Alþýðublaðið - 01.11.1996, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.11.1996, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996 MMÐIIIilfHIII 21205. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Fréttastjóri Jakob Bjarnar Grétarsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín ehf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Tölvupóstur alprent@itn.is Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Glímt um formannsstól Nú er ljóst að tveir þingmenn Alþýðuflokksins að minnsta kosti munu keppa um formennsku flokksins þegar Jón Baldvin Hanni- balsson lætur af embætti. Sighvatur Björgvinsson reið á vaðið, og nýtur meðal annars stuðnings Jóns Baldvins. í gær tilkynnti svo Guðmundur Ami Stefánsson að hann myndi freista þess að verða ellefti formaður Alþýðuflokksins. Enn er beðið ákvörðunar Rannveigar Guðmundsdóttur, sem verið hefur í útlöndum að undanfömu en kemur til landsins um helgina. Þá hefur Össur Skarphéðinsson verið orðaður við formennsku, en hann hefur til þessa tekið því fjarri. Það er ekkert nýtt að tekist sé á um formennsku í Alþýðu- flokknum. Allar götur síðan Hannibal Valdimarsson steypti Stef- áni Jóhanni Stefánssyni árið 1952 hefur það fremur verið undan- tekning en venja að formenn flokksins hafí átt í vök að veijast. Þannig náði Jón Baldvin völdum í hallarbyltingu fyrir tólf ámm með því að steypa Kjartani Jóhannssyni úr sessi. Jóni Baldvin var aðeins einu sinni ögrað alvarlega sem formanni, þegar Jóhanna Sigurðardóttir bauð sig fram gegn honum fyrir rúmum tveimur ámm. Viðbrögð alþýðuflokksmanna vom blendin þegar Jón Baldvin kynnti hugmyndir sínar um hvemig forystumenn Alþýðuflokks- ins ættu að skipta með sér verkum á næstu ámm. „Pólitíska erfðaskráin" gerði ráð fyrir að Sighvatur tæki við formennsku, Guðmundur Árni yrði áfram varaformaður, Rannveig Guð- mundsdóttir leiddi áfram þingflokk jafnaðarmanna og Össur Skarphéðinsson tæki að sér formennsku í framkvæmdastjóm. Með þessu vildi Jón Baldvin koma í veg fyrir átök, sem vissulega geta veikt og skaðað flokkinn vemlega. Heimilisböl síðustu ára endaði með klofningi sem kostaði tap í alþingiskosningum, og átti þannig veigamikinn þátt í að afturhald og íhald íslenskra stjómmálá læstu saman klónum við landsstjómina. En þótt erjur í forystusveit hafi verið Alþýðuflokknum dýr- keyptar er eðlilegt að margir vilji fá tækifæri til að kjósa um næsta formann. Alþýðuflokkurinn stendur á tímamótum þegar Jón Baldvin lætur af embætti. Jón Baldvin hefur mótað flokkinn og ásýnd hans í ríkara mæli en almennt gerist um flokksformenn. Alþýðuflokkurinn tekur breytingum þegar Jón Baldvin hættir, og því hljóta flokksmenn að hugleiða vandlega hver sé best til þess fallinn að leiða flokkinn og gefa honum trúverðugt yfirbragð. Al- þýðuflokksmönnum er því ekki nema hollt að ganga hreint til verks og útkljá í lýðræðislegum kosningum hver á að gegna leið- togahlutverkinu næstu árin. Enginn vafi leikur á því, burtséð frá hvem þeir styðja til for- mennsku, að alþýðuflokksmenn vilja að glíman um formennsk- una fari heiðarlega og drengilega fram. Sú krafa hefur komið ít- rekað fram í aðdraganda flokksþingsins, og verður áréttuð nú þegar fyrir liggur að kosið verður milli frambjóðenda um emb- ætti ellefta formanns Alþýðuflokksins. Málefnaleg og hressilega barátta er af hinu góða, enda munu menn þá ganga ósárir frá leik. Alþýðuflokksmenn eiga heimtingu á því að frambjóðendur til formanns, hvort sem þeir verða tveir eða fleiri, lýsi afdráttarlaust að þeir muni reka drengilega baráttu - og una síðan úrslitunum. s k o ð a n Islenskir arkitektar II Ég er sjálfur af þeirri kynslóð sem ólst upp í köldum sviplausum kumb- öldum steyðuæðis viðreisnaráranna. Ég er alinn upp í höfði arkitekts. Háleitishverfið er þrátt fyrir nafnið ekki mjög háleitur arkitektúr. Ég er alinn upp í andlausu umhverfi. Eða fremur andrömmu umhverfi. f síðustu skáldsögu minni lýsti ég slíku hverfi sem svo óheppilega var sprottið fram úr andlausu höfði manns sem að auki átti við andremmu að stríða. Þessi hugmynd spratt af sjálfsævisögulegri staðreynd. Á skrifborði einhvers borgarskipuleggjandi arkitekts í lok sjötta áratugarins lá heilt hverfi á pappúnum og yftr það lagðist andfýla Vikupiltur | úr vitum hans sem bograði yfir teikningunni, andíyla sem síðan lá og liggur enn yfir þessu hverfi og mengaði líf íbúa þess um ókomin ár. Foreldrar mínir ólust upp við peninga- lykt í fjarlægum fjörðum þessa lands en ég lék mína barnaleiki í steypu- skjóli umvafinn andremmu arkitekts, og sjálfsagt hefur líka verið talsverður peningur í þeirri lykt. Og alltaf þegar ég stóð, sem heimspekilegur lítill drengur, við stofugluggann og horfði á fyrstu snjóflygsur vetrarins falla fyrir utan fannst mér eins og þetta væri flasan úr höfði þess sama manns sem hannaði hverííð. Ég kunni aldrei við mig í þessari sálarlausu blokk. Ef ég væri sannur kverúlant væri ég búinn að kveina á tveimur glans- lökkuðum tímaritsopnunum undir fyrirsögninni: „Ég er mótaður af sálar- lausu umhverfi” og væri svo búinn að stofna sálfræðilegan stuðningshóp með tilheyrandi áfallahjálp undir heit- inu „Arkitektar eyðilögðu líf okkar.” En kannski er þetta allt saman spurning um tíma. Bárujárnshúsin þóttu fátækraleg og ekki mjög listræn eða eftirsótt á sínum tíma. Það tekur fimmtíu ár að setja sál í hús. Kannski, einhvemtíma eftir hundrað ár, munu unglingarnir ef til vill flykkjast í blokkirnar í Háleitishverfi sem þá munu þykja flottar og fallegar og fullar af sál. Kannski. Mjög mikið kannski. En nú er liðin hin ístrumóða steypu- tíð og íslenskur arkitektúr í dag er að komast í fallegra horf en áður var. íslenskir arkitektar eru smám saman að ná því sjálfstrausti sem þarf til að skapa okkur nýstárleg en um leið falleg og þægileg híbýli sem henta íslenskum aðstæðum. Þeir eru bráðum hættir að vera hreinir innflytjendur erlendra áhrifa. Þeir eru að ná sér uppúr hinu flata þaki sem þeir uppgötvuðu óvart í sólarlandaferðum sínum til Spánar og Mexíkó og lands- menn mega margir hverjir enn hafa yfir höfði sér. í húsum þeirra fyllir innlendur rigningar-þaklekinn föt og fötur til minningar um vel heppnað og sólríkt sumarfrí arkitektsins og hans fjölskyldu. En smám saman eru íslenskir arkitektar að ná því að setja sál í steypuna. Hinn þunglamalegi og steypuverðbólgni framsóknarstíll er á undanhaldi. Úr hinu millibrúandi límtréstímabili erum við að sigla inn í fallegan og bogadreginn léttleika. Allt í einu langar mann til þess að búa í nýjum húsum, tilfinning sem er ný, því áður gilti sú setning að allt nýtt væri ljótt. Ingólfstorg, Skólavörðuholt, Hæstaréttarhús, Perla, jafnvel Ráðhús: (þó maður sé enn að reyna að kyngja staðarvalinu, líkt og endur brauði) Allt eru þetta á einhvem hátt heppnaðir hlutir. Þeir fara allavega ekki í taugamar á manni. En ennþá kemur þó fyrir að maður man eftir þessari gömlu klisju, þessum gamla alþýðusannleik um „arkitekt með eftirtekt”. Til dæmis þegar ég heimsæki frænku mína sem hefur komið sér fallega fyrir í nýju háhýsi við Skúlagötu þar sem útum gluggann ber við heimsins fegursta útsýni: Vorkvöld í Reykjavík með bláum sundum og þremur fjólubláum draum- um handan þeirra. Frænka býður til sætis og maður sígur niður í þæginda- stól og ætlar að njóta útsemdarinnar betur en einhver ótrúleg akritektómsk dilla, fullkomin tilgerð, kemur í veg fyrir það: Af frábæmm frumleik hefur hönnuður byggingarinnar ákveðið að vera örðuvísi og hafa gluggapósta lárétta; sá neðsti liggur akkúrat í réttri hæð til byrgja fyrir sjóindeildarhring, sólarlagið yfir Snæfellsjökli og allt það nes hverfur faglega á bakvið ofurhannaðan karminn, Akrafjall og Skarðsheiði sömuleiðis. Smá mistök sem pirra munu að eilífu. En ein tilgerð kallar á aðra: Þetta endar með því að maður verður að færa sig yfir í Le Corbuiser-stólinn sem listræn frænka á einmitt í sinni stofu, og í þessu módemíska fyrirbæri sem varla er fyrir einn póstmódemískan mann að sitja í, eða heldur liggja, úr honum má greina rönd af Kjalamesi undan karminum. Þetta dæmi sýnir enn og aftur hversu viðkvæm og afdrifarík verk arkitekta eru. Kæru a^rkitektar. Þið verðið að vanda ykkur. Þið verðið að hugsa um okkur. Hugarsmíðar ykkar em heimkynni okkar. Ég veit. Þið hugsið um okkur. Þegar þið hannið um okkur hús. En hvers vegna stendur þá á því að þegar þið hannið hús fyrir guð, þegar þið hannið guðshús, þá hugsiði ekki um hann? Ég veit ekki fyrir hverja íslenskar nútímakirkjur em hannaðar. Ekki til að laða að sér fólk. Enda mætir enginn í kirkjur lengur. Og ekki em þær hannaðar guði til dýrðar. Nei, nýjar kirkjur em reistar arkitektinum til dýrðar. Öll sú Iistræna tilgerð sem hann býr yfir og yfirleitt er haldið í skefjum af fjármögnunaraðilum og því venjulega fólki sem á að byggja húsin og búa í þeim, allri þessari upp- söfnuðu tilgerð er hleypt óhindrað fram þegar kemur að því að hanna kirkjur. Einmitt þegar kemur að því að arkitektinn sýni sem allra mesta auðmýkt, fyrir guði, í hönnum helgi- dómsins, varpar hann henni allri frá sér eins og gömlum munkakufli og byggir hús eftir stnu höfði. Hér birtist öll sú frekjulega trú okkar aldar að hunsa alla góða hefð: 2000 ámm af virðingu og glæsilegri hefð er vaipað út af teikniborði og í staðinn koma eintómar dillur og ógnarsnjallar hugdettur, tjáningin ein og óhamin. Arkitektinn gengur alla leið og verður listamaður; reisir skúlptúr, höggmynd uppá 70 milljónir. fslenskar nútíma- kirkjur em ekki kirkjur heldur minnis- varðar arkitekta um sig sjálfa. Sjálfreistir bautasteinar blessaðir af biskupi landsins. Og af fádæma og sjaldheyrðri þolinmæði og fordóma- leysi sættir þjóðin sig við þessi fárán- legu fyrirbæri og gengur bljúg inn um trapísu-lgaðar dyr í fermingar sínar og jarðarfarir. Kannski er það guðsóttinn. Kannski þorir fólk ekki að æmta mót því sem guði heyrir. En menn blóta á laun. Það má blóta þessu á laun. íslenskar nútíma-kirkjur: Það er sama hvert formið er, hvort sem það er tjald úr stáli, öfugir skíðastökk- pallar, eða steypuklossuð skipsstefni að brjótast fram og upp úr holtum langt inní landi. Þjóðin gefur þessum hlutum sitt rétta nafn, uppnefnir kirkjur landsins: Indjánatjaldið í Breiðholti eða Stjömuskoðunarstöðin útá Nesi. Þetta em lélegir brandarar sem standa munu í 1000 ár og allir hættir að hlæja fyrir löngu. Islenskar nútíma-kirkjur em absrakt byggingar. Fyrir hveija em reistar abstrakt bygg- ingar? Jú kannski...guð er jú ekki beint áþreifanlegur. Kanski eiga þessi abstrakt steypubákn að túlka trú eða trúleysi landans. íslenskar nútíma- kirkjur em ó-trúlegar. Og kannski er það einmitt málið? Ef þú ætlar að trúa á guð skaltu byrja að reyna að trúa því að þetta, - þetta þarna, þessi skíða- stökkpallur þama - sé kirkja. Og ef þér tekst það, er eftirleikurinn auðveldur. Hér emm við aftur komin að hinu mikla valdi sem arkitektinn hefur. Og því sem virkar svo ógnvekjandi á almenning að hann kýs helst að veija sig fyrir þessum “sérfræðingum” með sleggjudómum. Hugarsmíðar arki- tektsins em heimkynni okkar. Hann skapar heim okkar. Áður fyrr bjó fólk í sveitum. Það bjó við upphaflega sköpun heimsins, smíð náttúrunnar, verk guðs. Nú búum við í borgum, í landslagi gerðu af manna höndum, hönnuðu af arkitektum. Arkitektinn er guð. Tilgerðarlegur guð. Kæru guðir. Þið sem eruð almátt- ugir, þið sem skapið heiminn: Ekki gera það á sjö dögum. Takið ykkar tíma. Vandið ykkur. Og þó vegir ykkar séu órannsakanlegir: Farið þá ekki of langt úr alfaraleið í smíðum ykkar. Blessið heimili okkar af sönnum innblæstri. Gerið hversdag okkar að hátíðardegi. Kæru guðir. Sýnið oss miskunn. Fyrirgefið okkur syndir okkar og skítkast í ykkar garð. Kæm arkitektar. Burstið tennumar vel og notið munnskol. Andremma ykkar varir að eilífu. ■ a g a t a 1 1 nóvember Atburðir dagsins 1197 Jón Loftsson goðorðs- maður í Odda lést, 73 ára. Hann var um sína daga voldug- asti höfðingi á íslandi. 1755 Tveir þriðju hlutar Lissabon í rústum eftir gríðarlegan jarð- skjálfta. Milli 30 og 60 þúsund manns týna lffi. 1950 Truman Bandaríkjaforseta sýnt banatil- ræði. Hann slapp ómeiddur en h'fvörður hans beið bana. 1954 Þjóðernissinnar í Alsír hefja stríð á hendur Frökkum. 1972 Bandaríska skáldið Ezra Pound deyr í Feneyjum, 87 ára. 1984 Rajiv Gandhi verður forsætis- ráðherra Indlands f stað móður sinnar, Indiru Gandhi, sem var myrt daginn áður. 1991 Hvíti vtkingurinn, kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, var frumsýnd. Hún kostaði 450 milljónir króna og var sú dýrasta sem ís- lendingur hefur gert. Afmælisbörn dagsins Spencer Perceval 1762, bresk- ur forsætisráðherra sem var veginn í þinghúsinu. Stephen Cranc 1871, bandarískur rit- höfundur. L.S. Lowry 1887, enskur listmálari. Hrafn Jök- ulsson 1965, ritstjóri. Annálsbrot dagsins Þrjár manneskjur voru líflátnar á alþingi á þessu sumri. Faðir og dóttir; áttu bam til samans; voru úr ísafjarðarsýslu; hann hálshöggvinn, henni drekkt. Maður úr Húnavatnssýslu, átti bam við stjúpdóttur sinni, hann missti lífið; fyrir hana var úl- skrifað. Grímsstaðaannáll, 1738. Afstæði dagsins Nái afstæðiskenning mín við- urkenningu mun Þýskaland telja mig Þjóðverja og Frakk- land lýsa því yfir að ég sé al- heimsborgari. Reynist kenning mín ósönn munu Frakkar segja mig Þjóðverja en Þjóðverjar lýsa yfir að ég sé gyðingur. Álbert Einstein. Málsháttur dagsins Hver djöful vill hræða, má hátt kalla. Egg dagsins Drambsamur maður líkist eggi. Það er svo sneisafullt af sjálfu sér að ekkert rúmast þar annað. A. Nimeth. Orð dagsins Aðeins eitt get égfœrt ykkur systur brœður vantrúna ó vopnið. Geirlaugur Magnússon. Skák dagsins Staðan í skák dagsins er ævin- týraleg í meira lagi: Glek hcfur hvítt og á leik gegn Radovskí. Leikur hvíts liggur enganveg- inn í augum uppi - þeir sem finna hann hafa fulla ástæðu til sjálfsánægju. Hvítur leikur og vinnur. Rxf7 2. ... g6 3. Db4 Be7 4. Rd6+I! Bxd6 5. Rc6+ Hér gafst ringlaður Radovskí upp.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.