blaðamannatíð, ég
minnist einna helst tímans með Kjart-
ani Ólafssyni og Áma Bergmann sem
skilaði geysilega sterkum Þjóðvilja."
Grafinn og gleymdur tími
„Blaðið var ákaflega heiftúðugt og
einn liður í að frelsa heiminn en það
hefur ekki tekist enn eins og menn
vita,“ sagði Indriði G. Þorsteinsson.
Þetta er grafinn og gleymdur tími og
þeir eru ílestir komnir ofan í jörðina
sem gerðu þennan garð frægan. Það
var mikið af fólki á þeim árum sem
var alveg sérstaklega vel skrifandi en
íslendingar hafa týnt mikið niður
þessari fallegu list. Enda eru pólitískir
dálkahöfúndar flestir atvirmulausir eða
skuggar þeirra sem áður voru.
Þegar Þjóðviljinn dó urðu ýmsir
menn einmana í pólitík."
■ Þorvaldur Þorsteinsson stendur í stórræðum á Akureyri
Indriði G. Þorsteinsson: í dag veður
sá misskilningur uppi að texti þurfi
að Ijóma af einhverjum óskapleg-
um gáfum, útkoman er ekki gáfu-
leg heldur sú að menn rembast á
pappírinn og útkoman er remba.
Sérkennilegt tungutak
„Þjóðviljinn hafði sérkennilegt
tungutak og var ákaflega orðljótur,"
Matthías Jóhannessen: Ég kvaddi
Þjóðviljann á sínum tíma og hef
engu við það að bæta.
sagði Indriði. „En hann var vel skrif-
aður og því er komin upp sú taktík að
ýmsir lítils megnugir dálkahöfundar
halda að þeir séu vel skrifandi af því
þeir eru á sama máli og Þjóðviljinn.
En í dag veður sá leiði misskilningur
uppi að texti þurfi að ljóma af ein-
hveijum óskaplegum gáfitm, útkoman
er ekki gáfuleg heldur sú að menn
rembast á pappírinn og útkoman er
remba."
„Pólitísk blöð eiga erfiðara upp-
dráttar en áður,“ sagði Svavar Gests-
son. „Það er veruleiki sem blasir við
blaðaheiminum og menn verða að
horfast í augu við. Ymislegt hefur
komið í staðinn, til dæmis eru Mogg-
inn og DV eru opnari blöð í dag og
það eru ljósvakamiðlamir líka þó að
þar sé greinileg hætta á einokun og
hringamyndum eins og Margrét Frí-
mannsdóttir benti á í útvarpsviðtali
nýlega. Við tókum þá ákvörðun eftir
að Þjóðviljinn hætti að leysa okkar út-
gáfumál öðruvísi vegna þess að við
höfðum ekki fjármagn til að gera bet-
ur en það. Ég vil að lokum þakka Al-
þýðublaðinu íýrir að muna eftir þessu
afmæli.“ ■
Þetta getur ekki klikkað
-segir Þorvaldur sem opnar viðamikla myndlistarsýningu nú um helgina.
Þorvaldur Þorsteinsson: Ég er á
starfslaunum og er bara að vinna
vinnuna mína; að leika myndlistar-
mann.
„Þetta er myndlist sem er að kepp-
ast við að líta ekki út einsog mynd-
list,“ segir Þorvaldur Þorsteinsson
fjöllistamaður í samtali við Alþýðu-
blaðið en hann mun opna viðamikla
sýningu á laugardaginn í Listasafninu
á Akureyri. Mikill fjöldi manna kemur
að henni með einum eða öðrum hætti.
Sýningin heitir Eilíft líf og er marg-
þætt. Meðal verkanna má nefna At-
hafnir, ljósmyndaröð sem sýnir 25 al-
gengar athafnir fólks í heimahúsum.
,Já, ég er búinn að gefast upp á að
reyna að búa til verðandi verðmæti -
misskilin verk sem verða skilin síðar
eftir að ég er skilinn við. Þetta er IU-
sýning (instant understanding),“ segir
listamaðurinn sem er búinn að virkja
alls 200 manns á Akureyri til að allt
verði sem best verði á kosið. „Þetta er
meðal annars fólk sem ýmist hefur
hleypt að ljósmyndara inná heimili sitt
eða leyft Þorsteini Joð að taka viðtöl
við sig. Arnaldur Halldórsson ljós-
myndari kom sérstaklega norður til að
taka myndir en hann er snillingur ekki
síður en Þorsteinn.“
Þorvaldur er spurður hvort hann sé
búinn að setja bæjarfélagið á annan
endann og hann jánkar því. „Þetta get-
ur ekki klikkað. Það verður fjölmenni
á opnuninni og til að tryggja enn frek-
ar til að allir skemmti sér hef ég feng-
ið kór aldraðra til að syngja við opn-
unina og í framhaldi af því mun safn-
stjórinn kaupa fyrstu kökuna á Kökub-
asar kvenfélagsins Framtíðarinnar sem
verður þama með sitt besta bakkelsi í
tilefni dagsins,“ segir Þorvaldur sem
„Að spjaila við gesti" úr myndröð-
inni Athafnir.
ekki hefur setið auðum höndum frá
því að hann kom til Akureyrar í byrj-
un september. „Ég er á starfslaunum
og er bara að vinna vinnuna mína; að
leika myndlistarmann."
í tengslum við sýninguna verða
hljóðverk flutt á Rás 2 á hverjum virk-
um degi meðan sýningin stendur yfir.
DT mun birta að minnsta kosti 12 verk
sérstaklega unnin fyrir blaðið og
þannig má lengi telja. Þorvaldur er
væntanlegur til höfuðborgarinnar í lok
nóvember. „Það er vinna að halda
sýningu og þegar hún snýst um veru-
leikann verður maður að vera á staðn-
um. Norðanmenn taka mér ótrúlega
vel, þar ber hvergi skugga á,“ segir
Þorvaldur Þorsteinsson. ■
■ The Bang Gang í Hinu húsinu
íslenskan hentar
ekki rokkinu
Hljómsveitin The Bang Gang sem sendi nýlega frá sér
7 tommu hljómplötuna Listen baby mun halda fyrstu tónleika
sína á morgun, föstudaginn 1. nóvember, í Hinu húsinu.
Alþýðublaðið náði tali af Barða Jóhannssyni og Henrik
Baldvin Björnssyni...
Nú eru þetta fyrstu tónleikamir ykk-
ar. Hvað hafið þið uppá að bjóða?
„Við bjóðum uppá háklassarokk en
megin ástæða þess að við ætlum að
spila á tónleikum er forvitni. Okkur
langar að komast að því hvemig emm
á sviði.“
Hvað eru margir sem skipa þessa
sveit?
, J>etta er dúett skipaður okkur, Hen-
rik og Barða, en við höfum fengið til
liðs við okkur þrjá undirleikara þau
Áma Þór, Esther og Hrafnhildi. Þau
gerir okkur fært að flytja tónlistina „li-
ve“. Annars emm við ákaflega ánægð-
ir með innlegg þessara listamanna í
starfsemi sveitarinnar.“
Lögin á plötunni eru í anda gam-
alla rokkslagara. Er stefnunni haldið í
þá átt?
„Nýju lögin em ekki í alveg sama
stíl og þau smáskífunni. Það er notast
meira við hljómborðs-og tölvuhljóð.
Öll eiga þó lögin okkar sameiginlegt
að vera rokkuð og taktföst sem er afar
tónleikavænt. Við höfum flókinn ein-
faldleika sem felst í því að hver ein-
asta nóta í lögunum okkar hefur til-
gang. Til dæmis höfum við engin
óþarfa gítarsóló, trommulæti eða ann-
að slíkt rugl. Lögin okkar eru mel-
ódísk og kúl.“
Það fer ekki mikiðfyrir söng á smá-
skífunni ykkar. Er von á að heyra
raddbönd þanin á morgun?
„Ójá. Söngur átti einfaldlega ekki
við þessi lög en allt nýja efnið er sam-
ið með miklum og melódískum söng-
línum. Til þess að geta fullnægt söng-
þörf þessara laga fengum við söng-
konuna Esther Talíu Casey til að ljá
okkur rödd sína. En fram að því hafði
Henrik séð aleinn um barkaþenslu."
Allir textamir og upplýsingamar á
plötunni eru ensku. Er (slenskan ekki
nógu góð fyrir THE BANG GANG
(Hvellgengið)?
Það passar einfaldlega ekki við
mússíkina að syngja á íslensku og því
væri fáránlegt að vera með enska texta
en upplýsingar á íslensku. Auk þess
hentar íslenska ekki til söngs í rokk-
lögum meðal annars vegna þess hve
íslenskan er hart mál. Einnig finnst
okkur íslenskir söngvarar fíflalegir
þegar þeir syngja íslensku með sam-
blandi af flámæli og enskum hreim.
íslenskan fellur hins vegar vel við
drykkjusöngva og jólasálma en hljóm-
K ar fáránlega í rokkmússík."
Þið gerðuð myndband sem hefur
fengið nokkra sýningu á sjónvarps-
| stöðvunum. Hvemig var þeirri vinnu
háttað?
„Kunningi okkar, Ami Þór, sem er
starfsmaður Saga film hafði heyrt
plötuna og fannst lögin góð. Þegar við
sámm allir saman á kaffihúsi ákváðum
við að gera myndband við lagið Listen
Baby. Utkomuna geta menn svo séð á
Sýn og í sjónvarpinu á milli dagskrár-
liða.“
Hvað er á döfinni hjá sveitinni
nœstu misseri?
„Það eina sem er framundan er að
spila á tónleikum, klára heimasíðuna
okkar, taka upp lög og gera annað
myndband. Síðan munum við gera hlé
á starfsemi sveitarinnar vegna ferðar
til Prag og íslenskunáms.“ ■